Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
06.07.2022
4. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Skjólbrekku miðvikudaginn 06. júlí kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Eygló Sófusdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson
Sigurður Böðvarsson
Úlla Árdal
Jón Hrói Finnsson
Dagskrá:
1. |
Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018 |
|
||
Kosnir voru fulltrúar í eftirtaldar nefndir, embætti og stjórnir: |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi skipun: Yfirkjörstjórn Fjallskilastjórar Fulltrúaráð Héraðsnefndar Þingeyinga Framkvæmdastjórn Héraðsnefndar Þingeyinga (til bráðabirgða) Varamaður í stjórn SSNE Aðalfundur/landsþing SSNE Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, vestursvæði. Svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, norðursvæði Á þriðja fundi sveitarstjórnar var kosið í fastanefndir. Eftir kosningu kom í ljós að fyrsti varamaður E-lista í Íþrótta- og tómstundanefnd er ekki kjörgengur. Sveitarstjórn samþykkir að Unnsteinn Ingason taki sæti fyrsta varamanns í hans stað. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. Sveitarstjórn tilnefnir enn fremur Eygló Sófusdóttur, Helga Héðinsson og Knút Emil Jónasson til setu í stjórn Leiguíbúða Þingeyjarsveitar. Varamenn verða Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Gerður Sigtryggsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
2. |
Framlög úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar - 2207003 |
|
||
Verkefnastjóri hefur fundað með Jöfnunarsjóði um framlög vegna sameiningar. Framlög hafa verið reiknuð á grundvelli ársreikninga ársins og íbúaþróun áranna 2017-2022. Samkvæmt útreikningum Jöfnunarsjóðs verða framlögin 552 m.kr. og greiðast út á 7 árum. Lagt er upp með að 20% framlaganna komi til greiðslu á fyrsta starfsári sveitarfélagsins og 20% á því næsta. Samkvæmt upplýsingum frá Jöfnunarsjóði þarf að skila framvinduskýrslum til að fá framlögin greidd. |
|
|||
Jóni Hróa falið að afla fyrirmynda að framvinduskýrslum skv. ábendingum starfsmanna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. |
|
|||
Lagt fram |
|
|||
|
|
|||
3. |
Heimild til lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga - 2206070 |
|
||
Í fjárhagsáætlunum Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir töku nýrra langtímalána að fjárhæð 390 m.kr. á árinu. |
|
|||
Gísla Sigurðssyni er veitt heimild til að semja við Lánasjóð sveitarfélaga um 200 m.kr. lántöku. Lánasamningur skal lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
4. |
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - 2206052 |
|
||
Lagt fram bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings fyrir árið 2021. Á fundi með starfsmönnum Jöfnunarsjóðs er um að ræða bréf sem sent er á mörg sveitarfélög og sem ekki krefst viðbragða af hálfu sveitarstjórnar. |
|
|||
Til máls tók Sigríður Hlynur. |
|
|||
Lagt fram |
|
|||
5. |
Vinnutímastytting kennara - 2206045 |
|
||
Lögð fram útfærsla vinnutímastyttingarhóps Reykjahlíðarskóla á vinnutímastyttingu kennara. Útfærslan var samþykkt á kennarafundi 1. júní 2022. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umrædda útfærslu á vinnutímastyttingu kennara. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
6. |
Sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins - 2207004 |
|
||
Skrifstofa Þingeyjarsveitar á Laugum hefur verið lokuð í eina viku á sumri vikuna eftir verslunarmannahelgi sem í ár fellur á dagana 2.-5. ágúst. Skrifstofa Skútustaðahrepps hefur lokað í tvær vikur á sumri, vikuna fyrir og eftir verslunarmannahelgi þ.e. 25. júlí til 5. ágúst í ár. |
|
|||
Til máls tóku: Jón Hrói, Sigríður Hlynur, Knútur Emil. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
7. |
Ósk um heimild til tímabundinnar aukningar á starfshlutfalli - 2207007 |
|
||
Verkefnastjóri sveitarstjórnar (Jón Hrói) óskar eftir heimild til tímabundinnar aukningar stöðuhlutfalls verkefnisstjóra á skrifstofu sveitarfélagsins úr 70% í 100% í þrjá mánuði eða þar til hlutverk viðkomandi starfsmanns í stjórnskipulagi sameinaðs sveitarfélags hefur verið skilgreint. Jafnframt er óskað eftir heimild til að hækka starfshlutföll starfmanna í móttöku í allt að tveimur stöðugildum tímabundið til þriggja mánaða. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir að veita umræddar heimildir og felur Jóni Hróa að ganga frá samningum við umrædda starfsmenn og/eða ráðningum. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
8. |
Verkefnastjórnun vegna sameiningarverkefna - 2206026 |
|
||
Lögð fram verkefnatillaga frá KPMG sem gerir ráð fyrir því að Róbert Ragnarsson sem var ráðgjafi sveitarfélaganna í sameiningarferlinu, taki að sér stjórnun ýmissa verkefna sem leiða af sameiningu Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tillögu KPMG og felur oddvita að ganga frá samningi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að gengið sé frá samningum um einstök verkefni og gerðar áætlanir um þau. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
