Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 28. dagskrárlið fundargerð 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar. Samþykkt samhljóða.
1. Skýrsla sveitarstjóra - 2303021
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.
Lagt fram
2. Staða sveitarstjórnar - 2406046
Lögð fram beiðni frá Eyþóri Kára Ingólfssyni þar sem hann óskar eftir að taka til umræðu stöðu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Gerður, Eyþór Kári, Knútur, Jóna Björg, Eyþór Kári.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Við undirritaðir sveitarstjórnarfulltrúar E-lista, Eyþór Kári Ingólfsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson og Sigfús Haraldur Bóasson, höfum ákveðið að slíta meirihlutasamstarfi okkar við oddvita og varaoddvita sveitarstjórnar þau Gerði Sigtryggsdóttur og Knút Emil Jónasson. Ástæður fyrir því eru fjölmargar en fyrst og fremst alvarlegur trúnaðarbrestur í samstarfinu. Í þremur málum hafa þau greitt atkvæði gegn okkur og með K-listanum. Fyrst í október þegar við óskuðum eftir frestun á afgreiðslu samstarfssamnings við K-lista, en því var hafnað. Samningurinn var samþykktur með sex atkvæðum gegn atkvæðum okkar. Í annað sinn þegar við óskuðum eftir frestun á kjöri oddvita K-lista til embættis formanns byggðaráðs sem einnig var hafnað og oddviti K-lista var kjörinn formaður byggðaráðs með sex atkvæðum á meðan við sátum hjá. Í þriðja sinn 12. júní sl. á vinnufundi sveitarstjórnar gengu Gerður og Knútur til liðs við K-listann í atkvæðagreiðslu um tillögu sem K-listinn lagði fram, þar sem því er beint inn í endurskoðun aðalskipulags að: „Skjálfandafljót verði ekki virkjað“ gegn atkvæðum okkar þriggja. Það er dapurlegt að svona skuli komið en það virðist vera að þeirra hugur standi frekar til þess að eiga samstarf við fulltrúa K-listans heldur en okkur sveitarstjórnarfulltrúa E-listans. Það er okkar trú að meirihlutasamstarf byggist á trausti og trúnaði milli aðila. Það er ekki lengur til staðar.
Eyþór Kári Ingólfsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Haraldur Bóasson.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
Nú raungerist sá ágreiningur sem verið hefur innan E-listans um hríð. Hópurinn fór glaðbeittur af stað í aðdraganda kosninga 2022 með þau markmið að gera gott betra og stuðla að því að kosningar yrðu í hinu nýja sveitarfélagi. Fljótlega tók að bera á ágreiningi en aðallega þó um málefni sem ekki voru á stefnuskrá E-listans.
Eins og fundurinn í dag ber með sér bar okkur ekki gæfu til að halda samstarfinu áfram þrátt fyrir góðan árangur í þeim fjölmörgu flóknu verkefnum sem fylgja því að byggja upp nýtt sveitarfélag. Árangurinn nú þegar kjörtímabilið er hálfnað talar sínu máli og það er það sem skiptir máli.
Ágreiningurinn hefur að einhverju leyti snúist um rétt sveitarstjórnamanna til að vera ósammála og það hvað íbúalýðræði merkir. Eins og íbúalýðræði er almennt skilgreint er það að gera íbúum kleift að hafa áhrif á störf sveitarstjórnar með því að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Til að geta haft áhrif þurfa íbúarnir að hafa gott aðgengi að upplýsingum um verkefnin með beinu samtali við sveitarstjórnarfulltrúa á opnum fundum eins og þeim sem boðið hefur verið uppá í sveitarfélaginu. Mikil vinna hefur verið lögð í endurbætur á heimasíðu sveitarfélagsins, sem senn lítur dagsins ljós og mun auðvelda íbúum að kynna sér stöðu mála og láta í sér heyra.
Réttur sveitarstjórnarmanna til að vera ósammála er ótvíræður enda ein af grundvallarreglum sveitarstjórnarlaga sem fram kemur í 25.gr. og hljóðar svo . : „Sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála“. Við kjörnir fulltrúar berum ábyrgð á okkar ákvörðunum, ábyrgðina getum við ekki framselt.
