14. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

28.12.2022

14. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í fjarfundi miðvikudaginn 28. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Eygló Sófusdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson

Eyþór Kári Ingólfsson boðaði forföll. Haraldur Bóasson mætti í hans stað.

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að tekið yrði á dagskrá mál nr. 2212025 Umboð til staðgengils sveitarstjóra sem var samþykkt samhljóða.

 

1.

Ákvörðun útsvars og fasteignaskatts fyrir árið 2023 - 2212013

 

Á 13. fundi sínum þann 14. desember sl. samþykkti sveitarstjórn að útvar árið 2023 yrði 14,52%. Þann 16. desember sl. var undirritað samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Samkomulagið felur í sér að hámarksálagningarhutfall útsvars hækkar um 0,22 prósentustig, úr 14,52% í 14,74%. Á móti lækkar tekjuskattsálagning ríkisins um sama hlutfall. Breytingin hefur því ekki áhrif á heildarálögur á skattgreiðendur.

 

Til máls tók: Knútur Emil, Gerður og Arnór
Með vísan til framangreindra ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dagsett 16.desember 2022, sem byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16. desember 2022, samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samhljóða að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 verði 14,74% en ekki 14,52% eins og áður hafði verið samþykkt.

 

   

2.

Sameiningarnefnd - 5 - 2210004F

 

Fundargerð sameiningarnefndar lögð fram til staðfestingar.

 

Til máls tók Halldór
Fundargerð sameiningarnefndar lögð fram til staðfestingar.

 

2.1

2208030 - Samkeppni um merki fyrir nýtt sveitarfélag

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu sameiningarnefndar.

 

   

3.

Umboð til staðgengils sveitarstjóra - 2212025

 

Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar verður fjarverandi frá og með 29. desember 2022 til og með 9. janúar 2023. Lagt er til að oddviti gegni hlutverki staðgengils hans á meðan.

 

Til máls tók Halldór
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að oddviti sveitarstjórnar skuli vera staðgengill sveitarstjóra í fjarveru hans.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 14:00.