Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
12.12.2024
53. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Þingey fimmtudaginn 12. desember kl. 13:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Úlla Árdal
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Eyþór Kári Ingólfsson
Arnór Benónýsson
Haraldur Bóasson
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir
Margrét Hólm Valsdóttir.
Oddviti setti fund og óskaði eftir að taka á dagskrá sem 12. lið - skipun í ungmennaráð, 14. lið - Beiðni um umsögn vegna flugeldasýningar og áramótabrennu frá Björgunarsveitinni Stefáni, sem 19 lið - Fundargerð íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 10. desember sl., sem 20. lið - Fundargerð skipulagsnefndar frá 11.desember sl. og sem 13. lið - Stefnumótun Þingeyjarsveitar fyrir árin 2024-2030
Samþykkt samhljóða.
1. |
Fjárhagsáætlun 2025 - 2409016 |
|
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 er lögð fram til síðari umræðu. Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. |
||
Til máls tóku: Knútur, Eyþór, Arnór, Eyþór, Árni Pétur, Gerður, Arnór og Ragnhildur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
2. |
Gjaldskrár 2025 - 2410003 |
|
Eftirtaldar gjaldskrár lagðar fram til síðari umræðu sveitarstjórnar. |
||
Framlagðar gjaldskrár eru samþykktar samhljóða. |
||
Samþykkt |
||
|
||
3. |
Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2023-2043 - vinnugögn fyrir vinnslutillögu - 2401101 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2024-2043. |
||
Til máls tóku: Gerður, Knútur, Árni Pétur, Arnór og Gerður. |
||
Frestað |
||
|
||
4. |
Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar - Samningur Akureyrarbæjar og Langanesbyggðar, Norðurþings, Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar - 2403048 |
|
Drög að samningi um barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra lögð fyrir sveitarstjórn til seinni umræðu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
5. |
Þjónustustefna 2024 - 2310010 |
|
Lögð fram til seinni umræðu drög að þjónustustefnu fyrir Þingeyjarsveit 2025-2028. |
||
Til máls tók: Gerður. |
||
Samþykkt |
||
|
||
6. |
Lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit - 2411028 |
|
Lögð fram til seinni umræðu drög að lögreglusamþykkt fyrir Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn samþykkir framlagða lögreglusamþykkt og felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslusviðs að auglýsa hana í B-deild stjórnartíðinda og birta á heimasíðu sveitarfélagsins. |
||
Samþykkt |
||
|
||
7. |
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar - 2206003 |
|
Lögð fram til seinni umræðu breyting á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar og felur sveitarstjóra að senda til ráðuneytis til staðfestingar. |
||
Samþykkt |
||
|
||
8. |
Heimild til lántöku hjá Sparisjóði - Suður-Þingeyinga - 2412015 |
|
Í fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir töku langtímalána allt að upphæð 300 m.króna. Í ljósi þess að ekki er þörf fyrir langtíma lántöku á árinu er lagt til að sveitarstjóra verði veitt heimild til að sækja um allt að 100 m.kr. yfirdráttarheimild, ef þörf verður á, hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga sem yrði greidd upp á fyrri helmingi árs 2025. |
||
Til máls tók: Gerður. |
||
Samþykkt |
||
|
||
9. |
Beiðni um lausn frá störfum - 2412014 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Erlingi Ingvarssyni um lausn frá störfum í atvinnu-og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveitar. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að veita Erlingi Ingvarssyni lausn frá störfum í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og þakkar honum fyrir vel unnin störf. |
||
Staðfest |
||
|
||
10. |
Úr héraði ehf. - Ósk um afsláttarkjör - 2412016 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá forsvarsmönnum Úr héraði ehf. þar sem óskað er eftir afsláttarkjörum vegna húsaleigu á Breiðumýri en félagið hyggst bjóða upp á veitingasölu til skemmtiferðaskipa sumarið 2025. |
||
Til máls tók:Knútur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
11. |
Heilsueflingastyrkir starfsfólks Þingeyjarsveitar - 2412012 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að reglum um heilsueflingastyrki fyrir starfsfólk sveitarfélagsins. |
||
Til máls tók: Ragnhildur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
12. |
Ungmennaráð - skipun fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar - 2412008 |
|
Í samræmi við 2. gr. erindisbréfs ungmennaráðs Þingeyjarsveitar óskaði sveitarstjórn eftir tilnefningum frá skólunum í sveitarfélaginu. Einnig var óskað eftir tilnefningu frá íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd. Allir aðilar hafa nú skilað inn tilnefningum. |
||
Til máls tóku: Knútur, Ragnhildur og Gerður. |
||
Samþykkt |
||
|
||
13. |
Stefnumótunarvinna 2024 - 2401083 |
|
Lögð fram drög að heildarstefnu sveitarfélagsins 2024-2030. |
||
Til máls tók: Árni Pétur. |
||
Samþykkt |
||
|
||
14. |
Björgunarsveitin Stefán - beiðni um umsögn vegna flugeldasýningar og áramótabrennu - 2412024 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Björgunarsveitinni Stefáni um umsögn vegna umsóknar til lögreglu um leyfi vegna flugeldasýningar og áramótabrennu við Jarðbaðshóla í Mývatnssveit 31.12.2024 |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðna umsögn. |
||
Samþykkt |
||
|
||
15. |
Byggðarráð - 32 - 2412001F |
|
Gerður kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
15.1 |
2410030 - Reglur um sölu fasteigna Þingeyjarsveitar |
|
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um sölu eigna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins. |
||
15.2 |
2411021 - Kjarni - mat á eignarhlut sveitarfélagsins |
|
Samþykkt samhljóða. |
||
15.3 |
2412002 - Verðmat á húseignum |
|
