30. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

06.07.2023

30. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn á Breiðumýri fimmtudaginn 06. júlí kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 17. dagskrárlið sumarleyfi sveitarstjórnar. Einnig óskaði oddviti eftir 2. dagskrárliður verði 18. liður á dagskrá fundarins.

  1. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar - 2206003

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu þar sem ráðuneytið staðfestir breytingu á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar vegna tilkomu byggðaráðs.

Lagt fram

 

  1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022 - 2304036

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til síðari umræðu. Vísað er til yfirferðar við fyrri umræðu þann 29. júní sl. Engar breytingar eru á ársreikningnum frá fyrri umræðu.

Til máls tóku:

Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Eyþór Kári Ingólfsson og Gerður Sigtryggsdóttir.

Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2022 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ábyrgðarskuldbindingayfirlit staðfest og undirritað. Ársreikningurinn verður birtur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.

Samþykkt

 

  1. Sviðsstjóri umhverfis og framkvæmdasviðs - ráðning - 2306045

Auglýst var eftir sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar í lok apríl sl. með umsóknarfresti til 7. júní sl.

Fjórar umsóknir bárust um starfið. Lagt var mat á framlögð umsóknargögn umsækjenda í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Við matið var stuðst við fyrir fram skilgreind viðmið og vægi.

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

 

Í framhaldi þess að sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga: Sveitarstjórn samþykkir að ráða Ingimar Ingimarsson í starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Þingeyjarsveitar. Ingimar er skrúðgarðyrkjufræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands og með BA próf í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum á Bifröst.

Ingimar þekkir vel til verkefna sveitarfélaga m.a. í gegnum störf sín sem sveitarstjórnarmaður bæði fyrir Reykhólahrepp og Hafnarfjarðarbæ, kennari, garðyrkjuverktaki og í núverandi starfi sínu sem umhverfis- og garðyrkjustjóri Seltjarnarnesbæjar. Ingimar hefur einnig setið í fjölda nefnda gegnum störf sín sem sveitarstjórnarmaður.

Sveitarstjórn býður Ingimar velkominn til starfa fyrir Þingeyjarsveit.

 

  1. Norðurorka - Erindi til eigenda Norðurorku hf. vegna fjármögnunar - 2306046

Lagt er fram erindi frá Norðurorku hf. þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit ásamt öðrum sveitarfélögum sem eiga hlut í Norðurorku, veiti einfalda ábyrgð sbr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, gagnvart lántöku félagsins að fjárhæð 800.000.000,- hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

Ákvörðun um að veita einfalda ábyrgð, veðsetningu í tekjum til tryggingar ábyrgð og veiting umboðs til að undirrita lánasamning og taka að sér þær skuldbindingar sem greinir í lánsamningi vegna láns Norðurorku hf. frá Lánasjóði sveitarfélaga:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.

Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Þingeyjarsveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Þingeyjarsveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, kt. 0310665499, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt

 

  1. Kópaskerslína landbótasamningur - jarðstrengur - 2306042

Lagður er fram samningur milli Landsnets hf. og Þingeyjarsveitar um uppgjör fébóta á grundvelli 21. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, vegna kvaðar sem Landsnet leggur á land undir helgunarsvæði Kópaskerslínu, 132 kV háspennujarðstrengs. Þingeyjarsveit er þinglýstur 100% eigandi jarðarinnar Þeistareykja en Landsnet hf. á nú í viðræðum við landeigendur vegna jarðstrengs Kópaskerslínu og helgunarsvæðis hans. Heildarupphæð fébóta fyrir landnotin eru kr. 3.177.686,-

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning við Landsnet um fébætur fyrir kvöð um helgunarsvæði Kópaskerslínu, 132kV háspennujarðstrengs og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h. sveitarfélagsins.

Samþykkt

 

  1. Laugasel - umsögn sveitarstjórnar vegna sölu - 2306034

Tekin fyrir beiðni frá Matvælaráðuneytinu dags. 19. júní sl. um umsögn vegna fyrirhugaðrar ráðstöfunar fasteignarinnar Laugasel, F2163950 skv. 1. málsl. 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga nr. 81/2004. Afgreiðslu málsins var frestað á 28. fundi sveitarstjórnar þann 22. júní sl.

