224. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

12.10.2017

224. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 12. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri 

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

 

Dagskrá: 

  1. Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 2017
  2. Tilnefning varamanna í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs
  3. Tilnefning fulltrúa í fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ)
  4. Samstarfssamningur við Brunavarnir á Austurlandi 
  5. Endurnýjun á samstarfssamningi við Þekkingarnet Þingeyinga
  6. Gatnagerðargjald

Til kynningar:

a)      Fundargerð 299. fundar stjórnar Eyþings

b)     Fundargerð stjórnar DA frá 28.08.2017 og 27.09.2017

c)      Fundargerð stjórnar Leigufélags Hvamms frá 27.09.2017

d)     Ályktun frá samráðsfundi Félags stjórnenda leikskóla 28.- 29. september 2017

e)      Ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa

                                                                                     

1. Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 2017

Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október n.k. lögð fram og yfirfarin. Á kjörskrá eru 679 aðilar.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita kjörskrána og veitir henni fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma upp fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Kjörskráin mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til 28. október n.k.

 

2. Tilnefning varamanna í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 26. september s.l.

þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit tilnefni tvo varamenn í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs. Samkvæmt lögum nr. 101/2016 um breytingu á lögum nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð skulu sömu aðilar og tilnefna aðalmenn í svæðisráð þjóðgarðsins einnig tilnefna jafnmarga varamenn. Á Rekstrarsvæði 1 er Ásvaldur Ævar Þormóðsson aðalmaður og á Rekstrarsvæði 4 er Heiða Guðmundsdóttir aðalmaður. 

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Margréti Bjarnadóttur sem varamann á Rekstrarsvæði 1 og Árni Pétur Hilmarsson sem varamann á Rekstrarsvæði 4 í Vatnajökulsþjóðgarði. 

 

3. Tilnefning fulltrúa í fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ)

Lagt fram erindi frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu dags. 26. september s.l. þar sem óskað er eftir því að Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Norðurþing tilnefni sameiginlegan einn fulltrúa í fagráð Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn (RAMÝ) til næstu fimm ára. Samkvæmt 15. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, skal tilnefna bæði karl og konu. 

Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Arnheiði Rán Almarsdóttur líftækni og dr. Helga Arnar Alfreðsson jarðefnafræðing í fagráð RAMÝ fyrir hönd Þingeyjarsveitar í samstarfi við Skútustaðahrepp og Norðurþing.

 

4. Samstarfssamningur við Brunavarnir á Austurlandi

Lögð fram drög að samstarfssamningi milli Brunavarna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar og Brunavarna á Austurlandi. Um er að ræða samstarfi ef upp kemur ákveðið ástand vegna útkalls eða annarra lögbundinna starfa viðkomandi slökkviliða á hálendinu.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög um samstarf. 

 

5. Endurnýjun á samstarfssamningi við Þekkingarnet Þingeyinga

Lögð fram drög að endurnýjun samstarfssamnings við Þekkingarnet Þingeyinga. Samningurinn snýst um árlegt fjárframlag sveitarfélagsins til atvinnuskapandi rannsóknaverkefna háskólanema í heimahéraði.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög um samstarf og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn.   

 

6. Gatnagerðargjald

Tekið til umræðu gatnagerðargjöld í framhaldi af auglýsingu lausra lóða í sveitarfélaginu. Skipulags- og byggingarfulltrúi mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir útreikningi gatnagerðargjalda.

Sveitarstjórn samþykkir að veita 70% afslátt af gatnagerðargjöldum við úthlutun lóða, samkvæmt a) lið 3. gr. samþykktar um gatnagerðargjald, sem tilbúnar eru til úthlutunar og auglýstar hafa verið, þ.e. við Stórutjarnir og á Laugum. Afláttur er tímabundinn, gildir frá 12. október 2017 til og með 30. júní 2018 og miðast við úthlutun lóða.  

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45