Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
01.03.2018
232. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 01. mars kl. 13:00
Arnór Benónýsson
Margrét Bjarnadóttir
Nanna Þórhallsdóttir í forföllum Ásvaldar Ævars Þormóðssonar
Árni Pétur Hilmarsson
Eiður Jónsson í forföllum Heiðu Guðmundsdóttur
Ragnar Bjarnason
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson.
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri
Oddviti setti fund.
Dagskrá:
Til kynningar:
a) Tilnefning Landsvirkjunar í samráðsnefnd Þingeyjarsveitar og Landsvirkjunar
b) Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
1. Deiliskipulag við Hafralæk
Tekið til umræðu deiliskipulag við Hafralæk frá árinu 1989 ásamt breytingu á deiliskipulaginu frá árinu 1996. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir nokkrum íbúðalóðum í nágrenni við Víðigerði og Leikskólann Barnaborg. Einnig tekið til umræðu önnur þróunarsvæði undir íbúðalóðir í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að uppfæra eldra deiliskipulag við Hafralæk og felur skipulags- og byggingarfulltrúa málsmeðferð. Í framhaldinu verða auglýstar lóðir.
2. Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027 – fyrri umræða
Lögð fram Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027 til fyrri umræðu. Umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda sat fundinn undir þessum lið og fór yfir áætlunina.
Húsnæðisáætlun Þingeyjarsveitar 2017-2027 vísað til seinni umræðu.
3. Þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn – samantekt upplýsinga til starfshóps
Fyrir liggur samantekt upplýsinga um þörf á þriggja fasa rafmagni í sveitarfélaginu sem óskað var eftir af starfshópi á vegum Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins samkv. bréfi dags. 8.02.2018. Umsjónarmaður fasteigna og framkvæmda sat fundinn undir þessum lið og fór yfir samantektina.
Sveitarstjórn samþykkir samantektina með áorðnum breytingum og felur umsjónarmanni fasteigna og framkvæmda að koma upplýsingunum til starfshóps ráðuneytisins.
4. Erindi frá Fallorku ehf. – ósk um einfalda ábyrgð
Fyrir fundinum liggur erindi frá Andra Teitssyni, framkvæmdastjóra Fallorku ehf., dótturfélags Norðurorku, dags. 8. febrúar s.l. þar sem óskað er eftir einfaldri ábyrgð sveitarfélagsins á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppbyggingar vatnsaflsvirkjunar og framleiðslu sem mun verða veitt inn á dreifikerfi Norðurorku hf. Með því eykst framboð raforku í landshlutanum og bætir svigrúm til að mæta almennt eftirspurn eftir raforku. Óskað er eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitafélagsins eftir eignarhluta þess í Norðurorku hf.
Norðurorka hf. er opinbert fyrirtæki, 100% í eigu sveitarfélaga.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Fallorku ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 650.000.000, (5.000.000 EUR) með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánssamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Fallorka ehf. er 100% í eigu Norðurorku hf. Eignarhlutur Þingeyjarsveitar í Norðurorku hf. er 0,18% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 1.170.000.
Lánið er tekið til byggingar nýrrar 3,3 MW vatnsaflsvirkjunar í Glerá ofan Akureyrar, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Andra Teitssyni kt. 241266-3709, framkvæmdastjóra Fallorku ehf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Þingeyjarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Þá skal tilkynning um vanefndir, sbr. 5. gr. lánasamnings, send sveitarfélaginu beint og milliliðalaust.
Fulltrúar T- lista sátu hjá og lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við fulltrúar T-lista getum ekki samþykkt að sveitarfélagið gangist í ábyrgð fyrir láni í erlendri mynt þar sem allar tekjur sveitarfélagsins eru í íslenskum krónum.
5. Rekstrarleyfi – Berg-Hostel
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 26. febrúar s.l. þar sem Hákon Gunnarsson, forsvarsmaður Bragabótar ehf, sækir um rekstrarleyfi, flokkur II – gististaður án veitinga, í Árbót í Þingeyjarsveit. Heiti reksturs er Berg-Hostel.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis- og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:08