54. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

30.01.2025

54. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Þingey fimmtudaginn 30. janúar kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir

Knútur Emil Jónasson

Halldór Þorlákur Sigurðsson

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir

Eyþór Kári Ingólfsson

Arnór Benónýsson

Haraldur Bóasson

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Margrét Hólm Valsdóttir

Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Oddviti setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá sem 5. lið - Brettingsstaðakirkjugarður - styrkbeiðni og sem 8. lið - Umsögn um tækfærisleyfi í Ljósvetningabúð. Samþykkt samhljóða.

 

1.

Skýrsla sveitarstjóra - 2303021

 

Skýrsla sveitarstjóra flutt munnlega og til kynnningar.

 

Sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega sveitarstjórnarfundi. Skýrslan flutt munnlega og til kynningar.

 

Kynnt

 

   

2.

Kosningar í nefndir, ráð og stjórnir - 2206018

 

Fyrir sveitarstjórn liggur fyrir tillaga um aðalmann í atvinnu- og nýsköpunarnefnd en á 53. fundi sveitarstjórnar þann 12. desember sl. baðst Erlingur Ingvarsson lausnar.

 

Oddviti leggur til að Jón Þórólfsson taki sæti í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

3.

Þekkingarnet Þingeyinga - samstarfssamningur við Þingeyjarsveit - 2501046

 

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að samstarfssamningi á milli Þekkingarnets Þingeyinga og Þingeyjarsveitar.

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

4.

Óskir ungmenna í umferðaröryggismálum - 2501044

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Ungmennaþingi SSNE sem haldið var í október 2024 varðandi bætt umferðaröryggi í Þingeyjarsveit.

 

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.

Sveitarstjórn þakkar greinargott erindi. Unnið er að umferðaröryggisáætlun fyrir Þingeyjarsveit og vísar sveitarstjórn erindinu til þeirrar vinnu. Í samráðshópi við gerð umferðaröryggisáætlunar situr m.a. fulltrúi ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

5.

Brettingsstaðakirkjugarður - Styrkbeiðni - 2501060

 

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Bjarti Aðalbjörnssyni þar sem óskað er eftir stuðningi við lagfæringar á girðingu kringum Brettingsstaðakirkjugarð.

 

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ganga til viðræðna við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

8.

Sigurður Birgisson - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2501061

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Sigurðar Birgissonar kt. 030671-5039 f.h. Þorrablóts Ljósvetninga um tækifærisleyfi vegna þorrablóts sem haldið verður í Ljósvetningabúð 15. febrúar nk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

6.

Birna Davíðsdóttir - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2501007

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni um umsögn frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra vegna umsóknar Birnu Davíðsdóttur kt. 110772-3439 um tækifærisleyfi vegna þorrablóts sem haldið verður í Stórutjarnaskóla þann 1. febrúar nk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

7.

Ungmennafélagið Efling - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis - 2501022

 

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra um umsögn vegna umsóknar Ungmennafélagsins Eflingar kt. 660483-0129 um tækifærisleyfi vegna þorrablóts sem haldið verður í Félagsheimilinu Breiðumýri þann 1. febrúar nk.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umbeðið leyfi.

Samþykkt samhljóða.

 

Samþykkt

 

   

9.

Byggðarráð - 33 - 2501002F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 33. fundar byggðarráðs frá 9. janúar sl. Fundargerðin er í 12. liðum. Liðir 5, 6, 7 og 12 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

9.1

2412018 - Pólarhestar ehf. - Vegna gistingar að Breiðumýri

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

9.2

2412031 - Foreldrafélag Barnaborgar - Ýdalir, beiðni um aðstöðu til að hafa fjölskyldumorgna

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

9.3

2412032 - Boð á rafrænt aukaþing SSNE

 

Kynnt.

