Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
16.02.2024
40. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í gegnum fjarfundarbúnað föstudaginn 16. febrúar kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
Haraldur Bóasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
1. |
Seigla - 2308010 |
|
Í desember sl. var auglýst útboð á innan- og utanhúss frágangi við nýtt stjórnsýsluhús á Laugum með verklokum 1. ágúst nk. Tilboð voru opnuð 31. janúar sl. Tvö tilboð bárust í verkið. Byggingarfélagið Stafninn ehf. kr. 167.900.000.- Trésmiðjan Sólbakki ehf. kr. 147.581.275. Kostnaðaráætlun var kr. 140.322.061.- |
||
Til máls tóku: Halldór Þorlákur Sigurðsson, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir. |
||
|
||
2. |
Ljósvetningabúð- Þorrablót Ljósvetninga - tækifærisleyfi - 2402036 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett 12. febrúar sl. þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Ólafs Ingólfssonar um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Ljósvetningabúð sem halda á þann 17. febrúar nk. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti við útgáfu tækfærisleyfis vegna þorrablóts í Ljósvetningabúð. |
||
Samþykkt |
||
|
Fundi slitið kl. 9:40.