Til máls tóku:

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Knútur Emil Jónasson og Eyþór Kári Ingólfsson.

Sveitastjórn vinnur nú að endurskoðun aðalskipulags þar sem landnotkun landbúnaðarlands verður endurskilgreint í samræmi við auknar kröfur við skipulagsgerð. Meðan á þessari vinnu stendur frestar sveitarstjórn afgreiðslu málsins. Sveitarstjóra er falið að svara matvælaráðuneytinu.

Samþykkt

 

  1. Verklagsreglur leikskóla Þingeyjarsveitar - 2304024

Lögð fram drög að verklagsreglum leikskóla Þingeyjarsveitar. Málið var áður tekið fyrir þann 22. júní sl. en var afgreiðslu frestað.

Til máls tóku:

Knútur Emil Jónasson og Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir framlög drög með áorðnum breytingum og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að kynna verklagsreglurnar fyrir skólastjórnendum og birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt

 

  1. Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra - umsögn - 2306035

Lögð er fram til kynningar og umsagnar skýrsla SSNE um Endurheimt votlendis á Norðurlandi eystra.

Til máls tóku:

Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn vísar skýrslunni til umhverfisnefndar til umsagnar.

Samþykkt

 

  1. Brúin yfir Skjálfandafljót vegur 85 - 2304015

Á 23. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var lögð fram bókun vegna ástands á brú yfir Skjálfandafljót á vegi 85. Sveitarstjórn hafði óskað eftir undanþágu fyrir skólaakstur yfir brúna bæði við Vegagerðina og ráðuneytið. Sveitarstjórn hefur borist svar frá ráðuneytinu og er það lagt fram til kynningar.

Til máls tóku:

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir og Arnór Benónýsson.

Lagt fram

Halldór Þorlákur og Ragnhildur Hólm véku af fundi kl. 13:44

  1. Mýsköpun - hlutahafasamkomulag - 2307001

Lagt er fram til samþykktar, hluthafasamkomulag vegna Mýsköpunar ehf. en samkomulagið er gert í framhaldi af aðkomu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að félaginu.

Til máls tóku:

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir og Halldór Þorlákur Sigurðsson vöktu athygli á mögulegt vanhæfi. Sveitarstjórn samþykkti vanhæfið með 7 atkvæðum, Ragnhildur Hólm og Halldór Þorlákur sátu hjá.

Sveitarstjórn samþykkir hluthafasamkomulag hluthafa Mýsköpunar ehf. og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt

Halldór Þorlákur og Ragnhildur Hólm komu aftur til fundar kl. 13:46

 

  1. Staða skjalastjórnunar júní 2023 - 2304033

Lögð fram til kynningar greinargerð um stöðu á skjalastjórnun Þingeyjarsveitar sem unnin var af Ölfu Kristjánsdóttur hjá Skipulag og skjöl

Til máls tóku:

Jóna Björg Hlöðversdóttir og Gerður Sigtryggsdóttir.

Lagt fram

 

  1. Samgönguáætlun 2023-2038 - 2307007

Drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 er nú til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsögn um áætlunina til 31.júlí nk.

Til máls tóku.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson.

Í upphafi árs 2020 kynnti ríkisstjórnin átak í fækkun einbreiðra brúa og var áformað að verja aukalega 3.300 m.kr. til að breikka einbreiðar brýr á tveim árum. Átti þetta átak að bætast við fjárveitingar á samgönguáætlun. Á lista yfir einbreiðar brýr sem átti að breikka á þessum tíma var brúin yfir Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli við Goðafoss. Ekkert er farið að bóla á þessum framkvæmdum og í þeim drögum sem liggja nú frammi í Samráðsgátt stjórnvalda er áðurnefnd brú á öðru tímabili áætlunarinnar eða á árunum 2029-2033. Sama má segja um brú á Jökulsá á Fjöllum í núgildandi samgönguáætlun er hún á öðru tímabili eða á árunum 2025-2029 en í áðurnefndum drögum er hún á þriðja tímabili eða á árunum 2029-2038. Stjórnvöld hafa lagt áherslu á fækkun einbreiðra brúa á hringvegi 1 vekur því undrun að þessar tvær brýr sem eru í mjög slæmu ástandi séu færðar aftar í drögum að samgönguáætlun. Brú á Norðausturvegi nr. 85 yfir Skjálfandafljót er í núgildandi áætlun á öðru tímabili eða á árunum 2025-2029. Í drögum að samgönguáætlun er hún á árunum 2026-2028. Bárðardalsvegur vestri frá hringvegi að Öxará er á fyrsta tímabili á árunum 2024-2026, Öxará að Sprengisandi er á þriðja og fjórða tímabili frá 2029-2038.