 

9.4

2412035 - Brák hses - Boð á ársfund

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

9.5

2412038 - Beiðni um tilnefningar í svæðisráð vestursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipan í svæðisráð Vestursvæðis Vatnajöklusþjóðgarðs verði óbreytt og fyrir hönd sveitarfélagsins sitji Þorlákur Páll Jónsson sem aðalmaður og Anna Bragadóttir sem varamaður.

Samþykkt samhljóða.

 

9.6

2501002 - Reglur um birtingu skjala á vef Þingeyjarsveitar

 

Sveitarstjórn samþykkir drög að reglum um birtingu gagna á vef Þingeyjarsveitar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagisns.

Samþykkt samhljóða.

 

9.7

2501003 - Skýrsla yfirkjörstjórnar vegna alþingiskosninga 2024

 

Sveitarstjórn þakkar yfirkjörstjórn og undirkjörstjórnum fyrir vel unnin störf við framkvæmd kosninga í Þingeyjarsveit. Sveitarstjórn leggur til að sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman kosti og galla við annars vegar eina kjördeild í sveitarfélaginu eða tvær og leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

 

9.8

2501001 - Auglýsing um skrá yfir störf undanþegin verkfallsheimild

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hann til birtingar í B- deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt samhljóða.

 

9.9

2501004 - Mývetningur - endurnýjun snjótroðara

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

9.10

2409044 - Heitloftsþurrkun fiskafurða á Laugum

 

Frestað.

 

9.11

2501012 - Ábending - Vegamót við Laxárbrú

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

 

9.12

2501006 - Kvenfélag Mývatnssveitar - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umbeðið leyfi og hafði áður samþykkt leyfisbeiðnina í tölvupósti.

Samþykkt samhljóða.

 

   

10.

Byggðarráð - 34 - 2501005F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 34. fundar byggðarráðs frá 23. janúar sl. Fundargerðin er í sjö liðum. Liðir 2,4,5,6 og 7 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

10.1

2501035 - Fjármála- og stjórnsýslusvið

 

Kynnt.

 

10.2

2403024 - Heilsueflandi samfélag

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs um að auglýst verði eftir verkefnum til samstarfs við sveitarfélagið í samræmi við markmið heilsueflandi samfélags og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að auglýsa eftir verkefnum og jafnframt felur sveitarstjórn íþrótta-, æskulýðs og tómstundanefnd að yfirfara innkomnar tillögur og leggja tillögu til afgreiðslu fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

 

10.3

2501027 - Anna Dagbjört Andrésdóttir - Maður er manns gaman

 

Frestað.

 

10.4

2501029 - Beiðni um tilnefningar í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029

 

Sveitarstjórn samþykkir að skipan í svæðisráð Norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs verði óbreytt og þar sitji Gerður Sigtryggsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson sem aðalfulltrúar og Anna Guðný Baldursdóttir og Jóna Björg Hlöðversdóttir sem varafulltrúar.

Samþykkt samhljóða.

 

10.5

2501034 - Beiðni um styrk - aðgengi í Flatey

 

Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs um að styrkja Félag Húseignda í Flatey um 500 þúsund kr. sem fjármagnað verður af handbæru fé og fært á lið 05-890/9180.

Samþykkt samhljóða.

 

10.6

2412002 - Verðmat á húseignum

 

Sveitarstjórn samþykkir að ganga að tilboði Antons Freys Birgissonar í Skútahraun 2b og felur sveitarstjóra að undirrita skjöl þess efnis. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að setja húseignina Birkihraun 6 í söluferli.

Samþykkt af Gerði, Knút, Arnóri, Jónu Björgu, Ragnhildi, Árna Pétri, Haraldi og Eyþóri. Halldór situr hjá.

 

10.7

2501043 - Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi - yfirlýsing

 

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðaráðs og gerir hana að sinni:

Sveitarstjórn tekur undir sjónarmið sem fram koma í yfirlýsingunni og lýsir yfir áhyggjum af jöfnu aðgengi landsmanna að lífsnauðsynlegri heilbrigðisþjónustu.

Samþykkt samhljóða.

 

   

11.

