41. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

22.02.2024

41. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 1. dagskrárlið skýrslu sveitarstjóra og sem 14. dagskrárlið fundargerð 14. fundar umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.

Kynnt

 

2.

Samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit - 2304022

 

Lögð fram til annarrar umræðu samþykkt um hunda og kattahald í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit og felur sveitarstjóra að senda hana til birtingar í B-deild stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Norðurorka - trúnaðarmál. - 2402034

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Eyþóri Björnssyni framkvæmdastjóra Norðurorku sem hann óskar eftir að tekið verði fyrir sem trúnaðarmál á þessu stigi.

 

Samþykkt

 

   

4.

Kynningarfundur Flugklasans Air 66N - 2402038

 

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Flugklasanum Air 66N þar sem boðað er til kynningafunda á Teams fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi og fulltrúa SSNV og SSNE. Á fundunum verður hafin vinna við að móta framtíðarsýn flugklasans. Fundirnir verða tveir, 27. og 28. febrúar nk.

 

Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir og Ragnhildur Hólm Sigurðarsdóttir.
Oddviti hvetur sveitarstjórnarmenn að sitja kynningarfundinn.

 

Lagt fram

 

   

5.

Útboð á rotþróartæmingu í Þingeyjarsveit í samstarfi við Ríkiskaup - 2402050

 

Þann 16. janúar sl. auglýsti Þingeyjarsveit, í samstarfi við Ríkiskaup, útboð á losun rotþróa í Þingeyjarsveit með skilafresti 19. febrúar sl. Tvö tilboð bárust.

 

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og leita eftir samningi við lægstbjóðanda og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

6.

Skjalastefna Þingeyjarsveitar - 2303049

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til umsagnar lokadrög að skjalastefnu sveitarfélagsins en hún hefur verið unnin í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 en þau lög mynda lagaramma fyrir skjalavörslu opinberra aðila á Íslandi þ.m.t. sveitarfélaga og stofnana þeirra.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að skjalastefnu Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Vatnasvæðanefnd - tilnefning - 2402008

 

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Umhverfisstofnun um tilnefningu í vatnasvæðanefnd vegna laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála - Vatnaáætlun.

 

Sveitarstjórn tilnefnir Jónu Björg Hlöðversdóttur í vatnasvæðanefnd fyrir hönd Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Bergljót Þorsteinsdóttir - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2402027

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar frá Bergljótu Þorsteinsdóttur um leyfi til reksturs - Gististaðir í Flokkur II - H Frístundahús að Skógum í Fnjóskadal (F2161552).

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

9.

Ragnheiður Árnadóttir - gististaður - breytingar á rekstrarleyfi - 2402048

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar frá Ragnheiði Árnadóttur um breytingu á gildu leyfi til reksturs - Gististaðir í Flokkur II - C Gerði 650 Laugum.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi.
Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

10.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 15 - 2402001F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 15. fundar íþrótta- tómstunda- og menningarnefndar Þingeyjarsveitar frá 6.febrúar sl. Fundargerðin er í fimm liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

10.1

2401106 - Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort

   
 

10.2

2312033 - Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar

   
 

10.3

2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög

   
 

10.4

2402006 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024

   
 

10.5

2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja

   

 

   

11.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 15 - 2401006F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 15. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 7. febrúar sl. Fundargerðin er í þrem liðum. Liðir 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

11.1

2311074 - Þingeyjarskóli - breyting á skipuriti

 

Til máls tók: Árni Pétur Hilmarsson.

Sveitarstjórn tekur undir bókun fræðslu- og velferðarnefndar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram og jafnframt vinna innleiðingaráætlun sem lögð verði fyrir sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

 

11.2

2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn þakkar stýrihópi við gerð skólastefnu framlögð drög. Sveitarstjórn samþykktir drögin og vísar þeim til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til lokafrágangs og birtingar.
Samþykkt samhljóða.

 

11.3

2402001 - Barnaverndarlög - 629. mál -154. löggjafaþing

   

 

   

Anna Bragadóttir starfandi skipulagsfulltrúi vék af fundi kl. 13:40 undir afgreiðslu fundargerðarinnar.

12.

Skipulagsnefnd - 22 - 2402003F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar frá 14. febrúar sl. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 2,3,4,6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

12.1

2308006 - Aðalskipulag

   
 

12.2

2305022 - Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

 

12.3

2209035 - Sandabrot - deiliskipulagsgerð

 

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Sandabrots samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu aðalskipulags.
Samþykkt samhljóða.

 

12.4

2309017 - Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar

 

Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hofstaða í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

 

12.5

2312011 - Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu

   
 

12.6

2401107 - Árbót - breyting á deiliskipulagi, leiðrétting

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga varðandi grenndarkynningu á breytingu á lóðastærðum þar sem þegar stofnaðar lóðir eru í samræmi við breytt skipulag og telst því ekki skerða hagsmuni lóðarhafa eða nágranna á svæðinu sbr. 3. mgr. 43. gr. sömu laga.
Samþykkt samhljóða.

 

12.7

2312052 - Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.

 

12.8

2401093 - Arndísarstaðir umsókn um stofnun lóða

   
 

12.9

2402005 - Akrar 2 - umsókn um stofnun lóðar úr landi Akra

   
 

12.10

2402019 - Grímsstaðir - umsókn um stofnun lóðar

   

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 13:51

 

   

13.

