34. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

26.10.2023

34. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn Í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 26. október kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Margrét Hólm Valsdóttir
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá með afbrigðum eftirfarandi mál undir dagskrárlið 12 Vátryggingar minnisblað, sem dagskrárlið 13 Staða landbúnaðar, sem dagskrárlið 17. Fjárfestingafélag Þingeyinga - hlutafjársala og sem dagskrárlið 21 fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2208031

 

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

 

 

Til máls tók:
Eyþór Kári Ingólfsson

 

 

Kynnt

 

 

   

 

2.

Sameiginleg stefnuyfirlýsing E og K lista - 2023-2026 - 2310048

 

 

Oddviti sveitarstjórnar frá E lista og oddviti K lista leggja fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu um framkvæmd verkefna í samræmi við stefnu listanna sem kynnt var kjósendum í aðdaganda sveitarstjórnarkosninga.

 

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hér er lögð fram sameiginleg tillaga sveitarstjórnarfólks um þau málefni og verkefni sem brýnast er að halda áfram með og oddviti fór yfir hér á undan.
Tíminn líður hratt og mikilvægt er að hafa skýra sýn á verkefnin sem eru framundan.
Við fulltrúar K lista göngum bjartsýn til þessa samstarfs og nálgumst það með þeim huga að hagsmunum sveitarfélagsins og íbúa sé betur borgið með samvinnu heldur en átökum.
það er auðvitað þannig að vera kjörinn fulltrúi leggur þér skyldur á herðar að nálgast öll mál út frá hagsmunum heildarinnar. Þess vegna fögnum við því að við höfum náð að ræða okkur til lausnar á þeim ágreiningi sem vissulega hefur verið til staðar.
Undanfarnar vikur og mánuði höfum við fulltrúar E og K lista rætt saman með það að markmiði að skerpa á vinnubrögðum í sveitarstjórn og forgangsraða þeim verkefnum sem við erum sammála að vinna að og það er auðvitað svo að málamiðlanir einkenna stjórnmál og þeim höfum við náð í þeim verkefnalista sem oddviti flutti hér áðan.
Við viljum þakka þann samstarfsanda sem skapaðist í þessari vinnu og trúum því að við séum hér að stíga heillaskref fyrir samfélagið allt og hvetjum íbúa sveitarfélagsins og starfsfólk til að leggjast á árar með okkur til að skipa þessu nýsameinaða sveitarfélagi í röð sveitarfélaga þar sem það á heima.
fremst meðal jafningja."

Knútur Emil Jónasson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Viljayfirlýsing af þessu tagi er í sjálfu sér ekki mál sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar við í sjálfu sér.
Þetta er mál unnið af oddvita sveitarstjórnar og oddvita K lista með stuðningi undirritaðs.
Þetta er einfalt í sjálfu sér. Ekkert þarna hefur ekki komið fram í kynningum framboða.
Það er tilgangur okkar sem að þessari yfirlýsingu stöndum að senda þau skilaboð út í samfélagið að við viljum lýsa því yfir að við munum vinna saman að þeim sameiginlegu markmiðum og stefnumálum sem framboðin lögðu upp með í aðdraganda kosninga. Þetta er markmiðayfirlýsing sem tæpir á þeim málum sem við stefnum að. Í framhaldi af þessu lýsum við því yfir að við munum vinna, hvert í sínu lagi, og í sameiningu, að því að vinna ýtarlega framkvæmdaáætlun til stjórnsýslunnar.
Stjórnsýslunnar sem hefur á síðustu vikum og mánuðum verið að styrkjast verulega og okkur hefur gengið vel að fá hæft fólk til starfans. Það er þakkarvert. Þetta ber vissulega brátt að og athugasemdir borist.
Það ber að horfa til þess að viljayfirlýsing af þessu tagi heldur eins þau sem að henni standa vilja. Ég legg á það mikla áherslu að þetta sé fyrst og fremst yfirlýsing til að skýra vilja okkar til verksins, en okkur finnst mjög nauðsynlegt að samfélagið finni með áberandi hætti þann vilja okkar til að gera gott betra."

Haraldur Bóasson lagði fram tillögu fyrir sína hönd, Eyþórs Kára Ingólfssonar og Halldórs Þorláks Sigurðssonar um frestun á afgreiðslu stefnuyfirlýsingarinnar.

Til máls tóku:
Eyþór Kári Ingólfsson
Árni Pétur Hilmarsson
Knútur Emil Jónasson
Eyþór Kári Ingólfsson

Oddviti bar tillögu Haraldar Bóassonar til atkvæðagreiðslu.
Tillagan var samþykkt af Eyþóri, Haraldi og Halldóri og sex greiddu atkvæði á móti.

