15. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

12.01.2023

15. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Stórutjarnaskóla fimmtudaginn 12. janúar kl. 13:10

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Eygló Sófusdóttir

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson 

Knútur Emil Jónasson boðaði forföll. Haraldur Bóasson sat fundinn í hans stað.

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri

 

1.

Gjaldskrá Þingeyjarsveitar 2023 - 2212015

 

Umræður um gjaldskrá fyrir sorphirðu og -förgun samkvæmt 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og 2. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.

 

Til máls tóku: Jóna Björg
Afgreiðslu frestað.

 

Frestað

 

   

2.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Skjólbrekka - 2301005

 

Lögð fram beiðni sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra um umsögn vegna útgáfu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Skjólbrekku 21. janúar 2023.

 

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - 2301004

 

Lögð fram beiðni sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra um umsögn vegna útgáfu tækifærisleyfis vegna þorrablóts í Stórutjarnaskóla 28. janúar 2023.

 

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

4.

Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar - 2208014

 

Lögð fram drög að erindisbréfi fræðslu- og velferðarnefndar að afloknu umsagnarferli. Erindisbréfið hefur verið einfaldað með vísun í samþykktir í stað endurtekningar á texta úr samþykktum.

 

Til máls tók Jóna Björg.
Lagðar voru til eftirfarandi breytingar:
Í stað orðsins "sólarhringsfyrirvara" í 2. mgr. 12. grein kemur "með tveggja sólarhringa fyrirvara".
Við 1. mgr. 10. greinar, þar sem stendur "Nefndarmaður skal víkja af fundi og kalla til varamann sinn", bætist "ef þörf krefur".
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréfið með ofangreindum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

5.

Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar - 2208025

 

Lögð fram drög að erindisbréfi atvinnu- og nýsköpunarnefndar að afloknu umsagnarferli. Erindisbréfið hefur verið einfaldað með vísun í samþykktir í stað endurtekningar á texta úr samþykktum.

 

Lagðar voru til eftirfarandi breytingar:
Í stað orðsins "sólarhringsfyrirvara" í 2. mgr. 12. grein kemur "með tveggja sólarhringa fyrirvara".
Við 1. mgr. 10. greinar, þar sem stendur "Nefndarmaður skal víkja af fundi og kalla til varamann sinn", bætist "ef þörf krefur".
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréfið með ofangreindum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

6.

Erindisbréf umhverfisnefndar - 2208026

 

Lögð fram drög að erindisbréfi umhverfisnefndar að afloknu umsagnarferli. Erindisbréfið hefur verið einfaldað með vísun í samþykktir í stað endurtekningar á texta úr samþykktum.

 

Lagðar voru til eftirfarandi breytingar:
Í stað orðsins "sólarhringsfyrirvara" í 2. mgr. 12. grein kemur "með tveggja sólarhringa fyrirvara".
Við 1. mgr. 10. greinar, þar sem stendur "Nefndarmaður skal víkja af fundi og kalla til varamann sinn", bætist "ef þörf krefur".
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið samhljóða með ofangreindum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

7.

Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar - 2208027

 

Lögð fram drög að erindisbréfi íþrótta- og tómstundanefndar að afloknu umsagnarferli. Erindisbréfið hefur verið einfaldað með vísun í samþykktir í stað endurtekningar á texta úr samþykktum.

 

Til máls tóku: Jóna Björg og Ragnhildur Hólm.
Lagðar voru til eftirfarandi breytingar:
Nafn nefndarinnar breytist í íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd í titli erindisbréfsins.
Við 8. töluliður 3. gr. bætist "undir formerkjum heilsueflandi samfélags".
Í stað orðsins "sólarhringsfyrirvara" í 2. mgr. 12. grein kemur "með tveggja sólarhringa fyrirvara".
Við 1. mgr. 10. greinar þar sem stendur "Nefndarmaður skal víkja af fundi og kalla til varamann sinn", bætist "ef þörf krefur".
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréfið með ofangreindum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

8.

Erindisbréf skipulagsnefndar - 2208028

 

Lögð fram drög að erindisbréfi skipulagsnefndar að afloknu umsagnarferli. Erindisbréfið hefur verið einfaldað með vísun í samþykktir í stað endurtekningar á texta úr samþykktum.

 

Lagðar voru til eftirfarandi breytingar:
Í stað orðsins "sólarhringsfyrirvara" í 2. mgr. 12. grein kemur "með tveggja sólarhringa fyrirvara".
Við 1. mgr. 10. greinar þar sem stendur "Nefndarmaður skal víkja af fundi og kalla til varamann sinn", bætist "ef þörf krefur".
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið samhljóða með ofangreindum breytingum.

 

Samþykkt

 

   

Jón Hrói vék af fundi kl. 13:20

9.

Erindi um viðbótarframlög vegna kaupa á íbúðum í Lautavegi 10 - 2301006

 

Lagt fram erindi frá framkvæmdastjóra Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess að félagið nýti stofnframlög sem fengust til byggingar á tveimur íbúðum við Víðigerði 4 á Hafralæk til kaupa á tveimur íbúðum í fjórbýlishúsi við Lautaveg 10. Íbúðirnar við Lautaveg eru nokkru stærri en þær sem vilyrði hafa fengist fyrir og því myndi breytingin kalla á hækkun stofnframlaga sveitarfélagsins þar sem stofnframlög ríkisins miðast við upphaflega kostnaðaráætlun. Gerður er fyrirvari um samþykki stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar fyrir breytingunni.

 

Til máls tóku: Árni Pétur og Arnór.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í breytinguna og lýsir vilja til að hækka stofnframlag sveitarfélagsins vegna hennar. Gerður er fyrirvari um samþykki sveitarstjórnar fyrir endanlegri fjárhæð stofnframlaga ef af breytingunni verður.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að áfram verði stefnt að uppbyggingu íbúða í Víðigerði og sótt um ný stofnframlög vegna hennar.

 

Samþykkt

Jón Hrói kom aftur til fundar kl. 13:25

 

   

10.

Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu - 2209007

 

Lagður fram samningur um rekstur umdæmisráð landsbyggða í barnavernd.
Á 13. fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2022 var lögð fram tillaga valnefndar umdæmisráðs að breyttum samningi um rekstur umdæmiráðs landsbyggða og óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til hennar. Niðurstaða sveitarstjórnar var að fyrri samningur væri fullnægjandi. Niðurstaða flestra annarra aðildarsveitarfélaga var að samþykkja tillögu valnefndar, sem þar af leiðandi verður lögð til grundvallar samstarfi um rekstur umdæmisráðs. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki tillöguna og veiti sveitarstjóra heimild til undirritunar samningsins.

 

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda tillögu og felur sveitarstjóra að undirrita samning um rekstur umdæmisráðs landsbyggða fyrir sína hönd.

 

Samþykkt

 

   

11.

BH Bygg ehf.- Íbúðir á lóðinni Klappahrauni 9 - 2301003

 

Lagt fram erindi BH bygg ehf. frá 3. janúar 2023, þar sem Þingeyjarsveit eru boðnar til kaups tvær 100-120 fm íbúðir í óbyggðu raðhúsi á lóðinni Klappahrauni 9 í Reykjahlíð.

 

Til máls tók: Árni Pétur
Sveitarstjórn lýsir áhuga á að skoða málið frekar og felur Knúti Emil Jónassyni að eiga viðræður við BH bygg ehf. fyrir sína hönd.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

12.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 5 - 2211008F

 

Fundargerð 5. fundar fræðslu- og velferðarnefndar lögð fram til staðfestingar.

 

Sveitarstjórn staðfestir fundargerð fræðslu- og velferðarnefndar. Sjá bókun sveitarstjórnar við einstaka fundarliði.

 

Staðfest

 

12.1

2208014 - Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.2

2211044 - Erindi til fræðslu- og velferðarnefndar vegna starfskjara

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.3

2211045 - Erindi frá foreldrum nemanda á unglingastigi í Reykjahlíðarskóla

 

Til máls tók: Arnór
Sveitarstjórn tekur undir þær áhyggjur foreldra sem fram koma í erindi foreldra til fræðslu- og velferðarnefndar frá 17. nóvember. Sveitarstjórn samþykkir að skipa starfshóp til að vinna að málinu. Í starfshópnum sitja, skólastjórar Þingeyjarskóla og Reykjahlíðarskóla, umsjónarkennari unglingastigs í Reykjahlíðarskóla, teymisstjóri unglingastigs í Þingeyjarskóla og Eygló Sófusdóttir og Arnór Benónýsson fyrir hönd sveitarstjórnar. Starfshópurinn skal skila af sér tillögum til sveitarstjórnar á aukafundi sveitastjórnar sem haldinn verður í næstu viku.

 

12.4

2211046 - Erindi varðandi skipan áheyrnarfulltrúa

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.5

2211047 - Áheyrnarfulltrúar í fræðslu- og velferðarnefnd

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.6

2210028 - Niðurfelling leikskólagjalda og húsaleiga

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.7

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.8

2212008 - Tónlistarkennsla í Reykjahlíðarskóla

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

12.9

2211028 - Reglur varðandi umsóknir um tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðarnefndar.

 

   

Fundi slitið kl. 13:40.