Fundargerð
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
10.10.2019
265. fundur
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar til 2022
haldinn í Kjarna fimmtudaginn 10. október kl. 13:00
Fundinn sátu:
Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson, Ásvaldur Ævar Þormóðsson og Sigurbjörn Árni Arngrímsson.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri.
265. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar
haldinn í Kjarna, fimmtudaginn 10. október 2019, kl. 13:00.
Í upphafi fundar óskaði oddviti eftir að bæta þremur málum á dagskrá með afbrigðum, undir 6. lið; Nýsköpun í norðri: Stýrihópur -1909032, undir 7. lið; Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 -1903011 og undir 8. lið; Samband íslenskra sveitarfélaga: Tilnefning í samráðsnefnd um fiskeldi – 1909037.
Aðrir liðir færast neðar á dagskrá sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. |
Fjárhagsáætlun 2020: Forsendur og undirbúningur - 1910006 |
|
Umræða tekin um forsendur og undirbúning fjárhagsáætlunar 2020-2023 sem nú er í vinnslu. Samkvæmt Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands frá 1. júlí s.l. er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,2% á næsta ári og 2,6% síðustu ár spátímabilsins 2021-2023. Þá er gert ráð fyrir að launavísitala í heild hækki um 5,5% árið 2020. Hagstofan mun birta vetrarspá sína í byrjun nóvember n.k. |
||
Sveitarstjórn samþykkir með vísan í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofn sveitarfélaga nr. 4/1995 að álagningarhlutfall útsvars fyrir árið 2020 verði óbreytt eða 14,52%. Vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2023 framhaldið. |
||
2. |
Umferð við Goðafoss: Svar við erindi - 1810029 |
|
Í bréfi sem sent var Vegagerðinni þann 10.07.2019 lýsti sveitarstjórn áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem getur skapast við einbreiðu brúna yfir Skjálfandafljót við Goðafoss og óskaði eftir því að brugðist yrði við með umferðarstýrðum ljósum. |
||
Sveitarstjórn þakkar fyrir svarið og skilur þau rök sem þar koma fram. Sveitarstjórn leggur til í ljósi þessa að Vegagerðin hraði framkvæmdum við nýja brú sem nú þegar er á skipulagi. |
||
3. |
Fasteignir sveitarfélagsins - 1906024 |
|
Tekin til umræðu fasteign sveitarfélagsins, þjónustumiðstöð (Sjoppan) í Vaglaskógi F2227517. |
||
Samþykkt samhljóða að selja húsnæðið til flutnings og sveitarstjóra falið að koma því í söluferli. |
||
4. |
Umsókn um stuðning Jöfnunarsjóðs við sameiningarviðræður: Svar við umsókn - 1908032 |
|
Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 8.10.2019 vegna umsóknar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna, Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps, þar sem óskað var eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði að upphæð 29 m.kr. til að mæta kostnaði vegna undirbúnings á kynningu sameiningartillögu og framkvæmd atkvæðagreiðslu á grundvelli reglna nr. 295/2003. |
||
Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samþykkir úthlutun framlagsins. |
||
5. |
Fjölmenningarstefna - 1910008 |
|
Tekin til umræðu fjölmenningarstefna í Þingeyjarsveit og mikilvægi þess að sveitarfélagið setji sér stefnu og aðgerðaráætlun. Fjölmenningarstefna skal taka mið af gildandi lögum og ýmsum alþjóðasamningu s.s. Barnasáttmála SÞ. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að ráða fjölmenningarfulltrúa í hlutastarf í samstarfi við Norðurþing og vísar til gerðar fjárhagsáætlunar 2020. |
||
6. |
Nýsköpun í norðri: Stýrihópur - 1909032 |
|
Fyrir liggur að skipa í stýrihóp vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri. |
||
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að skipa Arnór Benónýsson, Jónu Björgu Hlöðversdóttur og Ásvald Ævar Þormóðsson sem fulltrúa Þingeyjarsveitar í stýrihóp vegna verkefnisins Nýsköpun í norðri og Margréti Bjarnadóttur og Sigríði Hlyn H. Snæbjörnsson til vara. |
||
7. |
Endurskoðun Aðalskipulags Þingeyjarsveitar 2010-2022 - 1903011 |
|
Umræða tekin um endurskoðun aðalskipulags. Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr. 90/2013 þarf sveitarstjórn að taka saman lýsingu á verkefninu og kynna fyrir Skipulagsstofnun, almenningi og öðrum hagsmunaaðilum. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til viðræðna við Alta ráðgjöf um gerð skipulagslýsingar vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar. |
||
8. |
Samband íslenskra sveitarfélaga - Tilnefning í samráðsnefnd um fiskeldi - 1909037 |
|
Tekin til umræðu öðru sinni tilnefning stjórnar Sambands íslenskra sveitarféaga í samráðsnefnd um fiskeldi skv. 19. lið fundargerðar 873. fundar stjórnar frá 30.08.2019. |
||
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að senda stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga erindi þar sem óskað er eftir frekari rökstuðningi sambandsins við skipan fulltrúa í samráðsnefnd um fiskeldi samanber fyrri bókun sveitarstjórnar frá 26.09.2019. |
||
9. |
Skýrsla sveitarstjóra - 1903026 |
|
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni úr starfi sveitarfélagsins síðustu vikur. |
||
Miðhálendisþjóðgarður og áherslur nefndar í drög að lagafrumvarpi sem birt verður í samráðsgátt stjórnvalda. |
||
10. |
Samband íslenskra sveitarfélaga: Fundargerðir - 1804006 |
|
Fundargerð 874. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
11. |
Samtök orkusveitarfélaga: Fundargerðir - 1804007 |
|
Fundargerð 38. Fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga. |
||
Lögð fram til kynningar. |
||
Fundi slitið kl. 15:07.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|