Það er rétt eins og fram kom hjá Eyþóri hér á undan að trúnaðarbrestir hafa verið í samstarfinu, ítrekað og á báða bóga. Það er líka rétt að það var ekki samstaða innan hópsins í október sl. um að gera samstarfsyfirlýsingu við fulltrúa K-listans í sveitarstjórn. Á þeim tíma var farið að hrikta í samstarfinu og upphrópanir um fallinn meirihluta farnar að heyrast.
Það er einnig rétt að beiðni þeirra Eyþórs, Haraldar og Halldórs um að fresta kosningu formanns byggðarráðs var hafnað en í ljósi samstarfsyfirlýsingar við minnihlutann voru oddviti og varaoddviti sammála um að jákvætt væri að oddviti K-lista fengi kjör sem formaður byggðaráðs.
Hins vegar er umhugsunarvert að í þriðja tilfellinu er vísað til vinnufundar sveitarstjórnar þar sem lá fyrir beiðni skipulagsnefndar um viðhorf í nokkrum málum sem tengjast aðalskipulagsgerð, sem nú er á lokametrunum.
Í fyrsta lagi, talandi um trúnaðarbrest, þá ber sveitarstjórnarmönnum að fara með umræður á slíkum fundum sem trúnaðarmál , líkt og kemur m.a. fram í 6. gr. siðareglna kjörinna fulltrúa í Þingeyjarsveit sem allir sveitarstjórnarfulltrúar hafa undirritað. Í öðru lagi hefur slík viðhorfskönnun á óformlegum vinnufundi, ekkert stjórnsýslulegt gildi.
Í ljósi þess að Eyþór, Haraldur og Halldór hafa slitið meirihlutasamstarfi við oddvita og varaoddvita, höfum við, með hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi og til þess að tryggja framgang þeirra fjölmörgu verkefna sem eru í vinnslu, gert formlegt meirihlutasamkomulag við fulltrúa K-listans. Samkomulagið byggir á áðurnefndri samstarfsyfirlýsingu sömu aðila frá því í október 2023 og er gert til þess að tryggja áframhaldandi samfellu í uppbyggingarverkefnum hins nýja sveitarfélags, samfélaginu til heilla.
Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til að halda vegferðinni áfram, því þegar stefni er snúið upp í vindinn og allir vinnufærir róa til sömu áttar ná menn að landi.
Við er sannfærð um að samstarfið verður farsælt, íbúum, samfélagi og starfsfólki sveitarfélagsins til heilla.
Gerður Sigtryggsdóttir oddviti og Knútur Emil Jónasson varaoddviti.
Gert var hlé á fundi kl. 13:21.
Fundi haldið áfram kl.13:36
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Við höfnum því að hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa samkvæmt 6. gr. en hún hljóðar þannig:
"Kjörnum fulltrúum ber að virða trúnað um málefni sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og um innihald skjala eða annarra gagna sem þeir fá aðgang að starfs síns vegna. Þeir skulu gæta þagmælsku og trúnaðar um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum í nefndum og ráðum Þingeyjarsveitar. Trúnaðarskylda helst þó látið sé af starfi."
En við höfðum ekki eftir ummæli einstakra fundarmanna.
Eyþór Kári Ingólfsson, Halldór Þorlákur Sigurðsson, Haraldur Bóasson.
Knútur Emil Jónasson lagði fram eftirfarandi bókun:
Þegar E-listinn kom fram fyrir síðustu kosningar þá var það hröð og skemmtileg atburðarás, og mörg mál voru óútrædd okkar á meðal, og ekki mótuð sérstök stefna um. Farið er af stað með almennri velvild út í mál af ýmsum toga, sem geta breyst þegar þau eru rýnd til hlítar. Enda á að skoða öll mál með opnum og gagnrýnum huga.
Það sem er gott við hvert framboð sem kemur fram, er að þá eykst fjölbreytni þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í nefndir, ráð og stjórnir á vegum sveitarfélagsins. Þetta varð líka við tilkomu E-listans og sú staða að nefndir sveitarfélagsins eru að skila góðu verki sýnir þetta og því er meðal annars að þakka að hingað erum við komin.
Nú er komin sú staða að við sem erum sveitarstjórnarfulltrúar E-listans náum ekki saman og þykir fullreynt, eins og hér hefur komið fram. Togstreita í stjórnmálum er ekki ný eins og við höfum reynt, og jafnvel þó við séum sammála um markmið, er stundum ágreiningur um leiðirnar.
