243. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

18.10.2018

243. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 18. október kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, oddviti
Ásvaldur Ævar Þormóðsson, aðalmaður
Árni Pétur Hilmarsson, aðalmaður
Einar Örn Kristjánsson, varamaður
Jóna Björg Hlöðversdóttir, aðalmaður
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, aðalmaður
Hanna Jóna Stefánsdóttir, aðalmaður

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Oddviti setti fund. 

Dagskrá:

1.      Fjárhagsáætlun 2019-2022: Forsendur og undirbúningur -1810027

Umræða tekin um fjárhagsáætlun 2019-2022 sem nú er í vinnslu. Við gerð fjárhagsáætlunar er stuðst við þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Samkvæmt síðustu spá Hagstofunnar (1. júní sl.) er gert ráð fyrir að verðbólga verði um 2,9% á næsta ári og um 2,5% síðustu ár spátímabilsins, 2020-2022. Þá er gert ráð fyrir að launavísitalan í heild hækki um 6% frá árinu 2018 til 2019. Hagstofan mun birta vetrarspá sína um miðjan nóvember næstkomandi. Vinnufundur sveitarstjórnar, vegna fjárhagsáætlunar verður 1. nóvember n.k. Áætlað er að taka fjárhagsáætlun til næstu fjögurra ára til fyrri umræðu í sveitarstjórn 22. nóvember n.k. og til seinni umræðu og afgreiðslu þann 7. desember. Skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir með vísan í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2019 verði óbreytt eða 14,52%. Vinnu við fjárhagsáætlun 2019-2022 framhaldið.

  

2.      Umferð við Goðafoss -1810029

Rætt um umferðarþunga við Goðafoss og um þá hættu sem skapast vegna einbreiðrar brúar yfir fljótið.

Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest á svæðinu. Sveitarstjórn óskar eftir því við Vegagerðina að hún kanni kosti þess að setja upp umferðarstýrð ljós við brúna þar sem ný tvíbreið brú er ekki væntanleg á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

 

3.      Kamrar við Aldeyjarfoss: Erindi -1810019

Tekið fyrir erindi frá Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur, dags. 4.10.2018 þar sem segir frá verulega slæmu ástandi kamra við Aldeyjarfoss og beiðni um að sveitarfélagið bregðist við. Sveitarfélagið hefur séð um rekstur kamranna síðastliðin ár í samvinnu við Guðrúnu.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

 

4.      Eyþing: Ósk um aukaframlag frá sveitarfélögunum -1810031

Fyrir fundinum liggur erindi frá stjórn Eyþings, dags. 16.10.2018 þar sem óskað er eftir aukafjárframlagi frá sveitarfélögunum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingu til allt að sex mánaða vegna veikindaleyfis. Fjárhæðinni er skipt á milli sveitarfélaga líkt og árgjöld sveitarfélaga innan Eyþings. Kostnaður Þingeyjarsveitar er 295.407 kr.

Sveitarstjórn samþykkir aukafjárframlag til Eyþings að upphæð 295.407 kr. og vísar til gerðrar fjárhagsáætlunar 2019.

 

5.      Eyþing: Skipun í fulltrúaráð Eyþings -1810032

Fyrir fundinum liggur erindi frá Lindu M. Sigurðardóttur f.h. Eyþings, dags. 4.10.2018 þar sem óskað er eftir skipun fulltrúa Þingeyjarsveitar í fulltrúaráð Eyþings.

Sveitarstjórn samþykkir að skipa Arnór Benónýsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í fulltrúaráð Eyþings og Jónu Björgu Hlöðversdóttur til vara.

 

6.      Félags- og menningarmálanefnd: Fundargerð -1804034 

Lögð fram fundargerð 59. fundar Félags-og menningarmálanefndar frá 11. október s.l. Hanna Jóna gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í fimm liðum.

1. liður fundargerðar; Erindisbréf Öldungaráðs Þingeyjarsveitar.

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.

  

2. liður fundargerðar; Erindisbréf Ungmennaráðs Þingeyjarsveitar.

Sveitarstjórn samþykkir erindisbréfið.  

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.

 

7.      Atvinnumálanefnd: Fundargerð -1810033

Lagðar fram fundargerðir 23. og 24. fundar Atvinnumálanefndar frá 2. og 16. október.  Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðunum, fyrri fundargerðin er í fjórum liðum og seinni í þremur liðum.

1. liður seinni fundargerðar; Húsnæðismál

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að vinna viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við Búfesti húsnæðissamvinnufélag líkt og Norðurþing og Akureyri hafa gert. Sveitarstjóra falið að ganga frá viljayfirlýsingunni.

Sveitarstjórn staðfestir fundargerðirnar að öðru leyti.

 

8.      Nefndarsvið Alþingis: Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun -1810030

Umræða um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára 2019-2023 og um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.

Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með að í fimm ára samgönguáætlun er gert ráð fyrir að ljúka framkvæmdum við Dettifossveg. Að gefnu tilefni leggur sveitarstjórn þunga áherslu á að staðið verði við fyrirhugaðar framkvæmdir á Bárðardalsveg vestri milli Hringvegar og Hlíðarenda þar sem gert er ráð fyrir að vegurinn verði endurgerður og lagður bundnu slitlagi á árinu 2021. Eins telur sveitarstjórn mikilvægt að áframhaldandi endurgerð Bárðardalsvegar vestri verði hraðað frá því sem fimmtán ára samgönguáætlun gerir ráð fyrir. Sveitarfélagið bendir á að malarvegir innan sveitarfélagsins kalla á gríðarlega mikið viðhald þar sem eyðilegging blasir við þeim vegna stóraukinna umferðar, þ.a.m. Fnjóskadalsvegur eystri nr. 835, Útkinnarvegur nr. 851, Sandsvegur nr. 852, Laxárdalsvegur nr. 856 o.fl. Sveitarstjórn lýsir vonbrigðum með að ekki er gert ráð fyrir nýrri tvíbreiðri brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss fyrr en á þriðja tímabili samgönguáætlunar 2029-2033. Þá tekur sveitarstjórn tekur undir bókun bæjarstjórnar Akureyrar frá 16. október s.l. þar sem lýst er miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar.

 

9.      Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerð -1804023

Fundargerð 9. fundar framkvæmdastjórnar HNÞ – lagt fram til kynningar.

 

10.  Eyþing: Fundargerð -1804005

Fundargerðir 310. og 311. fundar stjórnar Eyþings – lagt fram til kynningar.

 

11.  Almannavarnarnefnd Þingeyinga: Fundargerð -1810028

Fundargerðir 1. og 2. fundar almannavarnarnefndar Þingeyinga – lagt fram til kynningar.

 

12.  Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerð -1804006

Fundargerð 863. og 864. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga – lagt fram til kynningar.

 

13.  Vatnajökulsþjóðgarður: Fundargerð svæðisráðs norðursvæðis -1810004

Fundargerð 54. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs – lagt fram til kynningar.

 

14.  Flugklasinn Air 66N: Skýrsla um starfið -1804011

Skýrsla um starf Flugklasans Air 66N, 21. mars til 7. október 2018 – lagt fram til kynningar. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30