253. fundur

Fundargerð

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

21.03.2019

253. fundur

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022

haldinn í Kjarna fimmtudaginn 21. mars kl. 13:00

Fundarmenn

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.

Starfsmenn

Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri

Dagskrá:

1. Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011

Bjarni Reykjalín mætti til fundarins og kynnti feril og vinnu við endurskoðun aðalskipulags almennt en undirbúningsvinna er hafin á endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022. Fulltrúar Skipulags- og umhverfisnefndar og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Sveitarstjórn og nefndarmenn þakka fyrir kynninguna.                     

2. Norðurorka hf.: Aðalfundarboð - 1903008

Lagt fram aðalfundarboð Norðurorku hf. sem haldinn verður 5. apríl n.k. í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.

Samþykkt að sveitarstjóri fari með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.                     

3. North Aurora Guesthouse: Umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi - 1903012

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 6.03.2019 þar sem Bryndís Pétursdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II - Gististaður án veitinga fyrir North Aurora Guesthouse á Lautavegi 8 í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.                     

4. Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar - 1806050

Samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar lagðar fram til síðari umræðu með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.                 

5. Atvinnumálanefnd: Fundargerðir - 1810033

Lögð fram 27. fundargerð Atvinnumálanefndar frá 12.03.2019. Árni Pétur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í tveimur liðum.

2.liður fundargerðar; Umsókn til Íbúðalánasjóðs um stofnframlaga o.fl.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði til samninga við Kötlu ehf. um byggingu á tveimur hagkvæmum leiguíbúðum með fyrirvara um veitt stofnframlag frá ríkinu.

Sveitarstjórn samþykkir að sækja um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna bygginga á hagkvæmum leiguíbúðum, svokölluðum almennum íbúðum. Markmiðið er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi íbúðarhúsnæði til leigu.

Einnig samþykkir sveitarstjórn að stofna húsnæðissjálfseignarstofnun (hses) vegna fyrirhugaðra leiguíbúða og semja við KPMG um ráðgjöf vegna þess og umsóknar til Íbúðalánasjóðs.

Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við KPMG.                    

6. KPMG: Samningur um ráðgjöf - 1903009

Lagður fram samningur um ráðgjöf frá KPMG vegna stofnunar húsnæðissjálfseignarstofnunar (hses) ásamt aðstoð við gerð umsóknar um stofnframlög vegna kaupa og bygginga á almennum íbúðum til Íbúðalánasjóðs. Áætluð þóknun vegna vinnu þessarar er 500 til 600 þús.kr. auk vsk.

Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og samþykkir kr. 600 þús.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verður með handbæru fé.                     

7. Nýtt landsskipulagsferli: Boð um þátttöku á samráðsvettvangi - 1903018

Fyrir fundinum liggur bréf frá Ásdísi Hlökk Theodórsdóttur, f.h. Skipulagsstofnunar, dags. 13.03.2019 um boð til þátttöku á samráðsvettvangi um nýtt landsskipulagsferli um loftslag, landslag og lýðheilsu. Skipulagsstofnun óskar eftir skráningu tengiliða á samráðsvettvanginn.

Sveitarstjórn samþykkir sveitarstjóra sem tengilið á samráðsvettvanginn.                    

8. Skólaakstur - 1903027

Tekin til umræðu skólaakstur í sveitarfélaginu en samninga við núverandi skólabílstjóra renna út 31.05.2019. Samkvæmt lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup ber sveitarfélaginu að bjóða út skólaakstur þar sem heildarkostnaður er yfir viðmiðunarfjárhæðum fyrir opinber innkaup.

Sveitarstjórn samþykkir að semja við Ríkiskaup um undirbúning og útboð vegna skólaaksturs og að sú vinna hefjist sem fyrst svo niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en í júní n.k. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Ríkiskaup.         

9. Skýrsla sveitarstjóra - 1903026

Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur.                     

10. Héraðsnefnd Þingeyinga: Fundargerðir - 1804023

Fundargerð 13. fundar framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga - lögð fram til kynningar.                   

11. Eyþing: Fundarboð aukaaðalfundar - 1903010

Aukaaðalfundur Eyþings - lagt fram til kynningar.                    

12. Áform um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 1903025

Áform um skerðingu á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - lagt fram til kynningar.                      

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00