Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
28.11.2024
52. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Þingey fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Úlla Árdal
Árni Pétur Hilmarsson
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 20 dagskrárlið Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar. Samþykkt samhljóða.
1. |
Skýrsla sveitarstjóra - 2303021 |
|
Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar. |
||
Kynnt |
||
|
||
2. |
Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016 |
|
Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 auk áætlunar fyrir árin 2026 - 2028. |
||
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Gjaldskrár 2025 - 2410003 |
|
Lagðar fram til umræðu gjaldskrár Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025. |
||
Gjaldskrár til fyrri umræðu: |
||
Samþykkt |
||
|
||
4. |
Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar - Samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar - 2403048 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra ásamt fylgiskjali með samningi um fullnaðarafgreiðslu mála hjá Barnaverndarþjónustunni á Norðurlandi eystra. Lagt fram til fyrri umræðu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir framlögð samningsdrög og vísar þeim til annarrar umræðu. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Friðlýsing Hverfjalls - tilnefning í samstarfshóp - 2411019 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá Umhverfisstofnun um tilnefningu í samstarfshóp við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Hverfjall. |
||
Sveitarstjórn þakkar erindið og telur ekki þörf á að tilnefna fulltrúa í samstarfshóp um stjórnunar- og verndaráætlunar friðlýsingar Hverfjalls en óskar eftir að fá áætlunina til umsagnar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Félagsþjónusta Norðurþings - uppfærður samningur um almenna félagsþjónustu - 2411020 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að uppfærðum samningi um almenna- og sértæka félagsþjónustu við Norðurþing. |
||
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Samkomulag um þjónustu vegna farsældar barna - 2407009 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að framlengdu samkomulagi við Norðurþing um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna skv. lögum nr. 86/2021 sem tóku gildi þann 1. janúar 2022. Samkomulagið gildir frá 01.01. 2025 - 30.06. 2026. |
||
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Lóðaúthlutunarreglur - 2410036 |
|
Lögð fram drög að reglum um úthlutun lóða í Þingeyjarsveit. Skipulagsnefnd vísaði drögunum til staðfestingar sveitarstjórnar á 30. fundi sínum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um úthlutun lóða í Þingeyjarsveit. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Erindisbréf skipulagsnefndar - 2208028 |
|
Í ljósi nýrra reglna um úthlutanir lóða er lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi skipulagsnefndar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir tillögu um breytingu á erindisbréfi skipulagnefndar þar er bætt við 8. mg. í 3. gr. um hlutverk nefndarinnar "að gera tillögu til sveitarstjórnar um úthlutun lóða í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag." |
||
Samþykkt |
||
|
||
10. |
Þjónustustefna 2024 - 2310010 |
|
Lögð fram til fyrri umræðu drög að þjónustustefnu fyrir Þingeyjarsveit 2025-2028. |
||
Til máls tóku: Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Vegna slita Héraðsnefndar - tillaga vegna Náttúruverndarnefndar - 2411023 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá slitastjórn Héraðsnefndar Þingeyinga bs. er varðar framtíð Náttúruverndarnefnd Þingeyinga. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að hlutverk Náttúruverndarnefndar Þingeyjarsýslu færist til sveitarfélagsins og verði eitt af verkefnum umhverfisnefndar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
12. |
Sundlaugarnefnd - ósk um fjárveitingu til uppfærslu eldri gagna - 2411027 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Haraldi Bóassyni f.h. meirihluta sundlaugarnefndar um fjárveitingu til uppreiknings og frekari greiningar á eldri gögnum frá KPMG er varða rekstur sundlaugar í Mývatnssveit. Fyrir liggur tilboð frá KPMG í greiningu á kostnaði við slíka uppfærslu og hljóðar það upp á 350 - 500 þúsund án vsk. Einnig liggur fyrir beiðni frá meirihluta sundlaugarnefndar um allt að 500 þúsund til greiningarvinnu á byggingarkostnaði. |
||
Til máls tók: Haraldur Bóasson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
13. |
