6. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

31.08.2022

6. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026

haldinn í Skjólbrekku miðvikudaginn 31. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti
Eygló Sófusdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Helgi Héðinsson
Eyþór Kári Ingólfsson
Úlla Árdal (varamaður fyrir Jónu Björgu Hlöðversdóttur). 

Starfsmenn

Jón Hrói Finnsson

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson
Helgi vakti máls á því að fundurinn væri fjórði fundurinn í röð í Skjólbrekku, en að rætt hefði verið um að dreifa fundum um sveitarfélagið.
   
Dagskrá:
   
Jón Hrói vék af fundi kl. 13:03
1. Ráðning í stöðu sveitarstjóra - 2208029
  Auglýst var eftir sviðsstjóra stjórnsýslusviðs þann 30.07.2022 skv. gildandi samþykkt um stjórn og fundarsköp sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Þar sem þá lá fyrir vilji meirihluta sveitarstjórnar um breytingu á gildandi samþykktum var verksvið sviðsstjóra það sama og ef auglýst hefði verið eftir sveitarstjóra. Breytingar á gildandi samþykktum voru samþykktar af meirihluta sveitarstjórnar á 3. fundi sveitarstjórnar þann 22.06.2022. Þann 2.7. var óskað eftir staðfestingu Innviðaráðuneytis á breytingunum og barst sú staðfesting þann 26.8. sl. sem leiðir til þess að ráðning í framhaldi af umræddri auglýsingu verður í samræmi við samþykktirnar með áorðnum breytingum sem öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Lögð fram drög að ráðningarsamningi við Jón Hróa Finnsson sem miðast við að hann taki við starfi sveitarstjóra skv. nýjum samþykktum þann 1. september nk. (ráðningarsamningur er í vinnslu og mun birtast í fundargátt þegar hann er tilbúinn)
  Eygló tekur við fundarritun. Borin er upp ráðningarsamningur við Jón Hróa. Allir fulltrúar E-lista greiddu atkvæði með samningum. Allir fulltrúar K lista greiddu atkvæði á móti. Til máls tóku Knútur, Helgi, Úlla og Eygló.
   
  Fulltrúar K-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
  "K-listi bókar vonbrigði við ráðningarferli starfs sem nú verður titlað sveitarstjóri. Mat fulltrúa listans er að allt frá því starf sviðsstjóra var auglýst, án umræðu, samráðs eða samþykktar sveitarstjórnar hafi verið ljóst hver ætti að hljóta starfið og því hafi tíma umsækjenda og þeirra sem tóku þátt í ráðningarferlinu verið sóað. Þá vekur athygli að enginn á E-lista tók þátt í ráðningarferlinu öllu.
  Það er sannfæring fulltrúa K-listans að hæfasti umsækjandinn hafi því miður ekki orðið fyrir valinu og því geta fulltrúar listans ekki greitt ráðningunni atkvæði sitt. Að því sögðu óskar K-listinn Jóni Hróa Finnssyni til hamingju með starfið og vonast eftir góðu samstarfi hans við starfsfólk sveitarfélagsins, sveitarstjórn sem og aðra".
  Samþykkt
Jón Hrói kom aftur til fundar kl. 13:18
   
