37. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

14.12.2023

37. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 14. desember kl. 09:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Sigurður Böðvarsson
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir
Gísli Sigurðsson

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 8 lið - Efla samningur um þjónustu skipulagsfulltrúa. Samþykkt samhljóða.

 

1.

Fjárhagsáætlun 2024 - 2310007

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2025-2027 er hér lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta.

Byggðarráð vísaði á 8. fundi sínum, þann 10. nóvember sl. forsendum vegna fjárhagsáætlunargerðar til sveitarstjórnar sem staðfesti þær á fundi sínum þann. 23. nóvember. Fyrri umræða í sveitarstjórn fór fram 30. nóvember 2023.

Í A-hluta er aðalsjóður auk áhaldahúss og eignarsjóðs. Í B-hluta eru veitustofnanir sveitarfélagsins, Leiguíbúðir, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ásamt Dvalarheimili aldraðra sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Í fjárhagsáætluninni er lögð áhersla á grunnþjónustu sveitarfélagsins og tekur þessi áætlun mið af fyrsta rekstrarári sameinaðs sveitarfélags. Einnig fylgir áætlun vegna fjárfestinga fyrir næstu ár.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum:

Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára þ.e. 14,74%.

Hækkun útsvarstekna er áætluð 15%.

Álagningarhlutföll fasteignaskatta, lóðarleigu, vatns- og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára.

Álögur á íbúa verði í takti við verðlagsþróun í landinu.

Aðhalds verði gætt í rekstri og gætt verði að skuldahlutfalli sveitarfélagsins.

Sorphirðugjöld hækka í kr. 76.363 úr kr. 62.084 kr. í kjölfar nýrra laga um úrgangsmál sem tóku gildi á árinu, með breytingum á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, meðhöndlun úrgangs og úrvinnslugjalds.

Talsverð óvissa er um launakostnað ársins þar sem flestir kjarasamningar eru lausir í lok mars. Í áætluninni er tekið mið af gildandi kjarasamningum auk þess sem gert er ráð fyrir 7,2% hækkun á launum að jafnaði og er það í samræmi við meðaltalsspár um þróun launavísitölu.

Almennar gjaldskrár hækka að jafnaði um 7,5% á árinu.

Tekjumörk fyrir afslætti hækka að jafnaði í samræmi við vísitölur.

Vinnu verði fram haldið við þróun skipulags og starfsemi sveitarfélagsins ásamt því að unnið verði að einföldun rafrænnar þjónustu sveitarfélagsins og því að koma upplýsingum til íbúa á sem skýrasta máta.

Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 gera ráð fyrir að rekstrartekjur Þingeyjarsveitar nemi 2.541 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B- hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 2.408 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 2.277 m.kr. en þar af eru rekstrargjöld í A-hluta 2.210 m.kr.

Áætlað er að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæð um 264 m.kr. Afskriftir nema 113 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur 115 m.kr. Rekstrarafgangur samstæðunnar í heild er áætlaður samtals 26,5 m.kr. Rekstrarhagnaður A- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 198 m.kr. Afskriftir A- hluta nema 81 m.kr. Fjármagnsgjöld umfram fjármagnstekjur úr A-hluta nema 73 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð 43,8 m.kr.

Eignir Þingeyjarsveitar eru áætlaðar í árslok 2024, 3.128 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 2.647 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.285 m.kr. Þar af hjá A-hluta 1.830 mkr. Eigið fé er áætlað 843 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall 0,27%. Eigið fé A-hluta er áætlað 817 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,31%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 188 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 234 m.kr.
Skuldaviðmið Þingeyjarsveitar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður samkvæmt áætlun 68,3%.
Fjárfestingaáætlun gerir ráð fyrir 342 m.kr. fjárfestingum á árinu 2024. Þar er helst að nefna hitaveituframkvæmdir í Mývatnssveit og Reykjadal, framkvæmdir við hjúkrunarheimili á Húsavík, fjárfestingu í búnaði slökkviliðs, göngustígur í Mývatnssveit, hönnun og framkvæmdir við leikskólann Tjarnaskjól og þakkantur skólahúsnæðis á Stórutjörnum sem og framkvæmdir við nýtt ráðhús ásamt mörgum minni verkefnum.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2025-2027 hvað samstæðuna varðar eru þær að áætlaðar tekjur árið 2025 eru 2.685 m.kr., fyrir árið 2026 2.770 m.kr. og fyrir árið 2027 2.881 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er áætluð jákvæð fyrir árið 2025 um 89 m.kr., fyrir árið 2026 um 101 m.kr. og fyrir árið 2027 um 130 m.kr. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2025 verði 280 m.kr. fyrir árið 2026 verði það 278 m.kr. og fyrir árið 2027 verði það 302 m.kr.
Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega, skuldaviðmið er 68,3% eins og áður segir og vel undir opinberum viðmiðunarmörkum sem eru 150%.

