Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
12.05.2016
191. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
12.05.2016
191. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 12. maí kl. 13:00
Fundinn sátu:
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Árni Pétur Hilmarsson, Heiða Guðmundsdóttir, Ragnar Bjarnason og Baldvin Kr. Baldvinsson í forföllum Sigurðar Hlyns Snæbjörnssonar.
Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund. Hann óskað eftir að bæta á dagskrá undir 5 lið; Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingarþörf.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2015 – seinni umræða
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2015 lagður fram til síðari umræðu ásamt endurskoðunarskýrslu KPMG.
Fulltrúar T-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Ársreikningur Þingeyjarsveitar endurspeglar misgáfulegar ákvarðanir meirihluta sveitarstjórnar og því sitja fulltrúar T-lista hjá við afgreiðslu ársreiknings ársins 2015.“
Fulltrúar A-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Í ársreiknings 2015 vógu launaleiðréttingar og launahækkanir þung líkt og hjá öðrum sveitarfélögum enda ár mikilla launahækkana. Einnig var farið í umfangsmiklar skipulagsbreytingar í skólamálum. Þessar launaleiðréttingar og kostnaður vegna skipulagsbreytinga vega þyngst í niðurstöðu ársreiknings 2015 en hafa ber í huga að um einskiptiskostnað er að ræða og skipulagsbreytingar sem munu skila hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Annar rekstrarkostnaður var 25,6 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir og aðhalds því gætt í rekstri.“
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2015 samþykktur með fimm atkvæðum fulltrúa A-lista.
Fulltrúar T-lista sátu hjá. Ársreikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 19.04.2016
Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 19. apríl s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.
5. liður fundargerða; Jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar 2016-2020.
Sveitarstjórn samþykkir uppfærða jafnréttisáætlun Þingeyjarsveitar 2016-2020
7. liður fundargerðar; Sundlaugin á Laugum.
Sveitarstjórn vísar gjaldskrárbreytingu Sundlaugarinnar á Laugum til síðari umræðu.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 11.05.2016
Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 11. maí s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í níu liðum.
2. liður fundargerðar; Lundur 1, umsókn um stofnun lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.
3. liður fundargerðar; Lundur 1, umsókn um landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.
4. liður fundargerðar; Hrísgerði, umsókn um stofnun lóðar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.
5. liður fundargerðar; Rauðaskriða 2, umsókn um landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.
6. liður fundargerðar; Rauðá, umsókn um landskipti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.
9. liður fundargerðar; Hólasandur – Þeistareykir, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðarastrengs.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 þegar endanleg lagnaleið og umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
4. Erindi frá Jafnréttisstofu
Fyrir fundinum liggur boð frá Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu dags. 27. apríl s.l. um þátttöku í verkefni gegn ofbeldi. Jafnréttisstofa vinnur að umsókn um verkefnastyrk frá Evrópusambandinu sem nú auglýsir styrki til verkefna sem hafa það að markmið að efla þverfaglegt samstarf þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Sveitarfélögum, lögreglunni, heilsugæslunni, skólum og öðrum sem vinna með kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess á Norðurlandi eystra er boðið að taka þátt í verkefninu.
Sveitarstjórn þiggur boðið og samþykkir að taka þátt í verkefninu.
5. Vinna við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingarþörf.
Fyrir fundinum liggur bréf frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. maí s.l. Samband íslenskra sveitarfélaga og Stjórnstöð ferðamála hafa komist að samkomulagi um að sambandið vinni að því, í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið og verkefnisstjórn sem skipuð verður á grundvelli laga um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, að tryggja yfirsýn um ástand og uppbyggingarþörf á ferðamannastöðum um land allt. Óskað er eftir að hvert sveitarfélag tilnefni tengilið sem taki að sér að safna saman upplýsingum fyrir þessa áætlunargerð.
Samþykkt að tilnefna sveitarstjóra sem tengilið fyrir Þingeyjarsveit.
Til kynningar:
a) Fundargerð 838. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15