Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
15.06.2017
218. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 15. júní kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
Til kynningar:
a) Fundargerð 296. fundar stjórnar Eyþings
b) Skýrsla RHA um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna
c) Fundargerð fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga frá 3.05.2017
1. Einbúavirkjun – kynning
Til fundarins mættu fulltrúar Einbúavirkjunar og kynntu verkefnið og hugmyndir fyrir sveitarstjórn. Skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
2. Rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuð ársins, samanborið við fjárhagsáætlun 2017. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðunni sem heilt yfir er samkvæmt áætlun.
3. Samningur um Sörlastaði
Fyrir fundinum liggur samningur milli Þingeyjarsveitar og Hestamannafélagsins Léttis um leigu á Sörlastöðum. Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningnum en um er að ræða endurnýjun samnings með nokkrum áherslubreytingum.
Sveitarstjórn staðfestir samninginn og samþykkir að tilnefna Ásvald Ævar Þormóðsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í Sörlastaðanefnd sbr. 3. gr. samningsins.
4. Fundargerð Fræðslunefndar frá 07.06.2017
Lögð fram fundargerð Fræðslunefndar frá 7. júní s.l. Margrét gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.
Varðandi 1. liðinn, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um 50% aukningu á stöðugildi við kennslu og 40% aukningu á stöðu stuðningsfulltrúa, tímabundið fyrir næsta skólaár.
Varðandi 4. lið fundargerðar, ósk foreldra um lengri opnunartíma á föstudögum á Barnaborg, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um að opnun Barnaborgar verði lengd til kl. 16:00 á föstudögum frá og með hausti 2017.
Varðandi 5. lið fundargerðar, bréf frá starfsfólki Krílabæjar, samþykkir sveitarstjórn tillögu nefndarinnar um að vinna við yfirborð leikskólalóðar verði kláruð þ.e. malbikun, hellulögn og þökulögn.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
5. Leikskólinn Krílabær – bréf
Fyrir fundinum liggur bréf frá starfsfólki Krílabæjar, dags. 31. maí s.l. þar sem óskað er eftir viðbótarfjármagni til að ljúka yfirborðsvinna við leikskólalóð enda sé núverandi ástand lóðar engan veginn ásættanlegt fyrir börn að leika sér á. Bréfið var einnig sent á Fræðslunefnd.
Sveitarstjórn samþykkir erindið, sbr. bókun við 4. lið fundargerðar og að framkvæmdum verði lokið eins fljótt og auðið er.
6. Vistorka – bréf
Fyrir fundinum liggur bréf frá Guðmundi H. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Vistorku ehf. dags. 29. maí s.l. um styrk frá Orkusjóði. Vistorka, Eimur og Norðurorka í samstarfi við ellefu sveitarfélög á Norðurlandi (þ.á.m. Þingeyjarsveit) sendu 30. september 2016 til Orkusjóðs, umsókn um styrk til uppbyggingar innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Orkusjóður veitti hámarksstyrk, 50% af áætluðum kostnaði við uppsetningu sjö hraðhleðslustöðva og fimm
„semi“ hleðslustöðva. Í framhaldinu leitaði Vistorka, f.h. sveitarfélaganna upplýsinga um uppbyggingu, tilboða um búnað, rekstur, viðhald, innheimtu o.fl. Tilboð bárust frá Orku
náttúrunnar og Ísorku og í báðum tilfellum innifela tilboðin alla þá þjónustu og þær skyldur sem úthlutun Orkusjóðs kveður á um. Sveitarstjóri kynnti málið fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í verkefnið og felur sveitarstjóra ásamt Guðmundi hjá Vistorku að semja við annan hvorn aðilann, Orku náttúrunnar eða Ísorku.
7. Aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf.
Lagt fram aðalfundarboð Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga hf, fundurinn verður þann 21. júní á Hótel Eddu í Ljósavatnsskarði.
Samþykkt að Margrét Bjarnadóttir fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.
8. Rekstrarleyfi – Fljótsbakki
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 2. júní s.l. þar sem Emil Tómasson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Fljótsbakka í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
9. Rekstrarleyfi – Klambrasel
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 1. júní s.l. þar sem Gunnar Hallgrímsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Klambraseli í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
10. Rekstrarleyfi – Breiðamýri
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 12. júní s.l. þar sem Friðgeir Sigtryggsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Breiðumýri í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00