Umhverfisnefnd - 22 - 2501004F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 22. fundar umhverfisnefndar frá 20.01.2025. Fundargerðin er í þremur liðum. Liður 1 og 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

11.1

2401041 - Valkostagreining á meðhöndlun lífúrgangs í Þingeyjarsveit

 

Til máls tóku: Knútur, Jóna Björg, Arnór, Haraldur, Árni Pétur.


Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að farið verði í útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu. Í úboðslýsingu komi m.a. fram fjöldi ferða sem verði fækkað frá því nú er og boðið verður upp á stærri eða fleiri ílát við heimili. I breyttum lögum um meðhöndlun úrgagns er ekki heimilt að urða lífrænan úrgang með heimilissorpi og skal flokka hann sérstaklega. Þingeyjarsveit mun ekki sækja lífrænana úrgang á hvert heimili vegna mikils kostnaðar heldur verður boðið upp á jarðgerðarvélar og/eða moltutunnur sem sveitarfélagið mun niðurgreiða um allt að helming. Einnig verða sett upp lyklastýrð ílát fyrir lífrænan úrgang á völdum stöðum í sveitarfélaginu. Með þessari útfærslu telur sveitarstjórn að hægt verði að halda niðri sameiginlegum kostnaði samfélagsins í sorphirðu í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn leggur áherslu á að breyting á sorphirðu í sveitarfélaginu verði vel kynnt fyrir íbúum m.a. með aðgengilegu fræðsluefni á heimasíðu sveitarfélagsins, með bæklingum og veggspjöld.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að hefja undirbúning við útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

 

11.2

2411030 - Umhverfisviðurkenningar 2024

 

Sveitarstjórn samþykkir að Kvíaból í Köldukinn hljóti umhverfisverðlaun Þingeyjarsveitar 2025.

Samþykkt samhljóða.

 

11.3

2412041 - Stöðuskýrsla um innleiðingu Árósarsamningsins

 

Kynnt.

 

   

12.

Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 17 - 2501003F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 17. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 8. janúar sl. Fundargerðin er í 4. liðum. Liður 2 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

12.1

2310056 - Flugklasinn - stöðuskýrsla

 

Kynnt.

 

12.2

2309084 - Refa- og minkaveiði - fyrirkomulag

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu atvinnu- og nýsköpunarnefndar og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu varðandi þau svæði sem ekki var sótt um og að ganga frá samningum við refa- og minkaveiðmenn í samræmi við tillögu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

 

12.3

2501020 - Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - starfsáætlun

 

Kynnt.

 

12.4

2401083 - Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030

 

Kynnt.

 

   

13.

Skipulagsnefnd - 32 - 2501001F

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 32. fundar skipulagsnefndar frá 15. janúar sl. Fundargerðin er í 15. liðum. Liðir 1,7,8,9,11,12,13 og 14 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Staðfest

 

13.1

2501013 - Krafla, niðurdælingaholur - umsókn um framkvæmdaleyfi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

13.2

2412004 - Arnstapabyggð 11- umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.3

2412009 - Reykjatröð 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.4

2412033 - Búvellir - umsókn um byggingarleyfi fyrir fjós

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.5

2412023 - Garður - umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.6

2412022 - Bústaðir - umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.7

2410016 - Merkjagróf 1 og 3 - umsókn um breyttar stærðir lóða

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða.

 

13.8

2501010 - Fosshóll og Rauðá - umsókn um stofnun lóðar

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða.

 

13.9

2501009 - Úlfsbær - umsókn um stofnun lóðar

 

Til máls tók: Eyþór.

Eyþór vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa liðs. Sveitarstjórn hafnaði vanhæfi Eyþórs.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi landskiptagerð enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Sveitarstjórn telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

Samþykkt samhljóða.

