Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
09.02.2017
209. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 09. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Eiður Jónsson
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 8. lið „Vegvísir samstarfsnefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans“
Samþykkt samhljóða
Dagskrá:
Til kynningar:
a ) Aðalfundur Eyþings
1. Svartárvirkjun – staða verkefnis – fulltrúar frá SSB Orku og Verkís.
Pétur Bjarnason frá SSB Orku og Jóhannes Ófeigsson frá Verkís komu til fundarins og kynntu stöðu mála vegna Svartárvirkjunar. Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi sat einnig fundinn undir þessu lið.
2. Ljósleiðari – styrkur frá Fjarskiptasjóði.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Fjarskiptasjóð um styrkveitinguna.
Samþykkt með 6 atkv. Ragnar Bjarnason sat hjá.
3. Leiga á Laugavelli.
Lagt fram erindi frá Haraldi Bóassyni f.h. Dalakofans, þess efnis að fá Laugavöll til leigu næstu 4 ár 2017-2020 að báðum árunum meðtöldum.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga til samninga við forsvarsmenn Dalakofans ehf. á grundvelli erindisins.
Samþykkt samhljóða.
4. Fulltrúaráð Eyþings- tilnefning varamanns.
Eyþing óskar eftir að varafulltrúi verði skipaður fyrir hvern aðalfulltrúa. Aðalfulltrúi Þingeyjarsveitar er Arnór Benónýsson.
Oddviti gerir tillögu um Margréti Bjarnadóttur sem varafulltrúa í fulltrúaráði Eyþings til tveggja ára. Samþykkt með 5 atkvæðum. Fulltrúar T-listans sátu hjá.
5. Ósk um stuðning við verkefnið „1 Blár strengur“ og rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi.
Tekið fyrir erindi frá Hrafnhildi Ýr Denke f.h. hönd verkefnisins „1 Blár strengur“ sem er átaksverkefni sem nemendur og kennarar á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri hafa lagt af stað með og gengur útá að vekja athygli á kynferðisofbeldi gagnvart drengjum. Fjárhæð styrks sem sótt er um er 200.000 kr.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.
6. Gámavöllur.
Jónas Halldór Friðriksson sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu mála. Jónas lagði fyrir fundin tillögu að gjaldskrá og tillögu að opnunartíma.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við gjaldskrá um sorphirðu í Þingeyjarsveit eins og hún liggur fyrir fundinum og opnunartíma á gámavellinum við Stórutjarnir mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 16:00-18:30, laugardagar frá 11:00-13:00. Einnig samþykkt að auglýsa eftir starfmanni við gámasvæðið í 30 % starf.
Viðauki við gjaldskrá um sorphirðu í Þingeyjarsveit vegna gámavallar.
2. gr.
Þar sem sorphirða fer fram samkvæmt sérstakri þjónustubeiðni skal innheimta sorphirðugjaldsins
vera samkvæmt reikningi fyrir sannanlegum kostnaði.
Verð á klippikorti fyrir gámasvæði (4m3 af úrgangi), heimili 8.300 – kr.
ATK! Eitt ókeypis kort fylgir hverju heimili einu sinni á ári.
Gjöld rekstraraðila:
Fyrir áætlað lágmarksmagn allt að 100 kr. eða 1,5 m3 skal greiða móttöku- og flutningsgjald kr. 3.900 og í urðunargjald kr. 4.400 eða samtals kr. 8.300
Fyrir hvert kíló umfram 100 kg greiðist samtals í móttöku- og flutningsgjald 39 kr. og 44 kr. í urðunargjald og fyrir hvern 1,5 m3 umfram 1,5 m3 bætist við 3.900 kr. fyrir móttöku- og flutningsgjald og 4.400 kr. í urðunargjald.
Ekki er tekið gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarðar, heyrúlluplast, ýmis spilliefni úrelt ökutæki.
7. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 03.02.2017.
Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 03.02. sl. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er einn liður.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur nefndarinnar.
8. Vegvísir samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans .
Kynning á vegvísi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans.
Oddviti gerir að tillögu sinni að Margrét Bjarnadóttir, Heiða Guðmundsdóttur og Ragnar Bjarnason skipi vinnuhóp fyrir hönd sveitarstjórnar til að vinna þetta mál og leggi fyrir næsta fund tillögu um starfs- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
Samþykkt.
Til kynningar:
a) Aðalfundur Eyþings
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:10