Úr héraði ehf. - ósk um leigu á félagsheimilinu Breiðumýri sumarið 2025 - 2411026 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum fyrirtækisins Úr héraði ehf. er varðar leigu á félagsheimilinu Breiðumýri sumarið 2025. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
14. |
Úr héraði ehf. - ósk um húsnæði til leigu. - 2411025 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum Úr héraði ehf. þar sem óskað er eftir að taka á leigu norðurenda Iðnbæjar. |
||
Til máls tóku: Árni Pétur Hilmarsson og Knútur Emil Jónasson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
15. |
Skákfélagið Goðinn - beiðni um styrk - 2411018 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur styrkbeiðni frá Skákfélaginu Goðanum en félagið verður 20 ára á næsta ári. Í tilefni afmælisins er áformað að halda opið mót 13. - 16. mars í Skjólbrekku þar sem boðið verður m.a. fremstu stórmeisturum landsins. Einnig er áætlað að markaðssetja mótið erlendis og er þar horft til Manchester og Bretlands. |
||
Til máls tóku: Árni Pétur Hilmarsson og Eyþór Kári Ingólfsson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
16. |
Aðalfundur Veiðifélags Fnjóskár 2023 - 2411024 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur fundarboð á aðalfund Veiðifélags Fnjóskár 2023 sem haldinn verður miðvikudaginn 4. desember að Skógum í Fnjóskadal og hefst kl. 20. |
||
Sveitarstjórn felur Ósk Helgadóttur að fara með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum. |
||
Samþykkt |
||
|
||
17. |
Lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit - 2411028 |
|
Lögð fram drög að lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit. |
||
Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Árni Pétur Hilmarsson og Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
18. |
Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 - vinnugögn fyrir vinnslutillögu - 2401101 |
|
Lögð fram til yfirferðar tillaga að aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2044. |
||
Til máls tóku: Knútur Emil Jónasson og Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
19. |
Mýsköpun - hluthafalán - 2410027 |
|
Lagt fram erindi frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit framselji ónýttan forkaupsrétt sinn að hlutafé í Mýsköpun að fjárhæð sex milljónir króna til Nýsköpunarsjóðs. |
||
Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Arnór Benónýsson. |
||
|
||
20. |
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar - 2206003 |
|
Lögð fram til fyrri umræðu breyting á samþykkt um stjórn og fundasköp Þingeyjarsveitar. |
||
Til máls tók: Árni Pétur Hilmarsson. |
||
|
||
21. |
Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025 - 2029 - 2411011 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025 - 2029 til umfjöllunar. Óskað er eftir að því að athugasemdir eða ábendingar berist fyrir 6. desember. |
||
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
Samþykkt |
||
|
||
22. |
Hjálparsveit skáta Aðaldal - umsögn vegna flugeldasýningar - 2411029 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn og leyfi sveitarfélagsins sem landeiganda vegna flugeldasýningar að Ýdölum samhliða jólabarnaballi kvenfélaganna í Aðaldal og Reykjadal. |
||
Til máls tóku: Gerður Sigtryggsdóttir og Arnór Benónýsson. |
||
Samþykkt |
||
|
||
23. |
Skipulagsnefnd - 30 - 2410007F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 30. fundar skipulagsnefndar frá 20. nóvember sl. Fundargerðin er í níu liðum. Liðir 2, 3, 4, 8 og 9 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Knútur Emil Jónasson fór yfir fundargerð nefndarinnar. |
||
Staðfest |
||
23.1 |
2410021 - Jarðstrengur frá Auðnum í Ljótsstaði - umsókn um framkvæmdaleyfi |
|
23.2 |
2409041 - Kvíaból, skógrækt - umsókn um framkvæmdaleyfi |
|
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. |
||
23.3 |
2410036 - Lóðaúthlutunarreglur |
|
Reglur um lóðaúthlutun eru teknar fyrir af sveitarstjórn undir dagskárlið 8. |
||
23.4 |
2308006 - Aðalskipulag 2023-2043 - endurskoðun |
|
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og verður skipulagstillagan lögð fyrir fund sveitarstjórnar þann 12. desember nk. |
||
23.5 |
2411013 - Stækkun orkuvinnslusvæðis og ný toppþrýstingsvirkjun á Þeistareykjum - beiðni - breyting á skipulagi |
|
23.6 |
2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 |
|
23.7 |
2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi |
|
23.8 |
2409034 - Vogar 1, starfsmannahús - breyting á skipulagi |
|
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. |
||
23.9 |
2405024 - Kröfluvirkjun niðurdælingaholur - beiðni - breyting á skipulagi |
|
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu Kröfluvirkjunar vegna niðurdælingahola með þeim breytingum gerðar hafa verið skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/20210. |
