Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
22.02.2024
41. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri fimmtudaginn 22. febrúar kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 1. dagskrárlið skýrslu sveitarstjóra og sem 14. dagskrárlið fundargerð 14. fundar umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.
1. |
Skýrsla sveitarstjóra - 2303021 |
||
|
Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynningar.
Kynnt |
||
2. |
Samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit - 2304022 |
||
Lögð fram til annarrar umræðu samþykkt um hunda og kattahald í Þingeyjarsveit. |
|||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit og felur sveitarstjóra að senda hana til birtingar í B-deild stjórnartíðinda. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
3. |
Norðurorka - trúnaðarmál. - 2402034 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Eyþóri Björnssyni framkvæmdastjóra Norðurorku sem hann óskar eftir að tekið verði fyrir sem trúnaðarmál á þessu stigi. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
4. |
Kynningarfundur Flugklasans Air 66N - 2402038 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Flugklasanum Air 66N þar sem boðað er til kynningafunda á Teams fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi og fulltrúa SSNV og SSNE. Á fundunum verður hafin vinna við að móta framtíðarsýn flugklasans. Fundirnir verða tveir, 27. og 28. febrúar nk. |
|||
Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir og Ragnhildur Hólm Sigurðarsdóttir. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
5. |
Útboð á rotþróartæmingu í Þingeyjarsveit í samstarfi við Ríkiskaup - 2402050 |
||
Þann 16. janúar sl. auglýsti Þingeyjarsveit, í samstarfi við Ríkiskaup, útboð á losun rotþróa í Þingeyjarsveit með skilafresti 19. febrúar sl. Tvö tilboð bárust. |
|||
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur ákveðið að fara að tillögu Ríkiskaupa og leita eftir samningi við lægstbjóðanda og mun tilkynning um val tilboðs verða send bjóðendum í útboðskerfi Ríkiskaupa og kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
6. |
Skjalastefna Þingeyjarsveitar - 2303049 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur til umsagnar lokadrög að skjalastefnu sveitarfélagsins en hún hefur verið unnin í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 en þau lög mynda lagaramma fyrir skjalavörslu opinberra aðila á Íslandi þ.m.t. sveitarfélaga og stofnana þeirra. |
|||
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að skjalastefnu Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
7. |
Vatnasvæðanefnd - tilnefning - 2402008 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Umhverfisstofnun um tilnefningu í vatnasvæðanefnd vegna laga nr. 36/2011 um stjórn vatnamála - Vatnaáætlun. |
|||
Sveitarstjórn tilnefnir Jónu Björg Hlöðversdóttur í vatnasvæðanefnd fyrir hönd Þingeyjarsveitar. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
8. |
Bergljót Þorsteinsdóttir - gisting í flokki II - rekstrarleyfi - 2402027 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar frá Bergljótu Þorsteinsdóttur um leyfi til reksturs - Gististaðir í Flokkur II - H Frístundahús að Skógum í Fnjóskadal (F2161552). |
|||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
9. |
Ragnheiður Árnadóttir - gististaður - breytingar á rekstrarleyfi - 2402048 |
||
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar frá Ragnheiði Árnadóttur um breytingu á gildu leyfi til reksturs - Gististaðir í Flokkur II - C Gerði 650 Laugum. |
|||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið rekstrarleyfi. |
|||
Samþykkt |
|||
|
|||
10. |
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 15 - 2402001F |
||
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 15. fundar íþrótta- tómstunda- og menningarnefndar Þingeyjarsveitar frá 6.febrúar sl. Fundargerðin er í fimm liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
|||
10.1 |
2401106 - Íþróttamiðstöð Reykjahlíð - reglur um lykilkort |
||
10.2 |
2312033 - Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum - Laugar |
||
10.3 |
2209058 - Samningar Þingeyjarsveitar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög |
||
10.4 |
2402006 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála - 2024 |
||
10.5 |
2211018 - Reglur Þingeyjarsveitar um úthlutun menningarstyrkja |
||
|
|||
11. |
Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 15 - 2401006F |
||
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 15. fundar fræðslu- og velferðarnefndar Þingeyjarsveitar frá 7. febrúar sl. Fundargerðin er í þrem liðum. Liðir 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
|||
11.1 |
2311074 - Þingeyjarskóli - breyting á skipuriti |
||
Til máls tók: Árni Pétur Hilmarsson. |
|||
11.2 |
2209028 - Ný skólastefna Þingeyjarsveitar |
||
Sveitarstjórn þakkar stýrihópi við gerð skólastefnu framlögð drög. Sveitarstjórn samþykktir drögin og vísar þeim til sviðsstjóra fjölskyldusviðs til lokafrágangs og birtingar. |
|||
11.3 |
2402001 - Barnaverndarlög - 629. mál -154. löggjafaþing |
||
|
|||
