48. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

26.09.2024

48. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 26. september kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 5. lið mál nr. 2409051 - Slægjufundur 2024 og sem 10. lið, beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn frá Helga Héðinssyni.
Samþykkt samhljóða.
 
1. Skýrsla sveitarstjóra - 2303021
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.
Kynnt
 
2. Samstarfssamningur LV - Ráðning verkefnastjóra - 2409045
Lögð fram drög að samstarfssamningi við Landsvirkjun um ráðningu verkefnastjóra í 50% starf með starfsstöð í Gíg.
Verkefnastjóri verður í 50% starfi hjá Þingeyjarsveit og í 50% starfi fyrir SSNE. Helstu verkefni verkefnastjóra verða verkefni á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar hjá sveitarfélaginu og SSNE, s.s. græn skref og loftslagsstefnu sveitarfélaga, samantekt og miðlun sjálfbærniupplýsinga, önnur tilfallandi verkefni sem tengjast samfélags- og sjálfbærnimálum, verkefni tengd fjölnýtingu jarðvarma og verkefni tengd atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsveit.
Til máls tóku: Arnór, Eyþór Kári.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
 
3. Samstarfssamningur SSNE - Ráðning verkefnastjóra - 2409046
Lögð fram drög að samstarfssamningi við SSNE um ráðningu verkefnastjóra í 100% starf með starfsstöð í Gíg. Samningurinn byggir á samningi nr. 4686 við Landsvirkjun um samstarf. Verkefnastjóri verður í 50% starfi hjá Þingeyjarsveit og í 50% starfi fyrir SSNE. Helstu verkefni verkefnastjóra verða verkefni á sviði umhverfis- og atvinnuþróunar hjá sveitarfélaginu og SSNE, s.s. græn skref og loftslagsstefnu sveitarfélaga, samantekt og miðlun sjálfbærniupplýsinga, önnur tilfallandi verkefni sem tengjast samfélags- og sjálfbærnimálum, verkefni tengd fjölnýtingu jarðvarma og verkefni tengd atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsveit.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undrrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
4. Samtök orkusveitarfélaga - aðalfundur 2024 - 2409028
Fyrir sveitarstjórn liggur boð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica miðvikudaginn 9. október kl. 13. Óskað er eftir framboðum í stjórn og að þau berist fyrir kl. 14 2. október.
Til máls tóku: Jóna Björg, Knútur.
 
Sveitarstjórn felur Knúti Emil Jónassyni að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins. Jafnframt er Knútur Emil Jónasson tilnefndur í stjórn samtakanna.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
5. Slægjufundur 2024 - 2409051
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Önnu Dagbjörtu Andrésdóttur varðandi framkvæmd og fjárhag Slægjufundar 2024. Venju samkvæmt er Slægjufundur haldinn fyrsta vetrardag ár hvert og í ár ber hann upp á 26. október.
Til máls tók: Ragnhildur Hólm.
 
Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Slægjufund 2024 um kr. 375 þúsund sem teknar verða af lið 05-710. Sveitarstjórn leggur til að Anna Dagbjört Andrésdóttir kalli saman fyrsta fund Slægjunefndar.
 
Samþykkt samhljóða.
 
 
Samþykkt
 
6. Breyting á heiti barnaverndarþjónustu - 2409039
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um staðfestingu á breytingu á heiti barnaverndarþjónustu á svæðinu.
Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
 
Í ljósi sameiningarinnar er það lagt til, af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar, að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið "Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra"
 
Sveitarstjórn samþykkir nýtt heiti á Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar í "Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra".
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
7. Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018
Fyrir sveitarstjórn liggur fyrir tillaga um breytingar á nefndaskipan tímabilsins 2022-2026:
 
Umhverfisnefnd: Arnheiður Rán Almarsdóttir hefur beðist lausnar. Garðar Finnsson sem áður var varamaður, tekur sæti hennar í nefndinni og sem varamaður í hans stað kemur inn Jóhanna Björg Jóhannsdóttir.
 
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd: Jónas Þórólfsson formaður víkur sæti úr nefndinni og við stöðu formanns tekur Snæþór Haukur Sveinbjörnsson. Arnór Benónýsson kemur nýr inn sem aðalmaður.
 