 

13.10

2309003 - Aðalskipulag Norðurþings - umsögn

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.11

2405041 - Beiðni um breytingu á aðalskipulagi vegna Voga 1

 

Með vísan í 32. gr. skipulagslaga nr 123/2010 staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir svör hennar við athugasemdum að sínum.
Svæðið var áður deiliskipulagt sem frístundabyggð. Um er að ræða breytingu á landnotkun, frá frístundabyggð yfir í íbúðabyggð. Í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi var búið að heimila rask á þessu svæði sem frístundabyggð. Að öðru leyti vísast í svör við athugasemdum. 

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1452 

Samþykkt samhljóða.

 

13.12

2405027 - Vogar íbúðarsvæði og aðkoma - breyting á deiliskipulagi

 

Með vísan í 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 staðfestir sveitarstjórn afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir svör hennar við athugasemdum að sínum.
Svæðið var áður deiliskipulagt sem frístundabyggð. Um er að ræða breytingu á landnotkun, frá frístundabyggð yfir í íbúðabyggð. Í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi var búið að heimila rask á þessu svæði sem frístundabyggð. Að öðru leyti vísast í svör við athugasemdum.

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1452  

Samþykkt samhljóða.

 

13.13

2406041 - Aldeyjarfoss - deiliskipulag

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

Samþykkt samhljóða.

 

13.14

2501008 - Laugaból - beiðni - breyting á skipulagi

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar.

 

13.15

2401083 - Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030

 

Lagt fram.

 

   

14.

Almenningssamgöngur - Endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna - Fundur í janúar - 2404013

 

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð af kynningarfundi Vegagerðarinnar fyrir Norður- og Austurland vegna endurskoðunar leiðakerfis landsbyggðarvagna.

 

Til máls tóku: Jóna Björg, Gerður.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar fagnar því að verið sé að endurskoða og endurmeta leiðakerfi landsbyggðarvagna í því skyni að koma upp öflugu kerfi almenningssamgangna á landsbyggðinni. Í tengslum við slíka endurskoðun má benda á að Framhaldsskólinn á Laugum er eini framhaldsskóli landsins sem ekki hefur tengingu við leiðakerfi Strætó. Sveitarstjórn leggur áherslu á að úr því verði bætt ásamt því að komið verði upp öruggri og skjólgóðri stoppistöð í sveitarfélaginu. Í dag stoppar strætó við Einarstaði þar sem ekki er að finna öryggisskýli fyrir farþega. Huga þarf að koma slíku skýli á sem fyrst og má þá benda á að því verði fundinn staður nærri Framhaldsskólanum á Laugum.

Samþykkt samhljóða.

 

Kynnt

 

   

15.

Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir - 2307011

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 239. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 5. desember sl.

 

Kynnt

 

   

16.

Stjórn Norðurorku - fundargerðir - 2305038

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 305. fundar stjórnar Norðurorku frá 10. desember sl.

 

Kynnt

 

   

17.

Fundir stjórnar SSNE 2022-2026 - 2209048

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar SSNE frá 13. desesmber sl.

 

Kynnt

 

   

18.

Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir - 2306029

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 960. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. desember sl.

 

Kynnt

 

   

19.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð sameiginlegas fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 6. desember sl.

 

Kynnt

 

   

20.

Fundargerð ársfundar 2023 - 2501037

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð ársfundar Brákar íbúðafélags 2023 sem haldinn var 15.01. sl.

 

Kynnt

 

   

21.

Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir - 2311142

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17. janúar sl.

 

Kynnt

 

   

22.

Almenningssamgöngur - Endurskoðun leiðakerfis landsbyggðarvagna - kynning nr. 2 - 2404013

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar tilkynning frá Vegagerðinni varðandi stöðu verkefnisins "Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna" frá 20. desember sl.

 

Kynnt

 

   

23.

Umsögn Samtaka orkusveitafélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála - 2501038

 

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar umsögn Samtaka orkusveitafélaga um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála sem skilað var inn í samráðsgátt stjórnvalda 17. janúar sl.

 

Kynnt

 

   

Fundi slitið kl. 14:27.