Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
02.05.2019
255. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 02. maí kl. 13:00
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Hlynur Snæbjörnsson, Hanna Jóna Stefánsdóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson.
Dagbjör Jónsdóttir, sveitarstjóri
Dagskrá:
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2018 ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til síðari umræðu.
Ársreikningur Þingeyjarsveitar 2018 samþykktur samhljóða og undirritaður. Ábyrgðar- og skuldbindingayfirlit staðfest og undirritað. Ársreikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu sveitarfélagsins að fundi loknum.
Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dags. 09.04.2019 þar sem Bergljót Þorsteinsdóttir sækir um rekstrarleyfi, flokkur II gististaður án veitinga, í Skógum í Þingeyjarsveit.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitt rekstrarleyfi með fyrirvara um að jákvæðar umsagnir berist frá skipulags- og byggingarfulltrúa og heilbrigðis og eldvarnareftirlitinu, sbr. b-lið 7. gr. laga nr. 67/2016, um breytingu á lögum nr. 85/2007.
Lögð fram 113. fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar frá 17.04.2019. Ásvaldur gerði grein fyrir fundargerðinni sem er í sjö liðum.
Sveitarstjórn samþykkir umsókn Rarik um framkvæmdaleyfi vegna strenglagningar að Hólsvirkjun í Fnjóskadal og lagningu 12 kV dreifistrengja sem taka við af núverandi loftlínu sem verður fjarlægð að framkvæmd lokinni þar sem samþykki allra landeigenda, Vegagerðar, Fiskistofu og Minjastofnunnar liggur fyrir. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfið í samræmi við fyrirliggjandi drög að framkvæmdaleyfi, reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og einnig 13.-16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi Hólsvirkjunar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum eins og 44. gr. fyrrnefndra laga mælir fyrir um.
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytingu lóðarinnar og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn samþykkir yfirlýsinguna og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina að öðru leyti.
Lagt fram aðalfundarboð Greiðrar leiðar ehf. sem haldinn var 30.04.2019 á Glerárgötu 36, Akureyri. Sveitarstjórn samþykkti í tölvupósti milli funda að Margrét Bjarnadóttir færi með umboð Þingeyjarsveitar á fundinum.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðsluna.
Samantekt minnispunkta um endurskoðun á aðalskipulagi sem Bjarni Reykjalín tók saman.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17.04.2019 um lög um opinber innkaup nr. 120/2016 sem taka að fullu gildi 31. maí 2019.
Lagt fram til kynningar.
Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 23.04.2019 um fjármál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:52