31. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

24.08.2023

31. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku fimmtudaginn 24. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir 

Starfsmenn

Ragheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Oddviti sett fund og óskað eftir að taka á dagskrá sem 1. lið skýrslu sveitarstjóra sem 8. lið Tjarnir ehf. aðalfundarboð og sem 9. lið umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags. Aðrir liðir á dagskrá færast sem því nemur. Samþykkt samhljóða.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

 

Lagt fram

 

   

2.

Fundadagatal 2023-2024 - 2308023

 

Lögð fram drög að fundaáætlun sveitarstjórnar 2023-2024.

 

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á fundaáætlun sveitarstjórnar.

 

Frestað

 

   

3.

Fyrirspurn um leigu á húsnæði - Iðnbær - 2308013

 

Lagt fram bréf frá Ólafi Sólimann dags. 15. ágúst sl. þar sem hann kannar vilja sveitarfélagsins til að leigja Úr héraði norðurenda Iðnbæjar.

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn þakkar áhuga bréfritara á norðurbili í Iðnbæ en ekki eru áform, að svo stöddu, um útleigu bilsins þar sem áhaldahús sveitarfélagsins er þar til húsa.

 

   

4.

Barnaborg- stytting vinnuvikunnar - 2308024

 

Lögð fram tillaga starfsfólks Barnaborgar að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.

 

Til máls tók:
Árni Pétur Hilmarsson

Sveitarstjórn tekur jákvætt í tillögur starfsfólks Barnaborgar og felur verkefnastjóra fjölskyldumála að útfæra tillögurnar nánar í samvinnu við skólastjórnanda og leggja til staðfestingar fyrir byggðarráð.

 

Samþykkt

 

   

5.

Mývó ehf. - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2308021

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 17. ágúst sl. þar sem Mývó ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II vegna Geiteyjarstrandar 4.

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson.

Gildandi landnotkun í aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði sem býður upp fjölbreytta starfsemi svo sem gistiþjónustu í flokki 1 og 2 sbr. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og takmarkast við 16 herbergi og 32 gesti. Sveitarstjórn telur útgáfu rekstarleyfi gististaðar í flokki II samræmast landnotkun að Geiteyjarströnd 4 skv. aðalskipulagi og felur því sveitarstjóra að veita jákvæða umsögn til Sýslumannsins á Norðurlandi eystra f.h. hönd sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar.

 

Samþykkt

 

   

6.

Girðingar - beitarhólf á Austurfjöllum - 2308017

 

Lögð fram áskorun frá afréttarnotendum í Mývatnssveit þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að málefnum er snerta girðingar á Austurafrétti.

 

Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

 

Samþykkt

 

   

7.

Endurskoðun samninga um félags- og skólaþjónustu - 2208005

 

Í kjölfar sameiningar sveitarfélaganna er sveitarstjórn að endurskoða samninga sem voru í gildi hjá eldri sveitarfélögum.


 

Til máls tók:
Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Norðurþings og óska eftir endurskoðun á samningum um félags- og skólaþjónustu.

 

Samþykkt

 

   

8.

Aðalfundur 2023 - fundarboð - 2308026

 

Lagt fram boð á aðalfund Tjarna ehf. sem haldinn verður 5. september nk. í Stórutjarnaskóla.

 

Til máls tóku:
Arnór Benónýsson og Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn felur Eyþóri Kára Ingólfssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

9.

Umsókn um leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags - 2308030

 

Málið tekið fyrir sem trúnaðarmál.

 

Samþykkt

 

   

10.

