Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
23.02.2017
210. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Heiða Guðmundsdóttir
Eiður Jónsson í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
Til kynningar:
a) Fundargerðir 291. og 292. funda stjórnar Eyþings
b) Fundargerð 846. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
c) Fundargerð 2. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga (HNÞ)
d) Fundargerðir stjórnar Dvalarheimilis aldraðra sf. frá 12.12.2016 og 30.01.2017
e) Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 20.01.2017
f) Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
1. Vegvísir samstarfsnefndar
Á fundi sveitarstjórnar þann 9. febrúar s.l. skipaði sveitarstjórn vinnuhóp til að vinna verkefni í samræmi við vegvísi samstarfsnefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans.
Vinnuhópurinn lagði fram tillögu um starfs- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Í tillögunni er lagt til að heildarfjöldi fulltrúa kennarar verði sex, þrír í hvorum grunnskóla fyrir sig og
greidd verði yfirvinna fyrir þá vinnu, átta tíma á hvern fulltrúa. Fulltrúar sveitarfélagsins eru þrír (skipaður vinnuhópur) og fá greidd nefndarlaun fyrir sína vinnu, áætlaðir sex fundir.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu vinnuhópsins um starfs- og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið.
2. Þingeyjarskóli – viðauki
Tekinn til umræðu síðasti áfangi á endurnýjun þaks á Þingeyjarskóla. Fyrir liggur kostnaðaráætlun að upphæð 5.1 m.kr.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Þegar starfsstöðvar Þingeyjarskóla voru sameinaðar í eina í húsnæði Hafralækjarskóla lá fyrir að ráðast þyrfti í umfangsmiklar viðgerðir á þaki húsnæðisins. Hér er um að ræða lokaáfanga í því verki. Þar sem ekki var gert ráð fyrir þessu verki í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð 5.2 m.kr. sem mætt verður með skammtímalántöku. Þessi samþykkt er gerð til að koma í veg fyrir að þessi framkvæmd skerði fyrirhugað viðhald á vinnuumhverfi nemenda og starfsfólks.“
Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.
Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
„Það er skoðun fulltrúa T-lista að húsnæði Hafralækjarskóla hefði átt að gefa eða selja á hrakvirði fyrir mörgum árum. Peninga sem búið er að eyða í vitleysu er ekki hægt að nota sem afsökun til að eyða meiri peningum í vitleysu.
Fulltrúar T-lista greiða því atkvæði gegn tillögu oddvita.“
3. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.02.2017
Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. febrúar s.l. Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.
1. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, aðal- og deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillögu að deiliskipulagi með þeim breytingum og svörum sem fram koma í bókun Skipulags- og umhverfisnefndar við athugasemdum og umsögnum á auglýsingatíma tillagnanna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku tillagnanna eins og skipulagslög mæla fyrir um.
Ragnar Bjarnason sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
3. liður fundargerðar; Umhverfi Goðafoss, breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa hana eins og 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
4. liður fundargerðar; Laugar í Reykjadal, hugmyndir að nýjum íbúðarhúsalóðum.
Sveitarstjórn tekur undir tillögu nefndarinnar að kanna nánar möguleika á að skipuleggja nýjar íbúðarhúsalóðir í Laugahverfinu og samþykkir að umræddar hugmyndir verði kynntar fyrir forsvarsmönnum Framhaldsskólans á Laugum og Fasteignum ríkissjóðs þar sem kannaður verði vilji þeirra til samstarfs við sveitarfélagið.
5. liður fundargerðar; Kjarnagerði í landi Breiðaness, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðin að öðru leyti.
4. Sameiginleg barnaverndarnefnd – tillaga framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. (HNÞ)
Tillaga framkvæmdastjórnar HNÞ um sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga HNÞ tekin til afgreiðslu öðru sinni. Í tillögunni er gert ráð fyrir því að fulltrúaráð HNÞ skipi sameiginlega barnaverndarnefnd, Barnaverndarnefnd Þingeyinga, fyrir starfssvæði sitt skv. tilnefningum frá sveitarfélögunum. Óskað er eftir formlegri afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna á tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. á grundvelli 3. mgr. 10. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, sbr. bókun fulltrúaráðs byggðasamlagsins 18. nóvember 2016 og bætist svohljóðandi liður
við verkefnalista 3. gr. stofnsamnings byggðasamlagsins „Barnaverndarnefnd skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002“.
Um frekari útfærslu er vísað til erindisbréfs fyrir nefndina sem framkvæmdastjórn byggðasamlagsins hefur samið í umboði fulltrúaráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:25