Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
04.10.2018
242. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 04. október kl. 13:00
Arnór Benónýsson, oddviti
Margrét Bjarnadóttir, varaoddviti
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, aðalmaður
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður
Oddviti setti fund. Hann óskaði eftir breytingu á dagskrá, að taka 2. lið; Breytt nefndarskipan, út af dagsránni og aðrir liðir þar á eftir færast upp í dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Fjallskil -1810002
Fjallskil tekin til umræðu ásamt erindisbréfi fjallskilastjóra í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn felur Atvinnumálanefnd að endurskoða erindisbréf fjallskilastjóra með hliðsjón að fjallskilasamþykkt nr. 618/2010.
2. Félagsheimilið Ýdalir: Þakviðgerðir -1809017
Tekið fyrir að nýju umræða um þak Ýdala sem þarfnast viðgerða vegna leka. Sveitarstjóri gerði grein fyrir tveimur tilboðum í verkið.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa kostnaði við framkvæmdina til gerðrar fjárhagsáætlunar 2019.
3. Rekstraryfirlit sveitarfélagsins: Fyrstu átta mánuði ársins -1804046
Lagt fram rekstraryfirlit sveitarfélagsins fyrstu átta mánuði ársins, sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðunni og helstu frávikum. Tekjur eru aðeins undir áætlun og einnig heildarútgjöld. Rekstrarniðurstaða er jákvæð og málaflokkar eru almennt nálægt áætlun. Vinna við fjárhagsáætlun 2019 er hafin.
4. Hjálparsveit skáta Aðaldal: Afmælisgjöf -1810008
Hjálparsveit skáta í Aðaldal mun halda uppá 40 ára afmæli sveitarinnar þann 6. október n.k.
Sveitarstjórn samþykkir að gefa Hjálparsveit skáta í Aðaldal 100 þúsund kr. í tilefni afmælisins. Útgjöld rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2018.
5. Fræðslunefnd: Fundargerðir frá 17.09.2018 og 01.10.2018 -1804052
Lagðar fram fundargerðir 71. og 72. fundar Fræðslunefndar. Margrét gerði grein fyrir fundargerðunum, annars vegar fundargerð frá 17. september sem er í sjö liðum og hins vegar fundargerð frá 1. október sem er í fjórum liðum.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar.
6. Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerð frá 20.09.2018 -1804018
Lögð fram fundargerð 105. fundar Skipulags- og umhverfisnefndar frá 20. september s.l. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sex liðum.
2. liður fundargerðar; Hólsvirkjun, aðal- og deiliskipulag.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á aðalskipulagi og tillög að deiliskipulagi þar sem komið hefur verið til móts við málefnalegar athugasemdir á auglýsingartíma tillagnanna. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að senda þeim, sem athugasemdir gerðu, svör sveitarstjórnar við þeim og annast gildistöku skipulagstillagnanna eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
3. liður fundargerðar; Skógar í Fnjóskadal, breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem komið hefur verið til móts við innkomnar athugasemdir. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku breytingartillögunnar eins og skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um.
6. liður fundargerðar; Þéttbýliskjarni í Aðaldal, tillaga að deiliskipulagi.
Sveitarstjórn samþykkir að uppfærð deiliskipulagstillaga verði auglýst eins og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um. Skipulags- og byggingarfulltrúa falin málsmeðferð vegna auglýsingarinnar.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
7. Markaðsstofa Norðurlands: Samningur- 1810003
Fyrir fundinum liggur erindi frá Markaðsstofu Norðurlands (MN), dags. 20.09.2018 þar sem þess er farið á leit að samstarfssamningur MN og Þingeyjarsveitar verði endurnýjaður til næstu þriggja ára eða til ársins 2021.
Sveitarstjórn samþykkir að endurnýja samstarfssamninginn við MN til næstu þriggja ára og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
8. Innkaupareglur Þingeyjarsveitar: Endurskoðun -1810005
Innkaupareglur Þingeyjarsveitar teknar til umræðu. Innkaupareglurnar voru samþykktar í sveitarstjórn 22.03.2012.
Sveitarstjórn samþykkir að endurskoða innkaupareglurnar og felur sveitarstjóra og oddvita þá vinnu.
9. Persónuverndarstefna Þingeyjarsveitar -1804020
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að persónuverndarstefnu Þingeyjarsveitar sem byggð er á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Með persónuverndarstefnunni leggur sveitarfélagið áherslu á mikilvægi þess að gætt sé að því að öll vinnsla persónuupplýsinga innan sveitarfélagsins fari fram í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða persónuverndarstefnu sveitarfélagsins.
10. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Aðalfundur 2018 - 1809035
Aðalfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2018 – lagt fram til kynningar.
11. Samtök orkusveitarfélaga: Aðalfundur 2018 - 1810006
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2018 – lagt fram til kynningar.
12. Eyþing: Fundargerð frá 12.09.2018 - 1804005
Fundargerð 308. fundar stjórnar Eyþings frá 12.09.2018 lögð fram til kynningar.
13. Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð svæðisráðs norðursvæðis -1810004
Fundargerð svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs lögð fram til kynningar.
14. Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum: Ársfundur 2018 -1809028
Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum 2018 – lagt fram til kynningar.
15. Félagsráðgjafafélag Íslands: Bréf - 1809028
Bréf frá Félagsráðgjafafélagi Íslands lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45