36. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

30.11.2023

36. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 30. nóvember kl. 08:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Dagskrá: 

1.

Fjárhagsáætlun 2024 - 2310007

 

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun fyrir árin 2024-2027.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun fyrir 2024 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2025 - 2027 fyrir Þingeyjarsveit og undirfyrirtæki til síðari umræðu.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

2.

Gjaldskrár 2024 - 2311140

 

Gjaldskrár lagðar fram til fyrri umræðu.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að vísa eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2024 til síðari umræðu:

Gjaldskrá gatnagerðargjalda ásamt gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúa 2024
Gjaldskrá fyrir sorphirðu 2024
Gjaldskrá hunda- katta- og fiðurfjárhalds 2024
Gjaldskrá hitaveitna Þingeyjarsveitar 2024
Gjaldsrá fasteignaskatts, lóðarleigu, fráveitu og vatnsveitu Þingeyjarsveitar 2024
Gjaldskrá Flateyjarhafnar Skjálfandaflóa 2024
Gjaldskrá brunavarna Þingeyjarsveitar 2024
Gjaldskrá fyrir hreinsun, tæmingu og eftirlit með rotþróm í Þingeyjarsveit 2024

 

Samþykkt

 

   

3.

Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði - félagsþjónusta - 2310061

 

Lagður er fram samningur við Norðurþing um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu. Afgreiðslu samningsins var frestað á 8. fundi byggðarráðs.

 

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning.

 

Samþykkt

 

   

4.

Aðalskipulag - 2308006

 

Tekin fyrir að nýju vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. Málið var síðast á dagskrá sveitarstjórnar þann 23. nóvember s.l. þar sem afgreiðslu var frestað og sveitarstjórnarmönnum gefinn lengri tími til að lesa yfir gögnin. Vinnslutillagan samanstendur af greinargerð, umhverfisskýrslu og uppdráttum. Skipulags- og matslýsingar voru kynntar fyrir íbúum Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar árið 2020. Eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 2022 voru gögnin sameinuð og unnið að gerð vinnslutillögu aðalskipulags fyrir nýtt sveitarfélag. Vinnslutillagan byggir á afrakstri vinnu nefnda og sveitarstjórna fyrri sveitarfélaga og skipulagsnefndar nýrrar Þingeyjarsveitar, samráði við íbúa, landeigendur og aðra hagsmunaaðila.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn hefur kynnt sér gögn málsins og tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar frá 15. nóvember sl. um að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi Þingeyjarsveitar, forsendur hennar og umhverfismat, fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

   

5.

Rennibrautarsjóður - 2311126

 

Lagt fram bréf frá Sigurgeiri Hólmgeirssyni og Elínborgu B. Benediktsdóttur. Í bréfinu er rakin tilkoma "rennibrautarsjóðs". Jafnframt er óskað eftir að sveitarfélagið afsali sér sjóðnum og hann gangi til Hjálparsveitar skáta í Reykjadal.

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson, Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn samþykkir að afsala sér rennibrautarsjóði og að hann gangi til Hjálparsveitar skáta í Reykjadal.

 

Samþykkt

 

   

6.

Jöfnunarsjóður - framlög til skólaaksturs - 2310038

 

Lagt fram svar frá ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna erindis sveitarfélagsins um aukin framlög til skólaaksturs.
Ráðgjafanefndin getur ekki orðið við beiðni um aukin framlög til skólaaksturs þar sem tekjuskerðingarstuðull er bundinn í lög og erindið falli ekki undir nein önnur framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn harmar niðurstöðu ráðgjafanefndar enda vegur skólaakstur þungt í rekstri sveitarfélagsins. Kostnaður hefur aukist verulega en á sama tíma hafa framlög vegna skólaaksturs lækkað verulega á síðustu árum. Í kjölfar sameiningar hefur skólaakstur aukist í sveitarfélaginu án þess að aukin framlög komi þar á móti.

Sveitarstjórn ítrekar beiðni sem fram kom í erindinu til sjóðsins, þar sem óskað var eftir upplýsingum um skiptingu á fjármagni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til skólaaksturs. Einnig er óskað eftir upplýsingum um akstursvegalengdir og heildarkostnað þeirra sveitarfélaga sem eru með skólaakstur.

