Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
07.02.2019
250. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 07. febrúar kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Einar Örn Kristjánsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
1. |
Samstarfssamningur um skipulags- og byggingarmál - 1901028 |
|
Lagður fram samstarfssamningur milli Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps um gagnkvæma verktöku vegna starfa skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann. Samningurinn er í samræmi við gildandi fjárhagsáætlun 2019. |
||
2. |
Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla - Ósk um hleðslustaura í grennd við Stórutjarnaskóla - 1901034 |
|
Fyrir fundinum liggur erindi frá Umhverfis- og lýðheilsunefnd Stórutjarnaskóla, dags. 21.01.2019, þar sem óskað er eftir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla í grennd við Stórutjarnaskóla fyrir starfsfólk skólans. |
||
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að farsælli lausn þessa máls. |
||
3. |
Nefndarsvið Alþingis - 356. mál til umsagnar - 1902002 |
|
Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur). Í frumvarpinu er m.a. breyting á 2. mgr. 1. gr. laganna, að í stað orðanna „18 ára“ kemur „16 ára“. |
||
Sveitarstjórn telur að kosningaaldur eigi að vera sá sami í kosningum til sveitarstjórna og í öðrum almennum kosningum. |
||
4. |
Þjóðskrá Íslands - Skráning lögheimila - 1901045 |
|
Lagt fram erindi frá Þjóðskrá Íslands dags. 28.01.2019. Þjóðskrá starfar samkvæmt lögum nr. 54/1962 um þjóðskrá og almannaskráningu og annars almannaskráningu hér á landi skv. 1. gr. laganna. Hlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að lögheimili einstaklinga sé rétt skráð eftir því sem lög um lögheimili og aðsetur nr. 80/2018 mæla fyrir um. Á næstu mánuðum mun Þjóðskrá Íslands vinna að og ljúka skráningu lögheimilis niður á íbúðir. Til þess að hægt sé að gera það þarf að leysa úr misræmi milli fasteignaskrár og húsaskrár í þjóðskrá. Óskað er eftir að sveitarfélagið taki ákvörðun um rétta skráningu þeirra fasteigna sem þjóðskrá hefur tekið saman og eru í fylgiskjali sem lagt er fram með erindinu. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að í erindi frá Þjóðskrá Íslands sé það almennt húsaskrá og húsheiti sem gildi í fasteignaskrá. Sveitarstjórn hefur borist erindi frá íbúum Eyjardalsár með ósk um afstöðu sveitarstjórnar vegna breytingar sem Þjóðskrá hefur gert á heiti fasteignarinnar. Sveitarstjórn samþykkir að heiti eignarinnar skuli vera Eyjardalsá og felur sveitarstjóra að tilkynna það til Þjóðskrár Íslands. |
||
5. |
KPMG ehf. - Stjórnsýsluskoðun 2018 - 1901046 |
|
Árleg skýrsla frá KPMG um stjórnsýsluskoðun Þingeyjarsveitar 2018 - lögð fram til kynningar. |
||
6. |
Umhverfisstofnun - Tilnefning fulltrúa umhverfis- eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd - 1812021 |
|
Tilnefndir fulltrúar náttúruverndarnefndar Þingeyinga í vatnasvæðanefnd eru Þorkell Lindberg Þórarinsson og Arna Hjörleifsdóttir - lagt fram til kynningar. |
||
7. |
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Áfangastaðaáætlanir - 1901040 |
|
Áfangastaðaáætlanir - lagt fram til kynningar. |
||
8. |
Forsætisráðuneytið - Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - 1901042 |
|
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, kynningarfundur 15.02.2019 - lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri og oddviti stefna á að mæta á kynningarfundinn. |
||
9. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - lögð fram til kynningar. |
||
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:45