Byggðarráð - 1 - 2307002F

 

Fundargerð 1. fundar byggðarráðs Þingeyjarsveitar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

10.1

2305033 - Byggðarráð

   
 

10.2

2306049 - Skólaakstur 2023-2026 útboð

   
 

10.3

2307026 - Jafnlaunastefna Þingeyjarsveitar samþykkt 2023

   
 

10.4

2307023 - Selen ehf. - Umsagnarbeiðni rekstarfleyfi flokkur II-H Höfðabyggð E22

   
 

10.5

2306023 - Líforkuver - SSNE

   
 

10.6

2307007 - Samgönguáætlun 2023-2038

   
 

10.7

2307014 - Skattalegt umhverfi orkuvinnslu - umsögn

   
 

10.8

2307030 - SSNE - áhersluverkefni Sóknaráætlunar - Auknar fjárfestingar á NE

   
 

10.9

2307011 - Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir

   
 

10.10

2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

   

 

   

11.

Byggðarráð - 2 - 2308001F

 

Fundargerð 2. fundar byggðarráðs Þingeyjarsveitar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

11.1

2306049 - Skólaakstur 2023-2026 útboð

   
 

11.2

2307029 - Vinnuvélar Smára ehf - Umsagnarbeiðni rekstur gististaðar flokkur II-H -Skógarmelur 1

   
 

11.3

2308002 - Lausaganga búfjár - kvörtun

   

 

   

12.

Byggðarráð - 3 - 2308002F

 

Fundargerð 3. fundar byggðarráðs Þingeyjarsveitar. Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram

 

12.1

2308006 - Aðalskipulag

   
 

12.2

2308010 - Seigla

   
 

12.3

2307031 - Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám

   
 

12.4

2307032 - Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám

   
 

12.5

2307031 - Tónlistarskólinn á Akureyri - umsókn um tónlistarnám

   
 

12.6

2308016 - Fundargerðir - almannavarnarnefnd

   

 

   

13.

Skipulagsnefnd - 14 - 2307001F

 

Fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar frá 21. ágúst s.l. lögð fram til kynningar. Fundargerðin er í 8 liðum, liðir 2, 3, 5 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu í sveitarstjórn.

 

13.1

2307002 - Heiðartún - Umsókn um byggingarleyfi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 14. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

13.2

2307004 - Bárðabunga - Stofnun þjóðlendu

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson.
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir stofnun þjóðlendunnar Bárðarbungu. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa er falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

13.3

2307005 - Tungnafellsjökull - stofnun þjóðlendu

 

Til máls tók:
Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir stofnun þjóðlendunnar Tungnafellsjökuls. Skipulagsfulltrúa er falið að tilkynna ráðuneytinu um samþykkt sveitarstjórnar og byggingarfulltrúa er falið að senda umsókn um stofnun þjóðlendunnar í fasteignaskrá til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

 

13.4

2304012 - Búvellir - ferðaþjónustuhús

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 14. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

13.5

2308009 - Grænbók um skipulagsmál - beiðni um umsögn

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og kemur því á framfæri í umsögn sinni við Grænbók um skipulagsmál að tryggðir verði hagsmunir sveitarfélagsins og möguleiki á fjölbreyttri búsetu í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við afgreiðslu skipulagsnefndar og umræður á fundinum.

 

13.6

2305013 - Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis

 

Til máls tóku:
Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn hefur farið yfir gögn málsins og telur að fyrirhuguð áform um uppbyggingu núverandi innviða Hótels Laxár við Olnbogaás muni hafa minniháttar ásýndaráhrif á umhverfið, ekki skarast á við hagsmuni sveitarfélagsins eða hafa neikvæð áhrif á umhverfið eða samfélag. Sveitarstjórn telur ekki tímabært að setja inn skilmála um stakar gistieiningar á lóð Hótels Laxár fyrr en stefna um uppbyggingu gististaða hefur litið dagsins ljós í nýju aðalskipulagi. Breytingin felur í sér fjölgun herbergja úr 80 í 94. Í samræmi við ofangreint felur sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis í landi Arnarvatns og í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

13.7

2308018 - Skógarmelar 1 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 14. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

13.8

2308006 - Aðalskipulag

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar frá 14. fundi nefndarinnar lögð fram til kynningar.

 

   

Fundi slitið kl. 15:00.