53. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

12.12.2024

53. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þingey fimmtudaginn 12. desember kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Úlla Árdal

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Margrét Hólm Valsdóttir.

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 12. lið - skipun í ungmennaráð, 14. lið - Beiðni um umsögn vegna flugeldasýningar og áramótabrennu frá Björgunarsveitinni Stefáni, sem 19 lið - Fundargerð íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 10. desember sl., sem 20. lið - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11.desember sl. og sem 13. lið - Stefnumótun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2024-2030
Samþykkt samhljóða.

 

1.

Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016

 

Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 er lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta.

Áætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 28. nóvember 2024.

Í A-hluta er aðalsjóður auk áhaldahúss og eignarsjóðs. Í B-hluta eru veitustofnanir sveitarfélagsins, Leiguíbúðir, Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ásamt Dvalarheimili aldraðra sem kemur inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð. Áætlunin sýnir rekstraráætlun, áætlaðan efnahagsreikning og sjóðsstreymi fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Framlögð áætlun byggir á eftirfarandi meginforsendum sem samþykktar voru fundi sveitarstjórnar 24. október sl., með breytingu á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember sl.:
Útsvarsprósenta er óbreytt milli ára eða 14,97% og hækkun útsvarstekna er áætluð tæplega 13%.
Álagningarhlutföll fasteignaskatta, lóðarleigu, vatns- og fráveitugjalda eru óbreytt milli ára ásamt reglum um tekjuviðmið vegna afsláttar.
Almennar gjaldskrár hækka um 4% en gjaldskrár sem snúa að barnafjölskyldum og viðkvæmum hópum hækka minna eða um 2,5%. Frístundastyrkur hækkar úr 30 þús kr í 50 þús kr.
Sorphirðugjöld hækka um 7,2% þar sem sveitarfélögum er skylt að innheimta gjald sem stendur undir raunkostnaði við málaflokkinn skv. 2.mgr., 23.gr. laga nr. 55/2003.
Nokkur óvissa er um launakostnað ársins þar sem enn er ósamið við nokkur stéttarfélög en í launaáætlun sveitarfélagsins er stuðst við minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Í fjárhagsáætlun vegna 2025 er lögð áhersla á lögbundna grunnþjónustu sveitarfélagsins en henni fylgir einnig áætlun um framkvæmdir næsta árs. Heildarupphæð framkvæmda á árinu 2025 er áætluð 262,1 m.kr. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir 342 m.kr. framkvæmdum. Skv. útgönguspá 2024 er áætlað að fjárfesting ársins 2024 endi í 278 m.kr. Munur á milli fjárhagsáætlunar 2024 og útgönguspár er nokkur en þar munar mest um að hætt var við framkvæmd á nýju hjúkrunarheimili á Húsavík.
Helstu áherslur í framkvæmdum fyrir árið 2025 eru m.a. þessar:
Framkvæmdir við leikskóla á Stórutjörnum og endurnýjun hluta þaks skólabyggingar, framkvæmdir við Hitaveitu Reykjahlíðar ásamt framkvæmdum við kaldavatnsveitur sveitarfélagsins, framkvæmdir við gámaplan á Grímsstöðum, gerð gangstétta við Klappahraun í Reykjahlíð og frágangur bílastæða við Klappahraun 9b og c, nýjar leiðir í lífrænu sorpi, þarfagreining og frumhönnun á Björgunarmiðstöð í Mývatnssveit, áframhaldandi framkvæmdir við göngu- og hjólastíg í Mývatnssveit og endurnýjun vaktbíls hjá slökkviliði.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Þingeyjarsveitar nemi 3.076 m.kr í A- og B- hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 2.773 m.kr.
Rekstrargjöld án fjármagnsliða og afskrifta eru áætluð 2.677 m.kr. en þar af eru rekstrargjöld í A-hluta 2.572 m.kr.
Áætlað er að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði verði jákvæð um 398 m.kr. Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður samtals 175,4 m.kr. Rekstrarhagnaður A- hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er áætlaður 202,1 m.kr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð 51 m.kr.

