38. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

28.12.2023

38. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í gegnum fjarfundarbúnað fimmtudaginn 28. desember kl. 11:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

1.

Álagningarprósenta útsvars 2024 - breyting - 2312031

 

Á 37. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar þann 14.12. sl. var samþykkt að útsvar árið 2024 yrði 14,74%
Þann 15. desember sl. var undirritað samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar. Samkomulagið felur í sér að hámarksálagningarhlutfall útsvars hækkar um 0,23%, úr 14,74% í 14,97%. Á móti lækkar tekjuskattsálagning ríkisins um sama hlutfall. Breytingin hefur því ekki áhrif á heildarálögur á skattgreiðendur.

 

Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir.


Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97% en ekki 14,74% eins og áður hafði verið samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 14.12 sl.

Samþykkt samhljóða

   

 

   

2.

Námsleyfi - skólastjóri Þingeyjarskóla - 2312030

 

Fyrir fundinum liggur bréf frá Jóhanni Rúnari Pálssyni þar sem hann tilkynnir að stjórn Námsleyfasjóðs hefur samþykkt að veita honum námsleyfi skólaárið 2024-2025. Leyfið er veitt til að stunda nám í "Stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi" við Háskólann á Akureyri og "Farsæld barna" við Háskóla Íslands. Námsleyfið er til að ljúka 60ECT eininga námi á háskólastigi og miðað við að námsleyfishafi sé í 100% starf og í 12 mánaða leyfi.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Jóhanni Rúnari Pálssyni námsleyfi og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leita lausna við stjórnun skólans meðan á leyfi stendur.

Samþykkt samhljóða.

 

 

 

   

3.

Skjólbrekka - Þorrablót Kvenfélags Mývatnssveitar - tækifærisleyfi - 2312034

 

Fyrir sveitarstjórn liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um tækifærisleyfi til handa Kvenfélagi Mývatnssveitar vegna þorrablóts í félagsheimilinu Skjólbrekku þann 20. janúar 2024.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

Samþykkt samhljóða.

   

 

   

Fundi slitið kl. 11:18.