Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
10.03.2016
187. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
10.03.2016
187. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. mars kl. 13:00
Fundinn sátu:
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Heiða Guðmundsdóttir, Eiður Jónsson í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 03.03.2016
Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 03. mars s.l. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 7 liðum.
2. liður fundargerðar; Lundarbrekka, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
3. liður fundargerðar; Reykir 2 í Fnjóskadal, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
4. liður fundargerðar; Árhvammur í Laxárdal, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
5. liður fundargerðar; Kasthvammur í Laxárdal, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
6. liður fundargerðar; Hafralækjarskóli lóð, umsókn um heimild til lóðastækkunar og nafnbreytingu.
Sveitarstjórn samþykkir nafnið Ásgarður sem og erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna stækkunar lóðarinnar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
2. Nýtt rekstrarleyfi – Vestmannsvatn, Guesthouse
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 3. mars s.l. þar sem Guðmundur Ágúst Jónsson sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga að Vestmannsvatni í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.
3. Nýtt rekstrarleyfi – Vallakot, Guesthouse
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 7. mars s.l. þar sem Jóhanna Magnea Stefánsdóttir sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar í Vallakoti í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.
Til kynningar:
a) Fundargerðir 835. og 836. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25