Eignir Þingeyjarsveitar eru áætlaðar í árslok 2025, 3.451 m.kr., þar af eru eignir A-hluta 2.828 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 2.105 m.kr. Þar af hjá A-hluta 1.876 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.346 m.kr hjá A og B hluta og eiginfjárhlutfall 39%. Eigið fé A-hluta er áætlað 952 m.kr. og eiginfjárhlutfall 34%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 165 m.kr. Veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 194 m.kr.

Skuldaviðmið Þingeyjarsveitar samkvæmt reglugerð 502/2012 verður 47,7% samkvæmt framlagðri fjárhagsáætlun.
Helstu niðurstöður áætlunar fyrir árin 2026-2028 í A og B hluta eru þær að áætlaðar rekstrartekjur fyrir árið 2026 eru 3.008 m.kr., fyrir árið 2027 3.126 m.kr. og fyrir árið 2028 3.237 m.kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta samtals er áætluð jákvæð fyrir árið 2026 um 131,5 m.kr., fyrir árið 2027 um 171 m.kr. og fyrir árið 2028 um 194 m.kr
Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri fyrir árið 2026 verði 308 m.kr., fyrir árið 2027 verði það 343 m.kr. og fyrir árið 2027 verði það 368 m.kr.

Sveitarfélagið stendur vel fjárhagslega, skuldaviðmið er 47,7% eins og áður segir og er það því vel undir opinberum viðmiðunarmörkum sem eru 150%.

Sveitarfélagið stendur vel hvað varðar önnur þau fjárhagslegu viðmið sem reglugerð 502/2012 gerir kröfu um.
Á árinu hefur íbúum fjölgað umtalsvert í sveitarfélaginu. Þann 9. desember voru þeir 1538 en voru 1.474 um síðustu áramót sem er fjölgun um rúmlega 4%.

 

Til máls tóku: Knútur, Eyþór, Arnór, Eyþór, Árni Pétur, Gerður, Arnór og Ragnhildur.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta:

Nú er senn að líða annað rekstrarár sameinaðs sveitarfélags. Þrátt fyrir ýmsar krefjandi ytri aðstæður svo sem hátt vaxta- og verðbólgustig hvílir rekstur sveitarfélagsins á traustum grunni. Fjölmargar áskoranir í rekstri fylgja því að veita þjónustu í svo víðfeðmu sveitarfélagi sem Þingeyjarsveit er.

Mikið hefur áunnist í þróun stjórnsýslunnar eftir sameiningu og mun það verkefni halda áfram og skila bættum rekstri á komandi árum. Heildarstefnumörkun sveitarfélagsins er að ljúka og á dagskrá fundarins í dag er lögð fram tillaga að stefnu Þingeyjarsveitar 2024-2030. Heildarúttekt hefur verið gerð á veiturekstri sveitarfélagsins með það að markmiði að kortleggja viðhalds- og nýframkvæmdir næstu ára. Eignasafn sveitarfélagsins er í skoðun m.t.t. þess hvaða eignir þjóna ekki rekstrinum og gætu farið í sölumeðferð. Nýtt stjórnsýsluhús var formlega tekið í notkun nýlega og bætir það starfsaðstöðu bæði starfsmanna og kjörinna fulltrúa auk þess sem þar er boðið upp á aðstöðu fyrir óstaðbundin störf.
Ný þjónustustefna sveitarfélagsins er tekin til seinni umræðu hér í dag. Það sama er að segja um nýja lögreglusamþykkt Þingeyjarsveitar en í báðum tilfellum er um lögbundin verkefni að ræða.
Úttekt á brunavörnum Þingeyjarsveitar var gerð á árinu og er hafin sú úrbótavinna sem þar var lögð til m.a hvað varðar húsnæðisþörf slökkviliðsins í Reykjahlíð. Í fjárhagsáætlun árið 2025 er gert ráð fyrir fjármagni í þarfagreiningu og frumhönnun á björgunarmiðstöð í Reykjahlíð.
Nýr samstarfssamningur var gerður við Mývatnsstofu ehf. þar sem áhersla er lögð á áframhaldandi öflugt kynningarstarf sem miðar að því að kynna Þingeyjarsveit sem eftirsóknarvert sveitarfélag til búsetu og atvinnuuppbyggingar. Sérstök áhersla verður lögð á fjölnýtingu einstakra orkuauðlinda sveitarfélagsins.