Staða E-listans er eins og önnur mál, eitthvað til að taka afstöðu til og vinna úr. Það sem skiptir máli í mínum huga, er að það trufli ekki starf sveitarfélagsins, og ég má til með að lýsa ánægju minni með sveitarstjóra og starfsfólk sveitarfélagsins sem heldur vel utan um starfsemina.
Einn af ásteytingarsteinunum, þeim málum sem hafa valdið úlfúð, er listi yfir málefni og áherslur sem við Gerður unnum með fulltrúum K-lista eina kvöldstund síðasta haust, þar sem við settum saman þau mál sem báðir listar höfðu í aðdraganda kosninga yfirlýst sem sín. Við vildum með því koma á framfæri við íbúa Þingeyjarsveitar að sveitarstjórn myndi róa samstíga. Þar reyndust við ekki sammála.
Það sem við höfum lagt mikla áherslu á er að styrkja grunn starfseminnar, með rýni og skoðun á kerfum, með hagræðingu, stöðugleika og trúverðugleika sveitarfélagsins sem höfuðmarkmið og gera það vonandi að enn betri stað að búa á og vinna fyrir.
Við Gerður Sigtryggsdóttir og ég, Knútur Jónasson, höfum verið í stól oddvita og varaoddvita frá kosningum.
Við höfum ákveðið, í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi, og vegna þess að við erum ekki tilbúin að hverfa frá, að gefa kost á okkur áfram í þessi störf og höfum við leitað til K-listans í takt við samkomulag það sem áður var vitnað til, til að fá stuðning við það. Staðan er þannig að það verður áfram unnið eftir því samkomulagi sem áður var samþykkt og staðfest var aftur í dag.
Ég vil fullvissa starfsfólk og nefndarfólk fyrir hönd okkar Gerðar, og bið aðra fulltrúa E-listans sem og fulltrúa K-listans að taka undir þau sjónarmið, svo að starf sveitarfélagsins sem og starf nefnda sé ekki í neinu uppnámi.
Knútur Emil Jónasson
Lagt fram
3. Kosning oddvita og varaoddvita - 2406044
Í 7. gr. í samþykkt um stjórn Þingeyjarsveitar er kveðið á um að kjósa skuli oddvita og varaoddvita til eins árs í senn.
Til máls tóku: Gerður, Haraldur,
Oddviti leggur fram tillögu um Gerði Sigtryggsdóttur sem oddvita og Knút Emil Jónasson sem varaoddvita.
Haraldur leggur fram breytingartillögu um að Eyþór Kári Ingólfsson verði kjörinn oddviti.
Greidd voru atkvæði um tillögu Haraldar.
Tillaga Haraldar var felld með sex atkvæðum, Árna Péturs, Jónu Bjargar, Ragnhildar Hólm, Úllu, Gerðar og Knúts. Þrír greiddu atkvæði með tillögu Haraldar: Eyþór Kári, Halldór og Haraldur.
Greidd voru atkvæði um tillögu oddvita.
Tillagan var samþykkt með sex atkvæðum, Árna Péturs, Jónu Bjargar, Ragnhildar Hólm, Úllu, Gerðar og Knúts. Eyþór Kári, Halldór og Haraldur sátu hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu oddvita.
Samþykkt
4. Kosning í byggðarráð - 2406045
Í 27 gr. í samþykktum Þingeyjarsveitar er kveðið á um kosningu til byggðarráðs "Sveitarstjórn skal á fyrsta fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum kjósa þrjá aðalmenn og jafnmarga varamenn í byggðarráð. Skulu þeir kjörnir til eins árs í senn. Aðalmenn í sveitarstjórn eru einir kjörgengir sem aðalmenn og varamenn í byggðarráði, sbr. 36. gr. sveitarstjórnarlaga. Sveitarstjórn kýs formann og varaformann byggðarráðs úr hópi kjörinna byggðarráðsmanna. Kosning í byggðarráð skal vera leynileg og bundin hlutfallskosning sé þess óskað.
Til máls tóku: Jóna Björg, Haraldur, Eyþór Kári, Árni Pétur, Eyþór Kári, Árni Pétur.
Jóna Björg Hlöðversdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu um skipan byggðarráðs:
Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður, Gerður Sigtryggsdóttir varaformaður, Knútur Emil Jónasson aðalmaður. Varamenn verði Arnór Benónýsson, Eyþór Kári Ingólfsson og Sigfús Haraldur Bóasson.
