202. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

03.11.2016

202. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 03. nóvember kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir breytingu á dagskrá, að færa 5. lið; Úrskurðir úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála,  undir 8. lið og aðrir liðir færast ofar á dagskrá sem því nemur.

Dagskrá:

  1. Nýtt rekstrarleyfi – Daðastaðir
  2. Nýtt rekstrarleyfi – Litlu-Laugar
  3. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 11.10.2016
  4. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20.10.2016
  5. Erindi – Lionsklúbbur Húsavíkur
  6. Erindi – Sparisjóður Suður-Þingeyinga
  7. Kostnaðaráætlun vegna lóðar Krílabæjar
  8. Úrskurðir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála

 
1. Nýtt rekstrarleyfi – Daðastaðir

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 27. október s.l.  þar sem Jóna Jónsdóttir sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar á Daðastöðum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.

2. Nýtt rekstrarleyfi – Litlu-Laugar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 25. október s.l.  þar sem Dögg Káradóttir sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar á Litlu-Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsveit. 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við nýtt rekstrarleyfi fyrir sitt leyti.

3. Fundargerð Brunavarnanefndar frá 11.10.2016

Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 11. október s.l.  Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í þremur liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

4. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20.10.2016

Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20. október s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fjórum liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

Ragnar Bjarnason tók ekki þátt við afgreiðslu 3. liðar fundargerðar vegna vanhæfis. 

5. Erindi – Lionsklúbbur Húsavíkur

Lionsklúbbi Húsavíkur hefur staðið fyrir forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini og óskar eftir áframhaldandi stuðningi Þingeyjarsveitar næstu fimm árin. Lionsklúbbur Húsavíkur hóf samstarf við Heilbrigðisstofnun Þingeyinga um verkefnið árið 2012.

Sveitarstjórn samþykkir kr. 100.000 á ári, næstu fimm árin og vísar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2017.

6. Erindi – Sparisjóður Suður-Þingeyinga

Tekið fyrir að nýju erindi frá formanni stjórnar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, Ara Teitssyni, dags. 29. júní s.l. þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í stofnfjáraukningu sparisjóðsins.

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í stofnfjáraukningu Sparisjóðs Suður-Þingeyinga að fjárhæð þrjár millj. kr. og styrkja þar með fjárhagslega stöðu sjóðsins. Sparisjóðurinn er mikilvægur samfélaginu, íbúum og atvinnuuppbyggingu heima í héraði. Þá er sparisjóðurinn rekinn á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar frekar en vænts hagnaðar af hlutafé sem fellur að 65. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Erindinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

7. Kostnaðaráætlun vegna lóðar Krílabæjar

Lögð fram og tekin til umræðu kostnaðaráætlun ásamt lóðaruppdrætti vegna endurbóta á leikskólalóð leikskólans Krílabæjar sem unnin er af Landslagi ehf.

Samþykkt að vísa kostnaðaráætlun og lóðaruppdrætti  til umfjöllunar í Fræðslunefnd.  

8. Úrskurðir Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála

Úrskurðir úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindarmála nr. 95/2016 og 96/2016 lagðir fram til kynningar. Þann 12. júlí s.l. var útgáfa sveitarstjórnar á framkvæmdaleyfum kærð til úrskurðarnefndarinnar, annars vegar fyrir framkvæmd Þeistareykjalínu 1 og hins vegar framkvæmd Kröflulínu 4 þar sem Landvernd (kærandi) krafðist stöðvunar framkvæmda til bráðabirgða og varð nefndin við því. Nefndin skilaði úrskurði þann 27. október s.l

Úrskurðaorð úrskurðar nr. 95/2016 eru eftirfarandi:

„Felld er úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 13. apríl 2016 um að samþykkja framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1 til handa Landsneti hf.“

Úrskurðaorð úrskurðar nr. 96/2016 eru eftirfarandi:

„Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 13. júní 2016 um að samþykka framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 4 til handa Landsneti hf.“

            Ragnar Bjarnason yfirgaf fundinn undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis.

Til kynningar:

a)      Fundargerð 26. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga

b)     Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 21.09.2016

c)      Fundargerð 186. fundar HNE 

d)     Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 23.09.2016

e)      Fundargerð fundar stjórnar DA

f)       Fundargerð fundar stjórnar Leigufélags Hvamms

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:25