50. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

24.10.2024

50. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Seiglu fimmtudaginn 24. október kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 8.lið. Mýsköpun - hluthafalán.
 
Samþykkt samhljóða.
 
1. Skýrsla sveitarstjóra - 2303021
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.
Kynnt
 
2. Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016
Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um forsendur við gerð fjárhagsáætlunar. Eftirfarandi forsendur eru hér með lagðar fyrir sveitarstjórn:
 
Fullnýting verði á útsvari skv. lögum, sbr. 1. mgr. 23. gr. l.nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga eða 14,97%.
 
Álagning fasteignaskatts verði óbreytt frá fyrra ári:
Fasteignaskattur A-gjald 0,625% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis
Fasteignaskattur B-gjald 1,32% af fasteignamati opinberra stofnana og fasteignaskattur C-gjald 1,65% af atvinnuhúsnæði.
Lagt er til að lóðarleiga af lóðum í þéttbýli verði 1% af fasteignamati, utan þeirra samninga í Reykjahlíð sem bundnir eru verði á m2 og tekur mið af lóðarleigu sem sveitarfélagið greiðir til landeigenda Reykjahlíðarjarða.
 
Vatns- og fráveitugjöld verði eftirfarandi:
Vatnsgjald 0,170 % af fasteignamati og fráveitugjald 0,184 % af fasteignamati, aukavatnsgjald 0,42% af fasteingamati.
 
Almennar gjaldskrár hækki um 4,4% og er þar horft til þess að erfitt hefur verið að koma böndum á verðbólgu. Gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækki minna eða um 2,5%.
Við áætlun vegna vegna launa verði stuðst við minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Til máls tók: Jóna Björg Hlöðversdóttir.
 
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar forsendur fyrir fjárhagsáætlunargerð 2024.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
3. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - ársreikningur 2023 - 2410032
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga dags.1. október sl. þar sem fram kemur að nefndin hafi yfirfarið ársreikning 2023. Engar athugasemdir eru gerðar við ársreikninginn en eftirlitsnefndin leggur áherslu á það við sveitarstjórn að eigi síðar en 2026 verði öll lögfest lágmarkskilyrði uppfyllt.
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir.
 
Sveitarstjórn leggur áherslu á að fjárhagsstjórn sveitarfélagsins sé með ábyrgum hætti. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 og næstu þrjú ár á eftir verður þess gætt að ofangreind lágmarksviðmið verði virt.
Unnið er að útkomuspá sveitarfélagsins fyrir árið 2024 og verður spáin send til EFS þegar hún liggur fyrir.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
4. Alþingiskosningar 2024 - kjörstaðir - 2410028
Þann 30. nóvember nk. fara fram alþingiskosningar. Fyrir sveitarstjórn liggur að taka ákvörðun um kjörstaði.
Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Gerður Sigtryggsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir og Knútur Emil Jónasson.
 
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
Kjörstaðir í sveitarfélaginu vegna alþingiskosninga 2024 verði tveir, í Skjólbrekku og Ljósvetningabúð.
Samþykkt með átta atkvæðum. Haraldur Bóasson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
 
