Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
28.09.2022
8. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar 2022-2026
haldinn í Skjólbrekku miðvikudaginn 28. september kl. 09:00
Gerður Sigtryggsdóttir
Eygló Sófusdóttir
Knútur Emil Jónasson
Halldór Þorlákur Sigurðsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
Helgi Héðinsson
Anna Bragadóttir
Jón Hrói Finnsson
Eyþór Kári Ingólfsson boðaði forföll. Anna Bragadóttir sat fundinn í hans stað.
Oddviti óskaði eftir heimild til að taka fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar frá 21. september 2022 á dagskrá með afbrigðum, sem var samþykkt samhljóða. Sveitarstjórn hafnaði að taka mál nr. 2103040 "Hólsvirkjun; skipting á leigugreiðslum" á dagskrá þar sem fulltrúum hefur ekki gefist tími til að kynna sér gögn málsins.
Dagskrá:
Sveitarstjóri fer yfir það helsta úr starfsemi sveitarfélagsins síðastliðnar vikur.
Lagt fram.
Lagt fram 6 mánaða yfirlit ársins 2022. Umræður um tímaáætlun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Drög að rekstrarreikningi fyrstu 6 mánaða ársins kynnt. Samþykkt að stefna að aukafundi um fjárhagsáætlun þegar ítarlegri greiningar á stöðu fjárhags liggja fyrir.
Samþykkt
Lagt fram erindi Gafls, félags um þingeyskan byggingararf, sem hvetur sveitarstjórn til að gera húsakannanir eða sérstaka athugun í sveitarfélagið með það fyrir augum að varðveita merk mannvirki sem hafa byggingarlistarlegt og/eða menningarsögulegt gildi og veita þeim viðurkenningu sem vel standa að endurgerð og viðhald gamalla mannvirkja.
Sveitarstjórn þakkar Gafli, félagi um þingeyskan byggingararf fyrir erindið og felur byggingafulltrúa að afla upplýsinga frá þar til bærum aðilum, um byggingar í sveitarfélaginu sem falla undir skilgreiningar Gafls. Sveitarstjórn tekur vel í hugmyndir um verðlaun til þeirra sem vel hafa staðið að endurbyggingum og vísar erindinu til umfjöllunar íþrótta- og tómstundanefndar, sem fer með menningarmál.
Samþykkt
Þakið í Birkihrauni 6 hefur lekið síðustu ár og hefur ýmist verið gert til þess að reyna að stöðva lekann. Skipt hefur verið um þakkanta og þakrennur endurnýjaðar, fyllt í lofttúður og fleira. Síðast var skipt út nöglum sem að voru á þakinu og settar þakskrúfur í staðinn. Það hefur ekki borið árangur og lak þakið aftur aðfaranótt miðvikudagsins 21. september.
Kostnaður við viðgerð á þakinu er áætlaður á bilinu 1,8 m.kr. - 4 m.kr.
Til máls tóku: Knútur, Helgi, Gerður, Jón Hrói, Jóna Björg.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í nauðsynlegar viðgerðir á þaki Birkihrauns 6 á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og felur umsjónarmanni framkvæmda að hafa umsjón með verkefninu. Verkið verður fjármagnað með langtímaláni.
Samþykkt
Í tölvupósti frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur dagsettum 24. september 2022, boðar hún til fundar sveitarstjórnarfulltrúa með þingmönnum kjördæmisins 4. október nk. kl. 12:15-13:00 í Reykjahlíð.
Til máls tók Helgi, Jóna Björg, Knútur, Halldór og Gerður.
Helgi lagði til að útbúið verði minnisblað með forgangsmálum sveitarfélagsins til að byggja samtalið á og afhenda þingmönnum.
Lagt fram
Afgreiðslu frestað
Frestað
Fundargerðir stjórnar SSNE frá 8. júní 2022, 17. ágúst 2022 og 7. september 2022 lagðar fram til kynningar.
