25. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

17.05.2023

25. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri miðvikudaginn 17. maí kl. 16:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Haraldur Bóasson
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 2 lið Ályktun frá starfsfólki Þingeyjarskóla og 5 lið Trúnaðarmál.

 

1.

Ályktun frá starfsfólki Reykjahlíðarskóla - 2304035

 

Lögð fram ályktun frá starfsfólki Reykjahlíðarskóla þar sem þau lýsa sig einróma samþykk tillögu fræðslu- og velferðarnefndar um að 9. bekkur Reykjahlíðarskóla haldi áfram skólagöngu sinni alla daga í Þingeyjarskóla. Telja starfsmenn þessa ákvörðun góða fyrir nemendur þar sem þeir hafa myndað góð tengsl við nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla.

 

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Reykjahlíðarskóla ályktunina.

 

Lagt fram

 

   

2.

Ályktun frá starfsfólki Þingeyjarskóla – 2304035

 

Lögð fram ályktun starfsfólks tónlistar- og grunnskóladeildar Þingeyjarskóla þar sem þau lýsa sig meðmælt þeirri tillögu að nemendur 9. -10. bekkja ofan úr Mývatnssveit verði nemendur Þingeyjarskóla næsta skólaár og sæki þar fullan skóla. Mikilvægt er að nemendur upplifi sig sem eina heild og hluti af því er að vera á einum stað, þ.e. ekki tvískipt. Einnig kemur þetta inn á jafnræði milli allra nemenda og foreldra þeirra. Fundurinn telur nauðsynlegt að nemendum verði það að fullu ljóst og að þeir geti treyst á að þeir séu nemendur Þingeyjarskóla með þeim skyldum og réttindum sem því fylgir. Því sé best að nemendurnir séu alfarið á forræði Þingeyjarskóla ef áframhaldandi ósk er um að Þingeyjarskóli taki við nemendum 9.-10. bekkja ofan úr Mývatnssveit.

 

Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Þingeyjarskóla ályktunina.

 

Lagt fram

 

   

3.

Erindi til sveitarstjórnar - 2305021

 

Lagt fram bréf frá stjórn foreldrafélags skólanna í Mývatnssveit dags. 12. maí sl. Þar sem þau lýsa m.a. áhyggjum sínum af mönnunarvanda skólanna í Mývatnssveit og skorti á íbúðarhúsnæði. Einnig benda þau á að leiksvæði við leikskólann Yl þarf að stækka og bæta sem og að ekkert leiksvæði fyrir börn sé að finna í Reykjahlíðarþorpi.

 

Sveitarstjórn þakkar foreldrafélagi Reykjahlíðaskóla fyrir erindið.
Mönnunarvandi í Leikskólanum Yl hefur verið viðvarandi undanfarin ár og því miður hefur ekki verið tekist að manna stöður í leikskólanum þrátt fyrir að störfin hafi verið auglýst á landsvísu.
Hluti vandans hefur verið húsnæðisskortur en fyrirsjáanleg er talsverð aukning á íbúðarhúsnæði í Reykjahlíðarþorpi með nýbyggingum sem eru í undirbúningi. Einnig hefur sveitarfélagið leitað eftir samstarfi við heimafólk um tímabundna útleigu á húsnæði sem lausn meðan byggt er.
Leiksvæði barna og næsta umhverfi skólanna í Reykjahlíð þarf að skoða frekar og verður nýjum starfsmanni umhverfis- og framkvæmdasviðs falið að skoða svæðin og gera tillögur að úrbótum.

 

Samþykkt

 

   

5.

Trúnaðarmál - 2305026

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu og felur sveitarstjóra afgreiðslu hennar.

 

Samþykkt

 

   

4.

Fræðslu- og velferðarnefnd - 9. fundur - 2303006F

 

Lögð er fram til kynningar fundargerð 9. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 26. apríl sl. og var fundinum framhaldið 4. maí sl. Afgreiðslu fundargerðarinnar var frestað á 24. fundi sveitarstjórnar þann 11. maí sl. Fundargerðin er í 9 liðum. Liðir 1,3,4,5,6,7,8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. Aðrir liðir eru lagðir fram til kynningar.

 

4.1

2304025 - Skóladagatal

 

Sveitarstjórn staðfestir skóladagatöl grunnskóla Þingeyjarsveitar.

 

4.2

2210019 - Skólastarf í Þingeyjarskóla

   
 

4.3

2304003 - Reglur um innritun í skóla Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn samþykkir reglur um innritun barna og skólavist í grunnskólum Þingeyjarsveitar og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

4.4

2304029 - Reglur um skólaakstur í Þingeyjarsveit

 

Sveitarstjórn vísar drögunum til nefndarinnar til frekari útfærslu.

 

4.5

2304024 - Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn vísar verklagsreglum leikskóla Þingeyjarsveitar til fræðslu- og velferðarnefndar til frekari útfærslu.

 

4.6

2304005 - Áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að áætlun um aðgerðir gegn einelti, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

4.7

2302023 - Bjarni Árdal - bygging sparkvallar á skólalóð Stórutjarnaskóla

 

Til máls tóku:
Árni Pétur Hilmarsson og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara.

 

4.8

2302024 - Dóra Rún Kristjánsdóttir - Húsnæði leikskólans Tjarnaskjóls

 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn vísar til bókunar á 20. fundi sveitarstjórnar þann 9. mars sl. 6 lið.

"Sveitarstjórn gerir sér grein fyrir stöðu Leikskólans Tjarnaskjóls og tekur undir mikilvægi þess að leikskólahúsnæði uppfylli þarfir barna sem þar dvelja.
Sveitarstjórn telur mikilvægt að á fyrri hluta kjörtímabilsins verði málefnum leikskólans Tjarnaskjóls komið í farveg og felur jafnframt verkefnastjóra framkvæmda og skólastjórnendum að útfæra hugmyndir að framtíðarlausn leikskólans í áframhaldandi samstarfi við grunnskólann og verði vinnunni lokið fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2024."

Sveitarstjórn ítrekar vilja sinn til að koma Leikskólanum Tjarnaskjóli í varanlegt húsnæði og felur verkefnastjóra framkvæmda að funda með stjórnendum skólans og útfæra framtíðarlausn fyrir leikskólann.

 

4.9

2304035 - Minnispunktar stýrihóps um samvinnu Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslu- og velferðarnefndar um að 9.-10. bekkur Reykjahlíðarskóla færist til Þingeyjarskóla og verði nemendur þar skólaárið 2023-2024.
Sveitarstjórn felur verkefnastjóra fjölskyldumála að taka tillit til þessara breytinga við útboð á skólaakstri. Að loknu útboði verður sveitarstjóra og oddvita falið að leggja viðauka fyrir sveitarstjórn.

Með skilum á minnisblaði hefur stýrihópur um samvinnu Reykjahlíðar- og Þingeyjarskóla lokið starfi sínu og þakkar sveitarstjórn þeim fyrir vel unnin störf.

 

   

Fundi slitið kl. 16:35.