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja sölu eigna samkvæmt framlögðum lista. Fylgigögn málsins verða meðhöndluð sem trúnaðarmál. |
||
15.4 |
2311091 - Leigufélagið Bríet ehf. - samstarf |
|
Til máls tók: Knútur. |
||
15.5 |
2406042 - Laugar - deiliskipulag |
|
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Landslag ehf. með ofangreindum fyrirvörum. |
||
15.6 |
2411001 - Laugaskóli 1925 - 2025 - erindi frá afmælisnefnd |
|
Til máls tók: Árni Pétur. |
||
15.7 |
2411016 - Félag eldri borgara í Þingeyjarsveit - styrkbeiðni |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
15.8 |
2410018 - Okkar heimur - styrkbeiðni |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
15.9 |
2404010 - Bjarmahlíð - styrkbeiðni |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. |
||
15.10 |
2412005 - HSÞ - rekstrarsamningur 2025-2027 |
|
Sveitarstjórn staðfestir framlögð drög að samningi við HSÞ og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. |
||
15.11 |
2310007 - Fjárhagsáætlun 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. Nettó fjárhæð seldra eigna að frádregnum áhvílandi skuldum verði allt að 200 m.kr. |
||
15.12 |
2412006 - Vatnsveita Bollastöðum - samningur |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að undirrita samning við Veiðifélag Reykjadalsár og Eyvindarlækjar. |
||
|
||
16. |
Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 22 - 2412002F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 5. desember sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Dagskrárliður tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Ragnhildur kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
16.1 |
2411005 - Fræðslu- og velferðarnefnd - kosning varaformanns |
|
Staðfest. |
||
16.2 |
2411004 - Óveður - viðbragðsáætlun skóla og leikskóla |
|
Sveitarstjórn samþykkir drög að viðbragðsáætlun skóla og leikskóla vegna óveðurs og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að birta áætlunina á heimasíðu sveitarfélagsins. |
||
16.3 |
2411008 - Lög um málefni aldraðra - 79. mál - 155. löggjafaþing |
|
Staðfest. |
||
16.4 |
2411009 - Um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - 75. mál- 155. löggjafarþing |
|
Staðfest. |
||
16.5 |
2403040 - Reykjahlíðarskóli - skólastarf 2023-2024 |
|
Lagt fram. |
||
|
||
17. |
Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 16 - 2412003F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 16. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 9. desember sl. Fundargerðin er í þremur liðum. Liður þrjú þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Ragnheiður Jóna kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
17.1 |
2406033 - Áfangastaðaáætlun 2024 |
|
Lagt fram. |
||
17.2 |
2311029 - Samstarfssamningur - Mývatnsstofa |
|
Staðfest. |
||
17.3 |
2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag |
|
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samningi við refa- og minkaveiðimenn sem og úthlutunarreglur fyrir styrki til kaupa á búnaði fyrir veiðimenn. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að auglýsa eftir refa- og minkaveiðimönnum í Þingeyjarsveit. |
||
|
||
18. |
Umhverfisnefnd - 21 - 2411006F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 21. fundar umhverfisnefndar frá 28. nóvember sl. Fundargerðin er í tveimur liðum. Liður tvö þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Árni Pétur kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
18.1 |
2411030 - Umhverfisviðurkenningar 2024 |
|
Staðfest. |
||
18.2 |
2401041 - Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit |
|
Til máls tók: Gerður. |
||
|
||
19. |
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 22 - 2412004F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar íþrótta-, tómstunda og menningarnefndar frá 10. desember sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Liður 1, 2,3 og 4 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Úlla kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
19.1 |
2412011 - Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs - aukaúthlutun 2024 |
|
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. |
||
19.2 |
2412008 - Ungmennaráð - skipun fulltrúa í ungmennaráð Þingeyjarsveitar |
|
Staðfest. |
||
19.3 |
2306005 - Reglur um frístundastyrki |
|
Sveitarstjórn samþykkir að frístundastyrkur verði hækkaður úr 30 þ.kr. í 50 þ.kr. árið 2025. |
||
19.4 |
2403039 - Reglur um úthlutun menningarstyrkja |
|
Til máls tók: Gerður. |
||
|
||
20. |
Skipulagsnefnd - 31 - 2411005F |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 31. fundar skipulagsnefdar frá 11. desember sl. Fundargerðin er í sex liðum. Liður sex þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar. |
||
Knútur kynnti fundargerðina. |
||
Staðfest |
||
20.1 |
2412010 - Fosshóll - umsókn um byggingarleyfi fyrir starfsmannahúsi |
|
Frestað. |
||
20.2 |
2412009 - Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi |
|
Lagt fram. |
||
20.3 |
2412004 - Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi |
|
Lagt fram. |
||
20.4 |
2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1 |
|
Frestað. |
||
20.5 |
2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi |
|
Frestað. |
||
20.6 |
2412003 - Hringvegur - Ný brú á Skjálfandafljót hjá Fosshóli- umsagnarbeiðni, kynning matsáætlunar |
|
Til máls tóku: Arnór, Knútur |
||
|
||
21. |
Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir 67. og 68. fundar stjórnar SSNE frá því í nóvember. |
||
|
||
Kynnt |
||
|
||
22. |
Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 304. fundar stjórnar Norðurorku frá 29. nóvember sl. |
||
|
||
Kynnt |
||
|
||
23. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029 |
|
Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðirnar eru númer 954, 955, 956, 957 og 958. |
||
|
||
Kynnt |
||
|
Fundi slitið kl. 14:45.