Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
22.06.2022
3.fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn á Hlíðavegi miðvikudaginn 22. júní kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Eyþór Kári Ingólfsson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Haraldur Bóasson
Helgi Héðinsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Úlla Árdal
Jón Hrói Finnsson.
Helgi Héðinsson vakti máls á því að mál sem K-listi hefði óskað eftir að væru tekin á dagskrá sveitarstjórnarfundar hefðu ekki verið tekin á dagskrá. Oddviti svaraði því til að verið væri að afla upplýsinga um einstök málefni og því hafi þau ekki verið tekin á dagskrá. Helgi ítrekaði beiðni um að málin verði tekin á dagskrá fyrir sumarleyfi. Oddviti bar upp tillögu um að Jóni Hróa Finnssyni væri veitt málfrelsi og tillöguréttur á fundum sveitarstjórnar á meðan hann sinnir verkefnum sem snúa að framkvæmdastjórn sveitarfélagsins, sem var samþykkt samhljóða.
Oddviti bar upp tillögu um að taka tvö mál á dagskrá með afbrigðum. Þau eru mál nr. 2206014 Dvalarheimili aldraðra Húsavík - Aðalfundarboð og nr. 2206046 Ósk um aðgang að reikningum. Sveitarstjórn samþykkir að málin séu tekin á dagskrá.
Dagskrá:
1. |
Dvalarheimili aldraðra Húsavík - 2206014 |
|
Tilnefning í stjórn Dvalarheimilis aldraðra fyrir hönd Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórn tilnefnir Sigurð Guðna Böðvarsson og Eygló Sófusdóttur og til vara Jónu Björg Hlöðversdóttur og Gerði Sigtryggsdóttur. |
||
Tillagan var samþykkt samhljóða. |
||
|
||
2. |
Samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahreps og Þingeyjarsveitar - 2206003 |
|
Breytingatillaga E-lista lögð fram til annarrar umræðu ásamt þeim breytingum sem urðu á milli umræðna. Jafnframt lagðar fram eftirfarandi breytingartillögur: |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að í stað sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í titli samþykktarinnar komi Þingeyjarsveit. |
||
|
||
3. |
Heimild til hækkunar á yfirdráttarheimild - 2206013 |
|
Að mati fjármálastjóra og ráðgjafa er lausafjárþörf sveitarfélagsins um 70 m.kr. meiri en áætlað var þegar óskað var eftir 50 m.kr. yfirdráttarheimild á fundi sveitarstjórnar þann 15.6. Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar til að hækka yfirdráttarheimild sveitarfélagsins um 70 m.kr. í 6 mánuði þannig að hún verði 120 m.kr. Samþykkt með fimm atkvæðum. Fjórir sitja hjá. |
||
Sveitarstjórn samþykkir heimild til hækkunar á yfirdráttarheimild um allt að 70 m.kr. og gildir sú heimild næstu 6 mánuði. Gísla Sigurðssyni er falið að sækja um hækkunina. |
||
|
||
4. |
Fundartímar sveitarstjórnar 2022-2023 - 2206029 |
|
Samkvæmt 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn halda reglulega fundi á þeim stað og tíma sem ákveðið er fyrir fram eða mælt er fyrir um í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins. Tillaga liggur fyrir um fundatíma sveitarstjórnarfunda með fyrirvara um breytingar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjórnarfundir verða að jafnaði haldnir annan og fjórða miðvikudag í mánuði kl. 13.00. Fundarstaðir verða auglýstir hverju sinni. Síðasti fundur sveitarstjórnar fyrir sumarfrí 2022 verður 6.júlí. Fundir eftir sumarleyfi 2022 verði eftirfarandi: |
||
|
||
5. |
Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018 |
|
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var kosið í fastanefndir. Eftir kosningu kom í ljós að fyrsti varamaður E-lista í Íþrótta- og tómstundanefnd er ekki kjörgengur. Lagt er til að Unnsteinn Ingason taki sæti fyrsta varamanns í staðinn. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
6. |
Kosningar til sveitarstjórnar 2022 - skýrsla yfirkjörstjórnar. - 2206007 |
|
Samkvæmt 119. gr. kosningalaga nr. 112/2021 er greinargerð yfirkjörstjórnar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga lögð fram. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
Starfskjör kjörinna fulltrúa og nefndarmanna 2022-2026 - 2206020 |
|