 

Samþykkt

 

   

7.

Dreifing fjölpósts á landsbyggðinni - 2311147

 

Þann 1. janúar 2024 hættir Pósturinn alfarið að dreifa fjölpósti. Fjöldreifingu var hætt á suðvesturhorni landsins árið 2020 en fjölpósti var hins vegar áfram dreift á landsbyggðinni, einkum þar sem ekki var kostur á öðrum dreifingaraðila. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að hætta þeirri dreifingu einnig.

 

Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn hvetur stjórn Póstsins til að endurskoða ákvörðun sína um að hætta dreifingu fjölpósts. Sveitarstjórn telur breytinguna hafa víðtækari áhrif í dreifðum byggðum þar sem staðbundnir miðlar gegna mikilvægu hlutverki og hefur verið dreift með fjölpósti.

 

Samþykkt

 

   

8.

Meðhöndlun úrgangs - kostnaðar- og tekjugreining - 2311125

 

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem óskað er eftir áhugasömum sveitarfélögum til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs.

 

Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir, Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn vísar erindinu til umhverfisnefndar.

 

Samþykkt

 

   

9.

Vinnuvélar Smára ehf. - Umsagnarbeiðni rekstur gististaðar flokkur II-H -Skógarmelur 1 - 2307029

 

Tekin fyrir að nýju umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 11. júlí sl. þar sem Vinnuvélar Smára ehf. sækja um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H að Skógarmelum. Í afgreiðslu byggðarráðs frá 10. ágúst sl. sem tekin var fyrir í sveitarstjórn þann 24. ágúst sl. lagðist byggðarráð gegn útgáfu gistirekstrarleyfis að Skógarmelum 1 þar sem ekki er að finna skýra skilmála um heimild til gistireksturs í aðal- eða deiliskipulagi fyrir svæðið. Unnin hefur verið breyting á deiliskipulagi Skógarmela sem heimilar gistirekstur á lóð 1. Breytingin var samþykkt til gildistöku á fundi skipulagsnefndar þann 15. nóvember sl.

 

Til máls tók: Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn leggst ekki gegn útgáfu gistireksturs að lóð 1 í Skógarmelum, enda eru áformin í samræmi við deiliskipulag frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal m.s.br. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að veita umsögn til sýslumanns vegna erindisins með fyrirvara um birtingu skipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

 

Samþykkt

 

   

10.

Varastaðir ehf. - flokkur II - rekstrarleyfi - 2311112

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 20. nóvember sl. þar sem Varastaðir ehf. sækja um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C að Lambhúsum, Laxárdal.

 

Gildandi landnotkun í aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði sem býður upp fjölbreytta starfsemi svo sem gistiþjónustu í flokki 1 og 2 sbr. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og takmarkast við 16 herbergi og 32 gesti. Sveitarstjórn telur útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II samræmast landnotkun að Lambhúsum skv. aðalskipulagi og gerir ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

11.

Veiðifélag Fnjóskár - Aðalfundur 2022 - 2311138

 

Lagt fram boð á Aðalfund Veiðifélags Fnjóskár sem haldinn verður 6. desember nk. að Skógum í Fnjóskadal.

 

Sveitarstjórn felur Ósk Helgadóttur að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

Samþykkt

 

   

12.

Byggðarráð - 10 - 2311006F

 

Lögð fram fundargerð 10. fundar byggðarráðs. Á dagskrá var einn dagskrárliður sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

Samþykkt

 

12.1

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

   

13.

Byggðarráð - 11 - 2311008F

 

Lögð fram fundargerð 11. fundar byggðarráðs. Á dagskrá var einn dagskrárliður sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

13.1

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

 

 

 

   

14.

Byggðarráð - 12 - 2311010F

 

Lögð fram fundargerð 12. fundar byggðarráðs. Á dagskrá var einn dagskrárliður sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Lögð fram fundargerð 12 fundar byggðarráðs. Á dagskrá var einn dagskrárliður sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

14.1

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

Til máls tók: Jóna Björg Hlöðversdóttir.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

   

15.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Jafnframt er lögð fram bókun Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi vega skýrslu starfshóps um fyrirkomulag eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

 

Lagt fram

 

   

Fundi slitið kl. 09:00.