2. Viðhald Sundlaugin laugum - 2208037
  Við undirbúning að endurnýjun yfirborðsefnis á vaðlaug og heitum potti á sundlaugarsvæðinu við Íþróttamiðstöðina á Laugum hefur komið í ljós að vatn lekur undir vaðlaugina vegna ágalla á frágangi frárennslisrennu. Áætlað var að viðhaldsframkvæmdirnar myndu rúmast innan þeirra fjárheimilda sem veittar höfðu verið, þ.e. 1 m.kr. en nú er áætlað að gera þurfi ráðstafanir til að stöðva lekann muni kosta allt að 1,2 m.kr. til viðbótar. Heildarskostaður við verkið er því áætlaður 2,2 m.kr. Að auki þarf að endurnýja plastristar í yfirfallsrennum sundlaugar og hreinsiróbót. Heildarfjárþörf við Óskað er eftir heimild sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og lagt til að útgjöldunum verði mætt með lántöku.
  Knútur vakti athygli á mögulegu vanhæfi sínu. Sveitarstjórn greiddi atkvæði og samþykkti að Knútur teldist hæfur til afgreiðlslu.
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita umbeðna viðbótarfjárheimild til að klára viðhald vaðlaugar og heits potts. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn heimild allt að 1500 þ.kr. til að endurnýja þrifaróbót. Útgjöldunum verði mætt með lántöku. Sveitarstjóra falið að gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna breytinganna.
  Samþykkt
3. Skipulagsnefnd - 2 - 2208002F
Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar sem haldinn var fimmtudaginn 23. ágúst 2022 lögð fram til kynningar og afgreiðslu, sbr. bókanir við einstaka liði fundargerðarinnar.
3.1 2208006 - Rannsóknaborholur við Þeistareyki
  Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með því skilyrði að rafstrengurinn verði lagður í áður raskað svæði eða á mannvirkjabelti.
3.2   2208028 - Erindisbréf skipulagsnefndar
  Lagt fram til kynningar.
3.2 2202014 - Efnistaka í Garði - Breyting á Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011 - 2023
  Meðal þeirra umsagna sem borist hafa um tillöguna eru umsagnir sem bregðast þarf við. Sveitarstjórn samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar þann 14. september.
3.4  2105017 - Hvarf - umsókn um skógrækt
  Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna skógræktar að Hvarfi. Í framkvæmdaleyfinu skal þess gætt að 15 m fjarlægð verði haldið frá skráðum fornminjum og ekki plantað í vistkerfi sem hefur hátt verndargildi í samræmi við umsögn Náttúruverndarnefndar Þingeyinga.
3.5  2201012 - Skógar í Fnjóskadal - beiðni um breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi Skóga.
  Sveitarstjórn samþykkir að tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og deiliskipulagi Skóga í Fnjóskadal verði auglýst í samræmi við 31 gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir að að fela skipulagsfulltrúa að senda tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 varðandi Skóga, til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30 greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
3.6  1908034 - Einbúavirkjun
  Lagt fram til kynningar.
3.7  2103017 - Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi
  Lagt fram til kynningar.
3.8  2208009 - Stofnun lóðar úr landi Bjarkar
  Lagt fram til kynningar.
3.9  2208010 - Beiðni um umsögn vegna lagningu jarðstrengs
  Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn um lagningu 7,8 km jarðstrengs frá tengivirki við Þeistareykjavirkjun að mastri nr. 172 í Kópaskerslínu 1, og gefa álit á því hvort hún sé háð mati á umhverfisáhrifum fyrir hennar hönd.
3.10  2208012 - Umsókn um byggingarleyfi - Öndólfsstaðir land L180094
  Lagt fram til kynningar.
3.11  2208019 - Nípá - Umsókn um byggingarheimild
  Lagt fram til kynningar.
3.12  2208022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til Skógræktar
  Lagt fram til kynningar.
3.13  2208020 - Lóðir úr Sílalæk - nafnabreytingar
  Sveitarstjórn samþykkir þær breytingar á nöfnum lóða sem sótt er um, þ.e. að 178336 Sílalækur land verði Lækjarhús, L172846 Sílalækur lóð verði Lækjarsel, L179592 Sílalækur lóð verði Lækjarbakki og L219682 Sílalækur lóð 4 verði Lækjarós. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að annast málsmeðferð vegna breytinganna eins og mælt er fyrir um í lögum og reglugerðum.
3.14 2208038 - Stöng og Heiðmörk, lóðastofnanir
  Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóða um útihús og íbúðarhús Stöng 2 og Heiðmörk verði í samræmi við fyrirliggjandi gögn og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna þeirra eins og mælt er fyrir um í lögum og reglugerðum.
3.15  2208023 - Umsókn um byggingarleyfi - Arnstapabyggð 5
  Lagt fram til kynningar.
3.16  2208013 - Fundadagatal 2022-2023
  Lagt fram til kynningar.
3.17  2208043 - Bjarnarflag 1 Umsókn um byggingarleyfi
  Lagt fram til kynningar.
3.18  2208021 - Skipulagsnefnd - Önnur mál
  Lagt fram til kynningar.