Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
26.10.2022
10. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 26. október kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eygló Sófusdóttir
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri
Í upphafi fundar tilkynnti oddviti tilkynnti um að Helgi Héðinsson verður í fæðingarorlofi frá 1. nóvember 2022 til 28. febrúar 2023. Arnór Benónýsson tekur sæti hans í sveitarstjórn þann tíma.
Oddviti bar upp tillögur um að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá með afbrigðum:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka málin á dagskrá.
Dagskrá
1. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - 2208046
Framhald umræðu um fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026.
Til máls tóku: Arnór og Gerður
Sveitarstjóri fór yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun og sameiningu fjárhagskerfa. Jón Ari Stefánsson fjármálaráðgjafi frá KPMG fór yfir helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2023-2026 og áætlaða rekstarniðurstöðu ársins 2022.
Lagt fram
2. Ráðning í tímabundna stöðu aðstoðarmanns sveitarstjóra - 2210029
Sveitarstjóri óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að ráða Magnús Má Þorvaldsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvarinnar á Laugum í stöðu aðstoðarmanns sveitarstjóra til áramóta til að mæta manneklu á skrifstofum sveitarfélagsins sem stafar af auknum verkefnum í kjölfar sameiningar og veikindaorlofi tveggja lykilstarfsmanna sem ella myndu sinna þeim verkefnum. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði starfsmaður í tímabundna afleysingu í stöðu forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar.
Einnig lögð fram tillaga oddvita um að ráðinn verði sérfræðingur á skrifstofu sveitarfélagsins til að vinna að verkefnum vegna sameiningar. Lagt er til að auglýst verði eftir starfsmanni með framhaldsmenntun í lögfræði, stjórnsýslufræði, viðskiptafræði eða aðra sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Áætlaður kostnaður er um 14 m.kr. á ársgrundvelli sem gert er ráð fyrir að fjármagnað verði með sameiningarframlögum.
Til máls tóku: Jón Hrói og Knútur.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar tillögur samhljóða.
Samþykkt
3. Borgar Þórarinsson - Erindi til sveitarstjórnar - 2210027
Lagt fram erindi Borgars Þórarinssonar varðandi aðkomu að tæknivinnu á hausthátíð Þingeyjarskóla og beiðni um afnot af flygli.
Til máls tók: Knútur og Árni Pétur.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við skólastjóra Þingeyjarskóla að kanna samningsgrundvöll varðandi upptökur fyrir sveitarfélagið.
Samþykkt
4. Bygging 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík - 2209005
Lögð fram bréf sveitarstjóra Norðurþings til Samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir vegna kostnaðarskiptingar við byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík. Farið er fram á að kostnaðarskipting verði leiðrétt þannig að ríkið beri 85% kostnaðar af byggingunni eins og gert er ráð fyrir lögum um málefni aldraðra og í samkomulagi um byggingu hjúkrunarheimilisins. Jafnframt er tekið fram að sveitarfélögin árétti að leitað verði allra leiða til að lækka byggingarkostnað verulega. Í bréfinu kemur fram að sveitarfélögin hafa rætt sín á milli að segja sig frá tengibyggingunni og láta ríkinu eftir að meta hvort hún verði byggð eða ekki.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar áréttar mikilvægi þess að hjúkrunarheimili verði byggt en tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í bréfi Norðurþings varðandi heildarkostnað og kostnaðarskiptingu.
Samþykkt
5. Skipulagsnefnd - 5 - 2209011F
Fundargerð 5. fundar skipulagsnefndar frá 20. október lögð fram til kynningar og, eftir atvikum, til staðfestingar á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022, sbr. bókun sveitarstjórnar við einstaka dagskrárliði í fundargerðinni.
Knútur fór yfir fundargerðina.
Lagt fram
5.1 1905026 - Fjósatunga - deiliskipulag
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var kynnt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022.
5.2 2208022 - Syðra Fjall 2 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var tekin fyrir á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Syðra Fjalli II. Í framkvæmdaleyfinu skal þess gætt að 15 m fjarlægð verði haldið frá skráðum fornminjum og ekki plantað í vistkerfi sem hefur hátt verndargildi í samræmi við umsögn Náttúruverndarnefndar.
5.3 2210001 - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var kynnt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022.
5.4 2210017 - Stekkur - umsókn um byggingarheimild
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var kynnt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022.
5.5 2210024 - Aðalskipulag Skaftárhrepps 2019-2031 - Heildarendurskoðun
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var staðfest á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022.
5.6 2208021 - Skipulagsnefnd - Önnur mál
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 5. fundi hennar þann 20.10.2022 var kynnt á 10. fundi sveitarstjórnar þann 26.10.2022.
6. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Helgi Héðinsson fer í fæðingarorlof frá störfum í sveitarstjórn og skipulagsnefnd frá og með 1. nóvember til 28. febrúar 2023 nk. Fulltrúar K-lista leggja til að Sigurður Guðni Böðvarsson taki sæti hans í skipulagsnefnd þann tíma.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
7. Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga - 2206070
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Í kjölfar hlutafjárútboðs Lánasjóðs sveitarfélaga sem fram fór miðvikudaginn 19.10.2022 hafa vextir á lánum sjóðsins hækkað. Verðtryggðir útlánavextirnir á lánum til 17 ára í flokki LSS39 verða nú 3,05%. Lánsfjárþörf Þingeyjarsveitar á árinu 2022 er áætluð um 300 m.kr.
Til máls tók: Jón Hrói
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 300.000.000 kr. til 17 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr.150/2006.
Jafnframt er Jóni Hróa Finnssyni, kt.: 090772-5389, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 13:40.