Anna Bragadóttir starfandi skipulagsfulltrúi vék af fundi kl. 13:40 undir afgreiðslu fundargerðarinnar. |
|||
12. |
Skipulagsnefnd - 22 - 2402003F |
||
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar frá 14. febrúar sl. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 2,3,4,6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
|||
12.1 |
2308006 - Aðalskipulag |
||
12.2 |
2305022 - Sandabrot - Breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. |
|||
12.3 |
2209035 - Sandabrot - deiliskipulagsgerð |
||
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Sandabrots samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu aðalskipulags. |
|||
12.4 |
2309017 - Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar |
||
Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Hofstaða í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. |
|||
12.5 |
2312011 - Múlavegur 1 - umsókn um stofnun lóðar undir tækjahús Mílu |
||
12.6 |
2401107 - Árbót - breyting á deiliskipulagi, leiðrétting |
||
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um breytingu í samræmi við 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að vikið sé frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga varðandi grenndarkynningu á breytingu á lóðastærðum þar sem þegar stofnaðar lóðir eru í samræmi við breytt skipulag og telst því ekki skerða hagsmuni lóðarhafa eða nágranna á svæðinu sbr. 3. mgr. 43. gr. sömu laga. |
|||
12.7 |
2312052 - Árbót 14 - umsókn um stofnun lóðar |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar. |
|||
12.8 |
2401093 - Arndísarstaðir umsókn um stofnun lóða |
||
12.9 |
2402005 - Akrar 2 - umsókn um stofnun lóðar úr landi Akra |
||
12.10 |
2402019 - Grímsstaðir - umsókn um stofnun lóðar |
||
Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 13:51 |
|||
|
|||
13. |
Byggðarráð - 17 - 2401005F |
||
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 17. fundar byggðarráðs frá 8. febrúar sl. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 1,3,4,5 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
|||
Jóna Björg Hlöðversdóttir kynnti fundargerð byggðarráðs. |
|||
13.1 |
2312028 - Samtök um verndun í og við Skjálfanda - ósk um fund |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
|||
13.2 |
2308010 - Seigla |
||
Afgreiðsla byggðarráðs var staðfest á 40. fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar sl. |
|||
13.3 |
2401086 - Sólseturskórinn - styrkbeiðni |
||
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs. |
|||
13.4 |
2401091 - Beiðni um afnot af félagsheimilum |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og heimilar að Mývatnsstofa verði styrkt um leigu á félagsheimilum til að halda markaði í tengslum við viðburði í sveitarfélaginu. |
|||
13.5 |
2401105 - Beiðni um lausn frá störfum |
||
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
|||
13.6 |
2402015 - Skilgreining á opinberri grunnþjónustu - umsögn |
||
13.7 |
2402002 - Stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga - framboð |
||
13.8 |
2402014 - Trúnaðarmál |
||
13.9 |
2401102 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu - mál nr. 3/2024 |
||
Lögð er fram tillaga að bókun: |
|||
13.10 |
2402003 - Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu |
||
|
|||
14. |
Umhverfisnefnd - 14 - 2402004F |
||
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 14. fundar umhverfisnefndar frá 20. febrúar sl. Fundargerðin er í þrem liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
|||
Árni Pétur Hilmarsson kynnti fundargerð umhverfisnefndar. |
|||
14.1 |
2401076 - Laugasel - skógrækt |
||
14.2 |
2402033 - Kostnaðargreining á valkostum meðhöndlunar lífúrgangs |
||
14.3 |
2402052 - Metanframleiðsla úr lífrænum úrgangi - kynning |
||
|
|||
15. |
Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 60. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var 7. febrúar sl. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
16. |
Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 29. fundar stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. sem haldinn var 8. janúar sl. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
17. |
Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 294. fundar stjórnar Norðurorku sem haldinn var 30. janúar sl. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
18. |
Svæðisráð vestursvæðis - fundargerðir - 2311102 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 114. fundar svæðisráð vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
19. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. janúar sl. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
20. |
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011 |
||
Lögð fram til kynningar fundargerð 234. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem haldinn var 7. febrúar sl. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
21. |
Þjóðlendumál eyjar og sker - 2402037 |
||
Lagt fram bréf frá Óbyggðanefnd þar sem kynnt er að fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist "eyjar og sker" og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. |
|||
Lagt fram |
|||
|
|||
Fundi slitið kl. 14:12.