Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
15.06.2022
2.fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn Í Ýdölum miðvikudaginn 15. júní kl. 13:00
Árni Pétur Hilmarsson
Eyþór Kári Ingólfsson
Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Knútur Emil Jónasson, varaoddviti
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Sigfús Haraldur Bóasson, varamaður
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, varamaður
Margrét Sólveig Snorradóttir
Við fundarsetningu bar K listi upp athugasemd við boðun aukafundar, skamms tímafrests og fjölda mála á dagskrá.
Dagskrá:
|
||
1. |
Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar - 2206003 |
|
Sveitarstjórn ræðir hvernig eigi að fara yfir breytingartillöguna. K listi leggur til að farið verði yfir samþykktirnar lið fyrir lið. E listi leggur til að einungis verði farið yfir þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á samþykktunum. Atkvæði greidd um yfirferð breytingartillögu, 5 samþykkja að taka málið fyrir á þann hátt sem E listi lagði til, 4 sátu hjá.
Lögð er fram breytingartillaga við samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags. Helstu breytingar eru að fallið er frá stjórnsýslutilraun og afleiddar breytingar. Fulltrúar E-lista leggja til að ráðgjöfum KPMG, sem unnu með stjórn til undirbúnings að sameiningu að gerð samþykktanna, verði falið að uppfæra viðauka um fullnaðarafgreiðslu með hliðsjón af þeim breytingum sem sveitarstjórn hefur samþykkt fyrir aðra umræðu. |
||
Oddviti leggur til að vísa breytingartillögunni til annarrar umræðu ásamt innsendum breytingartillögum K lista. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Ákvörðun um fundardaga og fundartíma sveitarstjórnar - 2206006 |
|
Samkvæmt 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn halda reglulega fundi á þeim stað og tíma sem ákveðið er fyrir fram eða mælt er fyrir um í samþykktum stjórn sveitarfélagsins. Tillaga liggur fyrir um fundarstað og fundatíma sveitarstjórnarfunda með fyrirvara um breytingar: Sveitarstjórnarfundir verða að jafnaði haldnir annan og fjórða miðvikudag í mánuði kl. 13.00. Fundarstaðir verða auglýstir hverju sinni. Síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarfrí 2022 verður 22.júní 2022. |
||
Frestað. |
||
|
||
3. |
Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018 |
|
Oddviti leggur fram tillögu um að kosning í nefndir og stjórnir á vegum sveitarfélagsins fari fram í einu lagi.
Gunnhildur Hinriksdóttir, E-listi, formaður Sigurður Narfi Rúnarsson, E-listi, aðalmaður Sigrún Jónsdóttir, E-listi, aðalmaður Sigurbjörn Árni Arngrímsson, K-listi aðalmaður Patrycja Maria Reimus, K-listi aðalmaður Lára Ingarsdóttir, E-listi, varamaður Árni F. Sigurðsson, E-listi, varamaður Sigurlaug Svavarsdóttir, E-listi, varamaður Dagbjört Bjarnadóttir, K-listi, varamaður Linda Björk Árnadóttir, K-listi, varamaður
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Jónas Þórólfsson, E-listi, formaður Soffía Kristín Jónsdóttir, E-listi, aðalmaður Erlingur Ingvarsson, E-listi, aðalmaður Úlla Árdal, K-listi, aðalmaður Hallgrímur Páll Leifsson, K-listi, aðalmaður Arnþrúður Anna Jónsdóttir, E-listi, varamaður Halldór Þ. Sigurðsson, E-listi, varamaður Eyþór Kári Ingólfsson, E-listi, varamaður Sæþór Gunnsteinsson K-listi, varamaður Freydís Anna Ingvarsdóttir, K-listi, varamaður
Skipulagsnefnd Einar Örn Kristjánsson, E-listi, formaður Agnes Einarsdóttir, E-listi, aðalmaður Knútur Emil Jónasson, E-listi, aðalmaður Helgi Héðinsson, K-listi, aðalmaður Jóna Björg Hlöðversdóttir, K listi, aðalmaður Ingi Þór Yngvason, E-listi, varamaður Eygló Sófusdóttir, E-listi, varamaður Karl Emil Sveinsson, E-listi, varamaður Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson,K-listi, varamaður Hallgrímur Páll Leifsson K-listi , varamaður