Fundargerðirnar eru aðgengilegar á https://www.ssne.is/is/fundargerdir.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram
Fært í trúnaðarbók.
Þann 6. júlí sl. samþykkti sveitarstjórn að bjóða útframkvæmdir í Seiglu. Áætlað var að bjóða verkið út í tvennu lagi, annars vegar uppsteypu lyftustokks og lóðarfrágang og hins vegar uppbyggingu innanhúss. Engin tilboð bárust í fyrri áfanga verksins þegar lýst var eftir tilboðum.
Fulltrúar E-lista leggja til að útboði innanhússframkvæmda verði frestað tímabundið og að norðurhluti hússins fari strax í leigu.
Til máls tók: Jóna Björg og Gerður
Sveitarstjórn samþykkir að fresta útboði innanhússframkvæmda þar til farið hefur verið yfir forsendur verkefnisins með hliðsjón af hugmyndum um nýtingu húsnæðis sveitarfélagsins í Kjarna. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að bjóða fyrri leigjendum húsnæðis í norðurenda hússins að leigja þau rými sem þeir leigðu áður.
Samþykkt
Fulltrúar K-lista leggja til að settar verði reglur um rjúpnaveiði á Þeistareykjum líkt og gert var árið 2021 sbr. fundargerð atvinnumálanefndar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/fundargerdir/atvinnumalanefnd/31-fundur-1
og afgreiðslu sveitarstjórnar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn/306-fundur.
Til máls tóku: Árni Pétur, Jón Hrói, Eygló og Knútur.
Sveitarstjórn samþykkir að viðhaft verði sama fyrirkomulag á rjúpnaveiði á Þeistareykjum og 2021. Heimil verður skipulögð rjúpnaveiði á Þeistareykjum með takmörkuðum fjölda leyfa gegn gjaldi sem miðast við miðgildi gjalda annarra söluaðila á hlunnindi.is. Samþykkt að salan fari fram á vefsíðunni hlunnindi.is. Rjúpnaveiði verður því óheimili á Þeistareykjum án leyfis. Samþykkt að Sæþór Gunnsteinsson verði tengiliður sveitarfélagsins við veiðimenn. Sveitarstjóra falið framlengja samning við hlunnindi.is og auglýsa skipulagða rjúpnaveiði á Þeistareykjum í þar til bærum miðlum.
Samþykkt
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Þórdísar Þórisdóttur um rekstrarleyfi gistingar í flokki II vegna Ljósavatn Guesthouse.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við að veitt verði rekstrarleyfi, með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá byggingarfulltrúa, heilbrigðiseftirliti og eldvarnareftirliti, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Samþykkt
Fundargerð haustfundar ALNEY lögð fram til kynningar ásamt rekstraráætlun sem samþykkt var á fundinum. Óskað er staðfestingar sveitarstjórnar á framlögum ársins 2023 samkvæmt rekstraráætluninni.
Til máls tóku: Jón Hrói og Jóna Björg
Sveitarstjórn samþykkir framlög til ALNEY fyrir árið 2023 að fjárhæð kr. 190,- á hvern íbúa, samtals kr. 256.500,-.
Á haustfundi Almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra (ALNEY) var undirritaður nýr samstarfssamningur um rekstur nefndarinnar skv. ákvæðum laga um almannavarnir nr. 82/2008, með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna. Nýr samningur er lagður fram til staðfestingar.
Til máls tóku:
Sveitarstjórn staðfestir samstarfssamning um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans í Norðurlandi eystra.
Lögð fram drög að samstarfssamningu um rekstur Matarskemmunnar á Laugum og um leigu á húsnæði undir matvælavinnslu í Kvíhólsmýri 1a og 1b þar sem Þingeyjarsveit skuldbindur sig til að útbúa hluta húsnæðisins undir fullvinnslu matvæla til að leigja óstofnuðu fyrirtæki núverandi rekstraraðila.