 

Sveitarstjórn telur seinkun á mikilvægum framkvæmdum í sveitarfélaginu óásættanlega og felur sveitarstjóra að gera drög að umsögn um samgönguáætlun og leggja fyrir sveitarstjórn. Einnig felur sveitarstjórn sveitarstjóra að boða til fundar með þingmönnum kjördæmisins til að fara yfir málefni sveitarfélagsins þ.á.m. vegaframkvæmdir.

Samþykkt

 

  1. Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands - 2307008

Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands frá 19. júní sl. þar sem fram kemur að árið 2018 hafi verið fyrst gerð áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland þar sem unnið var stöðumat ásamt forgangsröðun verkefna, hefur sú áætlun veið uppfærð tvisvar. Nú er hafin vinna við gerð nýrrar þriggja ára áætlunar og óskað er eftir því við Þingeyjarsveit að forgangsraða fimm mikilvægustu uppbyggingarverkefnum í sveitarfélaginu á næsta ári. Skilafrestur er til 1. september nk.

Til máls tóku:

Jóna Björg Hlöðversdóttir og Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að kalla eftir umsögn frá Mývatnsstofu ehf. um forgangsröðun verkefna á áfangastaðaáætlun.

Samþykkt

 

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir vék af fundi kl. 14:07

  1. Mývatnsstofa- þjónustusamningur - 2307009

Lögð fram drög að endurnýjuðum þjónustusamningi við Mývatnsstofu ehf.

Til máls tóku:

Úlla Árdal vakti athygli á mögulegu vanhæfi sem starfsmaður Mývatnsstofu. Sveitarstjórn taldi Úllu ekki vanhæfa til afgreiðslu málsins. Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir vakti athygli á mögulegu vanhæfi, sveitarstjórn taldi Ragnhildi Hólm vanhæfa til afgreiðslu málsins. Arnór Benónýsson vakti athygli á mögulegu vanhæfi sem stjórnarmaður í Mývatnsstofu. Sveitarstjórn taldi Arnór ekki vanhæfan til afgreiðslu málsins.

Einnig tóku til máls Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi við Mývatnsstofu. Í fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir fjárframlagi til Mývatnsstofu. Nýr þjónustusamningur felur í sér hækkun að upphæð 1,5 millj. frá núgildandi fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð 1,5 millj. kr. sem fjármagnaður verður af handbæru fé.

Samþykkt

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir kom aftur til fundar kl. 14:10

 

  1. Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

Lögð fram til kynningar fundargerð 287. fundar stjórnar Norðurorku.

Lagt fram

 

    1. Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Lögð fram til kynningar fundagerð 53. fundar stjórnar SSNE ásamt kynningu á Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála.

Lagt fram

 

    1. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2023 - 2307015

 

Lagt er til að fundir sveitarstjórnar falli niður í júlí vegna sumarleyfa. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verði 24. ágúst.

Sveitarstjórn verður í sumarleyfi frá 7. júlí til 24. ágúst.

Samþykkt

 

    1. Byggðarráð - 2305033

 

Í ljósi samþykktar innviðaráðuneytisins um breytingu á samþykktum um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar er kosið í byggðarráð til eins árs.

Lögð er fram tillaga um að aðalmenn í byggðaráði til eins árs verði:

Gerður Sigtryggsdóttir formaður

Knútur Emil Jónasson varaformaður

Jóna Björg Hlöðversdóttir

 

Lögð er fram tillaga um að varamenn í byggðarráði til eins árs verði:

Eyþór Kári Ingólfsson

Haraldur Bóasson

Arnór Benónýsson

Samþykkt

 

Fundi slitið kl. 14:30.