Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
29.06.2017
219. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 29. júní kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Eiður Jónsson í forföllum Ásvalds Þormóðssonar
Heiða Guðmundsdóttir
Ingibjörg Lukka Stefánsdóttir í forföllum Árna Péturs Hilmarssonar
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson
Margrét Sólveig Snorradóttir ritaði fundargerð
Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi undir 5. lið
Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir að bæta á dagskrá undir 5. lið; Breyting á gildandi deiliskipulagi Reykjadals, land Hóla og Lauta og undir 6. lið; Erindi frá Einbúavirkjun ehf.
Dagskrá:
1. Rekstrarleyfi – Fermata North
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 14. júní s.l. þar sem Helga Arngrímsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Hólaveg 3 Laugum. Umsækjandi er með gilt leyfi fyrir heimagistingu í flokki I en er að stækka við sig.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
2. Rekstrarleyfi – Guesthouse Hvítafell
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 10. maí s.l. þar sem Kristjana Kristjánsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Hvítafelli Laugum. Bætir við neðri hæð í íbúðarhúsi á leyfið.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
3. Rekstrarleyfi – Láfsgerði
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 16. maí s.l. þar sem Hólmfríður Sólveig Haraldsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Láfsgerði. Bætir við húsi inn á lóð þar sem hún er með rekstrarleyfi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007
4. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.06.2017
Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 22. júní sl. Sigurður Hlynur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.
2. liður fundargerðar; Mýri í Bárðardal. Umsókn um stofnun lóðar.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lóðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina í Fasteignaskrá eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
5. Breyting á gildandi deiliskipulagi Reykjadals, land Hóla og Lauta.
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Hóla og Lauta.
Sveitarstjórn samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Hóla og Lauta.
6. Erindi frá Einbúavirkjun ehf.
Erindi frá Einbúavirkjun ehf. þar sem óskað er eftir því við sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að gerðar verði nauðsynlegar breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna byggingar virkjunarinnar. Ragnar Bjarnason vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15