||
|
||
24. |
Byggðarráð - 30 - 2410008F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 30. fundar byggðarráðs frá 31. október sl. Fundargerðin er í 12 liðum. Liðir 2, 4, 7 þarfnast afgreiðslu sveitastjórnar. Áður hefur liður nr. 3 í fundargerðinni er fjallaði um alþingiskosningar 2024 verið staðfestur á 51. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember. |
||
Gerður Sigtryggsdóttir fór yfir fundargerð nefndarinnar. |
||
Staðfest |
||
24.1 |
2401041 - Íbúafundir vegna meðhöndlunar lífúrgangs í Þingeyjarsveit. |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.2 |
2403045 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024. |
||
24.3 |
2410019 - Alþingiskosningar 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfesti ákvörðun byggðarráðs á 51. fundi sínum. |
||
24.4 |
2410025 - Flugklasinn - beiðni um fjárstuðning |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og samþykkir að styðja við verkefnið með 500 kr. framlagi á íbúa. |
||
24.5 |
2410026 - Umsókn um styrk vegna afnota af Breiðumýri |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.6 |
2410031 - Gjaldskrárhækkanir |
|
Við gerð fjárhagsáætlunar hefur sveitarstjórn gætt hófs í gjaldskrárhækkunum, almennar gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2025 eru 4% og hækkanir á gjaldskrám sem snúa að barnafjölskyldum og viðkæmum hópum hækka um 2,5% |
||
24.7 |
2410024 - Verkefnaáætlun og kostnaðarskipting í stafrænu samstarfi vegna 2025 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.8 |
2410037 - Barnalán - gjafir til nýfæddra barna |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.9 |
2410038 - Áskorun vegna skólamála á Norðurlandi eystra |
|
24.10 |
2410040 - Styrkbeiðni - Félag eldri Mývetninga |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.11 |
2410042 - Mýsköpun - hluthafafundur |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
24.12 |
2410039 - Skeldýrarækt - minnisblað |
|
|
||
25. |
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 21 - 2411001F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar íþrótta- tómstunda- og menningarnefndar frá 12. nóvember sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liðir 1, 2 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Eyþór Kári Ingólfsson fór yfir fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
25.1 |
2409017 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsmála 2024 - seinni úthlutun |
|
Úlla Árdal vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Samþykkt samhljóða. |
||
25.2 |
2409018 - Styrkir til menningarmála 2024 - seinni úthlutun |
|
Til máls tóku: Eyþór Kári Ingólfsson, Gerður Sigtryggsdóttir, Knútur Emil Jónasson, Arnór Benónýsson, Árni Pétur Hilmarsson, Gerður Sigtryggsdóttir og Eyþór Kári Ingólfsson. |
||
25.3 |
2409037 - Styrkbeiðni - Félag sauðfjárbænda |
|
25.4 |
2411010 - Frístundastyrkur - erindi frá foreldri |
|
25.5 |
2410003 - Gjaldskrár 2025 |
|
Til máls tók: Gerður Sigtryggsdóttir. |
||
|
||
26. |
Byggðarráð - 31 - 2411003F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 31. fundar byggðarráðs frá 21. nóvember sl. Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður nr. 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Staðfest |
||
26.1 |
2409016 - Fjárhagsáætlun 2025 |
|
26.2 |
2410003 - Gjaldskrár 2025 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
|
||
27. |
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011 |
|
Lögð fram fundargerð 238. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 16. október sl. |
||
Kynnt |
||
|
||
28. |
Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142 |
|
Lögð fram fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn var þann 9. október sl. |
||
Til máls tók: Knútur Emil Jónasson. |
||
Kynnt |
||
|
||
29. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Fundargerð 953. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október sl. lögð fram til kynningar. |
||
Kynnt |
||
|
||
30. |
Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038 |
|
Fundargerð 303. fundar stjórnar Norðurorku frá 22. október sl. lögð fram til kynningar. |
||
Kynnt |
||
|
||
31. |
Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142 |
|
Fundargerð 77. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga frá 30. október sl. lögð fram til kynningar. |
||
Kynnt |
||
|
||
32. |
Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142 |
|
Fundargerð 78. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga lögð fram til kynningar ásamt stefnumörkun og starfsáætlun til 2026. |
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 15:12.