Oddviti bar sameiginlega stefnuyfirlýsingu upp til atkvæðagreiðslu.
Sex samþykktu tillöguna, þrír greiddu atkvæði gegn tillögunni, Eyþór Kári Ingólfsson, Haraldur Bóasson og Halldór Þorlákur Sigurðsson.
Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum.

Oddviti bauð Eyþóri Kára, Haraldi og Halldóri að gera grein fyrir atkvæðum sínum.
Til máls tók:
Eyþór Kári Ingólfsson
Einnig tók oddviti sveitarstjórnar til máls:

Gerður Sigtryggsdóttir

Oddviti felur sveitarstjóra að birta fyrirliggjandi stefnuyfirlýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

3.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

 

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á nefndarskipan kjörtímabilið 2022-2026.
Fræðslu- og velferðarnefnd: Knútur Emil Jónasson, E-listi, formaður. Anna Bragadóttir, E-listi, aðalmaður. Arnór Benónýsson, K-listi, varamaður.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd: Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, K-listi, aðalmaður. Sigrún Jónsdóttir, E-listi, varamaður.

Umhverfisnefnd: Árni Pétur Hilmarsson, K-listi, formaður, Sigrún Jónsdóttir, E-listi, aðalmaður. Elísabet Sigurðardóttir, K-listi, varamaður, Arnór Benónýsson, K-listi, varamaður.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd: Eyþór Kári Ingólfsson, E-listi, aðalmaður, Sigríður Hlynur Snæbjörnsson, K-listi, aðalmaður, Úlla Árdal, K-listi, aðalmaður. Olga Hjaltalín, E-listi, varamaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson, E-listi, varamaður, Patrycja Maria Reimus, K-listi, varamaður, Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, K-listi, varamaður.

 

 

Lögð er fram eftirfarandi tillaga:
Fræðslu- og velferðarnefnd: Knútur Emil Jónasson E-listi, formaður. Anna Bragadóttir E-listi, aðalmaður. Arnór Benónýsson K-listi, varamaður.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd: Snæþór Haukur Sveinbjörnsson K-listi, aðalmaður. Sigrún Jónsdóttir E-listi, varamaður.

Umhverfisnefnd: Árni Pétur Hilmarsson K-listi, formaður, Sigrún Jónsdóttir E-listi, aðalmaður. Elísabet Sigurðardóttir K-listi, varamaður, Arnór Benónýsson K-listi, varamaður.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd: Eyþór Kári Ingólfsson E-listi, aðalmaður, Sigríður Hlynur Snæbjörnsson K-listi, aðalmaður, Úlla Árdal K-listi, aðalmaður. Olga Hjaltalín E-listi, varamaður, Halldór Þorlákur Sigurðsson E-listi, varamaður, Patrycja Maria Reimus, K-listi varamaður, Snæþór Haukur Sveinbjörnsson K-listi, varamaður.

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

4.

Byggðarráð - 2305033

 

 

Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs. Lagt er til að Jóna Björg Hlöðversdóttir verði formaður og Gerður Sigtryggsdóttir varaformaður.

 

 

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson.

Eyþór Kári Ingólfsson lagði fram tillögu fyrir sína hönd, Haraldar Bóassonar og Halldórs Þorláks Sigurðssonar um frestun á afgreiðslu á kosningu í byggðarráð.

Til máls tóku:

Árni Pétur Hilmarsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Gerður Sigtryggsdóttir
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Árni Pétur Hilmarsson

Oddviti bar tillögu Eyþórs Kára Ingólfssonar upp til atkvæðagreiðslu.
Tillagan var samþykkt af Eyþóri, Haraldi og Halldóri og sex greiddu atkvæði á móti.

Oddviti bar upp tillögu um Jónu Björg Hlöðversdóttur sem formann byggðarráðs og Gerði Sigtryggsdóttur sem varaformann upp til atkvæðagreiðslu.

Sex samþykktu tillöguna, þrír sitja hjá: Eyþór Kári Ingólfsson, Haraldur Bóasson og Halldór Þorlákur Sigurðsson.

Oddviti bauð Eyþóri Kára, Haraldi og Halldóri að gera grein fyrir afstöðu sinni.

Til máls tók:
Eyþór Kári Ingólfsson

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

5.

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2022 - 2310036

 

 

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga(EFS) dags.13. október sl. þar sem fram kemur að eftirlitsnefndin hafi yfirfarið ársreikning fyrir árið 2022 og uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar fyrir A-hluta. Viðmiðin byggja á lágmarkskröfu til að standast jafnvægis- og skuldareglu sveitarfélaga.
Eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Mikilvægt er að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.