Fræðslu- og velferðarnefnd: Einar Örn Kristjánsson formaður nefndarinnar hefur beðist lausnar og við formennsku tekur Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir. Böðvar Baldursson kemur nýr inn í nefndina. Árni F. Sigurðsson sem verið hefur varamaður hefur flutt lögheimili sitt úr sveitarfélaginu og er því ekki lengur kjörgengur sem nefndarmaður. Sem varamaður í stað hans kemur Svavar Ingvarsson.
Til máls tók: Eyþór Kári
 
Oddviti bar tillöguna upp til afgreiðslu.
 
Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Jónu Bjargar, Árna Péturs og Ragnhildar. Haraldur, Halldór og Eyþór Kári sitja hjá.
 
Sveitarstjórn þakkar fráfarandi nefndarmönnum fyrir störf sín og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.
 
8. Fjárhagsáætlun HNE 2025 - 2409042
Lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra ásamt yfirliti yfir áætlun framlög sveitarfélaga 2025.
Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun HNE til fjárhagsáætlunargerðar.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
9. Heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum - 2409044
Lagt fram erindi frá Eyþóri Kára Ingólfssyni þar sem hann óskar eftir að málefni heitloftsþurrkunar fiskafurða á Laugum verði tekið á dagskrá fundarins.
Til máls tók: Haraldur, Jóna Björg, Gerður, Arnór, Haraldur, Gerður. Ragnheiður Jóna, Arnór, Eyþór Kári, Árni Pétur, Knútur.
 
Haraldur Bóasson lagði fram eftirfarandi tillögu:
 
Sveitarfélagið boði til íbúafundar sem fyrst um málefni heitloftsþurrkunar fiskafurða á Laugum. Fulltrúar Samherja og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (hne) verði fengnir til að upplýsa um stöðu mála.
Lagt fram af fulltrúum E-listans: Eyþóri Kára Ingólfssyni, Halldóri Þorláki Sigurðssyni og Haraldi Bóassyni.
 
Tillagan er felld með fimm atkvæðum Gerðar, Arnórs, Árna Péturs, Jónu Bjargar og Ragnhildar. Knútur situr hjá.
 
Jóna Björg lagði fram eftirfarandi bókun f.h. meirihlutans:
 
Fiskþurrkun Samherja að Laugum er fjölmennur vinnustaður í sveitarfélaginu og lýsir sveitarstjórn þungum áhyggjum af stöðu mála, þar sem óljóst er um framtíð starfanna. Allt frá því að starfsleyfi Samherja var gefið út til eins árs haustið 2023 af Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra vegna heitloftsþurrkunar fiskafurða, þar sem auknar kröfur voru gerðar til mengunarvarna og vöktunar, hefur sveitarfélagið fylgst grannt með þróun mála.
 
Byggðarráð fundaði með fulltrúum Samherja í mars sl. þar sem farið var yfir starfsemina á Laugum og stöðuna vegna þessara auknu krafna. Sveitarstjórn var jafnframt upplýst nú í september á fundi með fulltrúum Samherja um að sótt hefði verið um sex mánaða framlengingu á starfsleyfi til að skapa aukið svigrúm til að bregðast við auknum kröfum.
 
Staðan núna er að eftir því sem okkur er best kunnugt hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð vinnslunnar en höfum verið upplýst um að vinna er komin af stað við að kanna alla möguleika og sveitarfélagið hefur í samskiptum við Samherja lýst sig boðið og búið að koma að þeirri vinnu.
 
Heilbrigðisnefnd getur á hverjum tíma ekki gert annað en farið eftir lögum og reglum eins og fram kemur í úrskurði hennar um framlengingu á bráðabirgðavinnsluleyfi sem samþykkt var á fundi nefndarinnar 18.september sl.
 
Þegar frekari upplýsingar og forsendur liggja fyrir verða íbúar upplýstir um framvindu málsins og boðað til íbúafundar ef þörf krefur. Mikilvægt er að tryggja störf á svæðinu og mun sveitarfélagið nú sem áður vinna að því.
 
Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum: Gerðar, Knúts, Arnórs, Árna Péturs, Jónu Bjargar og Ragnhildar. Haraldur, Halldór og Eyþór Kári greiða atkvæði á móti tillögu Jónu Bjargar.
 
 
Samþykkt
 
10. Beiðni um lausn frá störfum í sveitarstjórn - 2409054
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Helga Héðinssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
Til máls tók: Arnór.
 
Arnór þakkaði Helga Héðinssyni fyrir samstarf á vettvangi sveitarstjórnarmála til langs tíma, ekki síst í aðdraganda sameiningar þeirra sveitarfélaga sem nú mynda Þingeyjarsveit.
 
