Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
14.12.2023
37. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 14. desember kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurður Böðvarsson
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir
Gísli Sigurðsson
Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 8 lið - Efla samningur um þjónustu skipulagsfulltrúa. Samþykkt samhljóða.
1. |
Fjárhagsáætlun 2024 - 2310007 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 er hér lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. |
||
Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Ákvörðun útsvars, fasteignaskatts, lóðaleigu, fráveitu- og vatnsgjald fyrir árið 2024 - 2312020 |
|
Lögð er fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fasteignagjalda og útsvars árið 2024, ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti: |
||
|
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Gjaldskrár 2024 - 2311140 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2024. |
||
Gjaldskrár fjölskyldusviðs eru samþykktar samhljóða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Brattahlid Iceland adventur ehf. - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2312022 |
|
Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 12. desember s.l. þar sem Brattahlid Iceland Adventur ehf. sækja um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Helluhrauni 5. |
||
Í kafla 4.9 í greinargerð deiliskipulags þéttbýlis í Reykjahlíð frá 10. desember 2014 kemur fram að ekki sé heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Sveitarstjórn leggst því gegn útgáfu rekstrarleyfis að Helluhrauni 5. |
||
Hafnað |
||
|
||
5. |
Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018 |
|
Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á nefndarskipan kjörtímabilið 2022-2026. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Seigla - stjórnsýsluhús - 2308010 |
|
Lögð fram sem trúnaðarmál kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Sveitarstjórnarfundir - niðurfelling fundar - 2312023 |
|
Oddviti leggur fram tillögu um að næsti reglulegi fundi sveitarstjórnar sem vera átti 21. desember nk. verði felldur niður. |
||
Oddviti leggur fram tillögu um að næsti reglulega fundi sveitarstjórnar sem vera átti 21. desember nk. verði felldur niður. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn 25. janúar nk. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Efla - samningur um þjónustu skipulagsfulltrúa - 2307018 |
|
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ráða Önnu Bragadóttir til sex mánaða sem skipulagsfulltrúa vegna afleysinga í fæðingarorlofi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, með ráðgjafasamningi við Eflu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ráðningu Önnu Bragadóttur, með samningi við Eflu, og felur sveitarstjóra að undirrita samning þess efnis og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Önnu Bragadóttur sem skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar hjá innviðaráðuneytinu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2312015 |
|
Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 6. desember sl. þar sem Snæþór Haukur Sveinbjörnsson sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H að Búvöllum. |
||
Gildandi landnotkun í aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði sem býður upp fjölbreytta starfsemi svo sem gistiþjónustu í flokki 1 og 2 sbr. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og takmarkast við 16 herbergi og 32 gesti. Sveitarstjórn telur útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II samræmast landnotkun að Búvöllum skv. aðalskipulagi og gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir sitt leyti. |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Umhverfisnefnd - 12 - 2312004F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 12. fundar umhverfisnefndar frá 11.12. sl. Fundargerðin er í 3 liðum. Liðir 1 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
Staðfest |
||
10.1 |
2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit |
|
Til máls tók: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
10.2 |
2311125 - Meðhöndlun úrgangs - kostnaðar- og tekjugreining |
|
10.3 |
2210030 - Urðunarstaður á Hólasandur - Kollóttualda |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra UFS að láta meta hvort og þá hvar væri þörf á urðunarstað fyrir 0(óvirks) úrgangs innan sveitarfélagsins. |
||
|
||
11. |
Byggðarráð - 13 - 2312001F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar byggðarráðs frá 04.12. sl. Fundargerðin er í 11 liðum. Liður 1, 2, og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
11.1 |
2311003 - Veitur úttekt - verðfyrirspurn |
|
Til máls tók: Knútur Emil Jónasson. |
||
11.2 |
2311034 - Leikskólar - vinnutímastytting 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
11.3 |
2311124 - Vindorka - frumvarp um grunnrentuskatt í Noregi |
|
11.4 |
2311121 - Kollóttaalda á Hólasandi - eftirlit 2023 |
|
11.5 |
2312002 - Steindór og Anna ehf. - flokkur II G - rekstrarleyfi |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
11.6 |
2310012 - Trúnaðarmál |
|
11.7 |
2312013 - Mannauðsstefna |
|
11.8 |
2311123 - Breyting á barnaverndarlögum - 497. mál - 154. löggjafaþing |
|
11.9 |
2311143 - Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn - 73. mál - 154 löggjafaþing |
|
11.10 |
2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir |
|
11.11 |
2312014 - Breyttar samgöngur á Norðurlandi |
|
|
||
12. |
Byggðarráð - 14 - 2312006F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar byggðarráðs frá 12.12. sl. Fundargerðin er í 1 lið sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Lagt fram |
||
12.1 |
2310007 - Fjárhagsáætlun 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
|
||
13. |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 10 - 2311011F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 11.12. sl. Fundargerðin er í 1 lið sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
Lagt fram |
||
13.1 |
2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag |
|
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
|
||
14. |
Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 13 - 2310005F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 7.12. sl. Fundargerðin er í 6 liðum. Liður 3, 4 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
Lagt fram |
||
14.1 |
2301009 - Málefni Þingeyjarskóla |
|
14.2 |
2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar |
|
14.3 |
2310059 - Þingeyjarskóli - starfsáætlun 2023-2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar. |
||
14.4 |
2310058 - Reykjahlíðarskóli - Starfsáætlun 2023-2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar. |
||
14.5 |
2310060 - Stórutjarnaskóli - Starfsáætlun 2023-2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar. |
||
14.6 |
2310017 - Okkar heimur - stýrihópur |
|
|
||
15. |
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 13 - 2312005F |
|
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar frá 12.12. sl. Fundargerðin er í 3 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar. |
||
Lagt fram |
||
15.1 |
2311083 - Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar |
|
15.2 |
2312018 - Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna |
|
15.3 |
2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög |
|
|
||
16. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Kynnt |
||
|
||
17. |
Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. |
||
Kynnt |
||
|
||
18. |
Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048 |
|
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 57. og 58. fundar stjórnar SSNE. |
||
Kynnt |
||
|
||
19. |
Félagsþjónusta Norðurþings - ársskýrsla 2022 - 2312021 |
|
Lögð fram til kynningar árskýrsla félagsþjónustu Norðurþings. |
||
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 10:05.