 

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Gerður Sigtryggsdóttir

Lögð er til eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn leggur áherslu á að fjárhagsstjórn sveitarfélagsins sé með ábyrgum hætti. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 verður þess gætt að ofangreind lágmarksviðmið verði virt.
Unnið er að útkomuspá sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og verður spáin send til EFS þegar hún liggur fyrir.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

6.

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 - 2306013

 

 

Lagður er fram viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun ársins. Viðaukinn hljóðar upp á 12.830.000. Þar af eru 5.900.000 m.kr. vegna framkvæmda við slökkvistöð á Laugum, 1.500.000 m.kr. vegna hækkunar á þjónustusamningi við Mývatnsstofu og 5.430.000 vegna skólaaksturs.
Viðaukinn verður fjármagnaður með handbæru fé.

 

 

Til máls tóku:

Úlla Árdal vakti athygli á vanhæfi sínu.

Ragnhildur Hólm vakti athygli á vanhæfi sínu.

Kosið var um vanhæfi Úllu og Ragnhildar og töldust þær ekki vanhæfar til afgreiðslu málsins þar sem um er að ræða staðfestingu á áður afgreiddri ráðstöfun fjármuna.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka að fjárhæð 12.830.000.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

7.

Stafrænt samstarf - framlög sveitarfélaga - 2310046

 

 

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 19. október sl. þar sem fram kemur yfirlit um kostnaðarþátttöku fyrir samstarf sveitarfélaga um stafræna þróun og umbreytingu.
Gert er ráð fyrir nokkru lægri fjárhæðum til samstarfsins í ár en í fyrra. Ástæðan er sú að ríkið fór ekki í tæknilega útfærslu á nokkrum samstarfsverkefnum ríkis og
sveitarfélaga sem áætlað var til. Hlutur Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024 er áætlaður 580 þ.kr.

 

 


Til máls tók:
Gerður Sigtryggsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir þátttöku samkvæmt fyrirliggjandi bréfi og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

8.

Beiðni um viðræður vegna lóðar við Illugastaði - 2205002

 

 

Með vísan í 24. fund sveitarstjórnar frá 11. maí sl. var sveitarstjóra falið að taka upp viðræður við Alþýðusamband Norðurlands(AN) um fyrirætlanir sambandsins varðandi lóð sveitarfélagsins á Illugastöðum.
Í framhaldi af þeim viðræðum eru lögð fram drög að samkomulagi á milli AN og Þingeyjarsveitar sem kveða á um forkaupsrétt AN á lóðinni ef til þess kæmi að hún yrði seld.

 

 

Til máls tóku:
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Knútur Emil Jónasson
Gerður Sigtryggsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samkomulagi með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á 1. gr. og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarstjórnar.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

9.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit - 2304022

 

 

Lögð fram drög að samþykkt um hunda- og kattahald. Afgreiðslu var frestað á 33. fundi sveitarstjórnar þann 28. september sl.

 

 


Eftirfarandi bókun er lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að senda þau til birtingar í b-deild Stjórnartíðinda.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

10.

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar, ársreikningur og fundargerð
- 2309102

 

 

Lögð er fram fundargerð stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. frá 28. september sl. Einnig er lagður fram ársreikningur félagsins fyrir árið 2022.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

11.

Markaðsstofa Norðurlands - stuðningur við Flugklasann Air66N - 2210005

 

 

Lagt fram erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna stuðnings við Flugklasann Air66N.

 

 

Til máls tóku:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson

Eftirfarandi bókun er lögð fram:
Flugklasinn hefur unnið ötullega að koma á reglubundnu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Því telur sveitarstjórn mikilvægt að styðja við Flugklasann Air66N og samþykkir áframhaldandi stuðning við klasann og hvetur sveitarfélög á svæðinu að gera slíkt hið sama.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

12.

Vátryggingar - minnisblað - 2306006

 

 

Lagt fram minnisblað frá Consello ehf. um niðurstöðu útboðs á vátryggingum sveitarfélagsins. Fjögur tilboð bárust, lægsta tilboðið var frá VÍS og uppfyllir það öll skilyrði útboðsins.

 

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

13.

Staða landbúnaðar - bókun - 2310053

 

 

Lögð er fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar. Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum og íþyngjandi vaxtakostnaður hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í flestum greinum landbúnaðar.
Landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu og er mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður til framtíðar.

Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundins búskapar enda skiptir innlend matvælaframleiðsla miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera ein af grunnstoðum búsetu í dreifðum byggðum.

Þar skiptir nýliðun í greininni höfuðmáli enda meðalaldur bænda hár, því skiptir höfuðmáli að bæta rekstrarskilyrði búa, afkomu bænda, viðunandi starfskilyrði og að fjármögnun vegna kaupa á búum sé hreinlega gerleg fyrir fólk sem vill stunda matvælaframleiðslu.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í íslenskum landbúnaði. Að óbreyttu er framtíð íslensk landbúnaðar og matvælaframleiðslu í landinu í hættu eins og bent hefur verið á um nokkurt skeið. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar skorar á stjórnvöld til að tryggja stuðning við landbúnað til lengri tíma og með því tryggja möguleika á nýliðun í greininni sem og matvælaöryggi þjóðarinnar."

 

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda bókun og felur sveitarstjóra að koma henni á framfæri.

 

 

Samþykkt

 

 

   

 

14.

Byggðarráð - 6 - 2310004F

 

 

Lögð er fram fundargerð 6. fundar byggðarráðs frá 2. október sl. Fundargerðin er í 12 liðum. Liður nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

14.1

2310012 - Trúnaðarmál

 

   

 

 

14.2

2310016 - Reykjahlíðaskóli - 30 ára afmælishátíð

 

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og samþykkir að styrkja skólann um veitingar vegna afmælishaldsins.

 

 

14.3

2308010 - Seigla

 

   

 

 

14.4

2310004 - Félag eldri Mývetninga - endurbygging sundlaugar

 

   

 

 

14.5

2309118 - Aflið - Styrkbeiðni

 

   

 

 

14.6

2309121 - Útivistarstígur við Staðarbraut

 

   

 

 

14.7

2310006 - Mývetningur - Íþróttaheimili Mývetnings

 

   

 

 

14.8

2310001 - Greið leið - aðalfundaboð

 

   

 

 

14.9

2309119 - Tilllaga til þingsályktunar - 982. mál 153. löggjafarþing

 

   

 

 

14.10

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

   

 

 

14.11

2310010 - Þjónustustefna 2024

 

   

 

 

14.12

2309113 - Viðbragðsáætlun vegna eldgosa norðan Vatnajökuls

 

   

 

 

   

 

15.

Byggðarráð - 7 - 2310008F

 

 

Lögð er fram fundargerð 7. fundar byggðarráðs frá 19. október sl. fundargerðin er í 6 liðum. Dagskrárliðir nr. 4 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

15.1

2308010 - Seigla

 

   

 

 

15.2

2310033 - Brunavarnir - Ársskýrsla 2022

 

   

 

 

15.3

2310029 - Barnaborg - öryggismál

 

   

 

 

15.4

2310034 - Fjárfestingafélag Þingeyinga - aðalfundaboð 2023

 

 

Sveitarstjórn tekur undir bókun Byggðarráðs og felur sveitarstjóra að óska eftir því við Fjárfestingafélag Þingeyjarsveitar að hlutur sveitarfélagsins verði keyptur.

 

 

15.5

2310026 - Tónkvíslin 2023

 

 

Til máls tók:

Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að gera viðauka vegna styrks á þessu ári að upphæð 500.000 sem og að vísa styrkveitingu vegna ársins 2024 til fjárhagsáætlunargerðar.

 

 

15.6

2310035 - Tillaga til þingsályktunar - 315. mál 154. löggjafaþing

 

 


Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leggja inn umsögn í samræmi við umsögn sem skilað var inn um drög að tillögu um samgönguáætlun sbr. bókun 30. fundar sveitarstjórnar þann 6. júlí sl.

 

 

   

 

16.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 12 - 2310001F

 

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð fræðslu og velferðanefndar frá 05.10.2023. Fundargerðin er í fimm liðum, liðir nr. 3, 4 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

16.1

1801013 - Reykjahlíðarskóli Skólastarf

 

   

 

 

16.2

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

   

 

 

16.3

2310015 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - Reglur

 

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

 

16.4

2308025 - Barnaverndarþjónusta - Norðurþing

 

 

Sveitarstjórn samþykkir áframhaldandi samstarf um barnaverndarþjónustu við Norðurþing.

 

 

16.5

2211033 - Þjónusta samkvæmt lögum um samþættingu í þágu farsældar barna

 

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að óska eftir framlengingu á viðauka við samning um þjónustu vegna laga um þjónustu í þágu farsældar barna.

 

 

   

17.