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að veita Helga Héðinssyni lausn frá sveitarstjórnarstörfum frá og með 26.september 2024. Arnór Benónýsson kemur inn sem aðalmaður í sveitarstjórn. Úlla Árdal kemur inn sem varamaður í sveitarstjórn.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
11. Byggðarráð - 26
- 2409001F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 26. fundar byggðarráðs frá 5. september. Fundargerðin er í 10 liðum. Liðir 1, 5 og 10 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
Jóna Björg kynnti fundargerðina.
Staðfest
11.1 2408035 - Tilnefning í starfshóp um málefni Dvalarheimilis aldraðra
Samþykkt samhljóða.
11.2 2409004 - Óstaðbundin störf í Þingeyjarsveit
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
11.3 2409005 - Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum leikskóladeildar
Staðfest.
11.4 2409006 - Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar Stórutjarnaskóla
Staðfest.
11.5 2404058 - Stórutjarnaskóli - leikskóli hönnunartillögur
Samþykkt samhljóða.
11.6 2409007 - Húsnæðismál tónlistardeildar Stórutjarnaskóla
Staðfest.
11.7 2409011 - Erindi frá foreldrafélagi Tjarnaskjóls - húsnæðismál leikskólans
Staðfest.
11.8 2305033 - Breyting fundartíma byggðarráðs
Staðfest.
11.9 2409016 - Fjárhagsáætlun 2025
Lagt fram.
11.10 2408046 - Mývatn ehf. - Umsagnarbeiðni vegna tímabundins áfengisleyfis
Samþykkt samhljóða.
 
12. Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 20 - 2409002F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 20. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 5. september. Fundargerðin er í 11 liðum. Liðir 3 og 11 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar
Ragnhildur Hólm kynnti fundargerðina.
Staðfest
12.1 2406021 - Stórutjarnaskóli - skólaskýrsla 2023-2024
Lagt fram.
12.2 2404069 - Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - skóladagatal 2024-2025
Frestað.
12.3 2409008 - Þingeyjarskóli, Stórutjarnaskóli og Reykjahlíðarskóli - starfsáætlun 24-25
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu og velferðanefndar.
12.4 2409010 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags - erindi um fyrirkomulag
Staðfest.
12.5 2409011 - Erindi frá foreldrafélagi Tjarnaskjóls - húsnæðismál leikskólans
Lagt fram.
12.6 2406036 - Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga - fæðingarorlof og inntaka barna á leikskóla
Lagt fram.
12.7 2403063 - Þjónusta við fatlað fólk - upplýsingagjöf
Lagt fram.
12.8 2409007 - Húsnæðismál tónlistardeildar Stórutjarnaskóla
Kynnt.
12.9 2409006 - Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum grunnskóladeildar Stórutjarnaskóla
Kynnt.
12.10 2409005 - Húsnæðismál Tjarnaskjóls - erindi frá starfsmönnum leikskóladeildar
Kynnt.
12.11 2409012 - Leikskólinn Ylur - breyting á leikskólalóð
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að greina kostnað við breytingu á lóðinni og hvort breytingar sem þessar uppfylli öryggisstaðla samkvæmt reglugerð nr. 1025 nr. 2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirliti með þeim.
 
Samþykkt samhljóða.
 
13. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 20 - 2409003F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 20. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 9. september. Fundargerðin er í 7 liðum. Liðir 1, 4, 5 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Eyþór Kári kynnti fundargerðina.
Staðfest
13.1 2409027 - Kosning varaformanns - Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
13.2 2409018 - Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun
Staðfest.
13.3 2409017 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun
Staðfest.
13.4 2306005 - Reglur um frístundastyrki
Sveitarstjórn vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025.
 
Samþykkt samhljóða
13.5 2209017 - Erindisbréf ungmennaráðs
Samþykkt samhljóða.
13.6 2408027 - Leikhópurinn Umskiptingar - Fyrirspurn vegna leiksýningar
Arnór bar upp vanhæfi vegna þessa liðs og var það samþykkt. Arnór vék af fundi kl. 14.24.
 
Samþykkt samhljóða.
 
Arnór kom aftur inn til fundar kl. 14.25.
13.7 2312051 - Félagsmiðstöðvar Þingeyjarsveitar
Staðfest.
 
14. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 14 - 2409004F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 14. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 9. september. Fundargerðin er í 3 liðum. Liðir 2 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Staðfest
14.1 2409024 - SSNE - kynning á starfsemi
Kynnt.
14.2 2409023 - Fjarskipti í Þingeyjarsveit
Til máls tóku: Jóna Björg, Árni Pétur.
 