Haraldur lagði fram eftirfarandi breytingartillögu:
Að Eyþór Kári Ingólfsson verði aðalmaður í byggðarráði.
Gert var hlé á fundi kl. 13:51
Fundi haldið áfram kl. 14:47
Jóna Björg dregur til baka sína tillögu um skipan byggðarráðs og Haraldur dregur einnig til baka sína breytingartillögu við skipan til byggðarráðs.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu um skipan byggðarráðs:
Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Gerður Sigtryggsdóttir varaformaður og Eyþór Kári Ingólfsson aðalmaður.
Varamenn verði í sömu röð:
Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson og Haraldur Bóasson.
Samþykkt með sjö atkvæðum Árna Péturs, Jónu Bjargar, Gerðar, Knúts, Haraldar, Halldórs og Eyþórs Kára. Ragnhildur og Úlla sitja hjá við atkvæðagreiðslu um tillögu oddvita.
Samþykkt
5. Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn - 2405061
Lagt fram bréf frá Eygló Sófusdóttur þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í sveitarstjórn frá 1. júní 2024 til 1. september 2025.
Sveitarstjórn óskar Eygló til hamingju með nýfædda stúlku og samþykkir tímabundið leyfi hennar til 1.9.2025.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
6. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2403045
Lagður fram viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn hljóðar upp á 13,5 m.kr. vegna framkvæmda við Seiglu, 6,0 m.kr. vegna framkvæmda við íbúð í Þingeyjarskóla, 5,0 m.kr. vegna kaupa Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar á hlutafé í Kornsamlagi Þingeyinga og lækkun um 3,6 m.kr. vegna frestunar á kaupum á slökkvibíl. Samtals viðauki að fjárhæð 20,9 m.kr.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð 20,9 m.kr. og verði hann fjármagnaður með handbæru fé.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
7. Ungmennaþing 2024 - 2406040
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá SSNE varðandi aðstöðu fyrir vinnustofur í tengslum við ungmennaþing 2024 sem haldið verður í Þingeyjarsveit dagana 13.-14.október nk.
Óskað er eftir gjaldfrjálsri notkun af Breiðumýri vegna vinnustofu ungmenna. Einnig er óskað eftir gjaldfrjálsum aðgangi að sundlaug/íþróttahúsi íþróttamiðstöðvarinnar að Laugum fyrir gesti ungmennaþings.
Sveitarstjórn lýsir ánægju með að ungmennaþing SSNE verði haldið í sveitarfélaginu og samþykkir að fella niður húsaleigu og veita gjaldfrjálsan aðgang að sundlauginni að Laugum fyrir gesti þingsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
8. Tilnefning í samstarfshóp - breyting á friðlýsingu Hverfjalls - 2405050
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um tilnefningu aðila í samstarfshóp um breytingu á friðlýsingu Hverfjalls.
Samningur milli landeigenda Voga í Mývatnssveit og umhverfis- orku- og loftlagsráðherra, um náttúruvættið Hverfjall og breytingar á friðlýsingu þess, var undirritaður í apríl sl.
Fyrsta skrefið er að skipa fulltrúa í samstarfshóp. Samstarfshópinn skipa fulltrúar frá Umhverfisstofnun, landeigendum, sveitarfélagi og umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.
Sveitarstjórn hefur áður samþykkt í tölvupósti að skipa Sigrúnu Jónsdóttur fulltrúa sveitarfélagsins í starfshópnum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
9. Efla - samningur um þjónustu skipulagsfulltrúa - 2307018
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar framlenging á ráðgjafasamningi við Eflu hf. um ráðgjafarstörf og embætti skipulagsfulltrúa í sveitarfélaginu. Gildistími samningsins er frá júní til ársloka 2024.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan ráðgjafasamning við Eflu hf. og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
10. Hlutfjáraukning - Greið leið - 2406035
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá stjórn Greiðrar leiðar ehf. um hlutafjáraukningu félagsins en heimild til hlutafjáraukningar að upphæð 5.000.000 var samþykkt á aðalfundi 13. júní sl. Stjórn félagsins hefur ákveðið að nýta sér að hluta nýfengna heimild aðalfundar til þess að auka hlutafé félagsins en fyrirhugað er að hækka hlutafé félagsins um 2 milljónir kr. á genginu 1 til þess að fjármagna áfallinn rekstrarkostnað á þessu ári sem og áætlaðan rekstrarkostnað á næsta ári. Hluthafar njóta forgangs til áskriftar að hinum nýju hlutum í samræmi við hlutafjáreign sína. Þingeyjarsveit á 12,66% eignarhlut í félaginu og er því upphæð forkaupsréttar sveitarfélagsins kr. 253.233.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta forkaupsrétt sinn í félaginu og felur sveitarstjóra að undirrita skjöl þar að lútandi fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
11. Hjúkrunarheimili á Húsavík - Samkomulag um breytt fyrirkomulag vegna byggingar - 2406038
Fyrir sveitarstjórn liggur nýtt samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um breytt fyrirkomulag vegna byggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík fyrir allt að 60 rými. Samkomulagið er gert við sveitarfélög á svæðinu: Þingeyjarsveit, Norðurþing og Tjörneshrepp.