5. Hverfjall - friðlýsing - 2405000
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Umhverfisstofnun þar sem óskað er samþykktar Þingeyjarsveitar vegna stækkunar náttúruvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit.
Skv. 2. mgr. 38. gr. laga nr. 60/2013 er ráðherra heimilt að ákveða friðlýsingu með samþykki landeiganda og viðkomandi sveitarfélags. Því er hér með leitað samþykkis Þingeyjarsveitar áður en ráðherra verður send friðlýsingin til staðfestingar.
Friðlýsingin er unnin í samstarfshópi þar sem sæti áttu tveir fulltrúar Umhverfisstofnunar, einn fulltrúi Þingeyjarsveitar, einn fulltrúi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og þrír fulltrúar landeigenda. Allir fulltrúar samstarfshóps sátu fundi þar sem skilmálar og afmörkun svæðisins var mótuð ásamt því sem athugasemdir sem bárust á kynningartíma voru ræddar.
Umhverfisstofnun hefur birt greinargerð um framkomnar athugasemdir og svör við þeim vegna fyrirhugaðrar stækkunar náttúruvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit á heimasíðu sinni.
Á heimasíðu verkefnisins má finna fundargerðir samstarfshóps ásamt tillögu að friðlýsingu.
Sveitarstjórn samþykkir stækkun náttúrvættisins Hverfjalls í Mývatnssveit.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
6. Stjórnsýsluhús Þingeyjarsveitar - tillaga að nafni - 2308010
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga starfshóps um val á nafni á nýju stjórnsýsluhúsi Þingeyjarsveitar.
Nafn nýs stjórnsýsluhúss á Laugum verður gert opinbert á opnu húsi þann 15. nóvember nk. sem verður frá kl. 14-18.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
7. Skólastefna Þingeyjarsveitar - 2209028
Skólastefna Þingeyjarsveitar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 22. febrúar sl. Sveitarstjórn hefur ákveðið að skipa starfshóp sem vinni að framgangi skólastefnunnar.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja erindisbréf fram á næsta fundi sveitarstjórnar ásamt kostnaðargreiningu vegna fjárhagsáætlunargerðar og skal starfshópurinn hefja störf í janúar nk.
Sveitarstjórn leggur til að í hópnum sitji f.h. sveitarstjórnar, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir formaður, Arnór Benónýsson, Eyþór Kári Ingólfsson auk þess verði fulltrúi hvers skóla sem tilnefndur er af kennurum. Starfsmaður hópsins verður sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
8. Mýsköpun - hluthafalán - 2410027
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá stjórn Mýsköpunar þar sem samþykkt er að leita til stærri hlutafa um lán að fjárhæð allt að 50 m.kr. Lánveitingin verður í formi skuldabréf með breytirétti og 10% vöxtum p.a. Á árinu 2025 er stefnt að hlutafjárútboði og þá stendur hluthöfum til boð að virkja breytirétt lánsisn með vöxtum í hluta á úboðsgengi með 20% afslætti.
Til máls tóku: Jóna Björg Hlöðversdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson.
 
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að Þingeyjarsveit veiti Mýsköpum 12 m.kr. hlutahafalán og verði gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025."
 
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
 
9. Byggðarráð - 28 - 2409013F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 28. fundar byggðarráðs frá 3. október sl. Fundargerðin er í átta liðum. Liðir 1, 3, 4, 5 og 6 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Knútur Emil Jónasson, Gerður Sigtryggsdóttir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.
Staðfest
9.1 2409059 - Tröllasteinn ehf. - aðalfundur 2023
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
 
Samþykkt samhljóða.
9.2 2409061 - Héraðssamband Þingeyinga - ósk um rekstrarstyrk
Lagt fram.
9.3 2409055 - Umferðaröryggisáætlun Þingeyjarsveitar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
9.4 2409064 - Hellir við Jarðböðin - framlenging á lokun
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
9.5 2409066 - Öruggara Norðurland eystra - drög að samstarfsyfirlýsingu
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
9.6 2311029 - Samstarfssamningur - Mývatnsstofa
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir vakti athygli á vanhæfi. Samþykkt. Ragnhildur vék af fundi kl. 14.18. Ragnhildur Hólm kom aftur til fundar kl. 14.19.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
9.7 2410011 - Víðtækar rafmagnstruflanir 2. október
Sveitarstjórn vekur athygli á að í dag verður haldinn íbúafundur í Skjólbrekku þar sem fulltrúar RARIK og Landsnet fara yfir atburðarásina og almennt um afgreiðslu tjóna.
9.8 2409062 - Héraðssamband Þingeyinga - ársskýrsla 2024
Kynnt.
 
10. Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 21 - 2410001F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 3. október sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liðir 1, 2 og 3 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Staðfest
10.1 2409014 - Leikskólinn Barnaborg, Krílabær, Tjarnarskjól og Ylur - Starfsáætlun 2024-2025
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslu- og velferðanefndar.
Samþykkt samhljóða.
10.2 2410003 - Gjaldskrár 2025
Sveitarstjórn staðfestir efnislegar breytingar á gjaldskrám sem falla undir nefndina.
Samþykkt samhljóða.
10.3 2409049 - Námsgögn - mál nr. 222-155. löggjafarþing - beiðni um umsögn
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
10.4 2410005 - Þingeyjarskóli - skólastarf
Kynnt.
 
11. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 15 - 2410002F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 15. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 7. október sl. Fundargerðin er í sjö liðum. Liður sjö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Staðfest
11.1 2410006 - Kynning á starfsemi Eims í Þingeyjarsveit
Kynnt.
11.2 2409044 - Heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum
Kynnt.
11.3 2409052 - Girðing meðfram Austurlandsvegi - erindi fjallskilastjóra
Staðfest.
11.4 2410009 - Umsóknir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2025
Kynnt.
11.5 2410010 - Þjónustuhús Höfða - greiðslukerfi
Kynnt.
11.6 2404007 - Snjómokstur í Þingeyjarsveit
Kynnt.
11.7 2410003 - Gjaldskrár 2025
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
 
12. Byggðarráð - 29 - 2410005F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 29. fundar byggðarráðs frá 17. október sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir 2, 3 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson, Jóna Björg Hlöðversdóttir og Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir.
Staðfest
12.1 2308010 - Nýtt nafn á stjórnsýsluhús á Laugum
Kynnt.
12.2 2404045 - Hlíðavegur 6 - úttekt
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
12.3 2410020 - Beiðni um styrk til kaupa á snjótroðara
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
12.4 2410007 - Anna Dagbjört Andrésdóttir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfi - Slægjufundur
Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs.
Samþykkt samhljóða.
12.5 2410004 - Fyrirkomulag greiðslna til sveitarfélaga vegna söfnunar plastvara á víðavangi og ruslabiðum
Lagt fram.
 
13. Umhverfisnefnd - 20 - 2410004F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 20. fundar umhverfisnefndar frá 10. október sl. Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Árni Pétur Hilmarsson, Knútur Emil Jónasson, Eyþór Kári Ingólfsson, Árni Pétur Hilmarsson og Gerður Sigtryggsdóttir.
Staðfest
13.1 2206055 - Loftslagsstefna sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar
Kynnt.
13.2 2401041 - Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar og felur sviðsstjóra leggja mat á kostnað við íbúafundi og leggja fyrir byggðarráð.
Samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
 
 
 
14. Skipulagsnefnd - 29 - 2409008F
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 29. fundar skipulagsnefndar frá 16. október sl. Fundargerðin er í átta liðum. Liðir 4, 7 og 8 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Staðfest
14.1 2409041 - Kvíaból, skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi
Staðfest.
14.2 2410015 - Dæluhús Helgavog- umsókn um byggingarleyfi
Kynnt.
14.3 2409060 - Hróarstunga 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir Bílskúr
Staðfest.
14.4 2410013 - Lundarbrekka 3A umsókn um lögbýlisskráningu - skipulagsmál
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
14.5 2410016 - Merkjagróf 1 og 3 - umsókn um breyttar stærðir lóða
Formaður skipulagsnefndar bendir á að í inngangi bókunar skipulagsnefndar er ritvilla þar á að standa "breytta stærð lóðanna Merkjagrófar 1 og 3."
Frestað.
14.6 2409034 - Vogar 1, ferðaþjónustuhús - breyting á skipulagi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
14.7 2409056 - Bárðardalsvegur vestri - umsagnarbeiðni vegna matstilkynningar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
14.8 2410017 - Norðausturvegur um Skjálfandafljót í Kinn - umsagnarbeiðni, kynning matsáætlunar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefdnar en leggur áherslu á að ekki verði frekari tafir á framkvæmdum við nýja brú á vegi 85 og felur sveitarstjóra og oddvita að funda með Vegagerðinni þar sem óskað verður eftir upplýsingum um ástæðu þess að leiðarval B sé komið inn í matsáætlun.
Samþykkt samhljóða.
 
15. Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 6. september sl.
Lagt fram
 
16. Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 24. september sl.
Lagt fram
 
17. Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. september sl.
Lagt fram
 
18. Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 302. fundar stjórnar Norðurorku frá 24. september sl.
Í pósti frá Norðurorku kemur fram að ekki verði send út fundargerð 301. fundar þar sem í henni var einungis trúnaðarmál til umræðu og því er hún ekki til kynningar á þessum fundi.
Lagt fram
 
19. Fundargerðir - almannavarnarnefnd - 2308016
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð almannaverndar frá 16. október sl.
Lagt fram
 
20. Þjóðlendumál eyjar og sker - 2402037
Lagt fram til kynningar bréf frá óbyggðanefnd.
Lagt fram
 
21. Alþingiskosningar 2024 - 2410019
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar tölvupóstur frá landskjörstjórn er varðar kosningar í nóvember.
Lagt fram
 
 
 
 
Fundi slitið kl. 15:17.