44. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

30.04.2024

44. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þinghúsinu Breiðumýri þriðjudaginn 30. apríl kl. 11:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem þriðja dagskrárlið - Sundlaug í Reykjahlíð - skipan starfshóps og erindisbréf og sem fjórða dagskrárlið - fundarboð á aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.
Samþykkt samhljóða.

 

1.

Ársreikningur 2023 - 2404064

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til fyrri umræðu drög að ársreikningi Þingeyjarsveitar, A- og B-hluta fyrir árið 2023.
Þorsteinn Þorsteinsson, frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins, mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sátu fundinn undir þessum lið, Jón Ari Stefánsson frá KPMG, Margrét Hólm Valsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Gísli Sigurðsson skrifstofustjóri.

 

Til máls tóku: Gerður, Jóna Björg, Knútur, Arnór.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi fyrir árið 2023 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

 

Samþykkt

 

   

2.

Ársreikningur Atvinnueflingar 2023 - 2404068

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar drög að ársreikningi Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar 2023.

 

Lagt fram til kynningar.

 

Kynnt

 

   

3.

Sundlaug í Reykjahlíð - skipan starfshóps og erindisbréf - 2404051

 

Lögð fram drög að erindisbréfi starfshóps um sundlaug í Reykjahlíð.

 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréf starfshóps um sundlaug í Reykjahlíð.

 

Samþykkt

 

   

4.

Aðalfundarboð 2024 - Sparisjóður Suður-Þingeyinga - 2404067

 

Lagt fram fundarboð á aðalfund Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem fram fer þann 8. maí nk.

 

Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóra verði falið að fara með atkvæði sveitafélagsins á aðalfundi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

Fundi slitið kl. 11:22.