96. fundur

Fundargerð

Skipulagsnefnd 2022-2026

14.12.2017

96. fundur

Skipulagsnefnd 2022-2026

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. desember kl. 10:00

Fundarmenn

Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form. 

Nanna Þórhallsdóttir (fundarritari)

Jóhanna Sif Sigþórsdóttir 

Hlynur Snæbjörnsson og framkvæmda

Sæþór Gunnsteinsson

Starfsmenn

Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi

Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna

Fundargerð ritaði: Bjarni Reykjalín

Dagskrá:

  1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar. Beiðni um umsögn.
  2. Vað 1. Umsókn um stofnun lóðar.
  3. Fundardagar skipulagnefndar á vormisseri 2018.

  1. Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030. Kynning á tillögu. S20170102

Erindi dags 29. nóvember frá Vigfúsi Björnssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar þar sem hann f.h. Eyjafjarðarsveitar sendir Þingeyjarsveit til kynningar tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, en nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulaginu og er skipulagstillaga á vinnslustigi tilbúin til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þingeyjarsveit er góðfúslega beðin að yfirfara skipulagstillöguna í samræmi við fyrrnefnda lagagrein og koma athugasemdum á framfæri við Eyjafjarðarsveit ekki síðar en 12. desember 2017. (Veittur hefur verið frestur fram yfir fund skipulags- og umhverfisnefndar til að skila inn umsögnum).

Meðfylgjandi erindi þessu eru eftirtalin gögn skipulagstillögunnar:

  1. a) Skipulagsgreinargerð – stefnumörkun
  2. b) Skipulagsgreinargerð – forsendur og umhverfisskýrsla
  3. c) Sveitarfélagsuppdráttur mkv. 1:100.000
  4. d) Sveitarfélagsuppdráttur norðurhluti – byggð og byggðarkjarnar mkv. 1:15.000
  5. e) Sveitarfélagsuppdráttur – sveitin – byggð mkv. 1:30.000
  6. f) Skýringaruppdráttur - efnistökusvæði
  7. g) Skýringaruppdráttur – samgöngur
  8. h) Skýringaruppdráttur – veitur
  9. i) Skýringaruppdráttur - vernd

 

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi þar sem hún gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á núverandi aðalskipulagi á sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Eyjafjarðarsveitar.

  1. Vað 1. Umsókn um stofnun lóðar. S20171103

Erindi dags 15. desember 2017 frá Sigrúnu Vésteinsdóttur, Vesturgili 3, 603 Akureyri þar sem hún sækir um heimild til að stofna sérstaka lóð undir íbúðarhúsið á jörðinni Vaði 1 skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags. 20. nóvember 2017 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna lóðina í Fasteignaskrá.

  1. Fundardagar skipulags- og umhverfisnefndar á vormisseri 2018.

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram eftirfarandi tillögu að fundardögum skipulags- og umhverfisnefndar á vormisseri 2018.

  1. janúar
  2. feb.
  3. mars
  4. apríl
  5. maí (miðvikudagur fyrir uppstigningardag)

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga.

Fundi slitið