Byggðarráð - 17 - 2401005F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 17. fundar byggðarráðs frá 8. febrúar sl. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 1,3,4,5 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Jóna Björg Hlöðversdóttir kynnti fundargerð byggðarráðs.

 

13.1

2312028 - Samtök um verndun í og við Skjálfanda - ósk um fund

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

 

13.2

2308010 - Seigla

 

Afgreiðsla byggðarráðs var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar sl.

 

13.3

2401086 - Sólseturskórinn - styrkbeiðni

 

Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

 

13.4

2401091 - Beiðni um afnot af félagsheimilum

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og heimilar að Mývatnsstofa verði styrkt um leigu á félagsheimilum til að halda markaði í tengslum við viðburði í sveitarfélaginu.
Samþykkt samljóða.

 

13.5

2401105 - Beiðni um lausn frá störfum

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.

 

13.6

2402015 - Skilgreining á opinberri grunnþjónustu - umsögn

   
 

13.7

2402002 - Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - framboð

   
 

13.8

2402014 - Trúnaðarmál

   
 

13.9

2401102 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - mál nr. 3/2024

 

Lögð er fram tillaga að bókun:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur tekið til umsagnar drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu með umsagnarfresti til 22. febrúar nk.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar allri umræðu um sjálfbæra landnýtingu en telur mikilvægt að skýrt sé hvaða viðmið liggja þar til grundvallar. Þá leggur sveitarstjórn til að gildistöku reglugerðarinnar verði frestað og nánara samráð og samstarf verði við notendur afrétta og tryggt verði áframhaldandi gott samstarf með skýru verklagi.

Í sveitarfélaginu Þingeyjarsveit sem er landmesta sveitarfélag landsins er nú stunduð sauðfjárrækt á afar ólíkum svæðum, allt frá bröttum hlíðum Flateyjarskaga og upp á Austurafrétt Bárðdæla og Austurfjöll í Mývatnssveit, þar sem gróður hefur verið í framför áratugum saman. Nýting afrétta er forsenda sauðfjárræktar í landinu.

Sveitarstjórn gerir fjölmargar athugasemdir við drögin og tekur heilshugar undir umsagnir deildarfundar búgreinadeildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands, Eyjafjarðarsveitar og Húnaþings vestra. Einnig vísar sveitarstjórn til fyrri umsagna Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps við drög að sömu reglugerð og hér liggur fyrir frá árinu 2021.

Þá ber að nefna sérstaklega að sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur hlutverk Lands og skóga við undirbúning, framfylgd og eftirfylgni reglugerðarinnar óheppilegt og óljóst er hvort það standist stjórnsýslulega að sama stofnun hafi með höndum eftirlit, ráðgjöf og þvingunarúrræði samkvæmt 10. og 11. gr. reglugerðardraga.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að reglugerðin geti haft víðtæk áhrif á dreifðar byggðir landsins með tilliti til efnahagslegar og félagslegra þátta og hefur hún ekki verið metin út frá því. Né hefur fjármögnun úttekta og aðgerða sem reglugerðin hefur í fjör með sér ekki verið greind. Þingeyjarsveit er landmesta sveitarfélag landsins og er landbúnaður ein af grunnstoðum atvinnulífs í sveitarfélaginu. Ef reglugerðardrögin ná fram að ganga er sótt hart að sauðfjárbúskap í sveitarfélaginu og þeirri miklu vinnu sem bændur hafa lagt í að viðhalda sauðfjárrækt og sjálfbærri landnýtingu fram til þessa dags.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur mikilvægt að hægt verði að ná fram samstöðu um sjálfbæra landnýtingu og til að það geti orðið þurfi að kalla eftir víðtækara samráði við hagaðila og leggst sveitarstjórn Þingeyjarsveitar gegn því að drögin verði samþykkt í óbreyttri mynd.

Að þessu sögðu lýsir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar sig reiðubúin til samtals við ráðuneytið vegna málsins og áskilur sér jafnframt rétt til að veita umsagnir um málið á síðari stigum.

Samþykkt samljóða.

 

13.10

2402003 - Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu

   

 

   

14.

Umhverfisnefnd - 14 - 2402004F

 

Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar umhverfisnefndar frá 20. febrúar sl. Fundargerðin er í þrem liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Árni Pétur Hilmarsson kynnti fundargerð umhverfisnefndar.

 

14.1

2401076 - Laugasel - skógrækt

   
 

14.2

2402033 - Kostnaðargreining á valkostum meðhöndlunar lífúrgangs

   
 

14.3

2402052 - Metanframleiðsla úr lífrænum úrgangi - kynning

   

 

   

15.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 7. febrúar sl.

 

Lagt fram

 

   

16.

Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. sem haldinn var 8. janúar sl.

 

Lagt fram

 

   

17.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 294. fundar stjórnar Norðurorku sem haldinn var 30. janúar sl.

 

Lagt fram

 

   

18.

Svæðisráð vestursvæðis - fundargerðir - 2311102

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 114. fundar svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

 

Lagt fram

 

   

19.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar sl.

 

Lagt fram

 

   

20.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var 7. febrúar sl.

 

Lagt fram

 

   

21.

Þjóðlendumál eyjar og sker - 2402037

 

Lagt fram bréf frá Óbyggðanefnd þar sem kynnt er að fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar.

 

Lagt fram

 

   
       

Fundi slitið kl. 14:12.