220. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

17.08.2017

220. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson

Margrét Bjarnadóttir

Ásvaldur Ævar Þormóðsson

Heiða Guðmundsdóttir

Árni Pétur Hilmarsson

Ragnar Bjarnason

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir

Oddviti setti fund.

Dagskrá:

1.      Vinátta í verki

2.      Greið leið ehf. – lokaáfangi hlutafjáraukningar 

3.      Náttúrustofa Norðausturlands – samkomulag

4.      Æskulýðs- og íþróttafulltrúi

5.      Námsgögn fyrir grunnskóla 2017-2018

6.      Rekstrarleyfi – Þinghúsið Aðaldal

7.      Rekstrarleyfi – Árhólar 

 

Til kynningar:

 

a)      Fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

b)     Fundargerðir stjórnar DA frá 14.06.2017 og 22.06.2017 ásamt ársreikningi og áætlun

 

1.      Vinátta í verki

Þann 27. júní s.l. barst sveitarfélaginu styrkbeiðni  frá landssöfnuninni Vinátta í verki, vegna hamfaranna sem urðu á Grænlandi þann 18. júní í sumar. Sveitarstjórn samþykki í tölvupósti þann 14. júlí s.l. að leggja landssöfnuninni lið með því að veita 100 þús.kr. styrk.

 

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.

 

2.      Greið leið ehf. – lokaáfangi hlutafjáraukningar

Lagt fram bréf frá Pétri Þór Jónassyni, formanni stjórnar Greiðrar leiðar ehf. dags. 25.07.2017, vegna lokaáfanga hlutafjáraukningar í félaginu sem er að upphæð 40 millj.kr. Forkaupsréttur Þingeyjarsveitar að hlutafé er að upphæð  kr. 6.915.977.

 

Sveitarstjórn samþykkir hlutafjáraukningu sveitarfélagsins í Greiðri leið ehf. fyrir árið 2017. Samkvæmt fjárhagsáætlun eru 6 millj.kr. í hlutafjáraukningu áætlaðar og samþykkir sveitarstjórn viðauka við fjárhagsáætlun 2017 kr. 916 þúsund til viðbótar sem mætt verður með handbæru fé. 

 

3.      Náttúrustofa Norðausturlands – samkomulag

Fyrir fundinum liggur samkomulag sveitarfélaganna Þingeyjarsveitar, Norðurþings, Skútustaðahrepps og Tjörneshrepps, dags. 12.júlí s.l. um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands fyrir árið 2017. Undanfarin ár hafa sveitarfélögin rekið Náttúrustofu Norðaustanlands skv. samningi við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Rekstrarframlag Þingeyjarsveitar er 400 þús.kr. 

 

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um rekstur fyrir árið 2017.

 

4.      Æskulýðs- og íþróttafulltrúi

Oddviti tók til umræðu starf  æskulýðs- og íþróttafulltrúa og möguleika á samstarfi við Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) um sameiginlegan starfsmann. Oddviti lagði fram þá tillögu að vísa málinu til Félags- og menningarmálanefndar til umræðu og útfærslu í samræmi við umræður á fundinum.

 

Samþykkt samhljóða.

 

5.      Námsgögn fyrir grunnskóla 2017-2018

Oddviti vakti máls á kostnaði námsganga nemenda við grunnskóla, þeim möguleika að þau verði gjaldfrjáls fyrir öll grunnskólabörn í sveitarfélaginu og stuðla þannig að jafnrétti nemenda til náms. Oddviti lagði fram þá tillögu að fela sveitarstjóra, í samráði við skólastjóra beggja grunnskólanna, að vinna að málinu hvað varðar kostnað og útfærslu fyrir skólaárið 2017-2018.

 

Samþykkt samhljóða.

 

 6.      Rekstrarleyfi – Þinghúsiðið Aðaldal

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 11. júlí s.l. þar sem Jón Gauti Böðvarsson sækir um rekstrarleyfi, flokkur III – gististaður með veitingum, í Þinghúsinu Aðaldal í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

7.      Rekstrarleyfi – Árhólar

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 13. mars s.l. þar sem Hallgrímur Hallsson sem forsvarsmaður H. Hallsson ehf. sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, á Árhólum í Þingeyjarsveit.

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15