Sveitarstjórn samþykkir drög að nýju samkomulagi um uppbyggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
12. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit - 2310028
Fyrir sveitarstjórn liggur samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit. Samþykktin hefur þegar fengið tvær umræður í sveitarstjórn en við meðferð samþykktarinnar láðist að fá staðfestingu Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur nú fjallað um samþykktina á fundi sínum 26. júní sl. og benti á að komin er ný reglugerð um meðhöndlun úrgangs og óskaði eftir að gerð verði leiðrétting sem lögð er hér fram.
Sveitarstjórn staðfestir framlagða samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Þingeyjarsveit og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusvið að senda hana til samþykktar í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Að því loknu skal hún birt í B-tíðindum stjórnartíðinda og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
13. Aðalskipulag Þingeyjarsveitar - Bréf frá landeigendum Einbúavirkjunar - 2406039
Lagt fram bréf frá Ingvari Vagnssyni f.h. landeiganda á svæði fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar þar sem þeir óska eftir að Einbúavirkjun verði sett á aðalskipulag Þingeyjarsveitar.
Til máls tóku: Haraldur, Jóna Björg, Knútur, Eyþór Kári, Árni Pétur.
Haraldur lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn beinir því til skipulagsnefndar að Einbúavirkjun verði sett inn á aðalskipulag Þingeyjarsveitar.
Oddviti bar upp bókun Haraldar.
Bókun Haraldar var felld með sex atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Jónu Bjargar, Ragnhildar og Úllu gegn þremur atkvæðum Haraldar, Halldórs og Eyþórs Kára.
Oddviti leggur til eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lítur svo á að erindið varði í meginatriðum yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Í því felst að afgreiðsla á efnislegum þætti bréfsins mun felast í ákvörðunum sem teknar verða í aðalskipulagsferlinu. Það verður gert með því að sveitarstjórn tekur aðalskipulagstillöguna til afgreiðslu á grunni 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að undangenginni umfjöllun skipulagsnefndar.
Bókun oddvita var samþykkt með sex atkvæðum Gerðar, Knúts, Árna Péturs, Jónu Bjargar, Ragnhildar og Úllu, þrír greiddu atkvæði gegn bókuninni: Haraldur, Halldór og Eyþór Kári. .
Samþykkt
14. Samkomulag um húsnæðisuppbyggingu - HMS - 2406037
Lögð fram drög að rammasamningi um samkomulag við iðnaðarráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Þingeyjarsveit 2024-2029.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn fagnar framlögðu samkomulagi og felur sveitarstjóra að vinna það áfram með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
15. CO2 - fyrirspurn um kaup á landspildu - 2406047
Fyrir sveitarstjórn liggur fyrirspurn frá CO2 ehf. í Krossdal um kaup á landspildu, norðan Þeistareykjabungu, sunnan Eyjólfshæðar til tilraunar í skógrækt.
Til máls tók: Jóna Björg.
Sveitarstjórn hefur ekki áform um að selja land í eigu Þingeyjarsveitar að svo stöddu. Taka þarf tillit til þeirra reglna sem í gildi eru en þær innifela ekki í sér áform um sölu lands.
Samþykkt samhljóða.
Hafnað
16. Vegagerðin - þjónusta við malarvegi í sveitarfélaginu - 2406049
Sveitarstjóri hefur átt í samtali við fulltrúa Vegagerðarinn nú í vor m.a. vegna ástands malarvega. Fyrr í vikunni áttu fulltrúar sveitarfélagsins fund með fulltrúum Vegagerðarinnar þar sem farið var yfir mál sem tengjast sveitarfélaginu þar á meðal ástand malarvega.