Á árinu hefur íbúum fjölgað umtalsvert í sveitarfélaginu. Þann 11. desember voru þeir 1478 en voru 1391 um síðustu áramót eða fjölgun um 6,25%.

 

Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd E og K lista.
Þingeyjarsveit er víðfeðmt sveitarfélag með dreifða þjónustu sem kallar á aukinn kostnað í fjölmörgum málaflokkum. Með sameiningu sveitarfélaganna skapast tækifæri til að þróa og bæta stjórnsýsluna og reksturinn til að sveitarfélagið sé í stakk búið til að takast á við fjölmörg og sífellt flóknari verkefni. Hjá sveitarfélaginu starfar öflugur hópur fólks sem tekst á við þessi verkefni og eins þau verkefni sem leiða af sameiningunni sem búast má við að spanni allt kjörtímabilið og jafnvel lengur.

Á árinu var hafist handa við greiningar á ýmsum rekstrarþáttum hjá sveitarfélaginu og verður þeirri vinnu haldið áfram á næsta ári með það að markmiði að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins í kjölfar sameiningar.

Áhersla sveitarstjórnar er að þjónusta íbúa á sem hagkvæmastan hátt og að verja grunnþjónustuna. Hógvær aðhaldskrafa er gerð í fræðslumálum og jafnframt verður sótt um styrk í þróunarverkefni vegna reksturs skóla í dreifðum byggðum og leitað til Jöfnunarsjóðs um stuðning við verkefnið sbr. e. lið 7. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Skólaakstur er einn af þeim þáttum sem vegur mjög þungt í rekstri grunnskóla og hafa framlög Jöfnunarsjóðs farið lækkandi á undanförnum árum. Áhersla verður lögð á sanngjörn framlög frá sjóðnum til skólaaksturs. Hönnun framtíðarhúsnæðis fyrir leikskólann Tjarnaskjól verður fram haldið og framkvæmdir verða hafnar í framhaldi.

Farið verður í heildarstefnumörkun fyrir nýtt sveitarfélag ásamt undirstefnum þar sem snert verður á fjölmörgum þáttum en stærstu stefnumótunarverkfæri sveitarfélaga eru aðalskipulag og fjárhagsáætlun. Þá hefur verið samþykkt að vinna að atvinnustefnu, menningarstefnu og skólastefnu svo eitthvað sé nefnt.

Brunavarnir Þingeyjarsveitar vega þungt í rekstri sveitarfélagsins í samanburði við sambærileg sveitarfélög, hluta af því má rekja til hversu víðfemt sveitarfélagið er. Gerð verður úttekt á stöðu brunavarna í sveitarfélaginu m.t.t. þjónustu og öryggi íbúa og mögulegum hagræðingar- og samlegðaráhrifum m.a. þarf að endurskoða fyrirkomulag bakvakta og mönnun slökkviliðs með tilkomu nýs tækjabúnaðar sem er inn á fjárhagsáætlun ársins.

Sveitarfélagið rekur tvær hitaveitur á þremur stöðum, í Reykjahlíð, á Stórutjörnum og í Reykjadal auk fráveitna og kaldavatnsveitna í þéttbýli. Leitað var eftir tilboðum í heildarúttekt og viðhaldsáætlun þar sem m.a. verður lögð áhersla á bætta orkunýtingu. Samþykkt hefur verið að semja við Eflu hf. um verkefnið.

Sveitarstjórn hyggst gera úttekt á eignum sveitarfélagsins s.s. fasteignum, jörðum og félögum með það að markmiði að greina þörf og mikilvægi eigna fyrir starfsemi sveitarfélagsins og skoða sölumöguleika í framhaldinu.

Sveitarfélagið á fjölmargar íbúðir og hyggst sveitarstjórn skoða fýsileika þess að fara í samstarf við Leigufélagið Bríeti um áframhaldandi uppbyggingu og rekstur íbúða í sveitarfélaginu. Einnig hyggst sveitarstjórn í samstarfi við stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar skoða fýsileika þess að sameina Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. við húsnæðissamvinnufélagið Brák hses. og halda áfram uppbyggingu íbúða í almenna leigukerfinu.

Sveitarfélagið leggur eftir sem áður áherslu á góða þjónustu við börn og ungmenni m.a. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og gjaldfrjálsri frístund eftir að skóla lýkur. Frístundastyrkur var hækkaður verulega á þessu ári og verður á næsta ári 30 þúsund kr.


Fjárhagsáætlun 2024 ásamt þriggja ára áætlun 2025-2027 er samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

2.