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að funda með Fjarskiptastofu vegna málsins.
 
Samþykkt samhljóða.
 
 
 
14.3 2409001 - Heimreiðamokstur - umsóknir
Sveitarsjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar
 
15. Umhverfisnefnd - 19 - 2409005F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 19. fundar Umhverfisnefndar frá 12. september. Fundargerðin er í tveimur liðum sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Árni Pétur kynnti fundargerðina.
Staðfest
15.1 2206055 - Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar
Kynnt.
15.2 2409026 - Starfsáætlun umhverfisnefndar
Kynnt.
 
16. Skipulagsnefnd - 28 - 2408003F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 28. fundar skipulagsnefndar frá 18. september sl. Fundargerðin er í 10. liðum. Liðir 1, 5, 6, 7, 9 og 10 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Haraldur kynnti fundargerðina.
Staðfest
16.1 2409033 - Borplan við Kröflustöð - skipulagsmál
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd.
 
Samþykkt samhljóða.
16.2 2409035 - Olnbogaás Hótel Laxá - umsókn um stöðuleyfi
Staðfest.
16.3 2404008 - Gautlönd 1 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við fjós
Staðfest.
16.4 2409031 - Hellukot, einbýlishús - umsókn um byggingarleyfi
Staðfest.
16.5 2408039 - Hlíðarkot úr landi Hlíðar - umsókn um stofnun lóðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
 
Samþykkt samhljóða.
16.6 2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 
Samþykkt samhljóða.
16.7 2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
 
Samþykkt samhljóða.
16.8 2409034 - Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi
Frestað.
16.9 2309017 - Hofstaðir - beiðni um heimild til deiliskipulagsgerðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 
Samþykkt samhljóða.
16.10 2405024 - Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
 
Samþykkt samhljóða.
 
17. Byggðarráð - 27 - 2409006F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 27. fundar byggðarráðs sem haldinn var 19. september. Fundargerðin er í níu liðum. Liðir 4 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Jóna Björg kynnti fundargerðina.
Staðfest
17.1 2406000 - Aflið
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
17.2 2409022 - Umhverfis- og framkvæmdasvið
Staðfest.
17.3 2409016 - Fjárhagsáætlun 2025
Lagt fram.
17.4 2409025 - Afskriftir tapaðra krafna
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
17.5 2409020 - RECET - ósk um samstarf
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
17.6 2409003 - Beiðni um samning um þyrluskíðun í landi Þingeyjarsveitar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
17.7 2409037 - Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
17.8 2305041 - Kálfaströnd - girðingar
Lagt fram.
17.9 2409030 - Arctic Challenge félagasamtök - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
 
Samþykkt samhljóða.
 
18. Dvalarheimili aldraðra Húsavík - fundargerðir - 2206048
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dvalarheimilis aldraðra fra 21. ágúst sl.
Kynnt
 
19. Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038
Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar stjórnar Norðurorku frá 20.08. sl.
Kynnt
 
20. Aðalfundur 2024 - Tjarnir hf. - 2408001
Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar Tjarna ehf. frá 18. júlí sl.
Kynnt
 
21. Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 72.,73., 74. og 75. fundar Samtaka orkusveitarfélaga.
Kynnt
 
22. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. - fundargerðir - 2208004
Lögð fram til kynningar fundargerð 30. fundar stjórnar Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses. frá 6. september sl.
Kynnt
 
23. Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048
Lögð fram til kynningar fundargerð 65. fundar stjórnar SSNE frá 4. september sl.
Kynnt
 
24. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029
Lögð fram til kynningar fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. ágúst sl.
Kynnt
 
25. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011
Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 18. september sl.
Kynnt
 
26. Boð á haustþing SSNE - 2409019
Fyrir sveitarstjórn liggur boð á haustþing SSNE föstudaginn 4. október nk. kl. 11. Staðsetning liggur ekki fyrir. Á 4. fundi sveitarstjórnar þann 6. júlí 2022 voru tilnefndir eftirtaldir fulltrúar á ársþing SSNE. Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson og Jóna Björg Hlöðversdóttir.
Fundurinn verður haldinn í Hofi.
Kynnt
 
27. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar - ársreikningur 2023 - 2408038
Lagður fram til kynningar ársreikningur Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Kynnt
 
28. Málefni Flugklasans - kynning á stöðu - 2409040
Lögð fram gögn frá Flugklasanum þar sem staða klasans er kynnt.
Kynnt
 
 
Fundi slitið kl. 14:56.