Nokkuð hefur áunnist í stafrænni vegferð sveitarfélagsins og ný heimasíða mun loksins líta dagsins ljós á næstu vikum. Þar er lögð áhersla á að veita íbúum sem best aðgengi að upplýsingum um þjónustu sveitarfélagsins. Áfram verður haldið í stafrænni vegferð á árinu 2025.

Tvær nýjar íbúðir bættust við á árinu á vegum sveitarfélagsins og eru þær staðsettar á Laugum. Aðrar tvær eru á lokastigi á Laugum en þær eru í eigu Bríetar. Áformað er að halda áfram byggingu nýrra íbúða og þegar er búið að auglýsa eftir byggingaraðilum á tveim íbúðum í Reykjahlíð. Jafnframt verða nokkrar af eldri íbúðum sveitarfélagsins auglýstar til sölu.

Áhersla sveitarstjórnar er og verður að verja grunnþjónustu sveitarfélagsins og styrkja hana. Sérstök áhersla er eftir sem áður á góða þjónustu við börn og ungmenni m.a. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum bæði fyrir grunn- og leikskólabörn. Frístundastyrkur var hækkaður verulega á síðasta ári og mun hækka á ný á næsta ári.

Fjárhagsáætlun 2025 ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028 er hér með borin upp til atkvæða.

Fjárhagsáætlun er samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Úllu, Ragnhildar og Árna Péturs. Eyþór, Haraldur og Halldór sitja hjá.


 

Samþykkt

 

   

2.

Gjaldskrár 2025 - 2410003

 

Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til síðari umræðu sveitarstjórnar.

Gjaldskrá gatnagerðargjalda ásamt gjaldskrá skipulags- og byggingafulltrúa 2025
Gjaldskrá Brunavarna Þingeyjarsveitar 2025
Gjaldskrá Flateyjarhafna á Skjálfandaflóa 2025
Gjaldskrá fráveitugjalda 2025
Gjaldskrá vatnsveitugjalda 2025
Gjaldskrá Hitaveita Reykdæla, Stórutjörnum, kalt vatn og fráveita 2025
Gjaldskrá Hitaveitu Reykjahlíðar 2025
Gjaldskrá hunda- katta- og fiðurfjárhalds í Þingeyjarsveit 2025
Gjaldskrá - Hreinsun, tæming og eftirlit með rotþróm 2025
Gjaldskrá sorphirðugjalda 2025

 

Framlagðar gjaldskrár eru samþykktar samhljóða.

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að auglýsa gjaldskrárnar í B-deild stjórnartíðinda.

 

Samþykkt

 

   

3.

Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 - vinnugögn fyrir vinnslutillögu - 2401101

 

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2043.

 

Til máls tóku: Gerður, Knútur, Árni Pétur, Arnór og Gerður.

Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu til næsta reglulega fundar sveitarstjórnar

 

Frestað

 

   

4.

Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar - Samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar - 2403048

 

Drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra lögð fyrir sveitarstjórn til seinni umræðu.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

5.

Þjónustustefna 2024 - 2310010

 

Lögð fram til seinni umræðu drög að þjónustustefnu fyrir Þingeyjarsveit 2025-2028.

 

Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir framlagða stefnu um þjónustu í sveitarfélaginu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnssýslusviðs að birta hana á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

6.

Lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit - 2411028

 

Lögð fram til seinni umræðu drög að lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn samþykkir framlagða lögreglusamþykkt og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda og birta á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar - 2206003

 

Lögð fram til seinni umræðu breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar.

Helstu breytingar eru vegna breytinga á barnaverndarþjónustu sem hefur færst frá Norðurþingi yfir til Akureyrarbæjar. Einnig er lögð til breyting á fullnaðarafgreiðslu varðandi leyfisveitingar vegna tækifærisleyfa.

 

Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar og felur sveitarstjóra að senda til ráðuneytis til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Heimild til lántöku hjá Sparisjóði - Suður-Þingeyinga - 2412015

 

Í fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir töku langtímalána allt að upphæð 300 m.króna. Í ljósi þess að ekki er þörf fyrir langtíma lántöku á árinu er lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að sækja um allt að 100 m.kr. yfirdráttarheimild, ef þörf verður á, hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga sem yrði greidd upp á fyrri helmingi árs 2025.

 

Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til lántöku allt að 100 millj. kr. hjá Sparisjóði Suður Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

9.

