18. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

09.02.2023

18. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Breiðamýri fimmtudaginn 09. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Anna Bragasóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Eygló Sófúsdóttir boðaði forföll, í hennar stað sat Anna Bragadóttir fundinn.

Starfsmenn

Magnús Már Þorvaldsson.

Fundargerð ritaði: Magnús Már Þorvaldsson

Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum, annars vegar umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi í Ljósvetningarbúð, hins vegar tímabundið leyfi oddvita. Samhljóða samþykkt.

 

1.

Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir - 2206048

 

Lögð fram fundargerð fundar stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 27. janúar 2023 ásamt fundargögnum. Meðal fundargagna er samkomulag milli heilbrigðisráðuneytis og Dvalarheimilis aldraðra í Þingeyjarsýslu um flutning á þjónustu Dvalarheimilis aldraðra til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.

 

Til máls tóku:
Lagt fram til kynningar.

   

 

   

2.

Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2019-2026 - 1904020

 

Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2023.

 

Til máls tóku:
Sveitarstjórn felur Árna Pétri Hilmarssyni og Knúti Emil Jónassyni að fullvinna áætlunina og skila henni inn til HMS fyrir 3.3.2023.

 

Lagt fram

 

   

3.

Kálfaströnd - 2202005

 

Lagðir fram leigusamningar við Halldór Þ Sigurðsson og Björgu Jónasdóttur um a) leigu á 2.500 fm lóð úr landi jarðarinnar Kálfaströnd 1 og b) um leigu á 8.11 ha landspildu úr jörðinni Kálfaströnd 1.
Sveitarstjóri hefur undirritað samningana með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

 

Halldór vék af fundi kl.13.10 og Haraldur Bóasson tók hans sæti.
Til máls tóku: Árni Pétur, Gerður og Knútur Emil. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða leigu á 2.500 m2 lóð, þ.e. lið a. Lagt er til að Árna Pétri og Knúti Emil verði falið að skoða þau atriði sem þykja óljós í samningi um landspildu, lið b. Málið verði tekið fyrir að nýju á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samhljóða samþykkt. Halldór kom aftur inn á fundinn kl. 13.17. Samþykkt.

   

 

   

4.

Samvinna á unglingastigi - 2208016

 

Lögð er fram áætlun varðandi kostnað við verkefnið.
Kostnaður við verkefnið er áætlaður 5.430.000 kr sem lagt er til að fjármagnað verði með óráðstöfuðum sameiningarframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

 

 

 

 

Til máls tóku: Arnór

Lagt er til að verkefnið verði fjármagnað með óráðstöfuðum sameiningarframlögum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.

5.

Umhverfisstofnun - Ráðgjafarnefnd um friðuð svæði í Mývatnssvei - 2211061

 

Í tölvupósti frá 30. nóvember 2022 óskar Ragnheiður Björk Sigurðardóttir, f.h. Umhverfisstofnunar eftir tilnefningu Þingeyjarsveitar í ráðgjafanefnd um friðuð svæði í Mývatnssveit, samkvæmt auglýsingum um náttúruvættið Seljahjallagil, Bláhvamm, Þrengslaborgir og nágrenni Mývatnssveitar, um náttúruvættið Dimmuborgir og náttúruvættið Hverfjall.
Ráðgjafarnefndin er Umhverfisstofnun til ráðgjafar um málefni er varða rekstur svæðanna, samstarf þeirra og stefnumótun. Ráðgjafarnefndin er skipuð til fjögurra ára í senn og er hlutverk hennar nánar útfært í erindisbréfi Umhverfisstofnunar.
Umhverfisstofnun vekur athygli á 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar er meðal annars kveðið á um að þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli tilnefna bæði karl og konu.
Óskað er eftir fullu nafni, netfangi og heimilisfangi þeirra tilnefndu, eigi síðar en 20. desember n.k.
Erindið var áður á dagskrá 17. fundar sveitarstjórnar 26.01.2023.

 

Til máls tóku: Jóna Björg.
Sveitarstjórn tilnefnir Bergþóru Kristjánsdóttur í ráðgjafanefndina.

Samþykkt samhljóða.

 

   

6.

Skipun fulltrúa í fulltrúaráð Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. - 2208003

 

Á 5. fundi sveitarstjórnar þann 17.08.2022 voru eftirtaldir aðilar skipaðir í fulltrúaráð Leigufélags Þingeyjarsveitar hses: Einar Örn Kristjánsson, Ósk Helgadóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Unnur Þuríðardóttir f.h. leigjenda. Að beiðni Óskar Helgadóttur og Árna Péturs Hilmarsdóttur skipar sveitarstjórn Jónu Björgu Hlöðversdóttur og Eyþór Kára Ingólfsson í þeirra stað.

 


Samþykkt samhljóða.

 

 

 

   

7.

Fundargerðir framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - 2211029

 

Lögð fram fundargerð framkvæmdastjórnar HNÞ frá 24.01.2023

 

Lagt fram til kynningar.

   

 

   

8.

Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007

 

Lögð fram fundargerð 55.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 27.01.2023

 

Lagt fram til kynningar.

   

 

   

9.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Boðun á landsþing sambandsins 31.03.2023 - 2301021

 

Lögð fram boðun á landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 31.3.23.

