Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
30.11.2017
227. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Heiða Guðmundsdóttir
Árni Pétur Hilmarsson
Eiður Jónsson í forföllum Margrétar Bjarnadóttur
Ásvaldur Ævar Þormóðsson
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
Til kynningar:
a) Fundargerð stjórnar DA frá 15.11.2017
b) Ályktun Aðalfundar Eyþings 2017
c) Fundargerð aðalfundar Eyþings 2017
1. Gjaldskrár 2018 – fyrri umræða
Gjaldskrár 2018 teknar til umræðu. Áætlað að almennt hækki gjaldskrár um 2,7% en gjaldskrár leikskóla, tónlistarskóla, mötuneytis og sorphirðu verði óbreyttar.
Sveitarstjórn vísar gjaldskrám 2018 til síðari umræðu.
2. Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2018-2021 – fyrri umræða
Fjárhagsáætlun Þingeyjarsveitar 2018-2021 tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjóri gerði grein fyrir áætluninni ásamt skrifstofustjóra sem sat fundinn undir þessum lið.
Oddviti lagði til að samþykkt yrði, með vísan í 3. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995, að fasteignaskattur fyrir árið 2018 verði óbreyttur eða 0,625% í A flokki, 1,32% í B flokki og 1,65% í C flokki.
Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi breytingartillögu:
Fulltrúar T lista leggja til að fasteignaskattur í A flokki verði lækkaður í 0,59% en verði óbreyttur í B og C flokki.
Breytingatillaga T lista borin upp til atkvæða.
Tillagan felld með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.
Tillaga oddvita borin upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista gegn tveimur atkvæðum fulltrúa T lista.
Sveitarstjórn vísar fjárhagsáætlun 2018-2021 til síðari umræðu.
3. Leikskólalóðin við Krílabær – viðauki
Sveitarstjóri gerði grein fyrir kostnaði vegna framkvæmda á leikskólalóð Krílabæjar. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann15. júní s.l. að ljúka framkvæmdum á lóð fyrr en áætlað var. Kostnaður er um 8 milljónir.
Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum fulltrúa A lista, viðauka að upphæð 8 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2017 vegna framkvæmda við lóð Krílabæjar sem mætt verður með handbæru fé. Fulltrúar T lista sátu hjá.
4. Heilsueflandi samfélag í Þingeyjarsveit
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti með Gunnhildi Hinriksdóttur í framhaldi af erindi sem lagt var fram á síðasta fundi sveitarstjórnar um heilsueflandi samfélag í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að hefja vinnu og undirbúning við að Þingeyjarsveit verði heilsueflandi samfélag og felur sveitarstjóra að vinna að framgöngu málsins í samráði við Gunnhildi Hinriksdóttur. Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti.
5. Aflið – styrkbeiðni
Lögð fram styrkbeiðni frá stjórn Aflsins, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, dags. 20. nóvember sl. þar sem óskað er eftir fjárstyrk til að styðja við starfsemina.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk að upphæð 150.000 til starfseminnar og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2018.
Oddviti óskað eftir breytingu á dagskrá, um að færa 9. lið; Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20.11.2017, undir 6. lið og aðrir liðir færist neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
6. Fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20.11.2017
Lögð fram fundargerð Félags- og menningarmálanefndar frá 20. nóvember s.l. Heiða gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 5 liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.
Heiða yfirgaf fundinn eftir afgreiðslu þessa liðar.
7. Fundargerð Brunavarnanefnda frá 07.11.2017
Lögð fram fundargerð Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 7. nóvember s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 5 liðum.
4. liður fundargerðar; Starfshlutfall slökkviliðsstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu nefndarinnar um að starfshlutfall slökkviliðsstjóra verði aukið í 100% þar sem ljóst er að umsvif starfsins eru sífellt að aukast og felur sveitarstjóra að ræða við Skútustaðahrepp um framgang málsins.
Sveitarstjórn staðfesti fundargerðina fyrir sitt leyti og vísar henni til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.
8. Fundargerð Fræðslunefndar frá 07.11.2017 og 20.11.2017
Lagðar fram tvær fundargerðir Fræðslunefndar frá 7. og 20. nóvember s.l. Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundargerðunum, fyrri fundargerðin er í 4 liðum og seinni í 5 liðum.
Varðandi 3 lið fundargerð frá 07.11.2017; Daglegur opnunartími leikskóla og sumarlokun næsta sumar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breyttan opnunartíma í leikskólanum Tjarnaskjóli og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar og vísar þeim til gerðar fjárhagsáætlunar 2018-2021.
9. Fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15.11.2017
Lögð fram fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 15. nóvember s.l. Ávaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 3 liðum.
3. liður fundargerðar; Múli 1, umsókn um heimild til landskipta.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð vegna landskiptanna eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:52