1. Skýrsla sveitarstjóra - 2303021
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.
Kynnt
2. Stefnuyfirlýsing nýs meirihluta - 2310048
Lögð er fram endurskoðuð stefnuyfirlýsing nýs meirihluta. Stefnuyfirlýsingin var upphaflega samþykkt á 34. fundi sveitarstjórnar þann 26. október 2023. Stefnuyfirlýsingin verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins að loknum sveitarstjórnarfundi.
Til máls tóku: Arnór, Eyþór Kári.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Við fulltrúar E-listans, Eyþór Kári, Halldór og Haraldur gerum athugasemd við að í formála samkomulagsins standi "hluti E lista" en ekki einfaldlega nöfn þeirra fulltrúa sem standa að samkomulaginu.
Við áréttum að við erum ekki aðilar að þessu samkomulagi.
Oddviti felur sveitarstjóra að birta fyrirliggjandi stefnuyfirlýsingu á heimasíðu sveitarfélagsins.
Kynnt
3. Mannauðsstefna - 2312013
Lögð er fram drög að mannauðsstefnu Þingeyjarsveitar sem unnin var af Attentus í samstarfi við starfsmenn. Stefnan hefur áður verið lögð fram til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að kynna fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
4. Staðfesting á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna almennra íbúða - 2408013
Lagt fram bréf frá Húsnæðis og mannvirkjastofnunar frá 9. ágúst sl. vegna umsóknar Þingeyjarsveitar um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 óskar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eftir staðfestingu á stofnframlagi sveitarfélagsins vegna kaupa á tveimur íbúðum í Mývatnssveit. Einnig óskar HMS eftir upplýsingum um form stofnframlags.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að leggja fram stofnframlag til bygginga á tveim íbúðum í Mývatnssveit, stofnframlagið skiptist í framlög vegna opinberra gjalda og beins fjárframlags. Lagður er fram viðauki vegna þessa undir dagskrárlið númer 5. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að skila inn umbeðnum gögnum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
5. Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 - 2403045
Lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er í tveimur hlutum. Annars vegar vegna Dvalarheimilis aldraðra og hins vegar vegna staðfestingar á stofnframlagi sveitarfélagsins til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Dvalarheimili aldraðra var gert upp með halla árið 2023 og er sá halli að mestu tilkominn vegna óuppgerðrar orlofsskuldbindingar starfsfólks sem fluttist yfir til HSN og vegna endurbóta á húsnæði DA á Húsavík. Hlutur Þingeyjarsveitar er 20.950 m.kr. Gera þarf viðauka vegna þessarar hlutdeildar sveitarfélagsins um fyrrgreinda upphæð sem bókast á 02-454 - Dvalarheimili aldraðra.
Þingeyjarsveit hefur sótt um stofnframlag ríkisins á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 eins og fram kemur í fundarlið nr. 4 hér á undan. Vegna þessarar umsóknar um stofnframlag þarf að gera viðauka um mótframlag sveitarfélagsins vegna framlagsins en heildarfjárhæð mótframlags er 11.061 m.kr. og bókast það á 29500-51107
Til máls tók: Jóna Björg.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan viðauka.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
6. Flugklasinn Air 66N - fundur um framtíðarfyrirkomulag - 2408021
Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá Markaðsstofu Norðurland á fund um málefni Flugklasans Air 66N og er óskað eftir þátttöku fulltrúa allra sveitarfélaga á Norðurlandi sem og fulltrúa SSNV og SSNE. Tilgangur fundarins er að ræða framtíðarfyrirkomulag þeirra verkefna sem Flugklasinn hefur sinnt undanfarin ár. Samningar um fjármögnun sveitarfélaga til verkefnisins eru að renna út í árslok og mikilvægt að taka umræðu um framhaldið.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Berjaya á Akureyri mánudaginn 26. ágúst kl. 13-15.
Til máls tóku: Ragnhildur Hólm, Gerður.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og Arnóri Benónýssyni að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
7. Breiðamýri - umsókn um breytingu lóðamarka - 2402059
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar staðfesti á fundi 21. mars 2024 breytingu á skiptingu lands milli Breiðumýrar 1 og 2. Lögð er fram breyting á áður samþykktum gögnum.
Oddviti gerði grein fyrir vanhæfi sínu vegna þessa fundarliðs og var það samþykkt. Hún vék af fundi kl. 13.32 og tók varaoddviti við stjórn fundarins.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við framlagða merkjalýsingu.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti kom aftur til fundar kl. 13.34.
8. Fundadagatal 2024-2025 - 2408025
Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar drög að fundadagatali ársins 2024-2025.
Til máls tóku: Eyþór Kári, Knútur, Árni Pétur, Arnór, Eyþór Kári, Gerður, Jóna Björg.
Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi breytingartillögur við fundadagatal:
Bætt verði við reglulegum fundum sveitarstjórnar annan fimmtudag í hverjum mánuði að undanskildum desember.
Einnig legg ég til að viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa verði lagðir af.
Oddviti bar upp fyrri tillögu Eyþórs Kára. Tillagan var felld með sex atkvæðum Gerðar, Knúts, Jónu Bjargar, Árna Péturs, Ragnhildar og Arnórs á móti þremur atkvæðum Eyþórs Kára, Haraldar og Halldórs.