Til máls tóku: Helgi, Jón Hrói, Árni Pétur og Knútur.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna drög að samningi við félagið Úr héraði ehf., um afnot af syðsta hluta hússins (Iðnbæjar) með hliðsjón af athugasemdum Atvinnu- og nýsköpunarnefndar þann 19.09.2022, sem lögð verði fyrir sveitarstjórn á næsta fundi.
Jóna Björg vék af fundi kl. 11:06.
Samþykkt með átta atkvæðum viðstaddra fundarmanna.
Fundargerð 1. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var lögð fram til afgreiðslu á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
Til máls tóku Ragnhildur, Helgi, Knútur og Gerður.
Fundargerð 1. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var lögð fram til staðfestingar á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
15.1 2209016 - Kjör varaformanns íþrótta- og tómstundanefndar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
15.2 2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
15.3 2208044 - Umsjónarmaður félagsstarfs eldri borgara
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
15.4 2206024 - Starf æskulýðs- og tómstundafulltrúa
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022. Sveitarstjórn samþykkir að fela nefndinni að vinna drög að æskulýðsstefnu Þingeyjarsveitar. Nefndinni er einnig falið greina þörfina fyrir akstur og gera tillögur að fyrirkomulagi ef þörfin reynist vera fyrir hendi.
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með frumkvæði Aðalbjörns Jóhannssonar, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa, að stofnun Hinseginfélags Þingeyinga.
15.5 1904017 - Heilsueflandi samfélag
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022. Sveitarstjórn samþykkir að vera áfram aðili að verkefninu Heilsueflandi samfélag og að því verði fundinn farvegur í samráði við fræðslu- og velferðarnefnd.
15.6 2208013 - Fundadagatal 2022-2023
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
15.7 2209019 - Fjölmenning
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022. Sveitarstjórn lýsir vilja til að ráða í starf fjölmenningarfulltrúa og vísar ákvörðun um ráðningu fjölmenningarfulltrúa til umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2023-2026 og til umræðu í sameiningarnefnd.
15.8 2209025 - Íþróttamannvirki í sameinuðu sveitarfélagi
Afgreiðsla íþrótta- og tómstundanefndar frá 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
Fundargerð atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 1. fundi nefndarinnar þann 19. september var lögð fram til staðfestingar á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
Fundargerð 1. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 19. september 2022 var lögð fram til staðfestingar á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.1 2209024 - Kosning varaformanns atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.2 2208025 - Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.3 2208013 - Fundadagatal 2022-2023
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.4 2209031 - Minnisblað um fjallskil og afránsstjórnun
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.5 2209034 - Samstarfssamningur um rekstur Matarskemmunar og nýtingu húsnæðis
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
16.6 2209033 - Hulda náttúruhugvísindasetur
Afgreiðsla atvinnu- og nýsköpunarnefndar á 1. fundi hennar þann 19. september 2022 var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
Fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar var tekin á dagskrá með afbrigðum með samþykki allra fundarmanna. Fundargerðin var lögð fram til kynningar og staðfestingar eftir því sem við á sbr. bókanir við einstaka dagskrárliði.
Fundargerð 4. fundar skipulagsnefndar frá 21. september lögð fram til kynningar og afgreiðslu sbr. bókun við einstaka dagskrárliði.
17.1 2204012 - Umsókn um framkvæmdaleyfi við Hverfjall
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.2 2206044 - Léttsteypa byggingarleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.3 2209032 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Bergsstaða
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.4 2202011 - Lundarbrekka 2 - afskráning ræktaðs lands úr fasteignaskrá
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.5 2209020 - Hvarf - nafnabreyting og lóðastofnun
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.6 2209035 - Beiðni um heimild til vinnu deiliskipulags
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.7 2209030 - Breyting á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna jarðstrengs
Anna Bragadóttir vakti máls á mögulegu vanhæfi sínu. Sveitarstjórn mat hana vanhæfa til umfjöllunar um málið með 9 atkvæðum. Anna vék af fundi kl. 11:43.