Fjárfestingafélag Þingeyinga - hlutafjárkaup - 2310051

 

Lögð fram aðalfundargerð og ársreikningur Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. Einnig lagt fram erindi þar sem Fjárfestingarfélag Þingeyinga býðst til að kaupa bréf Þingeyjarsveitar á nafnvirði sem er kr. 2,679,059 og gildir það tilboð til föstudagsins 3 nóvember n.k. kl. 12 á hádegi.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð Fjárfestingarfélags Þingeyinga hf. í bréf Þingeyjarsveitar í félaginu og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

 

Samþykkt

 

   

 

18.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 11 - 2310006F

 

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð 11. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 10. október 2023. Fundargerðin er í fjórum liðum, liðir nr. 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

18.1

2306003 - Rafrænt skráningarkerfi íþróttahreyfingarinnar

 

 

Til máls tók:
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Samkvæmt greinargerð sem fylgdi erindinu verður óskað eftir styrk frá sveitarfélögum á starfssvæði HSÞ til að standa straum af kostnaði við Sportabler sem er rafrænt skráningarkerfi sem heldur m.a. utan um félagatal, æfingar, æfingagjöld og skráningar.
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er hlutur Þingeyjarsveitar kr. 298.345 þúsund kr. á ári.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja HSÞ að því gefnu að önnur sveitarfélög á starfssvæðinu geri slíkt hið sama. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um þátttöku annarra sveitarfélaga.


 

 

18.2

2310022 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs - Umsóknir 2023

 

 

Sveitarstjórn staðfestir styrkafgreiðslur nefndarinnar samkvæmt ofangreindu.
Hvað varðar tillögu nefndarinnar um samstarfssamninga við íþrótta- og ungmennafélög þá felur sveitarstjórn sviðsstjóra fjölskyldusviðs að taka saman upplýsingar um styrki og samstarfssamninga við íþrótta- og ungmennafélög í sveitarfélaginu og felur íþrótta- og tómstundanefnd að hefja vinnu við samræmingu.

 

 

18.3

2310021 - Íþróttamiðstöð Reykjahlíðar - hugmyndavinna og reglur

 

   

 

 

18.4

2211035 - Akstur í félagsstarf ungmenna

 

   

 

 

   

 

19.

Skipulagsnefnd - 17 - 2309004F

 

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar frá 27. september sl. Fundargerðin er í einum lið sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

19.1

2309003 - Aðalskipulag Norðurþings - umsögn

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

 

 

   

 

20.

Umhverfisnefnd - 10 - 2310003F

 

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð 10. fundar umhverfisnefndar frá 12. október sl. Fundargerðin er í tveim liðum, liður nr. 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

20.1

2309045 - Tilnefningar til umhverfisverðlauna 2023

 

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar.

 

 

20.2

2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit

 

   

 

 

   

 

21.

Skipulagsnefnd - 18 - 2309005F

 

 

Lögð er fram til kynningar, fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar frá 10. október sl. Fundargerðin er í fjórum liðum, liðir 1,2 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

 

Lagt fram

 

 

21.1

2309105 - Hvítbók um skipulagsmál - beiðni um umsögn

 

 

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda inn athugasemd í samræmi við bókun nefndarinnar.

 

 

21.2

2310011 - Breyting á gunnvatnstöku á Þeistareykjum - mál nr. 06752023

 

 

Til máls tók:
Jóna Björg Hlöðversdóttir

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

 

21.3

2310027 - Klappahraun 6 - beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi

 

   

 

 

21.4

2305022 - Sandabrot - beiðni um breytingu á aðalskipulagi

 

 

Til máls tók:
Knútur Emil Jónasson

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis að Sandabroti, Mývatnssveit í samræmi við 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

 

21.5

2310042 - Fosshótel á Flatskalla - áningarstaður

 

   

 

 

   

 

22.

Öldungaráð - fundargerð - 2310032

 

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 2. og 3. fundar öldungaráðs.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

23.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 934. og 935. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

24.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 55. fundar stjórnar SSNE.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

25.

Innviðaráðuneytið - Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga og leiðbeiningar um framkvæmd - 2310045

 

 

Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu dags. 18. október sl. þar sem ráðuneytinið vekur athygli á því að ný reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga nr. 922/2023 hefur tekið gildi. Reglugerðin fjallar um íbúakosningar á grundvelli 133. gr. sveitarstjórnarlaga sem ekki fara fram með rafrænum hætti. Reglugerðin hefur það markmið að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og auka vald sveitarfélaga hvað kosningarétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og þannig efla sveitarstjórnarstigið í heild.

 

 

Lagt fram

 

 

   

 

         

Fundi slitið kl. 15:21.