9. |
SSNE - Boð um þátttöku í sameiginlegu verkefni í Hringrásarhagkerfi - 2206043 |
|
||
Borist hefur erindi frá SSNE þar sem lagt er til að ráðist verði sameiginlega í þrjú verkefni þar sem niðurstaðan verði samræmd eða sameiginleg a) samþykkt um meðhöndlun úrgangs, b) samræmt útlit, uppsetning og einingar gjaldskráa sem standast kröfur "borgað þegar hent er" og c) samræmd útboðsgögn fyrir sorphirðuþjónustu þannig að gögn byggi á sömu verklýsingum og ákvæðum þar sem það á við. Verkefnið getur síðan leitt til frekara samstarfs einstakra sveitarfélaga ef þau kjósa svo. Óskað er svara um það hvort Þingeyjarsveit muni taka þátt í verkefninu. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. Sveitarstjórn felur Jóni Hróa að taka saman gögn um sorphirðu og úrgangsförgun, þ.m.t. samninga, kostnað og tölfræði um magn, endurvinnsluhlutfall o.þ.h. fyrir 1. fund umhverfisnefndar. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
10. |
Reykjahlíðarskóli - Skólaakstur - 2005027 |
|
||
Samningur um skólaakstur fyrir Reykjahlíðarskóla, sem gerður var til eins árs árið 2021, er runninn út. Lögð fram minnisblöð frá Tryggva Þórhallssyni og Jóni Hróa Finnssyni um möguleika á framlengingu samnings um skólaakstur í Reykjahlíðarskóla næsta skólaár ásamt útreikningi á kostnaði. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
11. |
Verðfyrirspurn vegna skólaaksturs á á leið 4 - Aðaldalur norður - 2206069 |
|
||
Sá aðili sem séð hefur um akstur á leið 4: Aðaldalur norður, hefur nú sagt upp sínum samningi frá og með 16. ágúst n.k. Því þarf að semja við annan aðila um akstur á þeirri leið skólaárið 2022-2023. Verðfyrirspurn var send á fjóra aðila. Einn skilaði tilboði. |
|
|||
Sveitarstjórn getur ekki gengið að tilboði bjóðanda að óbreyttu. Jóni Hróa falið að kanna hvort samningur við bjóðanda stenst þær reglur sem settar voru í upphaflegu útboði verksins og reglur sveitarfélagsins um skólaakstur, þ.e. Þingeyjarsveitar fyrir sameiningu. Sveitarstjórn felur Jóni Hróa jafnframt að kanna hvort hægt er að ná samningum við bjóðanda um lægra verð, að því tilskyldu að slíkt sé í samræmi við lög og reglur um innkaup. Náist ekki samningar er Jóni Hróa falið að leita tilboða að nýju. |
|
|||
Samþykkt |
||||
|
|
|||
12. |
Umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi - Fish&Chips Mývatni - 2206031 |
|
||
Fish&Chips Mývatni hefur óskað eftir leyfi til að lengja afgreiðslutíma áfengis. |
|
|||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að vínveitingaleyfi verði veitt frá kl. 11 til kl. 23. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
13. |
Umhverfisstofnun; Samstarf og samráð - 2204024 |
|
||
Lögð fram til kynningar drög að samstarfsáætlun Umhverfisstofnunar og Þingeyjarsveitar. Málið var áður í meðförum sveitarstjórnar Skútustaðahrepps. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir að fela Jóni Hróa að endurvekja málið með erindi til Umhverfisstofnunar. |
|
|||
Lagt fram |
|
|||
|
|
|||
14. |
Nýsköpun í norðri - staða verkefnis - 2207006 |
|
||
Umræður um verkefnið Nýsköpun í norðri og stöðu verkefnisins. Lögð fram til kynningar skjöl um afrakstur verkefnisins. |
|
|||
Sveitarstjórn lýsir vilja til að halda verkefninu áfram. Lagt var til að skipaður verði starfshópur um framhald verkefnisins. Samþykkt að skipa Eyþór Kára, Knút Emil, Jónu Björgu og Helga í hópinn. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
15. |
Náttúruvernd í norðri - 2207005 |
|
||
Lögð fram til kynningar gögn um verkefnið Náttúruvernd í norðri, sem unnið var í tengslum við Nýsköpun í norðri. |
|
|||
Samþykkt að fela starfshópnum sem skipaður var undir 14. lið að fjalla um framlögð gögn og gera tillögu til sveitarstjórnar um framhald málsins. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
16. |
Samstarfssamningur um almannavarnir - 2206015 |
|
||
Almannavarnanefndin í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er skipuð bæjarstjórum/sveitarstjórum og oddvitum allra sveitarfélaga í umdæminu samkvæmt 2. gr. samstarfssamnings um almannavarnir í umdæmi LSNE. (ALNEY) |
|
|||
Lagt fram til kynningar. |
|
|||
Lagt fram |
|
|||
|
|
|||
17. |
Seigla - Útboð - 2207008 |
|
||
Tekin fyrir gögn vegna útboðs framkvæmda í Seiglu. Áætlað er að bjóða verkið út í tvennu lagi, annars vegar uppsteypa lyftustokks og lóðafrágang og hins vegar uppbyggingu innanhúss. Stefnt er að lokuðu útboði. |
|
|||
Sveitarstjórn ákvað með níu atkvæðum að loka fundi og fjalla um málið sem trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
18. |
Kálfaströnd leigusamningar - 2206023 |
|
||