 

Lagt fram til kynningar.

   

 

   

10.

Ný skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028

 

Lögð fram drög að samningi um gerð skólastefnu Þingeyjarsveitar, við Skólastofuna slf.

 


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samning um gerð skólastefnu.

 

   

11.

Vogar 1 - breyting á deiliskipulagi - 2208042

 

Tekin fyrir beiðni um umsögn frá Innviðaráðuneytinu dags. 3. febrúar 2023 í samræmi við beiðni skipulagsnefndar Þingeyjarsveitar um undanþágu frá d lið í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Í greininni er kveðið á um að utan þéttbýlis skuli ekki staðsetja íbúðir eða frístundahús nær stofn- og tengivegum en 100 m og ekki nær öðrum þjóðvegum eða almennum vegum en 50 m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi. Skipulagsnefnd Þingeyjarsveitar bókaði á fundi sínum þann 14. desember 2022 að skipulagsfulltrúa væri falið að leita til Innviðaráðuneytisins fyrir undanþágu skipulagsreglugerðar vegna breytingar á deiliskipulagi Voga 1 sem gerir ráð fyrir byggingu frístundahúss innan 50 m frá Mývatnssveitarvegi.

 

Til máls tóku:
Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að undanþága sé veitt frá d lið í gr. gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 vegna breytingar á deiliskipulagi Voga 1 og felur skipulagsfulltrúa að senda umsögn til Innviðaráðuneytisins f.h. sveitarfélagsins í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

12.

Súlur Vertical - beiðni um samstarf við Þingeyjarsveit - 2302004

 

Lagt er fram erindi frá Súlum Vertical þar sem óskað er eftir stuðningi Þingeyjarsveitar við áform um utanvegahlaup sem hefst við Goðafoss um verslunarmannahelgina í ár. Stuðningurinn felst í því að sveitarfélagið líti viðburðinn jákvæðum augum með því að kynna það sem honum fylgir s.s. eins og tímabundnar merkingar á hlaupaleið, tímabundin stjórnun umferðar oþh.

 

Til máls tóku: Gerður
Sveitarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir stuðning við verkefnið sbr. framlagt bréf.

 

Samþykkt samhljóða.

 

   

13.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Minnisblað - Ágangur búfjár - 2302005

 

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis 11.10.2022 (11167/2021) og úrskurðar Dómsmálaráðuneytisins 11.1. 2023 (DMR21080053).

 

Til máls tóku:
Sveitarstjórn vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

 

Samhljóða samþykkt.

 

   

14.

Hjálparsveit skáta Reykjadal - Boð í opið hús HSR - 2302006

 

Lagt fram boð til kjörinna fulltrúa og varafulltrúa á opið hús Hjálparsveitar skáta í Reykjadal laugardaginn 11.2.

 

Lagt fram til kynningar.

   

 

   

15.

BH Bygg ehf.- Íbúðir á lóðinni Klappahrauni 9 - 2301003

 

Lagt fram erindi frá BH bygg ehf þar sem sveitarfélaginu eru boðnar til kaups 2 117 fm raðhúsaíbúðir við Klappahraun Erindið var áður á dagskrá 16. fundar sveitarstjórnar þann 19.1.2023.
Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í október 2023.

 

Til máls tóku:
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við BH bygg á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs. Sveitarstjóra, Knúti og Árna Pétri er falið að annast samningagerðina f.h. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

   

17.

Sýslumaðurinn á Norðurlandi Eystra - Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi Ljósvetningabúð - 2302008

 

Tekið fyrir erindi Sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, dagsett 2. febrúar 2023, þar sem óskað er umsagnar um umsókn d Þingeyjarsveitar, um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Ljósvetningabúð 11. febrúar 2023.


 

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

 

   

18.

Sveitarstjórn Tímabundið leyfi oddvita - 2302010

 

Gerður Sigtryggsdóttir oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar tók við starfi sveitarstjóra tímabundið þann 19.1.2023 skv. ákvörðun sveitarstjórnar sama dag.
Oddviti óskar hér með eftir því að varaoddviti, Knútur Emil Jónasson taki tímabundið við hlutverki oddvita sveitarstjórnar eða þar til nýr sveitarstjóri tekur til starfa.

 

Sveitarstjórn gerir engar athugasemdir við leyfi oddvita.

 

   

16.

Umhverfisnefnd - 6. - 2301008F

 

Fundurgerð 6. fundar umhverfisnefndar frá 2.2.2023 lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 3 liðum, til afgreiðslu er liður nr. 2. Aðrir liðir þarfnast ekki afgreiðslu og eru lagðir fram til kynningar.

 

18.2. Verkefnastjóri umhverfismála

Sveitarstjórn tekur undir tillögu umhverfisnefndar og felur Önnu Bragadóttur og Jónu Björgu að vinna málið áfram ásamt sveitarstjóra.

Samhljóða samþykkt.

Að öðru leyti er fundargerð umhverfisnefndar samþykkt. 18.1 2212022 - Tilnefningar til umhverfisverðlauna 2022 18.2 2011001 - Verkefnastjóri umhverfismála. 18.3 2206053 - Umhverfisstefna Þingeyjarsveitar Staðfest.

 

 

 

 

 

 

 

Fundi slitið kl. 13:43.