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Anna kom aftur til fundar kl. 11:45.
17.8 2103017 - Hótel Laxá - Breyting á deiliskipulagi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.9 2206049 - Spennistöð í Reykjahlíðarþorpi
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.10 2206039 - Deiliskipulag Hóla og Lauta
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.11 2209040 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til efnistöku að Garði
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.12 1905026 - Fjósatunga - deiliskipulag
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.13 2208019 - Nípá - Umsókn um byggingarheimild
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.14 2209041 - Umsókn um stofnun lóðar og breytingu á deiliskipulagi Reykjahlíðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
17.15 2002013 - Þeistareykir - deiliskipulag
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að eiga samtal við Bjarna Reykjalín, verkefnastjóra verkefnisins um stöðu verkefnisins og næstu skref. Jafnframt óskar sveitarstjórn eftir því að Bjarni kynni verkefnið fyrir sveitarstjórn og skipulagsnefnd.
17.16 2208021 - Skipulagsnefnd - Önnur mál
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 4. fundi þann 21. september lögð fram til kynningar.
Fundargerð 3. fundar sameiningarnefndar þann 27. september var lögð fram til staðfestingar á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september 2022.
18.1 2209052 - Kosning formanns og varaformanns sameiningarnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.2 2209013 - Stjórnskipulag Þingeyjarsveitar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.3 2209046 - Verkefnisáætlun sameiningarnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.4 2208025 - Erindisbréf atvinnu- og nýsköpunarnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.5 2208026 - Erindisbréf umhverfisnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.6 2208027 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.7 2208028 - Erindisbréf skipulagsnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
18.8 2208014 - Erindisbréf fræðslu- og velferðarnefndar
Afgreiðsla sameiningarnefndar á þriðja fundi var staðfest á 8. fundi sveitarstjórnar þann 28. september.
Fundi slitið kl. 12:00.
Í umfjöllun um rekstrarreikning fyrstu 6 mánaða ársins undir dagskrárlið 2, 2208046 Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2023-2026 var byggt á upplýsingum sem komið hefur í ljós að voru rangar. Sú rekstrarniðurstaða sem kynnt var í inngangi oddvita á fundinum og birtist í upptöku er því ekki rétt og launakostnaður ofmetinn um 44,4 m.kr.
Rétt er að taka fram að óendurskoðaður rekstrarreikningur, eins og sá sem lagður var fram og lesinn upp á fundinum, er vinnuskjal við gerð fjárhagsáætlunar og gefur aðeins grófa hugmynd um reksturinn. Reikningurinn sýnir bókfærða stöðu um mitt ár og ýmsar eðlilegar skýringar kunna að vera á mismun á rauntölum og áætlun ársins. Afskriftir og innri leiga eru áætlaðar stærðir. Ályktanir á grundvelli samanburðar við heildaráætlun ársins án frekari greiningar eru því varasamar. Þannig getur innheimtufyrirkomulag fasteignaskatts og árstíðarbundnar sveiflur í innheimtu útsvars haft þau áhrif að tekjur eru minni á fyrri hluta ársins en þeim síðari, sem skekkir samanburðinn. Eins er gert ráð fyrir umtalsverðum framlögum úr Jöfnunarsjóði vegna sameiningar á síðari helmingi ársins sem mun bæta rekstrarniðurstöðuna á ársgrundvelli.
Það að rekstrarniðurstaða á fyrri helmingi ársins í óendurskoðuðu rekstrarreikningi tímabilsins sé neikvæð er því ekki til marks um að fjármálastjórnun hafi verið ábótavant á tímabilinu. Hafi mátt skilja framsetningu upplýsinganna á fundinum þannig, eru stjórnendur Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar á tímabilinu beðnir afsökunar.