241. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

13.09.2018

241. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 13. september kl. 13:00

Fundarmenn

Fundarmenn 

Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Einar Örn Kristjánsson, varamaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður. 

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund.

 

Dagskrá: 

1.      Þorgeirskirkja: Beiðni um styrk - 1808020

Tekið fyrir að nýju bréf frá sóknarnefnd Þorgeirskirkju, dags. 15.08.2018, beiðni um styrk vegna stækkunar bílastæðis við Þorgeirskirkju. Áætlaður kostnaður við verkið er um 4,4 milljónir kr.

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu en felur sveitarstjóra að fylgjast með framvindu málsins.

 

2.      Húsnæðismál: Sala eigna - 1808029

Tekin fyrir að nýju umræða um húseignir sveitarfélagsins og möguleg sala eigna.

Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að fá fasteignasala til að verðmeta Melgötu 8a og Hólaveg 8.

 

 

3.      Framhaldsskólinn á Laugum: 30 ára afmæli - 1809022

Framhaldsskólinn á Laugum mun halda upp á 30 ára afmæli sitt þann 1. desember n.k. Af því tilefni vill sveitarfélagið færa skólanum afmælisgjöf.

Sveitarstjórn samþykkir að gefa Framhaldsskólanum á Laugum afmælisgjöf, fjárhæð að upphæð 1,3 milljónir kr. til tækjakaupa fyrir nemendur og samþykkir þá fjárhæð sem viðauka við fjárhagsáætlun 2018 sem mætt verði með handbæru fé.

 

4.      Fundaáætlun sveitarstjórnar: Breyting - 1806012

Fundaáætlun sveitarstjórnar var lögð fram á fundi sveitarstjórnar þann 14. júní s.l.

Vegna landsþings og fjármálaráðstefnu sambands íslenskra sveitarfélaga 2018 lagði oddviti fram eftirfarandi breytingartillögu á fundaáætlun:

Í stað fundar þann 27. september verði fundur 4. október og í stað fundar þann 11. október verði fundur 18. október. Fundur sem áætlaður var 25. október fellur niður. Fundaáætlun helst óbreytt að öðru leyti.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu oddvita. Fundaáætlun sveitarstjórnar verður uppfærð á heimasíðu sveitarfélagsins.   

 

5.      Snjómokstur: Samningar - 1809021

Verksamningar um snjómokstur á heimreiðum í sveitarfélaginu teknir til umræðu. Árið 2016 voru gerðir nýir samningar eftir endurskipulagningu sem snéri að skilgreiningu snjómoksturssvæða, verklagsreglum, tækjabúnaði og töxtum. Samningarnir giltu til tveggja ára.

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja verksamninga um heimreiðamokstur til næstu tveggja ára.

 

6.      Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerð frá 30.08.2018 -1804034

Lögð fram fundargerð 58. fundar Félags- og menningarmálanefndar frá 30. ágúst s.l. Hanna Jóna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.

 

7.      Brunavarnanefnd Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar: Fundargerð frá 06.09.2018 - 1809018 

Lögð fram fundargerð 24. fundar Brunavarnanefndar Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar frá 6. september s.l. Arnór gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina fyrir sitt leyti.

  

8.      Félagsheimilið Ýdalir: Þakviðgerðir - 1809017

Þak Félagsheimilisins Ýdala þarfnast viðgerða vegna leka.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram, afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

9.      Samstarf í landshlutasamtökum og á héraðsvísu -1808035

Tekið til umræðu samstarf í landshlutasamtökum og á héraðsvísu. Oddviti gerði grein fyrir fundi fulltrúaráðs Héraðsnefndar Þingeyinga og samráðsfundi Eyþings.

 

10.  Samkomulag um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands -1809016

Sveitarfélögin Norðurþing og Skútustaðahreppur reka Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) skv. samningi við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þingeyjarsveit hefur samþykkt þátttöku í rekstri NNA árlega með sérstöku framlagi án þess að vera formlegur aðili. Mótframlag sveitarfélaganna til reksturs er 30% af árlegu rekstrarframlagi frá ríkinu. Fyrir fundinum liggur erindi frá Þorkeli L. Þórarinssyni, forstöðumanni NNA, dags. 31.08.2018 þar sem hann spyr, í tengslum við fyrirhugaða endurnýjun samninga við sveitarfélögin um rekstur  NNA, hvort Þingeyjarsveit vilji ekki gerast formlegur aðili að rekstrarsamningnum.

Sveitarstjórn samþykkir þátttöku sveitarfélagsins í rekstri NNA fyrir árið 2019, án þess að gerast formlegur aðili með því að greiða 500 þúsund kr. ársframlag.

 

11.  Húsnæðismál - 1804010

Umræða um húsnæðismál í sveitarfélaginu framhaldið.

Sveitarstjórn samþykkir að fela Atvinnumálanefnd að kanna möguleika og valkosti við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu. Nefndinni er ætlað að skila framvinduskýrslu

til sveitarstjórnar fyrir 1. nóvember n.k. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að umsjónarmaður framkvæmda- og fasteigna verði starfsmaður Atvinnumálanefndar.

 

12.  Menningarmiðstöð Þingeyinga: Fundargerð frá 28.06.2018 - 1809019

Fundargerð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá 28.06.2018 lögð fram til kynningar.

 

13.  Eyþing: Fundargerð frá 28.08.2018 – 1804005

Fundargerð 307. fundar stjórnar Eyþings frá 28.08.2018 lögð fram til kynningar.

 

14.  Sambands íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð frá 31.08.2018 – 1804006

Fundargerð 862. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.08.2018 lögð fram til kynningar.

 

15.  Þjóðskrá Íslands: Fasteignamat 2019 – 1808047

Tilkynning um fasteignamat 2019 lagt fram til kynningar.

Til upplýsinga fyrir íbúa sveitarfélagsins kemur fram í skýrslu Þjóðskrár Íslands að hækkun heildarfasteignamats á landinu öllu er 12,8%, á höfuðborgarsvæðinu hækkar það um 11,6%, á Norðurlandi eystra um 9,5% og í Þingeyjarsveit um 10,6%.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40