Til máls tók: Jóna Björg.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að malarvegum í sveitarfélaginu sé vel viðhaldið og heflun sé framkvæmd tímanlega á vorin eftir því sem aðstæður bjóða uppá, annað er óviðunandi fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
17. Þeistareykjaskáli - uppsögn samnings - 2406050
Frá árinu 1994 hefur verið samningur um leigu á Þeistareykjaskála milli Þingeyjarsveitar, Landssambands íslenskra vélsleðamanna, Ferðaklúbbsins 4x4 Húsavík og Hestamannafélagsins Grana. Samningurinn er ótímabundinn. Sveitarstjórn hefur áhuga á að endurskoða fyrirkomulag á útleigu á Þeistareykjaskála.
Til máls tóku: Knútur, Eyþór Kári, Árni Pétur, Gerður.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að segja upp núgildandi leigusamningi um nýtingu Þeistareykjaskála.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
18. Málefni bænda vegna kuldatíðar í byrjun júní - 2406051
Fyrstu dagana í júní gekk slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda yfir Norðurland. Hret þetta kom óvenju seint að vori, þegar lambfé var flest komið út og þurfti á vissum stöðum að hýsa fé aftur, ásamt því að hýsa þurfti folaldsmerar. Jafnframt stóð veðrið óvenju lengi yfir, eða í rétt tæpa viku. Veðrið hafði neikvæð áhrif á búfénað sem og jarðrækt bænda, ásamt því að áður var vitað að mikil og langvinn kuldaköst síðastliðinn vetur urðu völd að miklu kali í túnum.
Í Þingeyjarsveit þar sem landbúnaður og ekki hvað síst sauðfjárrækt er stór atvinnuvegur, er fyrirsjáanlegt að veður sem þetta getur haft töluverð áhrif. Jafnframt er ljóst að afleiðingar veðursins hafa ekki komið fram að fullu til dæmis hvað varðar heilsufar áa og fallþunga lamba og munu ekki koma fram að fullu fyrr en í haust.
Þegar aðstæður sem þessar koma upp er mikilvægt að öryggisnet sé til staðar sem tryggir að bændur hafi aðgang að nauðsynlegum björgum í kjölfar tjóns. Sveitarstjórn skorar á stjórnvöld að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst.
Til máls tóku: Jóna Björg, Eyþór Kári.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum af áhrifum kuldatíðar nú í vor á afkomu bænda og skorar á stjórnvöld að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst.
Samþykkt samhljóða.
19. Hverasvæði Þeistareykjum - friðun - 2406052
Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á að friðun landsvæða falli að skynsamlegri nýtingu á landgæðum. Þeistareykir hafa mikla sérstöðu þegar kemur að landgæðum ekki síst með tilliti til jarðhita og háhitasvæðis. Úr fjarlægð eru hverasvæðin norðan í Bæjarfjalli greinilegust. Fallegir og myndrænir leirhverir eru í Þeistareykjatúni. Einnig eru jarðhitaútfellingar í hlíðum Ketilfjalls. Í 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 er kveðið á um sérstaka vernd tiltekinna vistkerfa, jarðminja o.fl. Undir hana flokkast m.a. eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar. Einnig hverir og aðrar heitar uppsprettur ásamt lífríki sem tengist þeim og virkri ummyndun og útfellingum, þar á meðal hrúðri og hrúðurbreiðum.
Með tilkomu Þeistareykjavirkjunar hefur aðgengi að Þeistareykjasvæðinu batnað verulega m.a. með malbikuðum vegi. Umferð ferðamanna hefur aukist mikið um svæðið og liggja náttúruminjar undir skemmdum. Því telur sveitarstjórn mikilvægt að friðlýsa hverasvæðið sem og bæta aðgengi og öryggismál.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að óska formlega eftir því við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti að hverasvæðið á Þeistareykjum verði friðlýst.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
20. Sumarleyfi sveitarstjórnar 2024 - 2406048
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um að fella niður fundi sveitarstjórnar í júlí vegna sumarleyfa. Fyrsti fundur eftir sumarleyfi verði 22. ágúst.
