Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
24.01.2019
249. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 24. janúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
1. |
Leikskólinn Barnaborg - 1804047 |
|
Undirbúningur framkvæmda, vegna flutnings leikskólans Barnaborgar yfir í Þingeyjarskóla, stendur nú yfir. Sveitarstjóri kynnti tillögur að teikningum sem eru til umræðu og kynningar í skólunum. |
||
Samþykkt að leggja fyrirliggjandi teikningar fyrir skólaráð og Fræðslunefnd til umfjöllunar. |
||
2. |
Skipulags- og umhverfisnefnd: Fundargerðir - 1804018 |
|
Lögð fram 109. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.01.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í 7 liðum. |
||
1. liður fundargerðar; Eyjadalsvirkjun, umsókn um heimild til skipulagsgerðar og ósk um breytingu á aðalskipulagi. |
||
3. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Umboð til kjarasamningsgerðar - 1901021 |
|
Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4.12.2018 vegna endurnýjunar á kjarasamningsumboði til samræmis við núverandi stöðu. Óskað er eftir að uppfært kjarasamningsumboð samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar verði sent til kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga áframhaldandi kjarasamningsumboð. |
||
4. |
Merki sumarhús - Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1901029 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 22.01.2019 þar sem Stefán Tryggvason sækir um rekstrarleyfi, flokkur II gististaður án veitinga, í Merki sumarhús í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags-og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
5. |
Stórutjarnaskóli - Umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi - 1901030 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.01.2019 þar sem Elín Eydal sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts Fnjóskdæla í Stórutjarnarskóla í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
6. |
Félagsheimilið Breiðamýri - Umsögn um umsóknar um tækifærisleyfi - 1901031 |
|
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 21.01.2019 þar sem Borgar Þórarinsson sækir um tímabundið tækifærisleyfi vegna þorrablóts Reykdæla í félagsheimilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit. |
||
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt tækifærisleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007. |
||
7. |
Landsáætlun; Umsókn um rekstrarstyrk vegna Goðafoss - 1901027 |
|
Erindi til verkefnisstjórnar Landsáætlunar, dags. 21.01.2019 um rekstrarstyrk vegna Goðafoss lagt fram til kynningar. |
||
8. |
Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023 |
|
Fundargerðir 11. og 12. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyingar lagðar fram til kynningar. |
||
9. |
EYÞING: Fundargerðir - 1804005 |
|
Fundargerðir 315. og 316. fundar stjórnar Eyþings lagðar fram til kynningar. |
||
10. |
Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn-og verkgreina og framhaldsskólakynning - 1901020 |
|
Mín framtíð 2019 - Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning lagt fram til kynningar. |
||
11. |
Umboðsmaður barna - Þing um málefni barna nóvember 2019 - 1901022 |
|
Umboðsmaður barna - Þing um málefni barna nóvember 2019 lagt fram til kynningar. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:42