Beiðni um lausn frá störfum - 2412014

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Erlingi Ingvarssyni um lausn frá störfum í atvinnu-og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn samþykkir að veita Erlingi Ingvarssyni lausn frá störfum í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og þakkar honum fyrir vel unnin störf.

Samþykkt samhljóða.

 

Staðfest

 

   

10.

Úr héraði ehf. - Ósk um afsláttarkjör - 2412016

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum Úr héraði ehf. þar sem óskað er eftir afsláttarkjörum vegna húsaleigu á Breiðumýri en félagið hyggst bjóða upp á veitingasölu til skemmtiferðaskipa sumarið 2025.

 

Til máls tók:Knútur.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að funda með bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

11.

Heilsueflingastyrkir starfsfólks Þingeyjarsveitar - 2412012

 

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að reglum um heilsueflingastyrki fyrir starfsfólk sveitarfélagsins.

 

Til máls tók: Ragnhildur.

Í fjárhagsáætlun ársins 2025 lagði sveitarstjórn til að veita starfsfólki sveitarfélagsins heilsueflingastyrk og samþykkir hér með framlögð drög að reglum um styrkina.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

12.

Ungmennaráð - skipun fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar - 2412008

 

Í samræmi við 2. gr. erindisbréfs ungmennaráðs Þingeyjarsveitar óskaði sveitarstjórn eftir tilnefningum frá skólunum í sveitarfélaginu. Einnig var óskað eftir tilnefningu frá íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd. Allir aðilar hafa nú skilað inn tilnefningum.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir:
Frá Reykjahlíðarskóla
Aðalmaður - Amelía Ásdís Kozaczek
Varamaður - Sigrún Arnarsdóttir
Frá Stórutjarnaskjóla
Aðalmaður - Kristján Brynjólfsson
Varamaður - Hörður Smári Garðarsson
Frá Þingeyjarskóla
Aðalmaður - Lilja Rós Sæþórsdóttir
Varamaður - Ívar Örn Ketilsson
Frá Framhaldsskólanum á Laugum
Aðalmaður - Júlía Brá Stefánsdóttir
Varamaður - Arndís Björk Tryggvadóttir
Frá íþrótta-, tómstundar- og menningarnefnd
Aðalmaður - Daníel Róbert Magnússon
Varamaður - Sigtryggur Karl Jónsson

 

Til máls tóku: Knútur, Ragnhildur og Gerður.

Sveitarstjórn staðfestir skipun í ungmennaráð og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að senda fulltrúum skipunarbréf.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

13.

Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083

 

Lögð fram drög að heildarstefnu sveitarfélagsins 2024-2030.

 

Til máls tók: Árni Pétur.

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að stefnu Þingeyjarsveitar 2024-2030 og felur sveitarstjóra að boða til rafræns kynningarfundar fyrir íbúa í samráði við ráðgjafa í verkefninu.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

14.

Björgunarsveitin Stefán - beiðni um umsögn vegna flugeldasýningar og áramótabrennu - 2412024

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Stefáni um umsögn vegna umsóknar til lögreglu um leyfi vegna flugeldasýningar og áramótabrennu við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit 31.12.2024

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðna umsögn.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

15.

Byggðarráð - 32 - 2412001F

 

Gerður kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

15.1

2410030 - Reglur um sölu fasteigna Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um sölu eigna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

15.2

2411021 - Kjarni - mat á eignarhlut sveitarfélagsins

 

Samþykkt samhljóða.

 

15.3

2412002 - Verðmat á húseignum

 

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja sölu eigna samkvæmt framlögðum lista. Fylgigögn málsins verða meðhöndluð sem trúnaðarmál.

Samþykkt samhljóða.

 

15.4

2311091 - Leigufélagið Bríet ehf. - samstarf

 

Til máls tók: Knútur.

Samþykkt samhljóða.

 

15.5

2406042 - Laugar - deiliskipulag

 

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Landslag ehf. með ofangreindum fyrirvörum.

Samþykkt samhljóða.

