1. Brunavarnir Þingeyjarsveitar - Ráðning í starf slökkviliðsstjóra - 2409057
Í júlí sl. var starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Þingeyjarsveitar auglýst til umsóknar með umsóknarfresti til og með 23. ágúst. Sjö umsóknir bárust um starfið, einn dró umsókn sína til baka. Lagt var mat á framlögð umsóknargögn í samræmi við þær menntunar- og hæfniskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Við matið var stuðst við fyrirfram skilgreind viðmið og vægi. Mögnum ráðningar sáu um ráðningarferlið.
Til máls tók: Knútur.
Í framhaldi þess að sveitarstjórn hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga:
Sveitarstjórn samþykkir að ráða Hörð Sigurðsson í starf slökkviliðsstjóra við Brunavarnir Þingeyjarsveitar.
Hörður hefur viðamikla þekkingu á sviði brunamála, hefur lokið námi eldvarnaeftirlitsmanns og starfað sem slíkur. Hörður hefur lokið fjölmörgum námskeiðum fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, hann hefur víðtæka reynslu bæði sem slökkviliðsmaður og sem stjórnandi í atvinnuliði.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn býður Hörð velkominn til starfa fyrir Þingeyjarsveit.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 14:03.