Ákvörðun útsvars, fasteignaskatts, lóðaleigu, fráveitu- og vatnsgjald fyrir árið 2024 - 2312020

 

Lögð er fram eftirfarandi tillaga að gjaldskrá fasteignagjalda og útsvars árið 2024, ásamt reglum um afslátt af fasteignaskatti:

Útsvar árið 2024 verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,74%.
Álagning fasteignaskatts verði óbreytt:
Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis
Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana
Fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.

Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.

Leiguverð fyrir lóðir í dreifbýli í eigu sveitarfélagsins verði samkvæmt séstökum samningi hverju sinni.

Vatns- og fráveitugjöld:

Vatnsgjald 0,170 % af fasteignamati
Aukavatnsgjald 0,42 % af fasteignamati
Fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati




 



Tillaga um útsvar samþykkt samhljóða.
Tillaga um fasteignaskatt samþykkt samhljóða.
Tillaga um lóðaleigu samþykkt samhljóða.
Tillaga um vatnsgjald samþykkt samhljóða.
Tillaga um fráveitugjald samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Gjaldskrár 2024 - 2311140

 

Fyrir sveitarstjórn liggur að staðfesta eftirfarandi gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2024.

Fjölskyldusvið:
Leiga á skólahúsnæði og tækjum 2024.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva 2024.
Gjaldskrá leikskóla Þingeyjarsveitar 2024.
Gjaldskrá mötuneyti grunn- og leikskóla Þingeyjarsveitar 2024.
Gjaldskrá heimaþjónustu þingeyjarsveitar 2024.
Gjaldskrá tónlistardeilda Þingeyjarsveitar 2024.

Umhverfis- og framkvæmdasvið:
Gjaldskrá gatnagerðargjalda, ásamt gjaldskrá skipulags- og bygginarfulltrúa 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá brunavarna Þingeyjarsveitar 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Þingeyjarsveit 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá fyrir hreinsun, tæmingu og eftirlit með rotþróm í Þingeyjarsveit 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá hunda-, katta-, og fiðurfjárhald 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá hitaveitna Þingeyjarsveitar 2024 - síðari umræða.
Gjaldskrá áhaldahúss 2024.
Gjaldskrá búfjárhald og varsla búfjár 2024.
Gjaldskrá malarnámur 2024.

Fjármála- og stjórnsýslussvið:
Gjaldskrá félagsheimila 2024.
Gjaldskrá Þeistareykjarskála 2024.
Gjaldskrá Flateyjarhafnar á Skjálfandaflóa 2024 - síðari umræða.


 

Gjaldskrár fjölskyldusviðs eru samþykktar samhljóða.
Gjaldskrár umhverfis- og framkvæmdasviðs eru samþykktar samhljóða.
Gjaldskrár fjármála- og stjórnsýslusviðs eru samþykktar samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

4.

Brattahlid Iceland adventur ehf. - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2312022

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 12. desember s.l. þar sem Brattahlid Iceland Adventur ehf. sækja um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-C, minna gistiheimili að Helluhrauni 5.

 

Í kafla 4.9 í greinargerð deiliskipulags þéttbýlis í Reykjahlíð frá 10. desember 2014 kemur fram að ekki sé heimilt að reka gistiheimili eða hótel á íbúðarlóðum. Sveitarstjórn leggst því gegn útgáfu rekstrarleyfis að Helluhrauni 5.

 

Hafnað

 

   

5.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

Sveitarstjórn leggur til eftirfarandi breytingar á nefndarskipan kjörtímabilið 2022-2026.
Skipulagsnefnd: Knútur Emil Jónasson E-listi, formaður. Nanna Þórhallsdóttir E-listi, aðalmaður. Haraldur Bóasson E-listi, aðalmaður. Agnes Einarsdóttir E-lista, varamaður.
Fræðslu- og velferðarnefnd: Einar Örn Kristjánsson E-listi, formaður.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða breytingar á nefndarskipan kjörtímabilið 2022-2026 og hún taki gildi frá næstu áramótum.

 

Samþykkt

 

   

6.

Seigla - stjórnsýsluhús - 2308010

 

Lögð fram sem trúnaðarmál kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kostnaðaráætlun og rúmast hún innan fjárhagsáætlunar 2024. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að auglýsa útboð á framkvæmdum við Stjórnsýsluhús - Seiglu.

 

Samþykkt

 

   

7.

Sveitarstjórnarfundir - niðurfelling fundar - 2312023

 

Oddviti leggur fram tillögu um að næsti reglulegi fundi sveitarstjórnar sem vera átti 21. desember nk. verði felldur niður.

