Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
04.05.2017
215. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 04. maí kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Heiðu Guðmundsdóttur
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Árni Pétur Hilmarsson boðaði forföll
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
1. Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 – fyrri umræða
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2016 lagður fram til fyrri umræðu. Arnar Árnason endurskoðandi KPMG mætti til fundarins og fór yfir reikninginn. Einnig sat skrifstofustjóri fundinn.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt rekstrarreikningi A og B hluta var jákvæð um 53,1 millj.kr. þar af í A hluta 47 millj.kr. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 14,9 millj.kr. neikvæðri rekstrarniðurstöðu í samstæðunni. Á heildina litið er jákvætt frávik frá áætlun 68 millj.kr. í samanteknum ársreikningi A og B hluta. Frávikið skýrist af hærri tekjum Jöfnunarsjóðs en áætlað var og aðhaldi í rekstri. Veltufé frá rekstri er 92,7 millj.kr. og handbært fé frá rekstri er 38,5 millj.kr. Skuldahlutfall A og B hluta er 58,3% en var 62,4% árið 2015.
Sveitarstjórn þakkar starfsfólki Þingeyjarsveitar góðan árangur í rekstri sveitarfélagsins. Samþykkt að vísa ársreikningi 2016 til seinni umræðu í sveitarstjórn.