Umhverfisnefnd Anna Bragadóttir, E-listi, formaður Rúnar Ísleifsson, E-listi, aðalmaður Arnheiður Rán Almarsdóttir, E-listi, aðalmaður Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, K-listi aðalmaður Sigurður Guðni Böðvarsson,K-listi aðalmaður Garðar Finnsson, E-listi, varamaður Olga Hjaltalín, E-listi, varamaður Garðar Jónsson, E-listi, varamaður Linda Björk Árnadóttir, K-listi, varamaður Árni Pétur Hilmarsson, K-listi, varamaður
Íþrótta- og tómstundanefnd Ósk Helgadóttir, E-listi, formaður Haraldur Bóasson, E-listi, aðalmaður Katla Valdís Ólafsdóttir, E-listi, aðalmaður Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, K-listi, aðalmaður Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, Klisti, aðalmaður Anita Karin Guttesen, E-listi, varamaður Eyþór Kári Ingólfsson E-listi, varamaður María Jónsdóttir, E-listi, varamaður Elísabet Sigurðardóttir K-listi, varamaður Helgi J. Price Þórarinsson K-listi, varamaður |
||
Tillagan samþykkt. |
||
|
||
4. |
Verkefnastjórnun, framkvæmdastjórn - 2206028 |
|
Í þeim tilgangi að tryggja framkvæmdastjórn sveitarfélagsins til skamms tíma er hér lagt til að oddvita verði veitt umboð til að ganga til samninga við Jón Hróa Finnsson um verkefnastjórn sem tryggi fyrirkomulag á framkvæmdastjórn sveitarfélagsins |
||
Samþykkt að veita oddvita heimild til að ganga frá samkomulagi við Jón Hróa Finnsson um skammtíma stjórnun skv. fyrirliggjandi verkefnistillögu. 5 fulltrúar samþykktu tillöguna, 1 fulltrúi á móti og 3 fulltrúar sátu hjá. |
||
|
|
|
|
||
5. |
Kosningar 2022 - skýrsla yfirkjörstjórnar - 2205015 |
|
Samkvæmt 119. gr. laga nr. 112/2021 er nýkjörinni sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hér með send greinargerð yfirkjörstjórnar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga. |
||
Frestað
|
||
|
||
6. |
Starfslok Tryggva Þórhallssonar - 2206008 |
|
Tryggvi Þórhallsson tekur við starfi lögfræðings hjá Vatnajökulsþjóðgarði þann 15.júní 2022. Sveitarfélagið og Tryggvi hafa náð samkomulagi um að frá þeim tíma og til 31.ágúst 2022 veiti Tryggvi sveitarstjórn ráðgjöf og aðstoð varðandi lögfræðileg málefni sem tilgreind eru í samkomulagi um starfslok hans. |
||
Sveitarstjórn óskar Tryggva velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi og þakkar honum störf í þágu sveitarfélaganna í aðdraganda sameiningar. Sveitarstjórn mun óska eftir fundi með Tryggva til að fara stöðu þeirra verkefna og forgangsröðun. Samþykkt samhljóða. |
||
|
||
7. |
Erindi frá umboðsmanni Alþingis - 2206010 |
|
Sveitarstjórn hefur borist erindi frá Umboðsmanni Alþingis varðandi kvörtun umsækjanda um stöðu skólastjóra í Stórutjarnaskóla. |
||
Frestað |
||
|
||
8. |
Erindi frá Silju Jóhannesar Ástudóttur f.h. Matarskemmunnar - 2206011 |
|
Sveitarstjórn hefur móttekið erindi frá Silju Jóhannesar Ástudóttur f.h. Matarskemmunnar þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til framtíðarstarfs Matarskemmunnar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar beggja lista fundi og fari yfir forsögu málsins, stöðuna og framtíðarhorfur. |
||
|
|
|
|
||
9. |
Aurskriður í Útkinn - 2110014 |
|
Dregist hefur að greiða út bætur vegna aurskriðanna í Útkinn og virðist meginástæða þess vera innanhúsmál hjá Náttúruhamfaratryggingum sem tóku yfir Bjargráðasjóð fyrir stuttu. Líkur eru á að hægt verði að greiða út á grundvelli þeirra framlaga sem samþykkt voru sl. vetur þegar samantekt um þá vinnu sem framkvæmd hefur verið af landeigendum verður tilbúin. Stefnt er að því að hitta Árna Sigurðsson hjá Eflu í næstu viku og fara yfir stöðuna og meta næstu skref. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með Árna Sigurðssyni hjá Eflu og aðilum í samráðshópi um framgang verkefnisins og ganga frá samningi um verkefnastjórnun í framhaldinu. |