 

15.6

2411001 - Laugaskóli 1925 - 2025 - erindi frá afmælisnefnd

 

Til máls tók: Árni Pétur.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

15.7

2411016 - Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

15.8

2410018 - Okkar heimur - styrkbeiðni

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

15.9

2404010 - Bjarmahlíð - styrkbeiðni

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

15.10

2412005 - HSÞ - rekstrarsamningur 2025-2027

 

Sveitarstjórn staðfestir framlögð drög að samningi við HSÞ og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

15.11

2310007 - Fjárhagsáætlun 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. Nettó fjárhæð seldra eigna að frádregnum áhvílandi skuldum verði allt að 200 m.kr.

Samþykkt samhljóða.

 

15.12

2412006 - Vatnsveita Bollastöðum - samningur

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að undirrita samning við Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar.

Samþykkt samhljóða.

 

   

16.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 22 - 2412002F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 5. desember sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Dagskrárliður tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Ragnhildur kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

16.1

2411005 - Fræðslu- og velferðarnefnd - kosning varaformanns

 

Staðfest.

 

16.2

2411004 - Óveður - viðbragðsáætlun skóla og leikskóla

 

Sveitarstjórn samþykkir drög að viðbragðsáætlun skóla og leikskóla vegna óveðurs og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að birta áætlunina á heimasíðu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

16.3

2411008 - Lög um málefni aldraðra - 79. mál - 155. löggjafaþing

 

Staðfest.

 

16.4

2411009 - Um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - 75. mál- 155. löggjafarþing

 

Staðfest.

 

16.5

2403040 - Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024

 

Lagt fram.

 

   

17.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 16 - 2412003F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 9. desember sl. Fundargerðin er í þremur liðum. Liður þrjú þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Ragnheiður Jóna kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

17.1

2406033 - Áfangastaðaáætlun 2024

 

Lagt fram.

 

17.2

2311029 - Samstarfssamningur - Mývatnsstofa

 

Staðfest.

 

17.3

2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag

 

Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samningi við refa- og minkaveiðimenn sem og úthlutunarreglur fyrir styrki til kaupa á búnaði fyrir veiðimenn. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir refa- og minkaveiðimönnum í Þingeyjarsveit.

Samþykkt samhljóða.

 

   

18.

Umhverfisnefnd - 21 - 2411006F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar umhverfisnefndar frá 28. nóvember sl. Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Árni Pétur kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

18.1

2411030 - Umhverfisviðurkenningar 2024

 

Staðfest.

 

18.2

2401041 - Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit

 

Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um þróunarverkefni varðandi lífrænan úrgang og felur formanni umhverfisnefndar og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að útfæra tillögu og kostnaðargreina fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

 

   

19.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 22 - 2412004F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar frá 10. desember sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liður 1, 2,3 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Úlla kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

19.1

2412011 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs - aukaúthlutun 2024

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

 

19.2

2412008 - Ungmennaráð - skipun fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar

 

Staðfest.

 

19.3

2306005 - Reglur um frístundastyrki

 

Sveitarstjórn samþykkir að frístundastyrkur verði hækkaður úr 30 þ.kr. í 50 þ.kr. árið 2025.

Samþykkt með atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Árna Péturs, Ragnhildar, Úllu, Haraldar og Eyþórs. Halldór situr hjá.

 

19.4

2403039 - Reglur um úthlutun menningarstyrkja

 

Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

Samþykkt samhljóða.

 

   

20.

Skipulagsnefnd - 31 - 2411005F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 31. fundar skipulagsnefdar frá 11. desember sl. Fundargerðin er í sex liðum. Liður sex þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Knútur kynnti fundargerðina.

 

Staðfest

 

20.1

2412010 - Fosshóll - umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi

 

Frestað.

 

20.2

2412009 - Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi

 

Lagt fram.

 

20.3

2412004 - Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi

 

Lagt fram.

 

20.4

2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1

 

Frestað.

 

20.5

2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi

 

Frestað.

 

20.6

2412003 - Hringvegur - Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli- umsagnarbeiðni, kynning matsáætlunar

 

Til máls tóku: Arnór, Knútur

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur formanni skipulagsnefndar og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram með Vegagerðinni.

Samþykkt samhljóða.

 

   

21.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir 67. og 68. fundar stjórnar SSNE frá því í nóvember.

 

 

 

Kynnt

 

   

22.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Norðurorku frá 29. nóvember sl.

 

 

 

Kynnt

 

   

23.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðirnar eru númer 954, 955, 956, 957 og 958.

 

 

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 14:45.