Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
30.11.2022
12. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Breiðamýri miðvikudaginn 30. nóvember kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Eygló Sófusdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Jón Hrói Finnsson
Í upphafi óskaði oddviti eftir samþykki fundarmanna fyrir því að taka á dagskrá mál nr. 2211059 Starfshlutfall oddvita. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða að taka málið á dagskrá.
Dagskrá:
1. |
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 - fyrri umræða - 2208046 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 tekin til fyrri umræðu. |
||
Til máls tóku: Jón Hrói, Jóna Björg, Knútur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018 |
|
1. Á fundi fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga var Árni Pétur Hilmarsson tilnefndur sem varafulltrúi í Náttúruverndarnefnd Þingeyinga fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á tilnefningunni. |
||
Sveitarstjórn samþykkir ofangreindar tilnefningar samhljóða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Þeistareykir - deiliskipulag - 2002013 |
|
Skipun þriggja fulltrúa Þingeyjarsveitar í starfshóp um deiliskipulag Þeistareykja. Bjarni Reykjalín og Árni Ólafsson kynntu stöðu verkefnisins sem er á vinnslustigi. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil, Árni Pétur |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Erindi um þátttöku í umframkostnaði við þjónustu við fatlað fólk 2021 – 2211009 |
|
Áður á dagskrá á 11. fundi sveitarstjórnar þann 9. nóvember 2022. |
||
Enginn tók til máls. |
||
|
||
5. |
Þjónusta samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna – 2211033 |
|
Lagt fram erindi Hróðnýjar Lund, fyrir hönd Norðurþings dagsett 3.11.2022. Í erindinu eru kynnt drög að viðauka við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu, sem tekur til þjónustu samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna og óskað eftir athugasemdum við þau. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil, Arnór |
||
|
||
6. |
Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - 2211029 |
|
Fundargerð 30. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga lögð fram til kynningar. |
||
Lagt fram. |
||
|
||
7. |
Menningarmiðstöð rekstraráætlun til samþykktar - 2211036 |
|
Lögð fram rekstraráætlun Menningarmiðstöðvar Þingeyinga fyrir árið 2023 ásamt afgreiðslu Norðurþings á henni. Í rekstraráætluninni er óskað eftir 3 m.kr. aukaframlagi til viðhalds húsnæðis næstu þrjú ár sem skiptist á milli stofnaðila í hlutfalli við íbúafjölda. |
||
Til máls tók: Árni Pétur |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Fundargerðir fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga bs. - 2210023 |
|
Fundargerð 17. fundar fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga lögð fram til kynningar. |
||
Lagt fram. |
||
|
||
9. |
Samstarfssamningur um skipan Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits - 2211008 |
|
Á 11. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var samþykktur nýr samstarfssamningur um skipan Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra og rekstur heilbrigðiseftirlits. Komið hafa tillögur að breytingum á samningnum frá Eyjafjarðarsveit, varðandi fyrirkomulag gjaldtöku og frá Akureyrarbæ varðandi árlegan samráðsfund með aðildarsveitarfélögum. Óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til tillagnanna. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar breytingatillögur. |
||
|
||
10. |
Fundargerðir stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga - 2211037 |
|
Fundargerð 10. fundar stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, sem haldinn var þann 10. nóvember sl., lögð fram til kynningar. |
||
Lagt fram. |
||
|
||
11. |
Birkilauf ehf - Umsagnarbeiðni - Rekstrarleyfi - 2210015 |
|
Til máls tók: Knútur Emil |
||
Að mati sveitarstjórnar stangast heimild til gistireksturs á við ákvæði aðalskipulags, þ.e.a.s. ekki er getið til sérstaklega um heimild til gistireksturs í frístundabyggðinni. Þar að auki er ekki gert ráð fyrir gistirekstri á svæðinu í deiliskipulagi. Í samningi við landeigendur er ekki heldur getið til um heimild til gistireksturs. |
||
|
||
12. |
Íþrótta- og tómstundanefnd - 3 - 2211002F |
|
Fundargerð 3. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 23. nóvember 2022. Fundargerðin er í fimm liðum. Sjá bókun við hvern dagskrárlið. |
||
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð 3. fundar íþrótta- og tómstundanefndar. |
||
Samþykkt |
||
12.1 |
2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar |
|
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á erindisbréfinu samkvæmt tillögu nefndarinnar. |
||
12.2 |
2211021 - Reglur um úthlutun styrkja til íþrótta- og æskulýðsstarfs í Þingeyjarsveit |
|
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar. |
||
12.3 |
2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja |
|
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar. |
||
12.4 |
2211010 - Héraðssamband Þingeyinga - Erindi til sveitarstjórnar |
|
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi rekstrarsamning við HSÞ til þriggja ára og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun hans. |
||
12.5 |