Sveitarstjórn samþykkir sumarleyfi sveitarstjórnar til 22. ágúst 2024. Skv. 33. grein samþykkta Þingeyjarsveitar fer byggðarráð með fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sveitarstjórn er í sumarleyfi.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
21. Mývatn ehf. - Umsókn um tímabundið áfengisleyfi - 2406014
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna tímabundins áfengisleyfis. Umsækjandi leyfis er Mývatn ehf. kt. 520491-1399. Staðsetning skemmtanahalds er við Jarðböðin við Mývatn - bílaplan og er tímasetning viðburðar 29. júní 2024 frá 12-19.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tímabundins áfengisleyfis til Mývatns ehf.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
22. Byggðarráð - 22 - 2405002F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar byggðarráðs frá 6. júní. Fundargerðin er í 14 liðum. Liðir 1,2,4,7,8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
Jóna Björg kynnti fundargerðina.
Staðfest
22.1 2308010 - Seigla
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. Yfirlit og skýringar yfir áætlaðan aukakostnað og breytingar liggja fyrir fundinum og samþykkir sveitarstjórn framlagðan aukakostnað um 13,5 milljónir króna vegna breytinganna í viðauka sem lagður er fram undir dagskrárlið 6.
Samþykkt samhljóða.
22.2 2403013 - Kornsamlag Þingeyinga
Sveitarstjórn samþykkir að sveitarfélagið gerist hluthafi í Kornsamlagi Þingeyinga í gengum Atvinnueflingu Þingeyjarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir hlutafjárkaup á 5 millj. kr. í viðauka sem lagður er fram undir dagskrárlið 6.
Samþykkt samhljóða.
22.3 2405066 - Rekstraryfirlit 2024
22.4 2405067 - Þingeyjarskóli - viðhald á íbúð
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og samþykkir að farið verði í lagfæringar á íbúð í Þingeyjarskóla að upphæð 6 milljónir króna samkvæmt viðauka sem lagður er fram undir dagskrárlið 6.
Samþykkt samhljóða.
22.5 2405044 - Greið leið - aðalfundaboð 2024
22.6 2404058 - Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur
22.7 2406002 - Styrkbeiðni - Skjólbrekka
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
22.8 2406005 - Ósk um niðurfellingulækkun á húsaleigu - Útskriftarhópur FL
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
22.9 2406017 - Brunavarnir - Bifreið brunavarna
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og gerir grein fyrir áhrifum á fjárhagsáætlun í viðauka undir dagskrárlið 6.
Samþykkt samhljóða.
22.10 2405029 - Lögræðislög - 925. mál - 154. löggjafaþing
22.11 2405046 - Tekjustofnar sveitarfélaga(gjaldfrjálsar skólamáltíðir) - 1114. mál - 154. löggjafarþing
22.12 2405053 - Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030 - þingsályktun mál 1036
22.13 2405060 - Hvítbók í málefnum innflytjenda - boð um þátttöku í samráði
22.14 2405051 - Aðalfundur 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga
23. Byggðarráð - 23 - 2406006F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 23. fundar byggðarráðs frá 20. júní sl. Fundargerðin er í 4 liðum. Liðir 1,2 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
Jóna Björg kynnti fundargerðina.
Staðfest
23.1 2406000 - Aflið - samstarfssamningur
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
23.2 2406009 - Hólsvirkjun og Árskógsvirkjun - skoðunarferð
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
23.3 2406029 - Flugklasinn Air 66N - erindi frá Markaðsstofu Norðurlands
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
23.4 2406037 - Samkomulag um húsnæðisuppbyggingu - HMS
24. Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 19 - 2406005F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 19. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 13. júní sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir eitt, fjórir og sex þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Ragnhildur Hólm kynnti fundargerðina.
Staðfest
24.1 2405055 - Svæðisbundin farsældarráð
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða.
24.2 2406018 - Reykjahlíðarskóli - skólaskýrsla 2023-2024
24.3 2406019 - Þingeyjarskóli - skólaskýrsla 2023-2024
24.4 2405060 - Hvítbók í málefnum innflytjenda - boð um þátttöku í samráði
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
24.5 2405002 - Aðalfundur 2024 - Landskerfi bókasafna hf.
24.6 2406027 - Þingeyjarskóli - breyting á samþykktu skóladagatali
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á skóladagatali Þingeyjarskóla.
Samþykkt samhljóða.
25. Umhverfisnefnd - 16 - 2406004F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 16. fundar umhverfisnefndar frá 12. júní. Fundargerðin er í þremur liðum. Liður þrjú þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Árni Pétur kynnti fundargerðina.