Sveitarstjórn skal ákveða hæfilega þóknun fyrir störf sín sbr. 132. gr. sveitarstjornarlaga nr. 138/2011. Lagt fram minnisblað frá Tryggva Þórhallssyni. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fresta umræðu um kjör sveitarstjórnarmanna en að greitt verði fyrir fundi í júní 2022 samkvæmt kjörum sveitarstjórnarmanna i Þingeyjarsveit á síðasta kjörtímabili. |
||
|
||
8. |
Umsókn um tónlistarnám - 2206033 |
|
Tekið fyrir erindi frá Tónlistarskólanum á Akureyri dags. 14.06.2022 þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms eins nemenda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðu nemenda. |
||
Sveitarstjórn samþykkir erindið. |
||
|
||
9. |
Erindi frá umboðsmanni Alþingis - 2206010 |
|
Sveitarstjórn hefur borist erindi frá Umboðsmanni Alþingis varðandi kvörtun umsækjanda um stöðu skólastjóra í Stórutjarnaskóla. |
||
Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum að fela Jóni Hróa Finnssyni að óska eftir fundi með málsaðila í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Fjórir sitja hjá. |
||
|
||
10. |
Kálfaströnd leigusamningur - 2206023 |
|
Borist hefur erindi frá RAMÝ þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings um íbúðarhúsið á Kálfaströnd. Til staðar er leigusamningur sem gerður var á milli RAMÝ og fyrri eiganda jarðarinnar. Síðasta endurnýjun fór fram 2020 og rennur sá samningur út 31.8.22. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
11. |
Kálfaströnd - veiðiréttur sumar 2022 - 2202005 |
|
Eftirfarandi þrjú tilboð hafa borist í sumarveiðirétt Kálfastrandar: |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fela Jóni Hróa að ganga til samninga við hæstbjóðanda með tilliti til mögulegrar nýtingar fyrri eiganda jarðarinnar. Samþykkt með átta atkvæðum. Einn situr hjá. |
||
|
||
12. |
Fish&Chips við Mývatn: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2206031 |
|
Lögð er fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10.05.2022 þar sem Unnur Sigurðardóttir f.h. The Little Fish Company ehf., sækir um rekstrarleyfi Veitingaleyfi - A Veitingahús, flokkur II, að Hraunvegi 8 (gamla Kaupfélagshúsinu) við Mývatn. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
|
||
13. |
Romulus ehf: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 2205020 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra dags. 25.05.2022, þar sem Aðalgeir Ásvaldsson f.h. Romulus ehf sækir um rekstrarleyfi til reksturs Gististaðir í Flokki II-C Minna gistiheimili í húsnæði Hótel Tjarna í Stórutjarnaskóla. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
|
||
14. |
Gamla búðin Vaglaskógi - 2206027 |
|
Borist hefur erindi frá Geir Hólmarssyni, Akureyri þar sem hann óskar eftir kaupum á Gömlu búðinni Vaglaskógi. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
15. |
Áskorun um lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði - 2206022 |
|
Borist hefur erindi frá Félagi atvinnurekenda þar sem skorað er á sveitarfélög að lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði. |
||
Afgreiðslu frestað. |
||
|
||
16. |
Greið leið ehf Aðalfundarboð - 2005014 |
|
Borist hefur aðalfundarboð Greiðrar leiðar. Fundurinn fer fram á Teams 28.06.2022 kl. 13.00. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Knútur Emil Jónasson taki þátt í fundinum f.h. Þingeyjarsveitar. |
||
|
||
17. |
Erindi Mennta- og barnamálaráðuneytis um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu. - 2203018 |
|
Lagt er fram til kynningar erindi Mennta- og barnamálaráðuneytis um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraníu. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
18. |
SSNE - Fundargerð 38. fundar. - 2002017 |
|
Lögð fram til kynningar fundargerð 38. fundar SSNE. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
19. |
Ósk um aðgang að reikningum - 2206046 |
|
Óskað er eftir leyfi sveitarstjórnar til að veita Gísla Sigurðssyni fullan aðgang að öllum reikningum sveitarfélagsins og Jóni Hróa Finnssyni skoðunaraðgang í vefbönkum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að veita umræddar heimildir með átta atkvæðum. Einn situr hjá. |
||
|
Fundi slitið kl. 16:15.
. |
|
|