2211031 - Erindi varðandi frístundastyrki og skipulag íþrótta í sveitarfélaginu |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísað tillögu nefndarinnar til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
13. |
Fræðslu- og velferðarnefnd - 4 - 2211005F |
|
Fundargerð 4. fundar fræðslu- og velferðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 23. nóvember 2022. Fundargerðin er í fjórum liðum. Sjá bókun við hvern dagskrárlið. |
||
13.1 |
2211026 - Viðverustefna Leikskólans Yls |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar. |
||
13.2 |
2210031 - Leikskólinn Ylur Starfsmannamál |
|
Til máls tók: Knútur Emil |
||
13.3 |
2211028 - Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum. |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar. |
||
13.4 |
2211027 - Reglur um skólavist utan lögheimilis |
|
Sveitarstjórn samþykkir að styðjast við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi grunnskólanám utan lögheimilissveitarfélags. |
||
|
||
14. |
Skipulagsnefnd - 6 - 2210009F |
|
Fundargerð 6. fundar skipulagsnefndar frá 16. nóvember lögð fram til kynningar og, eftir atvikum, til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022, sbr. bókun sveitarstjórnar við einstaka dagskrárliði í fundargerðinni. |
||
14.1 |
2206044 - Léttsteypa byggingarleyfi |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.2 |
2208043 - Bjarnarflag 2 Umsókn um byggingarleyfi |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.3 |
2211022 - Sandabrot - lóðastofnun úr Vogum 3 |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.4 |
2208023 - Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5 |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.5 |
2201012 - Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi |
|
Sveitarstjórn tekur undir tillögu skipulagsnefndar og samþykkir breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010 - 2022 og breytingu á deiliskipulagi Skóga. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að sjá um málsmeðferð í samræmi við 32. gr. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
14.6 |
2209030 - Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.7 |
1905026 - Fjósatunga - deiliskipulag |
|
Sveitarstjórn tekur undir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Fjósatungu frístundabyggðar í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
14.8 |
2002013 - Þeistareykir - deiliskipulag |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.9 |
2210041 - Hólabak - nafnabreyting |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.10 |
2210034 - Hvarf - hnitsetning landamerkja |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
14.11 |
2211023 - Sólvangur 4, nafnabreyting |
|
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 6. fundi hennar þann 16.11.2022 var kynnt á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23.11.2022. |
||
|
||
15. |
Umhverfisnefnd - 3 - 2211001F |
|
Fundargerð 3. fundar umhverfisnefndar sem haldinn var þann 3. nóvember var lögð fyrir sveitarstjórn á 12. fundi hennar til kynningar og afgreiðslu sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið. |
||
15.1 |
2210002 - Umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar |
|
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu umhverfisnefndar á 3. fundi. |
||
15.2 |
2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar |
|
Sveitarstjórn þakkar fulltrúum í umhverfisnefnd fyrir uppfærslu umhverfisstefnu sveitarfélagsins en frestar afgreiðslu stefnunnar til næsta fundar sveitarstjórnar. |
||
15.3 |
1811051 - Starfshópur - Lífrænn úrgangur |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar. |
||
15.4 |
2211003 - Lausnir varðandi bann við urðun lífræns úrgangs |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar. |
||
|
||
16. |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 2 - 2211004F |
|
Fundargerð 2. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, sem haldinn var 14. nóvember 2022, var lögð fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu á 12. fundi hennar þann 23. nóvember 2022, sbr. bókun sveitarstjórnar við hvern dagskrárlið. |
||
16.1 |
2208025 - Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa tillögum nefndarinnar til sameiningarnefndar. |
||
16.2 |
2211004 - Endurskoðun fjallskilasamþykktar |
|
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 2. fundi hennar þann 14. nóvember 2022 var staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2022. |
||
16.3 |
2211024 - Afránsstjórnun í Þingeyjarsveit |
|
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar til næsta fundar sveitarstjórnar. |
||
16.4 |
2210026 - Snjómokstur í Þingeyjarsveit |
|
Til máls tók: Árni Pétur, Arnór, Jón Hrói, Jóna Björg, Knútur og Gerður. |
||
16.5 |
2211025 - Matarskemman - tækja- og búnaðarkaup |
|
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 2. fundi hennar þann 14. nóvember 2022 var staðfest á 12. fundi sveitarstjórnar þann 23. nóvember 2022. |
||
|
||
17. |
Starfshlutfall oddvita - 2211059 |
|
Vegna viðvarandi manneklu á skrifstofu sveitarfélagsins er lagt til að oddviti hafi viðveru á skrifstofum sveitarfélagsins í 50% stöðu frá 1. desember 2022 til 28. febrúar 2023. |
||
Til máls tók: Arnór |
||
|
Árni Pétur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og sagði frá heimsókn Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra í Þingeyjarskóla.
Knútur kvaddi sér hljóðs og fjallaði um verkefni sveitarstjórnar á næstu misserum.
Fundi slitið kl. 15:00.