Staðfest
25.1 2304039 - Ágengar plöntur - starfshópur
Til máls tók: Jóna Björg.
25.2 2206055 - Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar
25.3 2406025 - Vatnsgæði Laxár og Mývatns
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og leggur áherslu á mikilvægi þess að vatnsgæði á verndarsvæði Laxár og Mývatns séu mæld með reglubundnum hætti. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
26. Skipulagsnefnd - 26 - 2406000F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 26. fundar skipulagsnefndar frá 19. júní. Fundargerðin er í 16 liðum. Liðir 2,12,13,15, og 16 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Knútur kynnti fundargerðina.
Staðfest
26.1 2406022 - Ljósleiðari við Hlíðarveg - umsókn um framkvæmdaleyfi
26.2 2405015 - Krafla - umsókn um byggingarheimild fyrir endurbyggingu á skemmu
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
26.3 2405058 - Búhóll 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
26.4 2405057 - Búhóll 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi
26.5 2405022 - Gautlönd 1 - umsókn um stofnun lóðar
26.6 2405021 - Gautlönd 2 - umsókn um stofnun lóðar
26.7 2312016 - Gautlönd 3 - umsókn um stofnun lóðar
26.8 2406032 - Arnarvatn 2 B - umsókn um stofnun lóðar
26.9 2406020 - Fluga - umsókn um breytta stærð lóðar
26.10 2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
26.11 2405027 - Vogar - breyting á skipulagi
26.12 2305013 - Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi verslunar og þjónustusvæðis
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu Hótels Laxár skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar heimildir til framkvæmda, í samræmi við skipulagsbreytinguna, verða gefnar fyrr en búið er að fá álit Skipulagsstofnunar á matsskyldu.
Samþykkt samhljóða.
26.13 2402057 - Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar
Sveitarstjórn samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi þéttbýlis í Reykjahlíð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
26.14 2308015 - Göngu- og hjólastígur
26.15 2406028 - Niðurdælingaholur fyrir förgun þéttivatns í Kröflu - umsagnarbeiðni
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
26.16 2406031 - Lautarvegur 12 og 14 - umsókn um lóð
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að lagfæra orðalag í auglýsingunni í samræmi við umræður á fundinum og birta á ný.
Samþykkt samhljóða.
27. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 19 - 2406003F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 19. fundar íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar Þingeyjarsveitar. Fundargerðin er í fimm liðum. Liður eitt þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Eyþór Kári kynnti fundargerðina.
Staðfest
27.1 2403007 - Lýðveldið Ísland 80 ára - kynning á dagskrá
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
27.2 2404020 - Bókasafn í Mývatnssveit
27.3 2312051 - Félagsmiðstöðvar Þingeyjarsveitar
27.4 2306005 - Reglur um frístundastyrki
Til máls tók: Úlla.
27.5 2406012 - Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar - 2024
28. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 12 - 2406002F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 12. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar sem haldinn var 24.6. Fundargerðin er í sex liðum. Liður eitt, tvö og þrjú þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Ragnheiður Jóna kynnti fundargerðina.
Staðfest
28.1 2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag
Til máls tóku: Árni Pétur, Gerður.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
28.2 2404007 - Snjómokstur í Þingeyjarsveit
Til máls tók: Jóna Björg.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
28.3 2406015 - Starfsáætlun atvinnu- og nýsköpunarnefndar 2024-2025
28.4 2403015 - Regluverk um búfjárbeit - sjónarmið matvælaráðuneytis
28.5 2406033 - Áfangastaðaáætlun 2024
28.6 2406043 - Végeirsstaðaskógur - áfagastaðaáætlun
29. Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 299. fundar stjórnar Norðurorku sem haldinn var 28. maí sl.
Lagt fram
30. Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 64. fundar SSNE sem haldinn var 5. júní sl.
Lagt fram
31. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélags frá 31. maí sl.
Lagt fram
32. Sumarhópur SAMAN - Bréf til sveitarstjórna - 2405065
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá SAMAN-hópnum þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunnar í sumar.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma erindinu á framfæri við viðeigandi hópa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kynna erindið á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram
33. Ársskýrsla Landskjörstjórnar - 2406004
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar árskýrsla landskjörstjórnar 2023.
Lagt fram
Fundi slitið kl. 16:25.