 

Oddviti leggur fram tillögu um að næsti reglulega fundi sveitarstjórnar sem vera átti 21. desember nk. verði felldur niður. Næsti reglulegi fundur sveitarstjórnar verður haldinn 25. janúar nk.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Efla - samningur um þjónustu skipulagsfulltrúa - 2307018

 

Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að ráða Önnu Bragadóttir til sex mánaða sem skipulagsfulltrúa vegna afleysinga í fæðingarorlofi skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, með ráðgjafasamningi við Eflu.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða ráðningu Önnu Bragadóttur, með samningi við Eflu, og felur sveitarstjóra að undirrita samning þess efnis og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að sækja um tímabundna undanþágu fyrir Önnu Bragadóttur sem skipulagsfulltrúa Þingeyjarsveitar hjá innviðaráðuneytinu.

 

Samþykkt

 

   

9.

Snæþór Haukur Sveinbjörnsson - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2312015

 

Tekin fyrir umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags 6. desember sl. þar sem Snæþór Haukur Sveinbjörnsson sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-H að Búvöllum.

 

Gildandi landnotkun í aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði sem býður upp fjölbreytta starfsemi svo sem gistiþjónustu í flokki 1 og 2 sbr. reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og takmarkast við 16 herbergi og 32 gesti. Sveitarstjórn telur útgáfu rekstrarleyfis vegna gististaðar í flokki II samræmast landnotkun að Búvöllum skv. aðalskipulagi og gerir sveitarstjórn ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis fyrir sitt leyti.

 

Samþykkt

 

   

10.

Umhverfisnefnd - 12 - 2312004F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 12. fundar umhverfisnefndar frá 11.12. sl. Fundargerðin er í 3 liðum. Liðir 1 og 3 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

10.1

2310028 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Lagt er til að vísa samþykkt um meðhöndlun úrgangs til byggðarráðs til frekari úrvinnslu. Samþykkt samhljóða.

 

10.2

2311125 - Meðhöndlun úrgangs - kostnaðar- og tekjugreining

   
 

10.3

2210030 - Urðunarstaður á Hólasandur - Kollóttualda

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra UFS að láta meta hvort og þá hvar væri þörf á urðunarstað fyrir 0(óvirks) úrgangs innan sveitarfélagsins.

 

   

11.

Byggðarráð - 13 - 2312001F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar byggðarráðs frá 04.12. sl. Fundargerðin er í 11 liðum. Liður 1, 2, og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

11.1

2311003 - Veitur úttekt - verðfyrirspurn

 

Til máls tók: Knútur Emil Jónasson.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

11.2

2311034 - Leikskólar - vinnutímastytting 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

11.3

2311124 - Vindorka - frumvarp um grunnrentuskatt í Noregi

   
 

11.4

2311121 - Kollóttaalda á Hólasandi - eftirlit 2023

   
 

11.5

2312002 - Steindór og Anna ehf. - flokkur II G - rekstrarleyfi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

11.6

2310012 - Trúnaðarmál

   
 

11.7

2312013 - Mannauðsstefna

   
 

11.8

2311123 - Breyting á barnaverndarlögum - 497. mál - 154. löggjafaþing

   
 

11.9

2311143 - Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn - 73. mál - 154 löggjafaþing

   
 

11.10

2306029 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

   
 

11.11

2312014 - Breyttar samgöngur á Norðurlandi

   

 

   

12.

Byggðarráð - 14 - 2312006F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar byggðarráðs frá 12.12. sl. Fundargerðin er í 1 lið sem þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

 

12.1

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

   

13.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 10 - 2311011F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 11.12. sl. Fundargerðin er í 1 lið sem þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

 

13.1

2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Arnór Benónýsson, Gerður Sigtryggsdóttir.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar.

 

   

14.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 13 - 2310005F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 7.12. sl. Fundargerðin er í 6 liðum. Liður 3, 4 og 5 þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

 

14.1

2301009 - Málefni Þingeyjarskóla

   
 

14.2

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

   
 

14.3

2310059 - Þingeyjarskóli - starfsáætlun 2023-2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar.

 

14.4

2310058 - Reykjahlíðarskóli - Starfsáætlun 2023-2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar.

 

14.5

2310060 - Stórutjarnaskóli - Starfsáætlun 2023-2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar.

 

14.6

2310017 - Okkar heimur - stýrihópur

   

 

   

15.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 13 - 2312005F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 13. fundar íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar frá 12.12. sl. Fundargerðin er í 3 liðum sem ekki þarfnast staðfestingar sveitarstjórnar.

 

Lagt fram

 

15.1

2311083 - Skákfélagið Goðinn - aðstaða til skákiðkunar

   
 

15.2

2312018 - Hreyfing eldri borgara - hugmyndavinna

   
 

15.3

2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög

   

 

   

16.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Kynnt

 

   

17.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 67. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.

 

Kynnt

 

   

18.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 57. og 58. fundar stjórnar SSNE.

 

Kynnt

 

   

19.

Félagsþjónusta Norðurþings - ársskýrsla 2022 - 2312021

 

Lögð fram til kynningar árskýrsla félagsþjónustu Norðurþings.

 

Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 10:05.