||
|
||
10. |
Kálfaströnd - 2202005 |
|
1. Erindi frá Árna Einarssyni f.h RAMÝ |
||
Fyrsta lið frestað til næsta fundar. |
||
|
|
|
|
||
11. |
Starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna 2022-2026 - 2206020 |
|
Lagt fram minnisblað frá Tryggva Þórhallssyni. |
||
Málinu er vísað til næsta fundar. |
||
|
|
|
12. |
Dvalarheimili aldraðra Húsavík - Aðalfundarboð - 2206014 |
|
Borist hefur aðalfundarboð frá Dvalarheimili aldraðra sem fram fer í Miðhvammi, Húsavík 22.6. kl. 13.00 |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fela Arnóri Benónýssyni og Sigurði Böðvarssyni að sitja aðalfundinn f.h. Þingeyjarsveitar. |
||
|
||
13. |
Greið leið ehf Aðalfundarboð - 2005014 |
|
Borist hefur aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf. Fundurinn verður haldinn á Teams þann 28. júní 2022 kl. 13.00. |
||
Frestað |
||
|
||
14. |
Starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa - 2206024 |
|
Til umfjöllunar er ráðning í 70% starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa hjá sveitarfélaginu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að ganga frá ráðningu æskulýðs- og tómstundafulltrúa í 70% starfshlutfall. |
||
|
||
15. |
Áskorun um lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði - 2206022 |
|
Borist hefur erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. |
||
Frestað |
||
|
||
16. |
Vatnajökulsþjóðgarður - Tilnefning í svæðisráð - 1910015 |
|
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fer þess hér með á leit að Þingeyjarsveit tilkynni til ráðuneytisins eins fljótt og við verður komið um breytingar á tilnefndum fulltrúum sveitarfélagsins í svæðisráði norðursvæðis og svæðisráði vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarðs eða staðfesti ef engar breytingar hafa orðið á tilnefndum fulltrúum. Núverandi svæðisráð er með skipunartíma til 20. desember 2023. |
||
Frestað |
||
|
||
17. |
Fulltrúi Þingeyjarsveitar í Almannaverndarnefnd NE 2022 - 2206025 |
|
"Almannavarnanefndin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er skipuð bæjarstjórum / sveitarstjórum og oddvitum allra sveitarfélaga í umdæminu samkvæmt 2. gr. samstarfssamnings um almannavarnir í umdæmi LSNE. ( ALNEY ) Að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí sl. urðu / verða sveitarstjóraskipti í einhverjum sveitarfélaganna og einnig voru samþykktar sameiningar einhverra sveitarfélaga í umdæminu. |
||
Sveitarstjórn felur oddvita að taka sæti í nefndinni þar til framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
18. |
Verkefnastjórnun vegna sameiningarverkefna - 2206026 |
|
Borist hefur verkefnatillaga frá KPMG sem gerir ráð fyrir því að Róbert Ragnarsson sem var ráðgjafi sveitarfélaganna í sameiningarferlinu, taki að sér ýmis verkefni sem leiða af sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. |
||
Frestað |
||
|
||
19. |
Gamla búðin Vaglaskógi - 2206027 |
|
Erindi varðandi sölu á gömlu búðinni í Vaglaskógi. |
||
Frestað |
||
|
||
20. |
Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytið um móttöku flóttafólks - 2203018 |
|
Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur ákveðið að veita tímabundinn fjárhagslegan stuðning til sveitarfélaga þar sem börn á flótta frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra verða með búsetu til að styðja við móttöku, undirbúning á skólastarfi og virka þátttöku barnanna. Stuðningnum er ætlað að styðja við náms- og félagsleg úrræði sveitarfélaga fram að skólabyrjun haustið 2022. |
||
Frestað |
||
|
Fundi slitið kl. 15:25