Oddviti bar upp síðari tillögu Eyþórs Kára. Tillagan var felld með sex atkvæðum Gerðar, Knúts, Jónu Bjargar, Árna Péturs, Ragnhildar og Arnórs á móti þremur atkvæðum Eyþórs Kára, Haraldar og Halldórs.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu að bókun:
Sveitarstjórn staðfestir framlagt fundardagatal og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta það á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
9. Leikhópurinn Umskiptingar - Fyrirspurn vegna leiksýningar - 2408027
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Jennýju Láru Arnórsdóttur f.h. atvinnuleikhópsins Umskiptinga þar sem hún óskar eftir eftir styrk til uppsetningar á leikverkinu Fóu og Fóu feykirófu sem er lítil brúðusýning úr seríu sem nefnist Töfrabækurnar. Leikhópurinn hefur hug á að setja upp sýninguna í Þinghúsinu á Breiðumýri í október og óskar eftir styrk í formi sýningaraðstöðu. Einnig getur komið til greina að setja sýninguna upp í öðrum félagsheimilum sveitarfélagsins, henti ekki að setja hana upp á Breiðumýri á þessum tíma.
Arnór vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt af öllum fundarmönnum. Hann vék af fundi kl. 13.58.
Til máls tóku: Haraldur, Knútur, Árni Pétur, Gerður, Ragnhildur Hólm, Gerður, Haraldur.
Sveitarstjórn vísar erindinu til íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar og beinir því til nefndarinnar að endurskoða reglur um úthlutun menningarstyrkja í ljósi umræðna á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
Arnór kom aftur til fundar kl. 14.06.
Samþykkt
10. Áfangastaðaáætlun 2024 - 2406033
Lögð fram drög að verkefnum á áfangastaðaáætlun Norðurlands sem unnin voru af atvinnu- og nýsköpunarnefnd.
Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að senda inn tillögu til Markaðsskrifstofu Norðurlands.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
11. Fræðsluáætlun Þingeyjarsveitar - 2311146
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fræðsluáætlun Þingeyjarsveitar 2024-2026 sem unnin var af Þekkingarneti Þingeyinga sl. vetur með styrk frá Landsmennt fræðslusjóði. Fræðsluáætlunin var kynnt starfsmönnum sveitarfélagsins á sameiginlegum starfsmannafundi þann 15. ágúst sl.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með fræðsluáætlun Þingeyjarsveitar 2024-2026 og staðfestir hana. Sveitarstjóra er falið að koma henni á framfæri við stjórnendur og starfsfólk sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
12. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 13 - 2408001F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 13. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar Þingeyjarsveitar frá 12. ágúst sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liðir þrjú og fjögur þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Ragnheiður Jóna sveitarstjóri kynnti fundargerðina.
Staðfest
12.1 2401083 - Stefnumótunarvinna 2024
Kynnt.
12.2 2406043 - Végeirsstaðaskógur - áfagastaðaáætlun
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
12.3 2404007 - Snjómokstur í Þingeyjarsveit
Til máls tóku: Eyþór Kári, Árni Pétur.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um snjómokstur og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
12.4 2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag
Til máls tóku: Jóna Björg, Arnór.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um refa- og minkaveiði og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að birta nýjar reglur á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
13. Skipulagsnefnd - 27 - 2406008F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 27. fundar skipulagsnefndar frá 14. ágúst sl. Fundargerðin er í 15 liðum. Liðir 6, 9, 10, 12, 13 og 14 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Knútur kynnti fundargerð skipulagsnefndar.
Staðfest
13.1 2408010 - Strípar við Kálfaströnd, stígagerð - umsókn um framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
13.2 2407011 - Kárhóll land - umsókn um byggingarleyfi fyrir geymslu
Kynnt.
13.3 2408012 - Dæli - umsókn um byggingarleyfi fyrir skemmu
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
13.4 2408014 - Litluvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á jörðinni
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
13.5 2407010 - Arnarvatn 2 bílskúr - umsókn um byggingarleyfi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
13.6 2406053 - Húsatún, breytt heiti í Hlöðufell - umsókn um breytingu staðfangs
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á staðfangaskráningu og felur byggingarfulltrúa að ganga frá breytingunni.
13.7 2402057 - Spennistöð í Reykjahlíð - umsókn um stofnun lóðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að upplýsa landeiganda Reykjahlíðar 1 um afgreiðslu málsins.
Samþykkt samhljóða.
13.8 2407008 - Nýjibær lóð Flatey - umsókn um stofnun stækkun lóðar
Kynnt.
13.9 2407014 - Berjalaut úr landi Bergsstaða - umsókn um stofnun lóðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
13.10 2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
Sveitarstjórn samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 vegna breytingar á hluta frístundabyggðar í landi Voga 1 yfir í íbúðarsvæði og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa breytinguna skv. 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða.
13.11 2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi
Frestað.
13.12 2402069 - Goðafoss, deiliskipulagsbreyting - beiðni - breyting á skipulagi
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu Goðafoss og umhverfis skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
13.13 2408022 - Skútustaðir 3B - umsókn um stofnun lóðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
13.14 2408023 - Breiðumýri 1 og 2 - afmörkun jarðar og skipting á landi
Oddviti vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var það samþykkt og vék hún af fundi kl. 14.37. Varaoddviti tók við stjórn fundar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
Oddviti kom aftur inn á fund kl. 14.38.
13.15 2408016 - Fremstafell 2 - umsókn um byggingarleyfi fyrir bogahýsi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
14. Þjóðlendumál eyjar og sker - 2402037
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar bréf frá óbyggðanefnd um framlengdan kröfulýsingarfrest landeigenda vegna eyja og skerja en óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12(eyjar og sker) til 2. desember 2024.
Kynnt
Fundi slitið kl. 14:39.