194. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

13.06.2016

194. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
13.06.2016


194. fundur
sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna mánudaginn 13. júní kl. 9:00 

Fundinn sátu:

Margrét Bjarnadóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson, Árni Pétur Hilmarsson, Heiða Guðmundsdóttir, Eiður Jónsson í forföllum Arnórs Benónýssonar, Ragnar Bjarnason og Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Að auki sat fundinn Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Varaoddviti setti fund.

Dagskrá:

  1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.06.2016

 

  1. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 09.06.2016

Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 9. júní s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í níu liðum.

1. liður fundargerðar; Miðhvammur, deiliskipulag.

Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna með þeim breytingum sem fram koma í svörum nefndarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að annast gildistöku tillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.

2. liður fundargerðar; Þeistareykir, umsókn um stofnun lóðar.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.

3. liður fundargerðar; Mýlaugsstaðir, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4. liður fundargerðar; Stóru-Laugar, umsókn um landskipti.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í landeignaskrá Þjóðskrár.

5. liður fundargerðar; Skógar lóð, landnr. 153338, umsókn um staðfestingu á landskiptum.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og staðfestir framlagða skiptingu Skóga með vísun til 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. og 1 mgr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.

7. liður fundargerðar; Hringvegur í Reykjadal, umsókn um framlengingu framkvæmdaleyfis.

Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út endurnýjað framkvæmdaleyfi eins og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi mælir fyrir um.

8. liður fundargerðar; Ófeigsstaðir og Rangá, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.

Sveitarstjórn samþykkir að veita umbeðinn viðbótarfrest í allt að 60 daga og heimilar ekki frekari efnistöku en orðin er, fyrr en framkvæmdaleyfi liggur fyrir.

9. liður fundargerðar; Kröflulína 4, umsókn um framkvæmdaleyfi.

Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um fyrirliggjandi framkvæmdaleyfisumsókn og í bókun nefndarinnar kemur fram rökstudd afstaða um umsókn Landsnets vegna framkvæmdaleyfis fyrir Kröflulínu 4 og tillaga um afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi vegna Kröflulínu 4 og staðfestir bókun nefndarinnar við umfjöllun um málið í heild. Jafnframt er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út framkvæmdarleyfið í samræmi við reglugerð um framkvæmaleyfi nr. 772/2012.  

Fundargerðin staðfest að öðru leyti.

Ragnar Bjarnason vék af fundi við afgreiðslu 9. liðar fundargerðar Skipulags- umhverfisnefndar vegna vanhæfis.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 9:40