Borist hefur erindi frá RAMÝ þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings um íbúðarhúsið á Kálfaströnd. Til staðar er leigusamningur sem gerður var á milli RAMÝ og fyrri eiganda jarðarinnar. Síðasta endurnýjun fór fram 2020 og rennur sá samningur út 31.8.22. Málið var áður á dagskrá á 3. fundi 22. júní sl. en var frestað. |
|
|||
Sveitarstjórn samþykkir að gera leigusamning til eins árs. Leiguverð úr fyrri samningi verði hækkað miðað við hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu 1. september 2021 til 1. júlí 2022. Jóni Hróa falið að ganga frá samningi við málsaðila. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
|
|
|||
19. |
Sala á landspildu úr jörð Kálfastrandar - 2207009 |
|
||
Lagt fram minnisblað Tryggva Þórhallssonar um mögulega sölu á landspildu úr jörð Kálfastrandar. |
|
|||
Afgreiðslu frestað. Sveitarstjórn óskar eftir að frekari gögn verði lögð fyrir þegar málið verður tekið til afgreiðslu. Samþykkt með átta atkvæðum allra viðstaddra sveitarstjórnarmanna. |
|
|||
Samþykkt |
|
|||
21. |
Þjónusta Vegagerðarinnar við malarvegi í sveitarfélaginu - 2207011 |
|
||
Tekið á dagskrá með afbrigðum með níu atkvæðum. |
|
|||
Lögð var fram eftirfarandi bókun: |
|
|||
Samþykkt |
|
20. |
Skipulagsnefnd - 1 - 2206008F |
Fundargerð 1. fundar skipulagsnefndar þann 23. júní 2022 var lögð fyrir sveitarstjórn á 4. fundi hennar þann 6. júlí 2022. Knútur Emil, varaformaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir fundargerðinni. Sjá afgreiðslu sveitarstjórnar undir einstökum liðum. |
|
Samþykkt |
|
2206034 - Kosning varaformanns í skipulagsnefnd |
|
Kynnt |
|
2206038 - Kynning á hlutverki skipulagsnefndar |
|
Kynnt. |
|
2201012 - Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og forsendur hennar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á opnu húsi í samræmi við gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. |
|
2206001 - Jaðar lóð - nafnabreyting |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að nafni lóðarinnar Jaðars (L153773) verði breytt og lóðin heiti framvegis Gilsbakki. |
|
2205011 - Vallholt - stöðuleyfi |
|
Kynnt. |
|
2202010 - Litluvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veita Huldu Rós Hilmarsdóttur framkvæmdaleyfi til skógræktar á jörðinni Litluvöllum í Bárðardal (landnr. 153505), að þeim skilyrðum uppfylltum að ef óþekkt votlendissvæði innan áætlaðs skógræktarsvæðis finnist verði ekki plantað í þau. |
|
2205001 - Friðheimar - umsókn um byggingarleyfi |
|
Kynnt. |
|
2206037 - Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Herðubreiðalindir |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að heimila Vatnajökulsþjóðgarði að hefja vinnu við gerð deiliskipulagslýsingar í Herðubreiðarlindum innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns (L222139) skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
2206036 - Beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar við Drekagil |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að heimila Vatnajökulsþjóðgarði að hefja vinnu við gerð deiliskipulagslýsingar fyrir Drekagil og Öskju innan þjóðlendunnar Ódáðahrauns (L222139) skv. 2.mgr. 38.gr skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
2205018 - Einarsstaðir 1 - lóðastofnun um rofahús Rarik |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum, stofnun lóðar út úr Einarsstöðum 1 (L153725) undir rofahús Rarik í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Byggingarfulltrúa er falið að annast málsmeðferð vegna hennar. |
|
2206039 - Deiliskipulag Hóla og Lauta |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að skipulags- og matslýsing vegna deiliskipulagsgerðar við Hóla og Lautir frá Landslagi, dags. 16. júní 2022, verði kynnt íbúum og öðrum hagsmunaaðilum og að leitað verði umsagna Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
|
2206040 - Umsókn um byggingarleyfi - Laugaból 2 |
|
Kynnt. |
|
2206042 - Brettingsstaðir 1 og 2, lóðastofnun |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að sjá um stofnun lóðanna þegar tilskilin gögn hafa borist. |
|
2205004 - Stofnun lóðar í landi Grímsstaða |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa erindi um stofnun lóðar undir frístundahús að Flatskalla í landi Grímsstaða til vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu. |
|
2206049 - Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi |
|
Sveitarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að vísa erindi um staðsetningur spennistöðvar í Reykjahlíðarþorpi til vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Þingeyjarsveitar með tilliti til landnotkunar á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi og framtíðaráforma um uppbyggingu í sveitarfélaginu. |
|
2206047 - Skýrsla skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa |