Fundargerð
Skipulagsnefnd 2022-2026
14.12.2017
96. fundur
Skipulagsnefnd 2022-2026
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 14. desember kl. 10:00
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, form.
Nanna Þórhallsdóttir (fundarritari)
Jóhanna Sif Sigþórsdóttir
Hlynur Snæbjörnsson og framkvæmda
Sæþór Gunnsteinsson
Bjarni Reykjalin, skipulags- og byggingarfulltrúi
Jónas H. Friðriksson umsjónarmaður fasteigna
Dagskrá:
Erindi dags 29. nóvember frá Vigfúsi Björnssyni, skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar þar sem hann f.h. Eyjafjarðarsveitar sendir Þingeyjarsveit til kynningar tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, en nú stendur yfir endurskoðun á aðalskipulaginu og er skipulagstillaga á vinnslustigi tilbúin til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þingeyjarsveit er góðfúslega beðin að yfirfara skipulagstillöguna í samræmi við fyrrnefnda lagagrein og koma athugasemdum á framfæri við Eyjafjarðarsveit ekki síðar en 12. desember 2017. (Veittur hefur verið frestur fram yfir fund skipulags- og umhverfisnefndar til að skila inn umsögnum).
Meðfylgjandi erindi þessu eru eftirtalin gögn skipulagstillögunnar:
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna á þessu stigi þar sem hún gerir ekki ráð fyrir neinum breytingum á núverandi aðalskipulagi á sveitarfélagamörkum Þingeyjarsveitar og Eyjafjarðarsveitar.
Erindi dags 15. desember 2017 frá Sigrúnu Vésteinsdóttur, Vesturgili 3, 603 Akureyri þar sem hún sækir um heimild til að stofna sérstaka lóð undir íbúðarhúsið á jörðinni Vaði 1 skv. meðfylgjandi lóðarblaði dags. 20. nóvember 2017 frá Búgarði og útfylltu eyðublaði F-550 frá Þjóðskrá.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt og jafnframt verði skipulags- og byggingarfulltrúa falið að stofna lóðina í Fasteignaskrá.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fram eftirfarandi tillögu að fundardögum skipulags- og umhverfisnefndar á vormisseri 2018.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir þessa fundardaga.
Fundi slitið